Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 26
í heimi íss og smánar Smíðaverkstæði Þjóóleik- hússins Ég heiti Isbjörg. Ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur Leikgerð og leikstjórn Hávar Sigurjónsson Leikmynd og búningar EUn Edda Arnadóttir Tónlist og leikhljóð Lárus Halldór Grímsson Lýsing Björn B. Guðmundsson Leikritið Ég heiti Isbjörg. Ég er Ijón, var frumsýnt í Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins síðastliðinn fostudag, og bættist Isbjörg þar með við þann ijölda leikgerðra skáldsagna sem hafa ratað á fjalir íslcnskra leikhúsa í gegnum tíðina. Skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur getur virst lítt fallin til slíkra ham- skipta, hún cr flétta hugsana og frásagnar Isbjargar, sem í fanga- klefanum rckur sögu sína fyrir verjanda sínum Pétri Péturssyni, og getur að óreyndu litið út fyrir að vera hreinasta feigðarflan að takast á hendur að gera leikrit úr þessari sögu. En raunin er önnur. Hávarði Sigurjónssyni hefur tekist að gera ekki einungis sannfærandi leikgerð hcldur gott leikrit eftir sögunni og hcfur þar að auki haft bæði kunnáttu og getu til að leik- stýra því með glæsibrag. Hér er ekki verið að myndgera efni bókar, heldur er leikritið sjálfstætt verk. Andlcgt og líkamlegt ofbeldi og aflciðingar þess fyrir manneskj- una er viðfangsefni leiksins/ bók- arinnar. Aðalpersónumar eru allar á einhvcrn hátt fómarlömb óblíðra örlaga, og Isbjörg er þar engin undantekning. Hún elst upp hjá öf- beldishneigðum foður, sem hún dáir, og laugabilaðri og kúgaðri móður, scm hún vill vcmda cn ekki líkjast, verður að standa á eig- in fótum og lærir snemma að vcr- öldin er vond. Það kemur cnginn og bjargar henni heldur fcstist hún fljótt í hlutvcrki fómarlambsins samkvæmt því svo gott sem al- gilda lögmáli að á þeim svívirta mun verða troðið. Tvær leikkonur, þær Guðrún S. Gísladóttir og Bryndís Petra Bragadóttir fara saman með hlut- verk lsbjargar og fer vel á þeirri lausn. Hlutverk Isbjargar er marg- þætt, hún er fleiri en ein persóna í einu, hugsar gjaman annað en hún segir, og framkoma hennar ekki nema öðmm þræði í samræmi við líðan hennar, því hún lærir að fela sig og þegja. Leikkonumar skipta ekki hlutverkinu á milli sín á hefð- bundinn hátt (það er persónan á ólíkum þroskastigum eða hugur annars vegar og hinsvegar það sem aðrir sjá), hcldur tala þær á víxl, em lsbjörg samtímis og viðmæl- endur hennar geta séð þær báðar. Olíkur leikstí 11 Guðrúnar og Bryn- dísar Petm féll vel að hlutverkinu, sú fyrrverandi sperrt og ögrandi, sú sem ekki lætur undan, sú síðar- nefnda mýkri, hræddari og stund- um eftirgefanlegri, en báðar „Ljón- ið“, stolta og árásargjama, sem ekki lætur bugast. I sameiningu gerðu þær Isbjörgu að heilli per- sónu, án þess að nokkurn tímann örlaði á því að þessi leikpersóna væri í ósamræmi við sjálfa sig. Þórarinn Eyfjörð fór með hlut- verk Péturs, lögfræðingsins straumlínulagaða, sem hefur verið fenginn til að „vemda“ Isbjörgu. Hann er sannkallaður Marsbúi í hennar heimi og hvernig á annað að vera með mann sem trúir á lög og rétt og hcfur aldrei kynnst veru- leika ísbjarga þessa heims? Þórar- Lilja Gunnarsdóttir skrifar inn gerir Pétur að ákaflega undr- andi manni, en hlutvcrkið felst vissulega aö miklu leyti í því að fylgjast mcð þessum ósköpum í forundran þess, sem er á framandi slóðum, og er búningur hans í sam- ræmi við það. Hann cr lengst af eina persóna leiksins sem klæðist sterkum litum, en það á sér enga hliðstæðu fyrr en Þórhildur, móðir Isbjargar, hefur haftð nýtt líf og er orðin átfangin. Isbjörg er svart- klædd og aðrir „venjulegir“ í ein- hvers konar 7. áratugar stíl. Ragnheiður Steindórsdóttir leikur Þórhildi, fómarlambið skelfda sem vill mikið á sig leggja til að hafa alla góða og hefur fulla ástæðu til þess, hún er fyrst manna til að gjalda þess ef eitthvað fer úr- skeiðis í litlu kjamafjölskyldunni. Ragnheiður kemur þessari undir- okuðu konu vel til skila; fyrst ótta þess sem alltaf á sér ills von og er fyrir löngu búinn að láta eigin dómgreind fyrir róða, síðan brot- hættri tilveru þess sem byggir á voninni um að „nú verði þó allt gott“. Föður Isbjargar og heimilis- harðstjórann Guðmund leikur Jó- hann Sigurðarson, sem einnig fer með hlutverk „Mannsins", elsk- huga Isbjargar. Hann sýnir í báðum hlutverkunum framkomu þess sem valdið hefur og veit af því, þess sem byggir sjálfsvitund sína á að eigna sér aðra og troða á þeim. Sem Guðmundur náði Jóhann bæði að sýna endalausa vanmetakennd undirokaðs þjóðfélagsþegns og um leið grimmd hans við þá sem hann ræður yfir - grimmd þess sem veit að hann nær bestum tökum á fóm- arlambi sínu með því að_ halda því stöðugt í vibragðsstöðu. I hlutverki „elskhugans" tillitslaus frekjudall- ur, sem um leið óttast um það vald sem hann byggir tilveru sína á. Olafía Flrönn Jónsdóttir leikur þrjú hlutverk: Þrúði, móðursystur Isbjargar, fangavörð og hjúkrunar- fræðing að auki og brá sér að því er virtist áreynslulaust á milli hlut- verka. Hún var hrottalegur fanga- vörður, valdsmannsleg hjúkrunar- kona og tepruleg Þrúður, sú sem ekki má vamm sitt vita. Harald, eiginmann Þrúðar, lék Pálmi Gestsson, sem einnig var fanga- vörður, maður með bolta og lækn- ir, og gerði þá alla stórskrítna, nema helst fangavörðinn, enda bjóða hlutverkin ekki upp á annað. Hjálmar Hjálmarsson lék fanga- vörð og Vilhjálm, litla frænda Is- bjargar, bamalegan og fullan trún- aðartrausts, og náði vel fram þess- ari persónu sem Isbjörgu fmnst svo óhugnanlega góð að hún meiðir hann í þeim tilgangi að sýna hon- um hið sanna eðli manneskjunnar. Smíðaverkstæðið er skemmti- legur salur og óhætt að óska Þjóð- leikhúsinu til hamingju með þessa góðu viðbót við sýningaraðstöðu hússins. Salurinn býr yfir mörgum möguleikum og dæmi um góða nýtingu hans sést á Ég heiti Is- björg. Ég er ljón. Leikmyndin skiptir Smíðaverkstæðinu í tvennt, eins konar brú þvert yfir salinn en áhorfendur sitja beggja megin við. Fólkið í lífi Isbjargar kemur inn frá báðum hliðum, en sjálf heldur hún mest til miðsvæðis, þar sem ljósin skapa hennar ísveröld sem er mik- ið til lýst upp skáhallt neðan frá. Það má kannski spyrja hvort allt þetta hvíta ljós hafi ekki á stundum einangrað persónuna frá áhorfend- um meira en þörf var á, því þótt Is- björg lifi einangruð í eigin heimi er saga hennar engan veginn einangr- að eða skrítið íyrirbæri. Svona sögur gerast daglega - og hefði kannski verið allt í lagi að undir- strika betur að hún er „ein af oss“ eins og staðsetning áhorfenda, sitt hvorum megin við leiksviðið, getur gefið til kynna, ef það er þá ekki bara tilviljun. Tónlist Lárusar Hall- dórs Grímssonar var hluti verksins, í rauninni eitt af hlutverkunum ásamt með leikhljóðunum, þessum ómi _sem bersj inn í ísheiminn. Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón, er góð sýning sem óhætt er að mæla með við alla sem unna góðu leik- húsi. Þetta er ein af þessum því miður allt of sjaldgæfu sýningum sem eru í alla staði bæði vel gerðar og vel heppnaðar. Það er ekkert of eða van; leikgerð, leikur, leik- stjóm, búningat, leikmynd, Ijósa- notkun, tónlist og leikhljóð, öll þessi atriði em í jafnvægi hvert við annað, mynda glæsilega heild og eiga allir aðstandendur sýningar- innar hrós skilið. ÍSLENSK MATVÆLI HAFNARFJÖRÐUR ICEFOOD Skútuvogi 10a - Sími 686700 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 Síða 26

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.