Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 7
Rólegir? sagði maðurinn. Hver
er ekki rólegur? Ég læt ykkur bara
ekki svelta mig í hel. Þið skuluð
ekki halda það.
Hvaða læti eru þetta? sagði
Guðmundur J.
Læti? sagði maðurinn. Hver er
með læti? Það eruð þið sem eruð
með læti. Þið hugsið aldrei um
annað en spenna allt upp. Spenna!
Spenna! Spenna!
Við skulum vera prúðir og góð-
ir, sagði Guðmundur J. Við skulum
vera alveg eins og í kirkju.
Þú hefur aldrei komið í kirkju,
kommúnistinn þinn, sagði maður-
inn.
Friður sé með yður, sagði Guð-
mundur J....“
A þessum nótum var tónninn
orðinn í verkfallinu 1952 ásamt
hörðum orðum í leiðurum og
greinaskrifúm. Sama má segja um
skrif blaðsins í sex vikna verkfalli
vorið 1955. Þá voru viðtöl birt við
verkfallsmenn og konur, bréf frá
verkafólki í áður óþekktum mæli
og Jón Bjamason blaðamaður
skrifaði ítarlegar frásagnir af verk-
fallsvaktinni. 19. mars segir Jón frá
viðureign verkfallsvarða við oliu-
sala sem ekki vildi skrúfa fyrir
leiðslu frá olíuskipi fyrr en honum
var „Iyfl mjúklega frá krananum":
„Én þá var olíusalinn reiður og
neitaði að skilja að það væri verk-
fall. Og það fór af honum hattur-
inn. Þetta var dýr hattur. í bræði
sinni tognaði oliusalinn eitthvað á
fmgri. Og það kom olía á jakkafot-
in hans. En þó er verst þetta með
hattinn.
Verkfallsverðimir skrúfuðu
fyrir kranann. Olían hætti að renna
í geymana. En olíusalinn rauk út í
dollaragrínið sitt og linnti ekki för
fyrr en í sjálfú Alþingishúsinu í
hópi atvinnurekenda. Þar benti
andi formaður Starfsmannafélagsins
Sóknar.
Blésum sam-
an til sóknar
Þjóðviljinn hafði geysimikla
þýðingu fyrir verkalýðshreyfing-
una héma fýrr á árum, eins og t.d.
á kreppuárunum. Ég man eftir
verkföllum í kringum 1960 þegar
við fengum mjög mikinn stuðning
frá blaðinu. Þjóðviljinn blés til
sóknar ásamt okkur og var sann-
kallaður málsvari verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Á síðari árum, t.d. eftir 1970,
hefur Þjóðviljinn sinnt verkalýðs-
hreyfmgunni alltof lítið og á þess-
um tíma hefúr mér fundist hún
vera málsvarslaus þegar dagblöð
eru annars vegar.
Það er afar mikils virði fyrir
okkur sem erum í kjarabaráttunni
að hafa Qölmiðil sem okkur er vel-
viljaður. Við vitum að sterkustu
fjölmiðlanir hafa hingað til ekki
verið sérstaklega verkalýðssinnað-
ir. Fjölmiðlar eru mikill áhrifavald-
ur og ekki minna eftir því sem árin
líða. Því er það nauðsynlegt að
verkalýðshreyfingin eigi sér mál-
svara sem stendur með henni á
hverju sem dynur.
Framtíðin í dag finnst mér ekki
uppörvandi; í fjölmiðlaheiminn eru
komnir alltof miklir peningar, og
verkalýðshreyfingin hefur verið í
of mikilli deyfð. Ég er hrædd um
að sú deyfð geti versnað þegar
Þjóðviljinn verður ekki til staðar
lengur.
ÞjœmjMN
hann á hattleysi sitt, tognaðan fmg-
ur og oliublettuð föt og sagði: Sjá-
ið, sko og sjáið! (Æ, æ, mamma,
ég meiddi mig!)“
Oft hefur verið sagt að Þjóð-
viljinn hafí verið miklu duglegri og
harðari i kjarabaráttu þegar sósial-
istar eða Álþýðubandalagið hefúr
verið í stjómaandstöðu en þegar
„Flokkurinn" er i stjóm. Það er
nokkuð til í því. En hvort það er
ámælisvert fer eftir því hvemig
menn vilja meta það sem stjóm-
málamenn sósíalista hafa reynt að
gera í þágu launafólks í ríkisstjóm-
um. Hægt er að nefna dæmi um
þessa mismunandi hörku Þjóðvilj-
ans þegar kjaradeilur em annars
vegar. Árið 1958 semur Dagsbrún
um 9,5% grunnkaupshækkun og
Þjóðviljinn slær því upp að nú hafi
félagið „samið án verkfalls í fyrsta
skiptið í fjórtán ár“ - enda vinstri-
stjóm við völd til að greiða fyrir
því. Árið 1974 er Alþýðubandalag-
ið i stjóm og þá skellur á verkfall.
Þjóðviljinn er ekki beinlínis hvetj-
andi í fyrirsögnum og málflutningi
sínum. „Almennt verkfall hafið“
segir i uppslætti og sagt er hlutlægt
og ástríðulaust frá aðstæðum. Um
leið er vitnað til þess að nú sitji all-
góð stjóm, vinsamleg alþýðusam-
tökunum, og hafi gert við þau sam-
komulag til að greiða fyrir kjara-
samningum - m.a. um aukið fram-
lag til félagslegra húsnæðisbygg-
inga og lækkun tekjuskatts. Stjóm-
in sé búin að gera sitt og nú standi
upp á atvinnurekendur. Þetta er
stutt verkfall, það er samið um all-
góða kauphækkun og kauptrygg-
ingu lausráðins verkafólks.
Það kveður við annan tón 1978
þegar hægristjóm situr og vill
skerða kjör og takmarka samnings-
réttinn. Þá beitir Þjóðviljinn sér
fyrir sem mestri þátttöku launa-
fólks í tveggja sólarhringa mót-
mælaverkfalli, sem stjómvöld lýsa
ólöglegt. Þá er viðtalssyrpa mikil
birt undir samheitinu „Burt með
ríkisstjómina“ eða „Samningana í
gildi“. Árið 1989 leggur Bandalag
háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna
í langt verkfall, sem að lokum
leysist með hagstæðum samning-
um BHMR við ríkisstjómina. Of
hagstæðum vildu sumir meina og
þegar átti að reyna á samninginn,
sá þáverandi vinstristjóm sér ekki
annað fært en að setja bráðabirgða-
lög á samninginn. Þjóðviljinn var
klofinn í stefnu sinni varðandi
þetta mál. Blaðamenn reyndu að
skrifa um málið af hlutleysi, en
annað hljóð var í strokknum í leið-
umm blaðsins. Einn daginn var
ráðist harkalega á ríkisstjómina og
BHMR auðsýnd mikil samúð.
Daginn eftir birtist kannski annars-
konar leiðari þar sem BHMR var
fundið allt til foráttu og aðgerðir
stjómarinnar réttlættar. Mismun-
andi afstaða blaðsins til BHMR
málsins var einn þáttur í miklum
deilum sem áttu sér stað innan Al-
þýðubandalagsins, þar sem fylk-
ingar tókust á um ráðningu ritstjóra
á blaðið. Sumir segja að Þjóðvilj-
inn hafi þama verið bitbein pólit-
ísks ágreinings innan Alþýðu-
bandalagsins og hann hafi aldrei
borið sitt barr eftir þær deilur.
Fjöldauppsagnir á blaðinu komu í
kjölfarið m.a. vegna skrifa og af-
skipta blaðsins í BHMR málinu.
Ymsar ástæður vom fyrir uppsögn-
unum eins og eftirfarandi samtal
eins blaðamannsins við áskrifenda
sýnir.
„Nú er ég búinn að ségja upp
Þjóðviljanum, segir áskrifandinn."
Hvers vegna, ekki hefúr hann
verið að setja nein lög gegn
BHMR, segir blaðamaðurinn.
Nei, en einhveijum verður að
refsa fýrir svikin. Ekki er hægt að
refsa ríkisstjóminni, segir áskrif-
andinn.“
Sú þróun sem olli hvað mest-
um breytingum á skrifúm Þjóðvilj-
ans um verkalýðsmál er það sam-
ráð forystumanna verkalýðsfélag-
anna á sjötta áratugnum að hætta
pólitískum framboðum í einstökum
verkalýðsfélögum og reka ASÍ
með þverpólitísku þjóðstjómarfýr-
irkomulagi. Þegar þessi breyting
var um garð gengin hafði blaðið
um færra að skrifa en áður, þegar
„okkar menn“ og „hinir“ stóðu i
hörðum slag á ári hveiju. Verka-
lýðsleiðtogar margir hveijir segja
einmitt að mikill munur sé á skrif-
um blaðsins á síðari ámm og áður
fýrr, en skýringanna má eflaust
leita til þess að áður fyrr stóðu
menn meira í miðjum slagnum sem
þátttakendur, en ekki áhorfendur
eins og nú er.
Nú i lokablaði Þjóðviljans er’
illt til þess að hugsa að langt er
síðan verkalýðshreyfingin hefur
orðið fýrir jafti alvarlegum árásum
og raun ber vitni í dag. Stór sam-
tök launafólks hafa blásið til sókn-
ar til að veija velferðarkerfið. Að-
gerðir hafa verið boðaðar, og menn
setjast að samningaborði án þess
að vita hvort einhveijar forsendur
em fýrir kjarasamningum. Þjóð-
viljinn getur ekki tekið þátt í þeim
slag sem framundan er, þrátt fýrir
það að mikilvægi þess hafi sjaldan
verið meira en nú.
í úttektinni var m.a. stuðst
við úttekt Árna Bergmanns í
bókinni „Biaðið okkar“, en hún
kom út í tilefni 50 ára afmælis
Þjóðviljans.
-sþ
forseti Alþýðusambands Islands.
Getur skipt
sköpum fyrir
verkalýðs'
hreyfinguna
I heildina séð tel ég að Þjóð-
viljinn hafi haft ótvíræða þýðingu
fyrir verkalýðshreyfinguna í gegn-
um árin. Það skiptir sköpum fýrir
verkalýðshreyfinguna að hafa vel-
viljað málgagn, og þá sérstaklega
dagblað. í flestum eða í öllum til-
fellum hef ég átt jákvæð samskipti
við Þjóðviljann.
Nú á þessum tíma þegar ákveð-
in öfl í þjóðfélaginu sem em and-
stæð verkalýðshreyfingunni em sí-
fellt að færast meira og meira í
aukana, er það lífsnauðsynlegt og
getur skipt sköpum varðandi líf og
tilveru verkalýðshreyfingarinnar
að hún eigi aðgang að dagblaði.
Hún á sitt eigið málgágn sem er
Vinnan, en dagblað sem kemur út
daglega og getur skrifað um við-
horf og baráttumál verkalýðshreyf-
ingarinnar. og þar með hrakið lyg-
ar og blekkingar þær sem nú vaða
uppi gagnvart verkalýðshreyfmg-
unni, er hvað mest aðkallandi fýrir
verkalýðshreyfinguna í dag.
Starfsmannafélags ríkisstofnana.
Verið fljótari
að koma okk-
ar málum að í
Þjóðviljanum
Þjóðviljinn hefur haft misjafna
þýðingu fýrir verkalýðsbaráttuna
gegnum tíðina, eins og hjá öðmm
blöðum sem bundin hafa verið
flokksböndum. Fólk í verkalýðs-
hreyfmgunni hefur samt offast ver-
ið fljótari að koma sínum skoðun-
um fram í Þjóðviljanum en í öðr-
um blöðum.
Það er mikið atriði fyrir verka-
lýðshreyfmguna að hafa velviljað-
an íjölmiðil við höndina til að
koma sínum boðskap sem fyrst á
framfæri. Það sem snýr að Þjóð-
viljanum í þessu atriði hefur það
skipt máli hvort Alþýðubandalagið
er í stjóm eða ekki.
Ég tel mjög nauðsynlegt að
annar fjölmiðill koini í staðinn fýr-
ir Þjóðviljann, sem flytji þá fréttir
af verkalýðsbaráttunni innan lands
og utan. Fréttir af baráttu launa-
fólks erlendis hafa einmitt verið
eitt aðal Þjóðviljans. Og hefur sá
fréttaflutningur gert okkur sem er-
um í málsvari fyrir stéttarfélög
kleift að fylgjast með á öðrum
vettvangi. Einnig hefur þetta atriöi
vakið mikilvægar spurningar i
okkar röðum og breytt áherslum í
okkar málflutningi.
félags verksmiðjufólks á Akureyri.
I gegnum tíðina hefur hvað
mest verið skrifað í Þjóðviljann um
verkalýðsmál og baráttu verkalýðs-
hreyfmgarinnar. Þar hefur vett-
vangurinn verið hvað mestur og
hægt í gegnum hann að fylgjast vel
með hvað verið hefur að gerast á
öðrum vígstöðvum en okkar eigin.
Ég tel mjög mikilvægt fýrir
verkalýðshreyftnguna að hafa vel-
viljaðan fjölmiðil við höndina. Þar
eru fluttar fréttir af þvi sem er að
gerast, án þess að út úr því sé snúið
á allra handa máta og illa með það
farið. Það er svo annað mál hvort
Þjóðviljinn hafi alltaf sagt satt og
rétt frá. Það hefur verið misjafnt að
mínu mati.
Það er verkalýðshreyfingunni
nauðsynlegt að í fjölmiðlum fram-
tíðarinnar sé ekki einhliða mál-
flutningur. Þess vegna fmnst mér
það slæmt að Þjóðviljinn skuli vera
að yfirgefa fjölmiðlaheiminn.
Hann verður fátækari fyrir vikið.
Hvað mest
skrifað um
verkalýðsmál
í Þjóðviljann
Innlendar
og erlendar
frétta-
skýringar
Menning
Krossgátan
Græna
hornið
Rokk, blús,
jass, klassík
Stjórnar-
andstaðan
... og
margt,
margt
fleira
Áskriftar-
sími:
68 13 33
- ' _ ' ~VÍ
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992