Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 4
Kranavatn á Mánaðarlega munu birtast áminningar til Isfirðinga um að sjóða allt neysluvatn. Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi á ísafirði, segir að vatnið hafi verið óneysluhæft sam- kvæmt heilbrigðisstöðlum vegna saurgerla í að minnsta kosti 25 ár. „Þetta eru nú engar nýjar fréttir fyrir ísfirðinga,“ sagði Smári Haraldsson bæjarstjóri og geisla vatnið. Vegna nýjustu aðgerða heil- brigðisfulltrúa er eðlilegt að spurt sé hvort neysluvatn ísfirðinga hafi versnað upp á síðkastið. Anton Helgason kvað svo ekki vera. „Þetta er búið að vera viðloðandi í 25 ár. Hins vegar er ég nýtekinn við starfi og enginn heilbrigðisfull- trúi hefur verið á Isafirði síðastlið- benti á að í bígerð væri að sía og in 2 ár. Þetta hefur verið Iátið við- gangast allt of lengi,“ sagði Anton. Anton sagði að þegar gæði vatns væru metin væri leitað að saur eða gerlum sem þrífast í þörmum því slíkt væri helsta sjúk- dóms- og smithættan. Að sögn An- tons hefur slíkt fundist í 75 til 80 prósentum tilvika síðan 1967. Þá Póstmenn hóta aðgerðum Félagsfundur í Póstmanna- félagi íslands, sem hald- inn var fyrir skömmu, krefst þess að ríkisvaldið gangi nú þegar til samninga við opinbera starfsmenn á grund- velli þeirra kröfugerða sem lagð- ar hafa verið fram. A fundinum, sem var mjög ijölmennur, kom fram að sterkur vilji er hjá félagsmönnum að fara í mótmælaaðgerðir af einhverju tagi til að leggja áherslu á kröfur sínar. „Eðlilegur" vinnuhraði gæti m.a. orðið vænleg leið til að vekja ráða- menn til umhugsunar varðandi störf og laun póstmanna. En í fé- laginu eru um þúsund manns. Þá mótmælir fundurinn harð- lega þeim árásum sem dunið hafa á Qölskyldum landsins á undanfom- um mánuðum með stórhækkuðum álögum og skerðingu á réttindum og velferðarmálum. Að mati fund- arins munu þau skref, sem þegar hafa verið stigin afiurábak í vel- ferðar- og menningarmálum, verða fortíðarvandi framtíðar íslensku þjóðarinnar. Þrátt fyrir að kjarasamningar Póstmannafélagsins hafi verið lausir frá 1. september í fyrra og það hafi lagt fram kröfugerð sína hálfum mánuði seinna, hafa aðeins verið haldnir tveir samningafundir með samninganefnd ríkisins. Á þessum fundum hefur samninga- nefnd ríkisins ekkert viljað ræða efnisatriði kröfugerðarinnar, heldur haldið uppi endalausu málþófi um skerðingu á áunnum réttindum op- inberra starfsmanna. Þar má nefna skerðingu á veikindarétti, lífeyris- rétti og bamsburðarleyfi. Einnig hcfur nefndinni orðið mjög tíðrætt um hagræðingar á störfum opin- berra starfsmanna, sem gætu kom- ið þeim til góða. Eins og allir opinberir starfs- menn og aðrir launamenn eru fé- lagar í Póstmannafélaginu orðnir Iangþreyttir á því að fá ekki kröfu- gerð sína rædda, og sömuleiðis að fá ekki kaupmáttarskerðinguna bætta. Þess í stað þurfa þeir að þola og sitja undir vondum ákvörð- unum og skerðingu ríkisstjómar- innar á velferð fólksins í landinu. Launataxtar samræmdir greiddu kaupi Félagsfundur járniðnaðar- manna telur ekki forsendur til að félagið gangi til við- ræðna um heildarsamninga þar eð samband vinnuveitenda í málm- og skipaiönaði og VSI hafi hafnað öllum viðræðum við Félag járniðnaðarmanna um að færa launataxta að greiddu kaupi. Niðurskurð- urinn skorinn Prentvillupúkinn komst í niður- skurðinn í forsíðufrétt Þjóðviljans j gær og skar út orðið „skerðingu". I fréttinni stóð að Qárframlög til spítala á höfuðborgarsvæðinu væru 4-500 miljónir króna. Þar átti að standa að skerðingin á fjárframlög- unum væri þetta mikil. -gpm Hins vegar telur fundurinn eðli- legt að þau félög og sambönd, sem fengið hafa jákvæð viðbrögð við sérkröfum, stefni að heildarsamn- ingum ásamt því að fá endanlega niðurstöðu í sénnálum. I ályktun fundarins er lögð áhersla á að gengið verði frá því með samningi við félagið að launa- taxtar séu í samræmi við þau laun sem greidd eru hjá fyrirtækjunum. Jafnframt fól fundurinn stjóm og trúnaðannannaráði félagsins að leita allra leiða til að tryggja gildi greiddra launa. Vegna atvinnuástandsins í málmiðnaði, ásamt hættu á innflutn- ingi erlends vinnuafls á lágmarks- launum ef af EES-samningi verður, telur fundurinn enn brýnna en áður að þau laun sem greidd eru á al- mennum markaði verði fest í samn- inga. Isafirði ónothæft er um hugsanlega sjúkdómshættu að ræða. Ungbömum, gamalmenn- um og þeim sem eru með veiklað ónæmiskerfi er hættast en Anton segir að flestir myndi ónæmi fyrir þessum gerlum. Isafjörður er lík- lega síðasti kaupstaður landsins með ódrykkjarhæft vatn, að sögn Antons. Leiðir til úrbóta eru þijár: Byggja yfir uppsprettulindir og taka vatn beint úr þeim, grafa brunna í áreyrar svo að vatn síist í gegnum jarðveg eða sía vatnið og nota útfjólubláa geislun til að sótt- hreinsa það. Smári Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði, sagði að alltaf hefði verið ráðgert að sía og geisla vatnið. „Fyrir 5 til 6 ámm var farið ofan í saumana á þessu og vandinn reyndist tvíþættur: annars vegar var ekki nóg vatn og hins vegar var það ekki nógu gott,“ sagði Smári. Þeir aðilar sem nota mest vatn á ísafirði töldu brýnt að auka það og að því hefur verið unnið síðan. Smári sagði að þeim framkvæmd- um hefði átt að Ijúka á síðasta ári en verklok drægjust fram á þetta ár. „Síðan er það á þriggja ára ffamkvæmdaáætlun að sía vatnið og geisla það,“ sagði Smári. Hann bætti því við að menn hefðu að vísu hálft í hvoru verið að vona að vatn fyndist þegar farið yrði að bora göngin, likt og gerðist þegar allt fór að flóa í vatni í Ólafsfjarð- armúlanum. Smári kvað þessar upplýsingar Antons ekki vera neinar nýjar frétt- ir. „Ég man 35 ár aftur í tímann og alltaf hefúr verið talað um að vatn- ið væri ekki nógu gott,“ sagði Smári. „Og þú mátt gjaman láta það koma fram að ísfirðingar hafa ætið soðið vatn fyrir aðkomumenn. Sjálfir emm við famir að þola E U Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri og Ivar Jónsson fjármálastjóri afhenda Salvöru Nordal, framkvæmdastjóra Islenska dansflokksins, Ijármálagögn flokksins. Frá Þjóðleikhúsi til ráðuneytis Um áramótin undirritaði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra nýja reglugerð um starfsemi Islenska dansflokksins og Listdansskóla Islands. Reglu- gerðin kveður á um sjálfstæði þessara stofnana, en þær hafa verið hluti af starfsemi Þjóðleik- hússins frá því að þær voru stofn- aðar. Málefni Islenska dansflokksins og Listdansskólans munu því eftir- leiðis heyra beint undir mennta- málaráðuneytið og verða skipaðar nýjar stjómir fyrir þessar stofnanir. í stjóm íslenska dansflokksins er fulltrúi Listdansskóla Islands, Styrktarfélags íslenska dansflokks- ins, Þjóðleikhúsráðs, Félags ís- lenskra listdansara og menntamála- ráðuneytisins sem jafnffamt er for- maður. I skólanefnd Listdansskól- ans eiga sæti fulltrúi frá ráðuneyt- inu, listdansstjóri íslenska dans- flokksins, fulltrúi Foreldrafélags Listdansskólans og fúlltrúi fastráð- inna kennara. Þá hefúr verið gerður sérstakur samstarfssamningur við Þjóðleik- húsið, meðal annars um notkun á sviði hússins og öðrum deildum þess. Opinberir starfsmenn mótmæla afnámi biðlaunakerfisins Samtök opinberra starfs- manna, BSRB, BHIVIR og Kennarasamband íslands, lýsa furðu sinni á ummæl- um skrifstofustjóra fjármála- ráðuneytisins, sem einnig er full- trúi í samninganefnd ríkisins, um nauðsyn þess að afnema biðla- unarétt opinberra starfsmanna, segir í fréttatilkynningu er áður- nefnd samtök hafa sent frá sér. Bent er á að þama séu enn einu sinni kynntar hugmyndir um að skerða áunnin, réttindi opinberra starfsmanna. „Á sama tíma og um- mæli þessi koma fram haffiar samn- inganefnd ríkisins öllum kjarabót- um fyrir viðsemjendur sína og gef- ur ekki kost á viðræðum um annað en kjaraskerðingu á næstu tveimur árum. Opinberir starfsmenn líta á ummæli skrifstofustjórans sem Iið í skipulagðri aðför ríkisvaldsins að eigm starfsmönnum.“ Samtökin benda á að réttindi opinberra starfsmanna séu þrengri en annarra starfsmanna, og t.d. geti ríkisvaldið beitt ákvæðum um fram- lengingu uppsagnarfrests ef því hentar, opinberir starfsmenn hafi yf- irvinnuskyldu, þeir geti ekki tekið að sér aukastörf hjá öðrum en rikinu ncma með samþykki ráðherra og þeir búi við mun þrengri ákvæði um verkfallsrétt en annað iaunafólk. Þeir opinberu starfsmenn sem rétt eiga á biðlaunum eru að stærst- f fundi í Verkakvennafélag- inu Framsókn fyrir viku 1 ÍLvar samþykkt heimild til vinnustöðvunar til handa stjórn og trúnaðarmannaráði. Einnig var einróma samþykkt ályktun þar sem aukinni gjaldtöku í heilbrigðisþjónustunni er harð- lega mótmælt sem og lokunum á um hluta fólk sem hefúr valið sér störf innan velferðarkerfisins að ævistarfi, segir í fréttatilkynning- unni. „Aðfönn rem nú er farin að lögbundnum réttindum þeirra, virð- ist markviss liður í þeirri stefnu nú- verandi stjómvalda að losa sig við ábyrgð sína á velferð þegnanna og gera þannig gmndvallarbreytingu a samfélaginu." -sþ öldmnar- og sjúkradeildum. Bent er á að með aðgerðum ríkisstjóm- arinnar sé verið að vega harkalega að þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Bent er á að skattur á fjármagnstekjur og hátekjuskattur sé betur fallinn til að afla ríkissjóði tekna. -gpm Framsókn með verkfallsheimild ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 19. tölublað (31.01.1992)
https://timarit.is/issue/226493

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

19. tölublað (31.01.1992)

Aðgerðir: