Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 23
10 ára gamall piltur baráttunni ófi?iSOn Lárus Jóhannesson og Sævar Bjamason eru efstir á Skákþingi Reykjavíkur þegar þrjár umferðir em eftir. Þeir hafa hlotið 6 1/2 vinning úr átta skákum. Baráttan um meistaratitilinn virðist ætla að vera geysihörð og spennandi, en þegar þetta er ritað er ólokið nokkmm biðskákum sem geta haft mikil áhrif á lokaniðurstöðuna. Undanfarin ár hafa eldri skák- menn minna sést á skákmótum sem haldin hafa verið inann veggja Taflfélags Reykjavíkur. Nú hefur sú gleðilega breyting orðið, að gamalkunnir meistarar á borð við Sævar Bjamason, Björgvin Víg- lundsson, Hauk Angantýsson, Júlí- us Friðjónsson og Jóhann Þórir Jónsson em mættir til leiks og hafa flestir látið að sér kveða í mótinu. Staða efstu manna eftir úrslit mið- vikudagskvöldsins var þessi: 1.-2. Lárus Jóhannesson og Sævar Bjamason 6 1/2 v. 3.-4. Guðmund- ur Gíslason og Kristján Eðvarðsson 6 v. 5.-7. Sigurður Daði Sigfússon Björgvin Víglundsson og Haukur Angantýsson 5 1/2 v. og eina bið- skák hver. 8.- 10. Heimir Ásgeirs- son, Jóhann H. Sigurðsson og Bragi Þorfmsson 5 1/2 v. 11. Hann- es Hlífar Stefánsson 5 v. og betri biðskák gegn Sigurði Daða Sigfús- syni. Haukur Angantýsson átti betri biðskák gegn Björgvini Víglunds- syni og gæti því náð Lámsi og Sævari. Þá er of snemmt að af- skrifa stigahæsta keppandann Hannes Hlífar Stefánsson þrátt fýr- ir tap hans gegn Guðmundi Gísla- syni í sjöttu umferð. Guðmundur komst við það einn í efsta sætið, en tapaði klaufalega fyrir Lámsi i átt- undu umferð. Stórfrétt mótsins er vitaskuld frábær frammistaða hins 10 ára gamla Braga Þorfinnssonar. Bragi náði afbragðs árangri í keppni ungra skákmanna við Mchess- for- ritið um síðustu helgi og frammi- staða hans á Skákþinginu sannar ótvírætt að hér er mikið efni á ferð- inni. Frammistaða Guðmundar Gíslasonar frá Isafirði hefúr vakið nokkra athygli þó varla sé hægt að segja að hún hafi komið vemlega á óvart. Hann hefur um lagt skeið verið einn öflugasti skákmaður landsbyggðarinnar. Sigur hans yfir Hannesi Hlífar kom eftir mikla bar- áttu: 6. umferð: Guðmundur Gíslason- Hannes Hlífar Stefánsson Kóngsindversk vörn 1. c4 g6 2. d4 Rf6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Bg5 Rbd7 7. Dd2 c6 8. Hdl c6 9. RO b5 10. a3 bxc4 11. e5 Re8 12. Bxc4 Rb6 13. Ba2 Bg4 14. Df4 Bf5 15. Dh4 Ha7 16. 0-0 d5 17. g4 Be6 18. Bh6 f6 19. h3 Dc8 20. Be3 a5 21. Rel Hb7 22. f4 f5 23. Rf3 Rc4 24. Rg5 h6 25. Rxe6 Dxe6 26. Bxc4 dxc4 27. Hf2 Rc7 28. Bcl Hb3 29. Hg2 Kh7 30. Kh2 Rd5 31. gxf5 Dxf5 32. Rxd5 cxd5 33. Hdgl c3 34. Hxg6 Dxg6 35. Hxg6 Kxg6 36. Dg3+ Kf7 37. bxc3 Hbl 38. Bd2 Hfb8 39. Dd3 H8b2 40. Kg3 e6 (í þessari stöðu fór skákin í bið.) 41. f5 Hgl 42. Kf4 h5 43. fxe6+ Kxe6 44. Da6+ Kf7 45. Kf5 Hxd2 46. Dc6+ Kf8 47. Dc8+ Ke7 48. Dc7+ Ke8 49. Ke6 Hg6+ 50. Kxd5 He2 51. Dc8+ Ke7 52. c4 Hg3 53. c5 Bxe5 54. De6 Kf8 55. Df5+ Kg7 56. Dxh5 Hee3 57. dxe5 Hd3+ 58. Kc4 Hc3+ 59. Kb5 Hb3+ 60. Ka6 Hg6+ 61. Ka7 Hc3 62. Dh4 Hc6 63. De7+ Kh6 64. Df8+ Kg5 65. e6 He3 66. Dd8+ Kf4 67. e7 Hce6 68. c6 Hxe7 69. c7 H3e6 70. Dd4 Kg3 71. Dg4+ - og Hannes gafst upp. Þjóðviljinn kveður Og þá er komið að þeirri stund að maður dregur niður flaggið og ekki úr vegi að rifja upp sitthvað sem maður hefur látið sig varða. Það var vorið 1976 að þáverandi ritstjóri Svavar Gestsson réð mig til að skrifa um skák fýrir Þjóðviljann og það hef ég gert óslitið síðan, að ámnum 1984-’86 undanskildum. Samskipti- mín við starfsmenn Þjóðviljans hafa ávallt verið góð. Á þessum langa tíma hefur margt ver- ið brallað, enda Þjóðviljinn alla tíð skáklega sinnað blað. Fyrstu árin em mér minnis- stæðust; tekist var á um ýmis mál innan skákhreyfmgarinnar hér á landi og erlendis. Kannski byrjaði þetta í júli 1976 er Viktor Kortsnoj „stökk yfir“, eins og það var kallað. Þá var eins og færi af stað undarleg atburðarás sem virtist engan enda ætla að taka. Blaðamaður Þjóðvilj- ans, Gunnar Steinn Pálsson, var staddur í Amsterdam vegna móts þar sem Kortsnoj var meðal þátt- takenda og náði fýrstur vestrænna blaðamanna viðtali við „stroku- manninn". Uppfrá því var það al- veg sérstakt baráttumál Þjóðviljans að Kortsnoj sameinaðist fjölskyldu sinni, þó hann hefði sosum ýmsum öðmm hnöppum að hneppa i hin- um frjálsa heimi. Veturinn 1977 stóð stjóm SÍ ís- lands fýrir einvígi Spasskijs og Horts og var liður í áskorenda- keppninni, og það var einnig „ein- vígi hatursins" milli Kortsnojs og Tigran Petrosjan á Ítalíu. Kortsnoj vann, en Petrosjan féll í ónáð og var sviptur embætti ,ritsjóra þess víðlesna blaðs „64“. í árslok 1977 mætti Kortsnoj svo Boris Spasskij í einvígi urn réttinn til að skora á heimsmeistarann Anatoiij Karpov og þá var búinn til dálkur í mál- gagninu sem hlaut nafnið „Að leikslokum“. Þetta vom dálítið grallaraleg skrif þar sem aðallega var pundað á dálkahöfúnda hinna blaðanna. Sumum fannst gamanið grátt. Um líkt leyti ákvað Friðrik 01- afsson að bjóða sig íiram til emb- ættis forseta FIDE. Kosning fór ffam í Buenos Aires haustið 1978, stuttu eftir maraþoneinvígi Kar- povs og Kortsnojs um heimsmeist- aratitilinn. Friðrik vann nauman sigur á helsta andstæðingi sínum, Svetozar Gligorc, í fýrstu umferð atkvæðagreiðslu og í seinni umferð vann hann yfirburðasigur. Strax að lokinni kosningu kom upp mikið hegómamál sem varðaði stöðu gjaldkera FIDE. Sveinn Jónsson var valinn í það embætti, en forsag- an vakti gífúrlega athygli og átti eftir að draga dilk á eftir sér. Frið- rik bað Gísla Ámason, sem átti sæti í stjóm skáksambandsins, að taka að sér þetta starf, en Einar S. Einarsson forseti SÍ hafði ætlað sér það. Um þær mundir vom sam- skipti mín við Einar og Högna heit- inn Torfason varaforseta SÍ við frostmark m.a. vegna deilna um fréttaflutning frá Olympíumótinu í Buenos Aires, sem fór ffam sam- hliða þingi FIDE. Frétt sem ég sendi um skæmmar vegna gjald- kerastöðunnar vöktu eigi alllitla at- hygli, og má segja að upp ffá þvi hafi allt logað innan skákhreyfmg- arinnar og fjölmargir aðilar ótengdir skák- hreyfingunni komu þar við sögu. Vorið 1980 féll Einar í forsetakjöri innan SI á einu atkvæði og við tók dr. Ingimar Jónsson. í kjölfar þess spmttu upp deilur um stöðu gjald- kera innan norræna skáksambands- ins og Högni Torfason vakti þjóð- arathygli með því að kreQast þess að fá að taka þátt í Skákþingi Is- lands í kvennafokki. Deilumar sem stóðu um Einar S. Einarsson og Högna Torfason em löngu hljóðnaðar. Þeir vom ávallt cinlægir fýlgismenn skáklist- arinnar og hmndu af stað skákvið- burðum sem vöktu feikna athygli. En það var aldrei nein lognmolla í kringum þá. Sem forseti FIDE fékk Friðrik Ólafsson arf: mál Kortsnojs. Viktor „grimmi“ kom hingað til lands vet- urinn 1981 og deildi hart á Friðrik fýrir slæleg vinnubrögð í máli sinu, en þrátt fyrir það var tekið á móti Kortsnoj með kostum og kynjum. Stuðningsnefnd var sett á laggimar og þar vom ffemstir i flokki Einar S., Högni og „brödrene Blöndal“ Haraldur og Halldór. Vom ýmsar samþykktir gerðar þá apríldaga sem Kortsnoj dvaldi hér. Að vísu var tekið harðar á ýmsum minni spámönnum eins og þeim ffanska þijót Patreki Gervasoni sem var vísað úr landi í ársbyijun 1981, en farið hefúr fé betra vildu sumir meina. Sumarið 1981 tilkynnti Friðrik Ólafsson þá ákvörðun sína að fresta einvígi Kortsnojs og Kar- ovs, sem átti að fara ffam um austið í Merano á Ítalíu, um einn mánuð, „svo að Sovétmenn gætu fundið ásættanlega lausn á fjöl- skyldumálum áskorandans,“ eins og það var orðað. Vorið 1982 kom svo fjölskylda Kortsnojs til Vínar, en mál hans kostaði Friðrik emb- ætti forseta FIDE. Florencio Camp- omanes fór ffam gegn Friðrik á þingi FIDE um haustið, og með til- styrk austurblokkarinnar vann hann öruggan sigur og situr enn. Umhverfi skáklistarinnar hefúr tekið miklum stakkaskiptum frá 1976. Kröfúmar aukast á öllum sviðum og skáklistin hefúr ekki farið varhluta af því. Hér eru haldn- ir metnaðarfúllir skákviðburðir og er skemmst að minnast heimsbikar- móts Flugleiða sl. haust. Því má ekki gleyma að skák er ekki síst af- þreying þúsunda manna og kvenna og hefur mikið skemmtigildi og skákhreyfmgin má ekki missa sjón- ar af því, - né heldur þeir sem fást við skrif og aðra fjölmiðlun á veg- um skáklistarinnar. BHDDGE Oruggur sigur Landsbréfa Ólafur Lárusson Sveit Landsbréfa varð Reykja- víkurmeistari í sveitakeppni 1992, eftir sigur á sveit Tryggingamið- stöðvarinnar. I undanrásum mætti sveit Landsbréfa sveit Hjalta Elíassonar. Þeir fyrmefhdu hreinlega „rústuðu" leikinn og sigruðu 160 gegn 37. í hinum undanrásaleiknum sigr- aði sveit Tryggingamiðstöðvarinnar sveit V.Í.B. með 114 gegn 83. Úrslitaleikurinn var jafn ffaman af, og eftir 32 spil (af 64) var stað: an 70 gegn 59 Landsbréfum í vil. í þriðju lotunni gerðu svo Landsbréf út um leikinn og sigruðu 67 gegn 30. Þá var staðan orðin 137 gegn 89. Lokalotan fór svo 66 gegn 43 og úrslit leiksins því 203 gegn 132. Sannfærandi sigur hjá bestu sveit landsins, þessa dagana. Sveitina skipa: Magnús Ólafsson fýrirliði, Bjöm Eysteinsson, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Sverrir Ármannsson og Matthías Þorvalds- son. Sveit T.M. skipa: Sigtryggur Sigurðsson fýrirliði, Bragi Hauks- son, Páll Valdimarsson, Ragnar Magnússon, Hrólfur Hjaltason og Sigurður Vilhjálmsson. I leik um þriðja sætið, sigruðu Verðbréfin sveit Hjalta með 135 gegn 62. Nú fer að styttast frestur til að láta skrá sig í tvímenning bridgehá- tíðar 1992. Fresturinn rennur út fostudaginn 31. jan. og það er skráð á skrifstofú Bridgesambands ís- lands í síma 91- 689360. Nú er gestalistinn að verða til- búinn, að þessu sinni kemur sveit ffá Danmörku með spilurunum Jens Auken - Dennis Koch og Steen Möller - Lars Blakset. Zia Mahmood kemur með blandaða sveit þar sem hann spilar við Eric Rodwell frá USA og með þeim í sveit verða Neil Silverman og Russ Ekeblad ffá USA. í þriðju sveitinni verða væntanlega Karen McCallum USA og Sally Horton sem voru eina kvennaparið í Sunday Times Tvímenningnum í London á dögun- um, en það kemur í ljós alveg á næstu dögum hverjir verða sveitar- félagar þeirra. Frestur til að til- kynna sveit i sveitakeppnina er til 10. febrúar. Aðaltvímenningskeppni Skag- firðinga, sem verður 4-5 kvölda barometer-kcppni, hefst á þriðju- daginn kemur. Fyrirfram skráning para er hjá Ólafi í síma 16538. Öll- um heimil þátttaka. Evrópumót í parakeppni (blönd- uðum flokki) verður í enda mars. Að þessu sinni verður spilað í Belg- íu. Nokkrar umsóknir hafa þegar borist BSI. Má þar nefna pör eins og: Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson, Jaqui McGreal - Þor- lákur Jónsson og Hjördís Eyþórs- dóttir - Jakob Kristinsson. Fastlega má búast við að fleiri pör hugsi sér til hreyfings á þetta Evrópumót. Nánari uppl. á skrifstofú BSÍ. Á síðasta fúndi BSÍ, 7. janúar sl., var rætt um þann möguleika að BSI hafi forgöngu um útvegun á tölvum fýrir aðildarfélögin. Leitað verði eftir tilboðum í þessi kaup, m.a. frá Einari Skúlasyni hf. Einnig var samþykkt að kaupa spilaforrit Ásgeirs P. Ásbjömssonar, þannig að aðiídarfélögin geti leitað beint til BSI um hugsanleg kaup á þeim. Heimsmeistarapörin tvö, Aðal- steinn og Jón, - Guðmundur Páll og Þorlákur, höfnuðu fyrir neðan miðju á árlegu stórmóti Sunday Times í London í síðustu viku. Mótið var geysisterkt, og til við- miðunar urðu besta enska parið, Forrester og Robson í 10. sæti. Sig- urvegarar urðu brasilísku meistar- amir, Chagas og Branco. Von er á nýrri mcistarastigaskrá í byrjun febrúar. Stigefstu spiiarar skv. nýju skránni em: Jón Baldurs- son 1504, Valur Sigurðsson 1266, Guðlaugur R. Jóhannsson 1256, Öm Arnþórsson 1249, Sigurður Sverrisson ,1115, Þórarinn Sigþórs- son 1106, Ásmundur Pálsson 1080, Guðmundur Páll Amarson 1073, Aðalsteinn Jörgensen 1062 og Karl Sigurhjartarson 1039. Fleiri era ekki yfir 1000 stiga múrinn. Alls er að finna nöfn 2454 spilara í nýju skránni. Þar af 29 spilara, sem áunnið hafa sér nafn- bótina stórmeistarar (með 500 stig eða meir). Þeir sem skoraðu mest á síðasta tímabili, voru: Matthías Þor- valdsson 166, Sverrir Ármannsson 151 og Aðalsteinn Jörgensen 142. Mannflestu félögin innan BSÍ era: Bridgefélag Reykjavíkur 156, Akureyrar 130, Breiðfirðinga Reykjavík 117 og Kópavogs 104. Ib Lundby er okkur íslending- um að góðu kunnur. Prímus Mótor þeirra Dana um árabil og ritstjóri Dansk Bridge. Ib hefur komið nokkram sinnum til íslands sem kcppandi á Bridgehátið og blaða- maður. 1 nýjasta hefti D. Bridge, fer lb lofsamlegum orðum um Jón Baldursson. Þeir mættust einmitt 1 e.k. Evrópukeppni flugfélaga í nóv- ember á síðasta ári. Jón er spilafé- lagi Bjöms Theodórssonar i þessum samskiptum félaganna, og einatt hafa Flugleiðir borið sigur úr býtum (lentu reyndar í 2. sæti í þessu móti). 1 lcik Flugleiða gegn SAS kom þetta spil fýrir; 4D9872 ¥: D854 ♦: ÁG4 *:4 4:1043 4: Á ♦:6 ♦: ÁK10973 ♦: D9865 ♦: 1073 *: K863 ♦: G92 4: KG65 V: G2 ♦ :K2 ♦: ÁD1075 Á öðra borðinu létu SAS-menn sér nægja 2 spaða og fengu eina 11 slagi. En Bjöm Theodórsson lét reyna á Jón í þessu spili og nam ekki staðar fýrr en í 4 spöðum. Út kom hjartaeinspilið, upp á kóng og síðan þriðja hjartanu spilað. Jón trompaði með kóng í spaða og spil- aði tígli inn á ás. Smár spaði kost- aði ás hjá Austur og enn kom hjarta. Jón trompaði með spaða- gosa. Þá koma laufaás og laufa- drottning, lágt hjá Vestur og Jón trompaði í borði. Tígull inn á kóng og þriðja laufið trompað á borði. Tígulgosi trompaður heim, með síðasta spaðanum. í lokastöðunni átti Vestur S. 104 en Norður S: D9 og Jón átti ekki í miklum erfíðleik- um að galdra 10. slaginn í lokastöð- unni. Slétt staðið. Ib Lundby var reyndar keppnisstjóri á þessu móti og þetta spil var reyndar eitt af við- fangsefnum hans í mótinu. Bjöm var reyndar sagnhafinn í spilinu, en andstæðan spilaði út rangri hendi. Viðurlögin við slíku eru fjórir val- möguleikar: 1. Láta útspilið halda sér og fá blindan upp. 2. Biðja um útspil ffá réttri hendi og þá fer sekt- arspilið upp á höndina. 3. sektarspil (sérstök viðurlög taka hér við). 4. Að leggja eigin hendi upp og gera félaga (blindan) að sagnhafa. Það var einmitt fjórði kosturinn sem Bjöm valdi (án aðstoðar frá IB, því Bjöm var búinn að leggja eigin spil niður, er 1B kom næst að borð- inu). Og með þessum líka glimrandi árangri. Þótt þetta sé síðasti Bridge- þátturinn á Þjóðviljanum, þá verður gefið áfram í Helgarblaðinu sem kemur út að viku liðinni. Hittumst heil á síðum Helgarblaðsins. Síða 23 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.