Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 6
9
Verkalýðshreyfingin
og Þjóðviljinn
✓
haus Þjóðviljans í dag segir
að blaðið sé málgagn verka-
lýðshreyfingarinnar. Svo
hefur verið frá upphafi og í
fyrsta tölublaði Þjóðviljans segir
að blaðið eigi ekki aðeins að vera
málgagn Kommúnistaflokksins,
sem var fyrsti útgefandi blaðs-
ins. Það eigi að vera „málsvari
alls verkalýðsins“.
I bók sinni „Blaðið okkar“ fer
Ami Bergmann, ritstjóri Þjóðvilj-
ans um árabil, yfir afskipti Þjóð-
viljans af verkalýðsmálum. Þar
rekur hann samskiptin við verka-
lýðsleiðtoga og hvemig Þjóðvilj-
inn var oft i fararbroddi, þegar
málefni launafólks voru annars
vegar. Ami er í skrifum sínum ekki
á eitt sáttur um að Þjóðviljinn hafi
verið „málsvari alls verkalýðsins“.
„I rauninni er auðvelt að greina
ákveðna línu í túlkun Þjóðviljans á
kjarabaráttu og öðrum verkalýðs-
málum, sem ekki hefur breyst mik-
ið í fímmtíu ár. Blaðið hefur aldrei
verið málgagn „alls verkalýðsins"
eins og lofað var í fyrsta tölublaði.
Enda hefur verkalýðshreyfingin
aldrei verið heil, óskipt og sam-
stíga, hvorki i kröfugerð né stjóm-
málum. Þjóðviljinn hefur blátt
áfram verið málgagn þeirra sem
lengst vildu ganga á hverjum tíma,
hinna róttækustu í verkalýðshreyf-
ingunni. Og allur málflutningur
hans hefur tekið mjög mið af því,
að allan fyrri helming ævi hans
stóð harður slagur um pólitískt for-
ræði yfir Alþýðusambandinu: hann
tók mikinn þátt í baráttunni íyrir
aðskilnaði ASÍ og Alþýðuflokks-
ins, og á hverju ári var hann kosn-
ingablað íyrir stjómarkosningar í
öllum helstu verkalýðsfélögunum.
Hann var málgagn sósíalistanna og
samheija þeirra og þar eftir óvæg-
inn í garð þeirra sem gerðu sig
seka um kratavillur eða eitthvað
þaðan af verra.“
Skrif blaðamanna Þjóðviljans
hafa dregið dám af þessari afstöðu,
þeir hafa hvatt verkalýðsfélögin
þegar þörf var að sækja og latt þau
um leið til lélegra samninga sem
færa launafólki lítið eða ekkert í
aðra hönd. Frammistaða Þjóðvilj-
ans árið 1942 hefur verið rómuð af
mörgum. Þá stóð yfir merkileg og
sérstæð barátta sem kölluð hefur
verið „skæruhemaðurinn“. Ríkis-
stjómin var þá skipuð Sjálfstæðis-
flokknum, Alþýðuflokknum og
Framsóknarflokknum og nefndist
manna á meðal „Þjóðstjóm".
Stjómin hafði sett Iög sem bönn-
uðu verkföll og kauphækkanir um-
fram dýrtíðaruppbót, sem seint
þótti og illa reiknuð. í lögunum var
og kveðið að öllum vinnudeildum
skyldi vísað í gerðardóm. í janúar
hófust engu að síður verkföll jám-
iðnaðarmanna, rafvirkja og prent-
ara. Þjóðviljinn fékk að koma út í
tvíblöðungsformi, og er þetta i eina
skiptið sem Þjóðviljanum hefur
verið launuð jákvæð afstaða til
kjarabaráttunnar, með þvi að leyfa
honum að koma út i prentaraverk-
falli.
I þessu fyrsta verkfalli sem
Þjóðviljinn tók þátt i með skrifúm
sínum og hafði með þeim áhrif við
að sameina launafólk í baráttunni
fyrir brauðinu, var lítið um lifandi
blaðamennsku. Lítið var talað við
fólk á vinnustöðum. Sjálfsagt hefur
verið talið nóg að forystumenn
launafólks, sem sumir hverjir
héldu til á ritstjóm blaðsins, segðu
hug sinn á síðum þess. Oft á tiðum
Iögðu þeir og undir sig blaðið í
„allsherjarstríði verkalýðsins gegn
fasistaher miljónamæringanna",
eins og orðað var í einum Ieiðara
blaðsins frá þessum tíma.
í verkföllunum 1952 og 1955
er Þjóðviljinn búinn að átta sig á
áhrifamætti þess „að vera á staðn-
um“. I verkfallinu 1952 var mjög
deilt um mjólkursölu og Jónas
Amason skrifaði eftirminnilega
vettvangslýsingu á því hvemig
Guðmundur J. Guðmundsson og
aðrir verkfallsverðir stöðvuðu sölu
á mjólk sem hafði verið smyglað
til borgarinnar:
„I röðinni var einn æstur mað-
ur. Hann sagði:
Ég læt ykkur ekki svelta mig.
Við skulum vera rólegur, vinur,
sagði Guðmundur J.
abriel
Höggdeyfar#
GJvarahlutir
nV Hamarshöfða 1
sími 67 - 67 - 44
Vaiahlutir í hemla
Vélastillingar
Hjólastillingar
Hemlaviðgerðir
Ljósastillingar
Almennar víðgerðir
-E Borðinn hf
^ SMIÐJUVEGI 24 SÍMI 72540
félagsmalaráðuneytið
Orðsending
til atvinnurekenda
frá félagsmálaráðuneytinu
Að gefnu tilefni vill ráðuneytið hér með vekja athygli
atvinnurekenda á ákvæðí 55. gr. laga nr. 13 10. apríl
1979 um stjórn efnahagsmála o.fl., en þar segir að
atvinnurekendum sé skylt að tilkynna Vinnumála-
skrifstofu félagsmálaráðuneytisins og viðkomandi
verkalýðsfélagi með tveggja mánaða fyrirvara ráð-
gerðan samdrátt eða aðrar þær varanlegar breyting-
ar í rekstri, er leiða til uppsagnar fjögurra starfs-
manna eða fleiri.
Féiagsmálaráðuneytið
30. janúar 1992.
Far vel Þjóövilji Ib. ób. sá. sg. og hf.
FRÁ
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
Laus staða
Staða skólastjóra Leiklistarskóla íslands er laus til
umsóknar.
Samkvæmt 3. gr. laga um Leiklistarskóla íslands
skal skólastjóri „settur eða skipaður af ráðherra til
fjögurra ára í senn“ og miðast ráðningartími við 1.
júní. „Skólastjóri getur sá einn orðið, sem öðlast hef-
ur menntun og reynslu í leiklistarstörfum".
Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna um
menntun og starfsreynslu, sendist menntamálaráðu-
neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20.
febrúar n.k.
Menntamálaráðuneytið
29. janúar 1992.
Björn Grétar SveinssonT formaöur
Verkamannasambands Islands.
Hefur stutt
okkur í bar-
áttunni
Þjóðviljinn hefur haft mikla
þýðingu gegnum tíðina fyrir
verkalýðshreyfinguna. Við höfum
komið okkar sjónarmiðum mjög
vel að, og oflast hefúr Þjóðviljinn
hreinlega stutt okkar málstað í bar-
áttunni, sagði Bjöm Grétar að-
spurður hvaða þýðingu Þjóðviljinn
hafi haft fyrir verkalýðshreyfmg-
una.
Það er nauðsynlegt fyrir alla
aðila í þjóðfélaginu sem þurfa að
sækja fram í ákveðnum málum að
fá jákvæða umfjöllun um þau mál
jafnhliða réttlátri gagnrýni að sjálf-
sögðu. Ég get nefnt sem dæmi að
nú nýlega hefur verkalýðshreyf-
ingin verið að slást við hátt vaxta-
stig í landinu. Þjóðviljinn hefur
tekið undir þetta og staðið með
okkur. Mér finnst að Þjóðviljinn
hafi tekið undir okkar málflutning,
þó svo að við höfum verið að ham-
ast á ríkisstjóm sem Alþýðubanda-
lagið hefúr verið í, stundum við lít-
inn fögnuð þess.
Nú á þessum tímamótum tel ég
nauðsynlegt að samvinnumenn og
jafnaðarmenn ásamt öðrum þeim
sem hliðhollir eru launafólki komi
sér upp sameiginlegu dagblaði.
Persónulega kem ég til með að
sakna blaðsins og um leið sam-
skiptum mínum við starfsmenn
þess. blaðmenn og fleiri aðila. Það
hefur verið gott, og ég vona að við
hittumst á nýjum vettvangi sem
íyrst.
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1992
Síða 6