Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 12
skapi, fleiri fjölmiðlar takast því á um
athyglina og auglýsingatekjurnar,"
segir Helgi Guðmundsson.
„Það hafa orðið miklar breytingar
á allra síðustu árum, aðallega á ljós-
vakasviðinu. Ég hef tilhneigingu til að
skýra hluta af erfiðleikum dagblað-
anna mcð því að þeim hafi ekki tekist
að laga sig að þeim breytingum sem
orðið hafa á ljósvakamarkaðnum. Það
varð breyting á fjölmiölamarkaðnum
strax 1976 þegar Dagblaðið kom á
markaðinn. Síðan kom einkavæðing-
in. Stöð 2 og Ijósvakafárið allt saman.
Mér finnst dagblöðin ckki hafa breytt
sér í samræmi við breytingamar á
ljósvakanum. Það er að hluta skýring-
in á vandræðum Tímans og Þjóðvilj-
ans og Dagblaðsins Hka,“ segir Atli
Rúnar Halldórsson. „Ég sé merki þess
að Morgunblaðið sé að átta sig á þess-
um breytingum en Moggaveldið er.
„Ljósvakafjölmiðlun
hefur verið í sókn á
kostnað blaðaútgáfu
sem hangir á
horriminni“
svo stórt að það þarf miklu meira til
að það riðlist eitthvað. Mér sýnist á
Mogganum að hann sé að fara dýpra
ofan í hlutina og líta á bak við þessar
fyrirsagnir og yfirborðsfréttir sem
ljósvakamiðlamir em fullir af frá
morgni til kvölds. Þar liggja mögu-
leikar dagblaðanna og þannig finna
þau markað hjá fólki sem vill fara
dýpra í fréttimar. Það kemur mér ekki
á óvart að þessar breytingar gerast
hratt, fjölmiðlar kosta peninga, ég
held einfaldlega að allt þetta framboð
á fféttum og fréttatengdu efni í Ijós-
vakanum kalli á vangaveltur um það
hvemig nota eigi peningana til að
kaupa afþreyingu af þessu tagi. Ég er
sannfærður um það að ef Þjóðviljinn
hefði lagt minna upp úr því að elta
dægurfféttir og farið meira í dýpri
fféttaskýringar þá hefði blaðið orðið
geðslegri markaðsvara. ég held að
þessi litlu blöð hafi þama lent í blind-
götu.“
Um breytingarnar á fjölmiðla-
markaðinum segir Styrmir Gunnars-
son:
„Ef við lítum yfir þróunina á (jöl-
miðlamarkaðnum síðastliðinn aldar-
fjórðung, þá varð mikilvæg breyting
árið 1966 með tilkomu Sjónvarpsins.
Þá var tekin sú lykilákvörðun að Rík-
issjónvarpið skyldi selja auglýsingar,
en það fyrirkomulag hafði ekki tiðkast
í Danmörku, Svíþjoð eða Noregi, svo
dæmi séu tekin. Þessi breyting þýddi
þá þegar umtalsvert auglýsingatap fyr-
ir dagblöðin, sem vom ásamt mcð
Ríkisútvarpinu stærst á auglýsinga-
markaðnum á þessum tíma. Það tók
dagblöðin nokkur ár að ná sér eftir
þetta, og þau sem stóðu vcikar náðu
sér aldrei fullkomlega.I kjölfar þessa
fylgdi vemleg framsókn Vísis á síð-
degismarkaðnum, sem endurspcglaði
að sumu leyti það scm gerst haföi á
síðdegismarkaðnum á Norðurlöndun-
um, þar sem lausasölublöð höfðu sótt
í sig veðrið. Samkeppnin jókst enn
frekar með stofnun Dagblaðsins, og
allt hafði þetta áhrif á stöðu þeirra
blaða sem fýrir vom og vcikti stöðu
þeirra sem vcrst stóðu fjárhagslega. Á
síðasta áratug varð síðan sú breyting
að útvarpsrekstur var gefinn frjáls, og
útvaipsstöðvar tóku að selja auglýs-
ingar og ný sjónvarpsstöð að selja
áskriftir og auglýsingar. Jafnffamt
gerðist það að síðdegisblöðin samein-
uðust. Þessi stóraukna samkeppni dró
enn mátt úr þeim morgundagblöðum
sem áttu í erfiðleikum fyrir. Ég held
hins vegar að það fari ekki á milli
mála að Morgunblaðinu hafi tekist á
þrem síðustu áratugum að laga sig að
breyttum tíðaranda og þess vegna hef-
ur Morgunblaðið haldið stöðu sinni og
reyndar gert betur en það. Tíminn, AI-
þýðublaðið og Þjóðviljinn tóku hins
vegar ekki nægilegt tillit til þessara
breytinga sem urðu í þjóðfélaginu og
á fjölmiðlamarkaðnum og taka nú af-
leiðingum þess. Það em einfaldlega of
margir fjölmiðlar og fólk hefur ekki
efni á að greiða áskrift að mörgum
dagblöðum og tveimur sjónvarpsrás-
um.“
Atli Rúnar minnir á að vandræði
litlu blaðanna stafi ekki bara af þeirri
blindgötu sem þau hafi lent í. Onnur
mikilvæg skýring sé auglýsingamark-
aðurinn:
„Ég hef nú þegar rakið hluta af
skýringunni á erfiðieikum litlu blað-
anna eins og ég tcl að hún sé. Hinn
hlutinn lýtur að auglýsingum. Það em
ekki bara áskrifendur blaða og annarra
fjölmiðla sem horfa í það f hvað pen-
ingamir fara. Auglýsendur gera það
líka. Það er ekki lítill fengur fyrir einn
fjölmiðil að hafa t.d. allan fasteigna-
markaðinn á höfuðborgarsvæðinu frá-
tekinn fyrir sig um hveija helgi. Dag-
blaðið hefur smáauglýsingamar sem
em nánast vís tekjupóstur. Opinbera
auglýsingamar em í senn þjónusta og
ríkisstyrkur og það er algerlega eðli-
legt.“
Atli og Styrmir hafa þegar fjallað
um erfiðleika litlu blaðanna, en hver
skyldi skýring hinna vera?
„Ég hef minnkandi trú á því að
rúm sé fyrir þriðja blaðið," heldur
Jónas áfram. „I íyrsta lagi er prentun
mjög dýrt og flókið fyrirbæri tækni-
lega séð og alls ekki neinn leikur að
komast yfir þann hjalla sem fyrsta ein-
takið er. Það verður ömgglega mjög
erfitt dæmi fyrir menn að setja á fót
dagblað. Ef menn geta ekki rekið út-
varpsstöð, líkt og dæmið með Rót
sýnir, þá geta menn ekki rekið dag-
blað. Ef ég þyrfti að koma sjónarmið-
um á ffamfæri myndi ég veðja á út-
varp. Þangað ættu menn að fara ef
þeir væm að þessu meira og minna á
hugmyndaffæðilegum grunni. En svo
virðist sem útskýring á hinu nýja blaði
sé sú að þörf sé á vinstra blaði. Þetta
er gert með Þjóðviljanum og Tíman-
um og er þannig staðsett pólitískt."
„Ég held að erfiðleika litlu dag-
blaðanna megi að vemlegu leyti skýra
með tilvísun til þeirrar þróunar sem
orðið hefur. Þeir hafa orðið undir í
samkeppninni við aðra fjölmiðla um
auglýsingatekjur og athygli. Þegar
auglýsingatekjur dragast saman hefúr
verið bmgðist við því með spamaði í
rekstri. Það hefur hins vegar gert þessi
blöð einhæfari en ella og staðið út-
breiðslu fyrir þrifum. Þegar svo er
komið eiga blöðin enn erfiðara upp-
dráttar á auglýsingamarkaði. Ofan á
þetta bætist að auglýsingastofur virð-
ast vinna eftir þeirri einkcnnilegu hug-
myndafræði að Morgunblaðið og DV
séu einu prenhniðlamir sem borgi sig
að auglýsa i,“ segir Birgir.
„Það em sjálfsagt margar og sam-
verkandi ástæður að verki,“ er mat
Ingibjargar Sólrúnar. „Ljósvakafjöl-
miðlamir hafa t.d. gert mikið strand-
högg á auglýsingamarkaði þessara
blaða en fleira kemur til. Að mínu
mati hefur það verið Akkilesarhæll
þessara blaða að þau hafa aldrei gert
það upp við sig hvort þau ætluðu sér
að vera breið, almenn fréttablöð eða
blöð með sérstöðu og afmarkað hlut-
verk; hvort þau ætluðu sér að vera
flokksmálgögn eða reka sjálfstæða rit-
stjómarstefnu. Af miklum vanefnum
hafa þau reynt að þjóna sem flestum
þörfúm sinna lesenda og látið sem þau
væm eina blaðiö sem kæmi fyrir
Styrmlr Gunnarsson: Ef erlendir aðilar sækja inn á íslenskan fjölmiðlamarkað
teldi ég það varhugavert og að við yrðum að gera ráðstafanir til að verjast því.
þcirra sjónir. Vegna þessa hafa þau
hvorki haft peninga né mannskap til
að skapa og rækta sérstöðuna sem er
þó eina raunhæfa ástæðan fyrir tryggð
lesenda. Litlu blöðin hafa m.ö.o. verið
að kcppa á markaönum á forscndum
Moggans og DV. Þá hafa þessi blöð
sýnt lesendum sínum mikinn tvískinn-
ung. Þau hafa hjúpað sig skikkju sjálf-
stæðisins þegar það hefur hcntað þeiin
en lagst i víking fyrir sinn flokk í
kringum kosningar og ríkisstjómar-
þátttöku. Við þær aðstæður hafa þau
ekki verið vönd að meðölum sínum
og þ.a.l. hrakið frá sér heiðvirða les-
endur.“
Helga sýnist að þau hafi öll lent í
sama vítahringnum. „Tekjur þeirra
lækka vegna minnkandi auglýsinga og
um leið hafa þau minna bolmagn til
að veita fjölþætta þjónustu, lesendum
fækkar sem hefúr þær afleiðingar að
auglýsendur era tregari til að auglýsa.
Til þess að ijúfa þennan vítahring
talsverðu leyti af þessum orsökum.
Fólk kemst ekki yfir að íylgjast með
öllum þessum fjölmiðlum og þá verð-
ur eitthvað undan að láta,“ að mati
Sigurveigar.
Jónas tclur að erfiðleikar Iitlu
blaðanna byggist á því að þar sé um
að ræða útgerð sem sé af eldra tagi en
sú sem reynslan sýni að hafi gengið
vel í blaðaútgáfunni. „Þama hafa ver-
ið blöð sem em gefin út af flokkunum,
eða stofnunum tengdum þeim, meira
og minna til að koma sjónarmiðum
viðkomandi flokks á framfæri. Þegar
ég byrjaði í blaðamennsku fyrir 30 ár-
um eða svo þá fór maður í blöðin og
las í hvcrju blaði fyrir sig hvað menn
þess fiokks töldu um ákveðin mál. Ef
maður las öll blöðin fékk maður yfir-
sýn en nú fær maður þetta í hveijum
fjölmiðli fyrir sig. Ef eitthvert mál
kemur upp em allir spurðir í öllum
fjölmiðlum. Þannig að þú þarft ekki
að leita að sjónarmiðum Ólafs Ragn-
Ingibjörg Sólrún segir að ásamt
helgarblöðum og tímaritum gætu tvö
slík blöð kannski fullnægt íslenskum
markaði að þvi tilskildu að blöðin
hefðu ólíka ritstjómarstefnu og veittu
hvort öðra raunhæft aðhald. En ef ver-
ið sé að skírskota til Morgunblaðsins
og DV með þessari spumingu, þá sé
svar hennar nei.
Gunnar Steinn heldur því fram að
það sé ekki endilega þörf fyrir fleiri
blöð „en markaðurinn hefúr hiklaust
þörf fyrir fieiri dagblöð á meðan DV
og Morgunblaðið em eins og þau em.
Morgunblaðið er íhaldssamt flokks-
málgagn, en á reyndar í að mörgu
Ieyti glæsilegri ffelsisbaráttu við eig-
endur sína þar sem starfsmenn blaðs-
ins hafa fært sig nær sjálfstæði í af-
stöðu og efnistökum. DV er óumdeil-
anlega metnaðarlítill afþreyingarmið-
ill sem skiptir engu máli í vitrænni
þjóðmá!aumræðu.“
„Ég get í þessu sambandi," segir
Styrmir, „vísað til umfjöllunar um
þessi mál í Reykjavíkurbréfi fyrir
nokkram mánuðum, þar sem við lét-
um í ljós þá skoðun að æskilegt væri
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Þjóðviljinn hefur líka oft verið óttalegt rifrildis-
hænsn og átt sinn þátt f því að keyra mál inn I blindgötu með dyggilegri aöstoö
Moggans.
þyrftu blöðin að fá mun fleiri áskrif-
endur en það kostar mikla peninga
sem em áreiðanlega ekki til.“
„Fjölmiðlun á leið til aukins ffels-
is hefúr gert þröng málgögn einstakra
stjómmálaflokka að úreltu þingi,“
segir Gunnar Steinn. „Fækkun áskrif-
enda hefúr leitt af sér versnandi sam-
keppnisaðstöðu á auglýsingamarkaði.
Þegar áskriffartekjur minnka og aug-
lýsingatekjur dragast saman þá er
kominn spírall sem á endanum vindur
viðkomandi fjölmiðla í botn.“
„Það má ef til vill vera augljóst að
það em alltof margir að bítast um
þessa litlu köku sem íslenskur fjöl-
miðlamarkaður er og með fjölmiðla-
byltingunni um miðjan síðasta áratug
hafa auglýsendur farið í vaxandi mæli
yfir í ljósvakamiðlana og ætli erfið-
íeikar litlu dagblaðanna stafi ekki að
ars Grímsson eða Svavars Gestssonar
í Þjóðviljanum. Ekki af því að þessir
tveir menn séu að skrifa svo mikið í
önnur blöð, en meginástæðan er að þú
sérð sjónarmið þeirra og flokksins að
baki þeim í hinum fjölmiðlunum öll-
um. Þetta skýrir erfiðleikana. Annað-
hvort verða blöð að hanga í þessu með
litlum tilkostnaði einsog Alþýðublað-
ið og/eða standa undir sér. En þar eð
öll sjónarmið koma ffam annarsstaðar
er þetta orðin marklaus líkamsæfing.
Þau blöð sem áttuðu sig á því í tæka
tíð að það yrði að vera almenn ffam-
setning fyrir alla, hafa lifað. Hin sem
héldu meiri tiyggð við sína flokka
hafa orðið undir. Eg bendi á að á tíma-
bili var Alþýðublaðið stærra en Morg-
unblaðið. Eg tel að það sé úrelt að
vera með tengsl við stjómmálastefhu í
fjölmiðlum.“
En hvað með dagblaðamarkað-
inn? Hefur hann þörf fyrir meira en
eitt morgunblað og eitt siðdegisblað?
að blöðrn þijú gætu haldið áffam að
koma út í eirihveiju formi.“
Birgir telur vissulega þörf fyrir
fleiri dagblöð en þessi tvö. „Ástæðan
er ekki eingöngu sú, að i þessum
tveimur blöðum ræður sama lífsvið-
horf ríkjum sem almennt má flokka
sem einhvers konar hægri stefnu. Það
skiptir ekki síður máli að þessi blöð
keppa ekki á sama markaðsgmnni þar
sem annað er síðdegisblað og hitt
morgunblað. Þau veita þvf ekki hvort
öðm það aðhald sem þaif að vera fyrir
hendi ef fjölmiðlar eiga að þróast með
heilbrigðum hætti.“
„Ég held að markaðurinn beri tvö
stór blöð og það er mjög nauðsynlegt
að það séu tvö stór blöð, því þótt
Morgunblaðið hafi færst mjög ffá því
að vera málgagn Sjálfstæðisflokksins
þá er auðvitað ákveðin hugmynda-
ffæði sem hefúr þar mest áhrif eins og
alls staðar. Jafhvel þótt bæði blöðin
væm gefín út í þeim tilgangi að vera
óháð fréttablöð, þá hlýtur hugmynda-
ffæðin að vera mismunandi eftir rit-
stjóm og blaðamönnum. Mér finnst
Dagblaðið ekki geta verið sá mótpóll
við Morgunblaðið sem nauðsynlegur
er. Dagblaðið tekur mun minna á
þjóðfélagsmálum og er meira í dægur-
málum þannig að mér finnst að fýrir
utan það þurfi að vera tvö stór morg-
unblöð," segir Sigurveig.
Atli Rúnar segir um markaðinn:
,JVIér fmnst það mjög dapurleg til-
hugsun að það sjái fyrir endann á ævi
Þjóðviljans. Það em ekki bara ffétta-
fiklar sem sjá eftir þessum blöðum,
þau skipta máli fyrir störf blaða-
manna. Það er sama hvað hver segir,
blaðaflóran verður klárlega fátækari,
störfúm í fjölmiðlun fækkar. Litlu
blöðin hafa haft mismunandi þýðingu
og áhrif, en það veit kannski enginn
hvað átt hefúr fyiT en misst hefúr. Mér
fyndist það mikið slys ef ekki væri
markaður; ef menn hefðu t.d. burði í
sér til að skapa nýtt blað og markaður-
inn hafnaði því, það fyndist mér mjög
sérkennilegt. Maður skyldi ætla að
Tíminn og Þjóðviljinn skilji eftir sig
eitthvert rúm sem Morgunblaðið og
DV geta ekki fyllt og alls ekki ljós-
vakamir. Þá gef ég mér það að þeir
sem fylgjast með þessum blöðum,
finni ekki í Morgunblaðinu og DV
það sem þeir missa ef Tíminn og
Tíminn,
Alþýðublaðið og
Þjóðviljinn tóku
hins vegar ekki
nægilegt tillit til
þessara breytinga
sem urðu í
þjóðfélaginu og á
fj ölmiðlamarkaðnum
og taka nú
afleiðingum þess
Þjóðviljinn detta upp fyrir. Það hefúr
kannski oft áður verið hrópað úlfur,
úlfúr, svo það er ekki víst að lesendur
Þjóðviljans átti sig á því að hann er að
hverfa. Ég held sem sagt að það ætti
að vera'markaður fyrir tvö morgun-
blöð auk Dagblaðsins, ég yrði að
minnsta kosti mjög hissa ef svo reynd-
ist ekki. Það er fjöldamargt fólk sem
kaupir Morgunbl. og/eða DV en lætur
í það skína að það sé meira en reiðu-
búið að kaupa annað morgunblað,
blað sem yrði þá eitthvað meira en 12-
16 síður.“
„Svarið við þessari spumingu er
stutt og skýrt,“ segir Helgi: „Það er
ekki bara markaðurinn sem hefúr þörf
fyrir nýtt blaði. Þess er þörf til að
styrkja lýðræði og skoðanafrelsi í
landinu."
Það er talað um að styrkja lyð-
rœðið og skoðanafrelsi. Hvaða þýð-
ingu hefur Þjóðviljinn að ykkar mati
haftfyrir íslenska þjóðmálaumrœðu?
Helgi Guðmundsson er ekki í
neinum vafa: „Mjög mikla. Öll blöðin
skipta afar miklu máli og hafa haft
feiknalega þýðingu við mótun þjóðfé-
lagsins. Sérstaða Þjóðviljans felst ekki
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992
Síða 12