Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 30
"i ▲ Dagur Þorleifsson skrifar Kjamavopnaður Húnaher? Múslímar í Tadsjíkistan á samkomu - moskum hefur þar á nokkrum áoim fjölgað úr 17 I 2870. Ekki síðan í Iok miöalda hefur Mið-Asía - fyrrverandi sov- éska Mið-Asia auk landflæ- manna fyrir vestan og norð- an hið eiginlega Kína - notið slíkrar athygli af hálfu umheimsins sem nú síðan um áramótin. Af þessum heimshluta stóð heimshlutum í austri, suðri og vestri þaðan mikill ótti svo árþúsundum skipti. Út frá gresjunum þama geyst- ust Sarmatar, Alanar (af þeim eru komnir Ossetar og Stalín), Húnar, Av- arar, Tyrkir, Eftalítar, Petsjenegar, Kú- manar, Mongólar og hvað þeir nú allir hétu og eyddu og lögðu undir sig lönd í Kína, Indlandi, Vestur-Asíu og Evr- opu. Þar á gresjunum var hesturinn fyrst taminn og það var mikill hreyf- anleiki Mið-Asíumanna sem afburða hestamanna, auk þess sem þeir voru bogmenn betri en aðrir, sem orsakaði slíka yfirburði þeirra í hemaði að oft virtust þeir ósigranlegir. Austurasískur kapítalismi - íslömsk bókstafstrú En þetta breyttist er byssur, stærri og smærri, urðu aðalvopnin i hemaði. Til þess að halda uppi slíkum vopna- búnaði þurfti meiri auð og iðnað en Mið-Asía hafði yfir að ráða. Hún varð nú það svæði heims sem hvað minnst- ur ótti stóð af og heimurinn í heild skeytti minnst um. Það segir sig sjálft að þegar heilt risavcldi allt í einu leggur upp laupana leiðir af því margskonar rask á valda- hlutföllum. Þegar er komið í ljós að fyrrverandi sovéska Mið-Asía, sem fáir hugsuðu mikiö um fyrir nokkrum vikum, er allt í einu oröin keppikefli ýmissa aðila. Þeir em iðnveldi Austur- Asíu, Kína, íslömsku rikin í suðri og suðvestri og Evrópa. Japan og Suður-Kórca cygja þama möguleika á nýjum hráefnalind- um og nýjum vettvangi fyrir stórfyrir- tæki sín, sem líta ódýrt vinnuafl Mið- Asíulýðveldanna fimm hým auga. Ir- ansklerkar hyggja gott til glóðarinnar að útbreiða þangað bókstafstrú sína. Saman við það blandast draumar um endurreisn fomrar frægðar íranskra stórvelda, sem í aldaraðir höföu oft völd og áhrif langt inn í Mið-Asíu. Menningarlega er fyrrverandi sovéska Mið-Asía enn í mörgu nákomin jr- önsku og íslömsku grannlöndunum ír- an og Afganistan, þótt eitthvað fennti yfir það á rússnesk/sovéska tímanum. Pantyrknesk þj óðernishy ggj a Pakistan sýnir einnig áhuga á lýð- veldunum fimm hinumegin við Hindukush og cr nú mcira að scgja farið að hallast að því að komið verði á friði í Afganistan, svo að óöldin þar verði Pakistönum ekki þröskuldur á veginum norður yfir fjöll. Tyrkland dustar nú rykið af pant- yrkjahyggju ungtyrkjahreyfingarinnar sem á síðustu áratugum soldánsdæmis Ósmansættar lét sig drcyma um end- urreisn þess í sameinuðu riki allra tyrkneskra þjóða, að sjálfsögðu undir forustu Anatólíu- Tyrkja. (Envcr pa- sja, einn helstu forkólfa ungtyrkja og samstarfsmaður Kemals Ataturk, gekk i lið með miðasískum uppreisnar- mönnum eftir heimsstyijöldina fyrri og féll fyrir Rauða hemum.) Nú bjóða Tyrkir frændum sínum í Mið-Asíu, Úsbekum, Túrkmenum, Kirgisum og Kasökkum, upp á samvinnu í efha- hagsmálum og tækniaðstoð. Höföa Tyrkir þá til skyldleikans og eiga að því leyti hægara um vik en aðrir, að mál áminnstra fjögurra Mið-Asíu- þjóða eru náskyld tyrknesku. Og kunnátta Mið- Asíumanna í erlendum málum öðrum en rússnesku mun næsta takmörkuð, hvað vitaskuld veldur vissum vandkvæðum nú þegar þeir allt í einu eiga að fara að sjá um sig sjálfir úti i hinum stóra heimi. Kínverjar uggandi um Sínkíang Ráðamenn í Peking eru aö líkind- um órólegir nokkuð út af þessum nýju grannríkjum við vesturlandamæri sín, þar eð aldrei er að vita nema samtyrk- nesk þjóðemishyggja, íslömsk bók- stafstrú og jafnvel áhugi fyrir lýðræði breiðist þaðan til Sinkíang, sem er undir yfirráðum Kína en byggt tyrk- neskum og íslömskum þjóðum, ná- komnum þeim í nýju lýðveldunum fyrir vestan. Enda var Sinkíang lengi kallað Austur-Túrkestan. Þeir í Peking hafa boðið nýju Mið- Asíulýðveldin fimm velkomin í samfélag þjóðanna af áberandi mikilli alúð, kannski i þeirri von að þau skipti sér í staðinh ekki af málefnum frænda sinna og trú- bræðra í Sinkíang, sem aldrei hafa sætt sig vel við kínversku yfirráðin. Vestur- og Evrópulönd vilja fyrir sitt leyti koma nýju Mið- Asíulýð- veldunum inn í sitl öryggisnet (nánar tiltekið í RÖSE). Á bak við þá við- lcitni er eindreginn áhugi fyrir þvi að hreinsa þennan heimshluta hið allra fyrsta af kjamavopnum og að stemma stigu við sókn islamskra ríkja og bók- stafstrúar þangað. Lítill sjálfstæðisvilji Upplausn Sovétríkjanna hófst mcð frelsisbarattu Eystrasaltslýðveld- anna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens, sem allur þorri þjóða þess- ara landa tók að einhverju marki þátt í. Mikið fylgi við sjálfstæði var einnig í Úkraínu, Moldovu, Georgíu og Ar- mcniu. Hið sama verður ekki sagt um Mið-Asíulýðveldin fimm, og er sönnu nær að þau hafi orðið sjálfstæð bar- áttulaust og án þess að kæra sig neitt sérstaklega um frclsið. Það á sér sínar ástæður. Meðan Sovétríkin vom og hétu vom Kreml- arbændur annarsvcgar og hinsvcgar innfæddir miðasiskir valdhafar lengst af nokkuð ánægðir hvorir með aðra. Mið-Asíumenn, lágir raunar scm háir, vom þcim í Kreml einkar undirgcfnir; af andófsmönnum þcim sovéskum scm lentu i þrælkunarbúðum og á gcðveikrahælum vom til þess að gera sárafáir frá Miö-Asíu. I staðinn fengu miðasísku valdhafarnir talsvert oln- bogarými hcimafyrir, sem þeir notuðu til að nýta landanna gæði fyrir sig, frændfólk sitt og gæðinga í stómm dráttum rncð svipuðu móti og haföi fyrrmcir verið háttur úsbesku kananna og emiranna i Khíva, Búkhara og Kokand. Spilling þar var svo griðarleg að annarsstaðar í Sovétrikjunum þótti hún lítil hjá því. Algert reynsluleysi í utanríkismálum Valdhafar sovésku Mið-Asíu vom því tiltölulega ánægðir með sinn hag og höföu lítinn áhuga á breytingum. I samræmi við hefð hlýðninnar við Kreml vom þeir einkar samvinnuþýð- ir við Gorbatsjov, þótt glasnost hans og perestrojka ylli þeim nokkmm áhyggjum, og stóðu í lengstu lög með honum í því að reyna að koma því til leiðar að Sovétrikin héldu áfram að vera til. Upp á því gáfust þeir ekki fyrr en þrír menn, forsetar Rússlands, Úkraínu og Hvíta-Rússlands hittust í veiðikofa úti í skógi í Hvíta- Rúss- landi og ákváðu þar upp á sitt eigið eindæmi að Sovétrikin skyldu hætta að vera til. Af fréttum frá umræddum fimm löndum, Kasakstan, Kírgisistan, Úsbe- kistan, Túrkmenistan og Tadsjíkistan, má marka að þar em margir á báðum áttum um hvemig snúast eigi við sjálf- stæðinu, sem þeir fengu nánast óum- beðið. Þar höföu rnenn alveg fram í des. s.l. gert ráð fyrir að heildaráætl- anir um efnahagsmál fyrir lýðveldin fimm yrðu áfram gerðar í Moskvu, eins og verið hafði um langan aldur. Og á vettvangi utanrikismála og utan- ríkisviðskipta em lýðveldi þessi nán- ast gersamlega reynslulaus. Af grannlöndunum er það Rúss- land, sem nú er hvað áhugaminnst um samskipti við lýðveldin fimm, þótt undarlegt kunni að virðast. Rússar vilja vitaskuld fá kjamavopnin í Ka- sakstan afhent, en fyrir verslunarvið- skiptum við lýðveldin fimm hafa þeir varla áhuga nema að í þeim ráði markaðslögmálin. Það myndi t.d. þýða að Mið-Asía fengi nú sjö til átta sinnum minna af olíu frá Rússlandi fyrir smálest af bómull en var á sovét- tímanum. Það er ekki vænlegt fyrir lýðveldi þessi fimm, sem em jafnvel enn verr á sig komin í efhahagsmálum en önnur fyrrverandi sovétlýðveldi. Kommúnistar, lýðræðissinnar, kapítalistar, ajatollar... í Kasakstan og Kírgisistan, sem era hvað best á vegi stödd í efhahags- málum og tækni af lýðveldunum fimm, virðist þróttmikill kapítalismi Austur- Asíu, einkum Suður-Kóreu, í bráðina vera sú fyrirmynd sem ráða: mönnum finnst hvað gimilegust. í hinum lýðveldunum þremur má vera að altyrknesk þjóðemishyggja og íslömsk bókstafstrú hafi meiri sigur- möguleika. Islam hefur þar magnast óðum frá því að Gorbatsjov aflétti hömlum af trúarbrögðum. I Tadsjíkist- an, sem fátækast er af lýðveldunum fimm, vora fyrir nokkrum áram 17 opinberar moskur. Nú era þær þar 2870. Bókstafstrúaður stjómmálaflokk- ur, íslamski endurfæðingarflokkurinn, er þegar starfandi í öllum lýðveldun- um fimm. Fyrr var vikið að aðlögunarhæfni miðasískra framámanna gagnvart sov- éska valdinu. I samræmi við þá hefö vora pótintátar kommúnistaflokksins í löndum þessum á Gorbatsjovstiman- um einkar snarir að breyta sér í pere- strojku- og lýðræðissinna. Nú virðast sumir þeirra vera á leið með að breyta sér í kapítalista eftir kóreönsku og jap- önsku munstri og eins víst er að ein- hvetjir þeirra eigi eftir að breytast í ajatolla. Kjamavopnin, sem líklega er eitt- hvað af í öllum lýðveldunum fimm, era trúlega það af öllum hlutum þar sem flestum utan þeirra er í bráðina mest áhuga- og áhyggjuefni. Til þess að afla sér harðs gjaldeyris gætu Mið- Asíumenn látið freistast til að, selja eitthvað af þessu til Pakistans, Irans, íraks eða Líbýu. Og ekki era allir grunlausir um að Nursultan Naz- arbajev, forseti Kasakstans, sem heimspressan er þegar farin að titla stórkan, kunni að reyna að nota kjamavopn þau langdræg, sem stað- sett era í ríki hans, til að auka vægi þess á alþjóðavettvangi. Heimurinn er sem sé á ný farinn að óttast Mið-Asíu. Ekki er hægt að útiloka þann möguleika að þar komist á legg kjamavopnaður, bókstafstrúað- ur og/eða pantyrkneskur Húnaher. ÍSTAK íslenskt verktak þalfáar íPjóðviCjanum samstaifið á íiðnutn árum ÍSTAK Sími (91) 622700 Skúlatúni 4 Hagststt verð ó Storno farsímum Vegna mikillar sölu á síðasta ári náðum við mjög hagstæðum samningum við framleiðendur og getum nú boðið Storno farsíma á hreint ótrúlega lágu verði. Storno bílasími kr. 79.580 stgr. með vsk. Storno burðarsími kr. 84.280 stgr. með vsk. Burðarsíma fylgir 4 Ah rafhlaða. POSTUR OG SIMI Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt \feiö er miðað við gengi 27. jan. 1992. ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992 Síða 30

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.