Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 14
síst í því að hann hefur verið hinn póllinn á móti Morgunblaðinu, í svo að segja ölluni rnálum." „Þjóðviljinn hefur haff þá þýðingu fyrir íslcnska þjóðmálaumræðu að hann hefur komið með allt annað sjónarhom inn i þessa umræðu en aðr- ir fjölmiðlar og átt þannig þátt i að gcra þessa umræðu fjölbreyttari og breiðari,“ segir Styrmir. Atli Rúnar segist álíta að bjóðvilj- inn hafi áður haft meiri þýðingu í þjóðmálaumræðunni heldur en á allra siðustu ánim. „Ég merki það helst á því að mér finnst blaðið ekki cins beitt og það var áður, menn höfðu þá ákveðnar skoðanir, annað hvort voru þefr sammáfa Þjóðviljanum eða þeir voru ósammála honum. Hann er orð- inr, sjálfsagðari hlutur af fjölmiðlatil- vemnni, mcnn em sáttari á að hann sé til sem slíkur, og ég cr ekkert viss um að það sé gott vörumerki. Ég held að það hafi verið meira tekið eftir hans rödd áður vegna þess að hún var um- deildari. Það er kannski hluti af vand- ræðum blaðsins núna. Það var áreið- anlega meira um það áður að þeir sem töldu sig fylgjast vel með, töldu sig einnig þurfa aö fylgjast með Þjóðvilj- anum til að spanna allt sviðið. Það má þó ekki lita svo á að Þjóðviljinn hafi engan tilgang lengur í þjóðmálaum- ræðunni, en hann mætti vera grimm- ari, til dæmis við Alþýðubandalagið þegar það er í meirihluta hvort sem er i bæjarstjómum cða ríkisstjóm. í raun eiga blöð að vera i stjómarandstöðu, flokksmálgögn líka. Flokkamir hafa heldur ekki gott af því að það séu strokin á þeim veiðihárin þegar þeir komast í valdastóla. ég man sérstak- lega eftir því og þótti miður, hvað Þjóðviljinn breyttist gagnvart borgar- pólitíkinni þegar vinstri meirihlutinn komst til valda í Reykjavík. Þá sá maður ekki lengur myndir af opnum skolpræsum o.fl. Svo má ekki gleyma menningunni. Þjóðvljinn hcfur gcrt mér mikið gagn sem menningarpólit- ískt blað. Ég mun sakna hans ckkert síöur þannig séð. Hann var áhrifameiri fjöhniöill í menningarumræðunni, þegar hann var upp á sitt besta, heldur en stærð blaðsins gaf'tilefni til.“ „Þjóðviljinn hefur í gegnum árin og áratugina veriö málsvari þeiaa afla sem staðið hafa lengst til vinstri í ís- lenskri stjómmálabaráttu. Scm slíkur hefur hann skapaö nauðsynlegt jafn- vægi i almcnnri þjóömálaumræðu og í því hefur styrkur hans verið fólginn," scgir Birgir. „Hins vegar hefur þetta hlutverk lians minnkað í takt við minnkandi vægi róttækrar vinstri- stcfnu og „minni pólaríseringar" í vestrænum stjómmálum. Það þýðir hins vcgar ekki að blaðið cigi ekki er- indi. Þjóðviljinn hefur fram til dagsins í dag tekið þátt í og verið frumkvöðul! að tjölmörgum þörfum skoðanaskipt- um í þjóðfélaginu, bæöi á sviöi stjórn- mála og menningarmála." Ingibjörg Sólrún svarar þannig spumingunni um áhrif Þjóðviljans á þjóðmálaumræðuna: „Talsvcrð - bæði jákvæð og nei- kvæð. Þjóöviljinn hcfur olt veriö far- vcgur fyrir ferska og frjóa þjóðmála- umræðu. Er þar skcmmst að minnast þess að þar átti opinber untræða um kvcnnamenningu upptök sín en hún átti drjúgan þátt í tilurö kvennafram- boðanna. En Þjóðvíljinn hefur líka oft verið óttalcgt rifrildishænsn og átt sinn þátt í þvi að kcyra ntál ínn í blindgötu með dyggilegri aðstoð Moggans. Oft og tíðum hafa menn á þessum tveimur bæjum verið sam- mála um þaö eitt að vcra ósammála og lagst í skotgrafahemað til að afla sín- um málstað fylgis. bannig tókst þess- um blöðum yfirleitt að drepa umræð- una og eftir situr söknuöur yfir öllu því scm heföi þurft að segja en aldrei var sagt.“ „Lengi vel var það svo,“ rifjar Sigurveig upp. „að maður þurífi að lesa bæði Morgunblaðið og Þjóðvilj- ann til að hafa pólana sitt hvom meg- in, síðan hefur þctta vahiast töluvert út. Kannski hefur það haft töluverð áhrif síðustu árin að blaðamenn cm ekki lengur upprennandi pólitíkusar; blaðamenn cm starfsstétt með ákveðnar hugsjónir og setja sér vinnu- reglur sem vom ekki eins áberandi hér áður fyrr þcgar pólitísk áhrif fengu mjög mikinn tíma í fréttaflutningi. Þetta hefúr breyst þannig að pólamir em ekki eins sterkir og andstæðir og þeir vom áður. Hins vegar er það enn svo að Þjóðviljinn tekur oft á öðmm málum en hinir miðlamir og maður sér líka mikinn mun á Þjóðviljanum eftir því hvort Alþýðubandalagið er í stjóm eða stjómarandstöðu. En ein- mitt vegna þess að pólamir em ekki „Mér finnst Dagblaðið ekki geta verið sá mótpóll við Morgunblaðið sem nauðsynlegur er. Dagblaðið tekur mun minna á þjóðfélagsmálum og er meira í dægurmálum þannig að mér finnst að fyrir utan það þurfi að vera tvö stór morgunblöð“ cins sterkir og áður er erfitt að gera sér grein fyrir þvi hvaða áhrif Þjóðviljinn hefur haft alvcg á síðustu ámm. Ég held samt að mismunandi hugmynda- fræði þurft að vera í fjölmiðlum, við þurfum á þvi að halda að það sé ekki bara eitt sjónarmið sem ræður.“ Jónas og Gunnar telja að áhrif Þjóðviljans hafi farið þverrandi með ekki missa úr þótt ég sjái Þjóðviljann ekki á hverjum morgni. Hann hefúr líkt og Tíminn orðið utanveltu. Þegar ég byijaði í þessu þá var Þjóðviljinn miklu meira mál. Ég man eftir því að greinar Austra höfðu áhrif og vora mikið lesnar. Mér var illa við þessar greinar. Ég var einn af fáum sem ekki hrósuðu þeim. Mér fannst þetta vera illgjamt og málefnalaust skítkast. Mér fannst blaðamennskan einsog hún birtist í Austra andstæð mínum sið- ferðislögmálum. Það að leggja menn í einelti og fjalla um það sem ekki hafði efnislega með málið að gera. Ég hef tekið eftir þvi að fólki þótti þetta ákaf- lega merkileg blaðamennska. Skoðan- ir mínar í gegnum árin hafa mótast af því að mér fannst Þjóðviljinn vera reiður, skapvondur, ósanngjam, ein- sýnn, lyginn og forstokkaður. Éf við bemm hann saman við Morgunblaðið og Tímann, sem líka vom pólitísk blöð, þá vantaði þau þessa talönarka- lausu fyrirlitningu á lesandanum sem var að finna í Þjóðviljanum, það er að segja að lcsandinn æti allt r af því hann væri okkar maður. Ég heföi aldrei viljað taka þátt í slíku. Þetta var tegund blaðamennsku sem fólst í því að það mætti allt, maður mætti halda fram hveiju sem væri og hafa það bara nógu persónulegt. Þetta em áhrif frá Magnúsi Kjartanssyni en ég held að hann hafi haft skaðleg áhrif í ís- lenskri blaðamennsku." Gunnar Steinn segir Þjóðviljann því miður hafa haft minnkandi þýð- ingu á síðari árum vegna smæðar sinnar og vegna þeirrar tvöfeldni sem a.m.k. á vissum timum hafi einkennt þetta blað sem „fijálsan" fjölmiðil og málgagn Alþýðubandalagsins um leið. „Heiðarleiki gagnvart sjálfum sér Gunnar Steinn Pálsson: DV er óumdeilanlega metnaðarlítill afþreyingarmiðill sem skiptir engu máli í vitrænni þjóömálaumræðu. ámnum og séu nú lítil eða nánast eng- in. „Ég á erfitt með að meta sögulcgt gildi Þjóðviljans. En um þessar mund- ir cr þaö giídi lítiö sem ekkert,“ segir Jónas. „Ég sjálfur þarf ekkert á því að halda að sjá Þjóðviljann á morgnana. Fólk sem er i þessu starfi þarf að hafa yfírsýn ylir fréttir, en mér finnst ég skiptir í þessu sambandi öllu máli og á stundum hefur Þjóðviljinn ncitað að horfast í augu viö uppruna sinn og til- gang. Hins vegar cr öllum ljóst að í gegnum tíðina og allt fram á þennan dag hcfur Þjóðviljinn óneitanlcga skipt rniklu máli í islcnskri þjóðmála- umræðu og þrátt fyrir smæð sína hef- ur honum oft tekist ótrúlega vel að koma sjónanniðum félagshyggjufólks Sigurveig Jónsdóttir: Ef það verður ekki af sameiningu litlu blaðanna eða sam- starfi þeírra um nýtt blað, þá sé ég ekki annaö en að þaö verði frekari sam- dráttur og erfiöleikarnir hjá litlu blöðunum ágerist og útgáfan verði vonlaus. Helgi Guðmundsson: Það er ekki bara markaðurinn sem hefur þörf fyrir nýtt blaö. Þess er þörf til að styrkja lýðraeði og skoðanafrelsi í landinu. á ffamfæri, ekki síst með hjálp ljós- vakamiðlanna sem oft hafa vitnað til hans. Þegar Þjóðviljinn hverfúr nú af vettvangi skilur hann auðvitað eftir sig stórt gat sem mun snerta tilfinninga- strengi í brjósti margra. Hans verður saknað í stjómmálaumræðunni og á menningarsviðinu má segja að blaðið hafi haft mun meiri þýðingu en sem nemur stærð hans og upplagi." En ef við veltum Jyrir okkur hvaða breytingar geta verið vœntanlegar í Jjölmiðlaheiminum á nœstunni? „Ég sé engar breytingar í hinum alþjóðlega fjölmiðlaheimi aðrar en þær sem við höfum þegar fengið vís- bendingu um með alþjóðlegu gervi- hnattasjónvarpi. Við hér á Morgun- blaðinu höfum ítrekað lýst vissum áhyggjum vegna þeirrar þróunar og þeirra áhrifa sem hún kann að hafa á tungu og menningu þjóðarinnar. Við höfum hins vegar gert okkur grein fyr- ir því að óframkvæmanlegt er að Ioka fyrir þessar stöðvar. Við teljum það hins vegar hættulegt að slík áhrif séu einhliða frá hinum engilsaxneska menningarheimi og höfum því sagt að úr því sem komið er sé æskilegast að þessi áhrif komi úr sem flestum áttum, þannig að hin erlendu menningaráhrif verði dreifðari. Við gagnrýndum líka þann hátt sem hafður var á útsendingu gervihnattasjónvarps hér fyrir ári og lýstum þeirri skoðun, að slíkar send- ingar ættu að fara í gegnum sérstakar sjónvarpsrásir og að dreifingaraðilum væri gcrt skylt að bjóða í rásimar og greiða eðlilegt gjald fyrir sýningarrétt- inn, sem nýtt væri til að efla íslenska dagsrárgerð og bæta samkeppnisað- stöðu íslenskra sjónvarpsstöðva gagn- vart hinum erlendu aðilum," segir Styrmir. „Ég held að á allra næstu ámm verði breytingar í fjölmiðlun hér á landi ekki nærri eins hraðar og þær hafa verið á undanfomum ámm. Það hefur þegar orðið umbylting á Ijós- vakanum, en mestu breytingamar eiga eftir að verða á dagblaðamarkaði þar sem fimm/sex dagblaða mynstrið er að hverfa og þriggja/ljögurra dagblaða niynstrið tekur við. Ég sé fyrir mér nokkuð óbreytt ástand á Ijósvaka- markaði þar sem RUV og Stöð 2/Bylgjan verða stóm risamir í annars nokkuð fjölbreyttri flóm útvarps- stöðva. Á dagblaðamarkaði munu hins vegar Moggi og DV missa nokk- uð af sinni markaðshlutdeild til þriðja blaðsins sem hlýtur að rísa upp. Hvort það blað vcröur á gmnni Nýmælis eða á einhveijum öðmm gmnni, t.d. Tím- ans eða jafnvel Alþýðublaðsins, er þó óljóst ennþá," segir Birgir. Sigurveig minnir á að úti í heimi hafi verið að gerast breytingar sem ekki hafi alveg náð hingað, en muni gcra það eins og öll þróun í heimin- um. „Hvar sem maður kemur, sérstak- lega í Bandaríkjunum, verður maður var við það að sjónvarpið er talsvert meira áberandi fjölmiðill en aðrir fjöl- miðlar. ég á von á því aö þessi þróun nái hingað svo fremi að sjónvarpið bjóði upp á lengri útsendingartíma.Ef sjónvarpsstöðvunum fjölgar má búast við því að þær lendi allar, að Ríkis- sjónvarpinu undanskildu, í sömu vandræðum og litlu blöðin, berjist I bökkum og deyi. Bylgjan gat til að mynda lifað mjög lífvænlegu Hfi við hliðina á tveimur rásum Ríkisútvarps- rns en um leið og fleiri stöðvar spmttu upp, jukust erfiðleikamir. Hvað dag- blaðamarkaðinn varðar þá heyrist manni að það sé hægt að láta dag- blaðsrekstur borga sig við hliðina á Morgunblaðinu og DV. Þetta er spuming um þennan gamla spíral sem hefur alltaf verið - því meiri dreifing, því fleiri auglýsingar og þeim mun meira fjánnagn til að ffamleiða betra efni og þá eykst dreifingm, auglýsing- um Ijölgar o.s.frv. Ef það verður ekki af sameiningu litlu blaðanna eða sam- starfi þeirra um nýtt blað, þá sé ég ekki annað en að það verði frekari samdráttur og erfiðleikamir hjá litlu blöðunum ágerist og útgáfan verði vonlaus." Atii Rúnar segist ekki sjá fyrir sér að ljósvakamiðlamir og breytingamar þar, eða aðrir fjölmiðlar, komi í stað- inn fyrir dagblöð. „Dagblöð munu koma út og eiga að koma út. Hiutverk þeirra í heildarmyndinni í fjölmiðla- heiminum hefúr ekkert minnkað. Ég er ekki sammála þeim sem segja að breytingin á Ijósvakamarkaðnum geri blöðin að hluta til óþörf. Vandamálið sem útgefendur blaða standa frammi fyrir er að blöð séu lesin, og þá meina ég lesin með stómm staf, þannig að blöðin þurfa að berjast gegn ólæsi. Ég sé það í erlendum blöðum að heilu starfshópamir em i því að gera blöðin læsilegri til þess að missa ekki þennan ólæsa krakkahóp sem Ies Tinnabækur og hangir yfir sjónvarpi. Ætli það sé ekki eitt af stærstu yiðfangsefnum blaðanna á næstunni. Ég get þannig ekki hugsað mér tilveru án blaða og sem betur fer virðist blaðalestur ekki hafa minnkað með tilkomu fleiri út- varpsstöðva. Hvað varðar sjónvarpið sé ég ekki fyrir mér að þær stöðvar fari að senda út á morgnana og að út- sendingartíminn Iengist þannig á alla enda og kanta og ég sé reyndar enga þörf fyrir það. Enda er vinnudagurinn langur og markaðurinn mjög lítill. Hins vegar verður áreiðanlega auð- veldara að taka inn alls konar erlendar stöðvar fyrir þá sem það vilja. Þó heid ég að spenningurinn fyrir því sé minni en ég hafði búist við, það sáum við þegar CNN og SKY vom sendar út meðan á Persaflóastríðinu stóð. Sá skammtur læknaði mig að minnsta kosti af þeirri löngun að fá mér mót- tökudisk á húsið hjá mér. Eftir það nægir mér alveg það sem ég hef. Það verða ömgglega til þijú dagblöð héma svo Iangt sem ég sé; Dagblaðið, Morgunblaðið og Dagur á Akureyri. Ég er ekkert alveg viss uin að ef Tím- inn hættir líka þá komi nýtt blað í staðinn, en takist það með bærilegu flugi í bytjun þá trúi ég ekki öðm en að slíkt blað geti lifað líka. Fyrir nokkmm vikum taldi ég að ef nýtt blað ætti að eiga sér einhverja von á markaðnum þyrfti það að koma ffam mjög fljótlega eftir að litlu blöðin hættu en nú hef ég eiginlega skipt um skoðun á þvi. Það gæti jafnvel verið betra fyrir væntanlegt blað að fá svo- lítið tómarúm. Lesendur og markaður- inn sæju þá stöðuna.“ Síða 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.