Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 15
Jónas Kristjánsson: Þetta eru áhrif frá Magnúsi Kjartanssyni en ég held að hann hafi haft skaöleg áhrif í íslenskri blaðamennsku. varpsstöðvar. Gervihnattasjónvarp getur í raun aðeins boðið íslendingum tvennt sem þeir hafa ekki fyrir, beinar útsendingar af fréttaatburðum og íþróttum. Þetta mun aukast.1' „Ég hef ekki mikla trú á því að er- lendir aðilar flykkist inn á íslenska tjölmiðlamarkaðinn, hvorki með eigin miðla né sem þátttakendur í íslenskum miðlum. Hins vegar hef ég enga for- dóma gagnvart því að einhveijir fjöl- miðlamenn í útlöndum kjósi að setja peninga í fjölmiðla hér á landi. ég er ekkert hræddur við það. þeir hafa ein- faldlega ekki áhuga á því. Þetta er ekki það stór markaður að það sé hægt að græða einhveija verulega peninga á lega vegna þess hvað hann er lítill. Gervihnattasjónvarp er að mínu viti ekki hættulegt fyrir íslenska menningu og íslenska þjóð. Við þurfum að veija tungu okkar og menningu hvort eð er, og allt það rusl sem á þessum stöðum er sýut, er nú þegar komið á mynd- bandaleigur landsmanna." „Ég tel að erlend áhrif myndu hvorki bæta né skaða íslenska fjöl- miðlun. Þeir sem stjóma fjölmiðlun- um hafa meiri völd en þeir sem eiga fjölmiðlana. Auk þess sem erfitt yrði að fara yfir þann þröskuld sem ís- lenskan er. Ég sé ekki eftir hveiju ætti að vera að sækjast hér á landi,11 segir Jónas Kristjánsson. „Ég sé engar sérstakar breytingar framundan sem geta skipt máli aðrar en hugsanlega útgáfu nýs dagblaðs. Takist mönnum að ljúka því verki, sem hófst á haustmánuðum síðastlið- ins árs, og hefja útgáfu nýs óháðs dag- blaðs sem tekur öfíugan þátt í ábyrgri og heiðarlegri þjóðmálaumræðu, þá er ég sannfærður um að í því felist breyt- ing sem muni skipta verulegu máli um langa framtíð,11 segir Gunnar Steinn. „Ég er ekki spámannlega vaxin,11 segir Ingibjörg Sólrún, „en einkavæð- ing ríkisfjölmiðla gæti vissulega teygt anga sína hingað - og hefur auðvitað gert það. Ég held það væri óheillaspor að einkavæða RUV og til skaða fyrir lýðræðið og menninguna í landinu. Þrátt fyrir allt er RÚV eini fjölmiðill- inn sem hefur skyldum að gegna við annað en markaðinn. Slíkt skiptir miklu máli fyrir þá sem ekki hafa völd í þessu samfélagi.11 Helgi leggur áherslu á að alþjóð- leg fjölmiðlun í gegnum sjónvarp verði auðveldari, almenningur muni fá „Það hefur kannski oft áður verið hrópað úlfur, úlfur, svo það er ekki víst að lesendur Þjóðviljans átti sig á því að hann er að hverfa“ greiðari aðgang að erlendu sjónvarps- efhi hvort sem okkur líkar það betur eða verr. „Eina svarið sem dugar í þeirri samkeppni eru vandaðir og öfl- ugir íslenskir fjölmiðlar.11 Má búast við þvi að erlendir aðil- ar sæki inn á islenskan fjölmiðla- markað? „Ég hef ekki trú á að erlendir aðil- ar sæki að gagni hingað eða hafi áhuga á að setja hér á fót sérstök fyrir- tæki,“ segir Birgir. „Hins vegar munu þeir i auknum mæli koma hér inn í gegnum gervihnattasjónvarp. Trúleg- ast er að slíkt muni þá gerast að ein- hveiju leyti i gegnum núverandi sjón- Fjöldasöngur framinn af öllum viðstöddum Veislustjóri: Sigrún Valbergsdóttir Takió kvöldið frá! Pantanir í símum 17500 og 652633 Atli Rúnar Halldórsson: Mér finnst það mjög dapurleg tilhugsun að það sjái fyrir endann á ævi Þjóöviljans. honum. Nei, ég hef ekki trú á því að það gerist,11 segir Atli Rúnar. Helgi segist telja mjög vafasamt að þeir sækist eftir eignaraðild í ís- lenskum fjölmiðlafyrirtækjum. Við séum einfaldlega allt of fá til þess að það verði talið gróðavænlegt. Jónas segir um þetta mál: „Eg get ekki gert mér grein fyrir því. Eg hef aldrei verið spurður að því af útlendingi hvort það sé hægt að kaupa sig inn í íslenska fjölmiðla. Ég geri mér grein fyrir því að það er al- veg hugsanlegt að það muni verða. Ekki fyrst og ffemst af gróðaástæðum heldur af því að menn væru að safha í pakka. Ef einhvejum _ dytti í hug að það vantaði fána frá Islandi í safhið. Ég hef ekki tiú á því að það verði áberandi hér. Ég myndi telja að það yrði ólíklega farsælt fyrir þann aðila.“ Sigurveig, Styrmir og Ingibjörg Sólrún eru sama sinnis og telja fremur ósennilegt að erlendir aðilar fjárfesti á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Það sé eftir of litlu að siægjast. Hvaða áhrif teljið þið að slik þró- un myndi Itafa, efhúnyrði? Því svarar Gunnar Steinn Pálsson: „Ef til þess kemur að erlendir fjöl- miðlar ryðjast inn á íslenskan markað verður það væntanlega fyrst og fremst á sjónvarpsmarkaðnum. Annars er mér til efs að erlendir fjölmiðlar hafi áhuga á íslenskum markaði einfald- Sigurveig Jónsdóttir telur að ef er- lendir aðilar kæmu inn i fjölmiðla- rekstur hér á landi mætti fyrst og fremst búast við því að miðlamir yrðu sterkari. „Ég get ekki ímyndað mér að það fylgdu því nokkur neikvæð áhrif. Það má til dæmis hafa í huga tímabil- ið þegar við sendum út CNN fréttir í Persaflóastriðinu. Þá höfðu menn áhyggjur af því að áhrifin yrðu slæm, erlend hugmyndafræði gæti skemmt íslenska menningu, en niðurstaðan varð sú að það voru örfáir sem entust til að horfa á CNN eftir að útsendingu okkar lauk. Enda er það nú svo að Is- lendingar vilja fá íslenskar fréttir og á sínu tungumáli og sagðar út frá sjón- armiði Islendinga. Ég held að þetta hafi reynst gjörsamlega hættulaust. Hitt er svo annað mál að við verður öll fyrir sífelldum utanaðkomandi áhrifum, m.a. erlendis ffá. Erlend hug- myndafræðileg áhrif geta komið vegna hugsanlegra erlendra peninga- áhrifa á fjölmiðlamarkaðnum, en þau gætu líka komið þrátt fyrir það.“ , J>etta myndi sáralítil áhrif hafa,“ segir Birgir, „önnur en þau að halda innlendu sjónvarpsstöðvunum í sí- felldri viðbragðsstöðu vegna þess að efhistök íslensku stöðvanna verða allt- af borin saman við það sem best gerist hjá gervihnattastöðvunum." ,3f erlendir aðilar sækja inn á ís- lenskan fjölmiðlamarkað teldi ég það varhugavert og að við yrðum að gera ráðstafanir til að veijast því,“ segir Styrmir Gunnarsson. ,JVIargvíslegar takmarkanir eru á rétti útlendinga til þess að eignast fjölmiðla víða, t.d. á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Frægt er að Robert Murdoch varð að skipta um ríkisfang til þess að mega kaupa sjónvarpsstöð í Bandarikjunum.11 Atli Rúnar Halldórsson álítur ólíklegt að það verði einhver biðröð af mönnum sem vilja fjárfesta í fjölmiðl- um hér. „Og þó svo að einhveijir settu peninga í íslenska fjölmiðlun á ég ekki von á þvi að ritstjómarpólitík myndi breytast við það.“ „Ef svo færi að erlendir aðilar yrðu eigendur í íslenskum fjölmiðla- fyrirtækjum myndi ég halda að þeir neyddust til að taka svo mikið tillit til íslenskra aðstæðna að breytingamar yrðu í fyrstu ekki miklar, en til lengri tíma litið myndi það þýða að séris- lensk fjölmiðlun legðist af. Hinsvegar mega menn ekki gleyma því að erlend fjölmiðlafyrirtíeki hafa þegar griðar- leg áhrif hér á landi í gegnum sjón- varp þar sem meirihluti efnisins sem þjóðinni er boðið app á er erlent og að yfirgnæfandi meirihluta ffá Bandarikj- unum,“ segir Helgi Guðmundsson að lokum. Árni Þór Sigurðsson, G. Pétur Matthíasson og Ólafur Gíslason tóku saman. Birgir Guömundsson: Þjóöviljinn hefur f gegnum árin og áratugina verið mál- svari þeirra afla sem staðið hafa lengst til vinstri í íslenskri stjórnmálabaráttu. Sem slíkur hefur hann skapaö nauðsynlegt jafnvægi í almennri þjóömálaum- ræðu og i því hefur styrkur hans verið fólginn. Myndir: Jim Smart og Kristinn Ingvarsson. Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður haldið föstudaginn 7. febrúar í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109 - 111 og hefstkl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.30 Hátiðarræða: Steingrímur J. Sigfússon K-kvartettinn flytur þekkt og óþekkt sönglög Skemmtiatriði framin af heimsþekktum aðilum Töfrabrögð framin af áður óþekktum töframanni Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.