Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 16
Þjóðybumn Það er ekki hin vélræna geta sem skiptir máli heldur sú andlega Þér að segja leiði ég hugann ekki mikið að þessum bókmcnntaverð- launum, sagði Guðbergur Bergsson þegar hann var að því spurður hvaða augum hann liti íslensku bókmenntaverðlaunin sem hann fékk á mánudaginn. - En í þessu litleysi daganna er ágætt að hafa bókmenntaverðlaun á þessum tíma, hélt Guðbergur áífam og Ieit út um gluggann þar sem grámi himinsins rann saman við húsveggi og malbik. - Janúar er umhleypingasamur og ffemur leiðinlegur mánuður. Það er bara verst að íslenskar bókmenntir eru ekki mjög blómlegar. Það er bæði vegna fámennis og eins þess að hér eru afar fáar hugmyndir á kreiki. Það sem mér fannst dálítið skrýtið í sambandi við þessi íslensku bók- menntaverðlaun var að bækur sem eru undirstöðurit menningarinnar skyldu ekki fá þau. Þá á ég bæði við bókina um Koníúsíus og Rikið eftir Platon. í Kina hafá menn lifað á hugmyndum Konfúsíusar og Vesturlönd hafa lifað á hugmyndum Platons. Þegar rit af þessu tagi eru þýdd og skrifúð við þau skýringar og formálar Sér tékkareikningur sparisjóðsins er góður kostur fyrir launþega SPARISJÓÐSBÓKARVEXTIR YFIRDRÁTTARHEIMILD LAUNALÁN þá er það að vissu leyti vísindastarf og einungis vegna andlegrar fátæktar sem menn sjá það ekki og þó að ég beri virðingu fyrir Svaninum og Sögu Reykjavíkur þá hefúr fólk lifað mildu lengur á Platon og Konfúsíusi en mér og Guðjóni. - En koma ekki alltaf nýir menn? - Hvaðan koma nýir menn? - Hefur mannkynssagan ekki allt- afkomið með nýja menn? - Jú, jú, en ég held að við Guðjón verðum ekki eins langlífir og þeir Konfúsíus og Platon. Það stafar af því meðal annars að hér er ekki það mikil hugmyndaauðgi. íslensk tunga er töl- uð af svo fáum. - Getur ekki hugsast engu að síð- ur að Islendingar fái alvegjafn góðar hugmyndir og aðrir? - Auðvitað getur það hugsast i sjálfú sér en til þess þarf samt sérstak- an grunn og hann hafa þessir menn búiðtil. Ég held að við íslendingar séum ekki nógu djarfir. Það er svo stutt síð- an við vomm nýlenda. Hingað til hafa erlendar þjóðir beint athygli sinni að íslandi af eins_ konar meðaumkun. Vegna þess að ísland var nýlenda þá átti að koma vel ffam við Islendinga eins og aðrar kúgaðar nýlenduþjóðir. Halldór Laxness var síðasti höfundur- inn sem naut góðs af þessari velvild. Eftir að ísland varð sjálfstætt var hætt að líta til Islendinga af þessari sér- stöku meðaumkun. Þá höfðu Danir ekki lengur neinum skyldum að gegna. Svíar vilja fá bækur sem falla að þeirra eigin hugmyndum um ísland og eins _er það um Þjóðveija. Ef Islendingar ætla að kynna sína menningu þá er miklu betra að leita á þær slóðir þar sem fólk hefúr ekki gert sér neina ákveðna hugmynd um ís- land og íslenska menningu og heimtar ekki að þeirra hugmyndir verði stað- festar og þá er ég að tala um suður- slóðir eða Suður-Evrópu. Það er engin leið að koma íslenskri menningu yfir til Bretlands og ekki heldur til Banda- ríkjanna. Þó að Bandarikin séu stórt þjóðfélag þá hefúr þetta eyjaandrúms- loft sem ríkir á Bretlandi flust þangað með Bretunum. Bandaríkjamenn halda að þeir séu sjálfúm sér nógir en það er enginn. - Hvað viltu segja um Spán i þessu samhandi? - Spánn er það nýtt land eða rétt- ara sagt svo nýkomið úr andlegri kreppu að það er ekki enn orðið and- lega sjálfstætt. Þar af leiðandi reyna menn þar einkum að líkjast Engilsöx- um. Það stafar af uppreisnarandanum sem fylgdi bítlakynslóðinni. Spánverj- ar höfðu þörf fyrir andmenningu og þeir ruddu allri þjóðlegri tónlist úr fjölmiölunuin og komu með bítlatón- list og háværa tónlist í staðinn. Það tekur þjóð talsvert langan tíma að átta sig á því að hennar menn- ing er að minnsta kosti eins merkileg og menning Engilsaxa. Mér er til dæmis sagt að í Búlgar- íu og Sovétríkjunum hafi menn álitið að sovéskt menntakerfi væri mjög lé- legt en þegar þeir fóm að flýja land komust þeir að því að menntakerfið í Vestur- Evrópu var ekkert betra. Það á eftir að taka Spánveija nokkuð langan tíma að átta sig á því að þeirra þjóð- lagatónlist er ef til vill miklu merki- legri en bítlatónlistin. Það er ekki sams konar uppreisn í flamencotónlist og bítlatónlist en það er miklu meiri dýpt í henni. - Það er einkennilegt að heyra þig segja jrá þessu því spönsk tónlist er einmitt þekkt fyrir glœsibrag. - Þeir hafa ekki þann auglýsingar- kraft sem þarf til þess að þeir trúi á tónlistina sína. Það sýnir sig meðal annars í því hvemig þeir hafa reynt að búa til eins konar tónlistarvændi með því að blanda saman flamencotónlist og jassi. Úr því verður eitthvert grátt tónlistarmauk. í Vestur-Evrópu er viss hópur sem vill hjálpa þessum mönn- um sem em að búa til þetta mauk en það er sem betur fer að hverfa og þeir em að öðlast aukið sjálfstæði. Sjálfstæðisþörf Spánveija hefúr meðal annars komið ffam í afstöðu þeirra til Islendinga í fiskveiðimálum. Þeir era harðir við íslendinga vegna þess að þeir telja sig hafa í fúllu tré við þá en firekar linir við aðra. - Þú virðist ekki vilja viðurkenna að þú hafir orðið ástmögur þjóðar- innar á þvi að fá islensku bókmennta- verðlaunin. - Ég held að það taki mjög langan tíma að verða ástmögur þjóðar - nokkrar kynslóðir. Þú getur verið svona gerviástmögur eins og plast- mennimir en ekki raunvemlegur og ég stefni ekki að því að verða úr plasti. - Á hvaða tima er Svanurinn skrifaður? - Það er nokkuð langt sfðan ég skrifaði Svaninn. Ætli það séu ekki ein fjögur eða fimm ár. — Tók hann langan tíma? - Það tók mig nokkuð langan tíma að skrifa hann og líka að byggja upp þessa hugmynd. - Svanurinn minnir um margt á Músina sem lceðist. Hejurðu breyst úr mús í þann fegursta allra fugla á sið- ustu þrjátiu árum? - Eg held að í skáldskap séu ekki til neinar persónur, hvorki konur, karl- ar né böm - heldur em þetta vissar hræringar sem em í tilfinningalífinu. Þess vegna er það mjög skiljanlegt hjá Flaubert þegar hann talar um að hann vilji skrifa bók sem sé ekki um neitt sérstakt efni. Það er mjög líklegt að hann hafi fúndið þetta að í manni era hvorki karlar né konur, böm né annað - einungis hræringar í sálarlífinu. Þess vegna em aðalpersónumar í Músinni sem læðist og Svaninum áhorfendur og það held ég að sé hægt að segja um sjálfan mig að ég hafi verið öðm ífemur áhoifandi. Skáld era það yfirleitt held ég. Þau verða að halda ákveðinni fjarlægð og nálægð í senn. Málarar höfðu lengi þá aðferð að hafa málverk sín á trönum og fara svo ffá þeim til þess að sjá úr fjar- lægð. Það hefur jafnvel verið staðhæft að geyma þurfi verk í níu ár til að ná þeirri fjarlægð sem þarf. - Hefurðu fengist við myndlist? - Já, bæði ljóðmyndir mínar í SÚM og ég hef heillast af myndlist og umgengist hana alla tíð. Það hefúr oft verið mjótt á mununum hjá okkur Vil- hjálmi bróður mínum hvor er mynd- listarmaður og hvor skáld. En þegar Sparisjóður Reykjavíkurog nágrennis fRGOÐ ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 Síða 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.