Þjóðviljinn - 31.01.1992, Blaðsíða 36
Þjóðviljinn
Byrjaður að safna
fyrir nýjum Þjóðvilja
NN
Til vi
þar sem
rtað slær
Hann Finnur Guð-
mundsson er sex ára og
ætlar að láta hendur
standa fram úr ermum
á næstu árum. „Ég ætla að
stofna nýjan Þjóðvilja þegar ég
verð orðinn níu ára,“ sagði
hann. Og ástæðan? „Af því
Þjóðviljinn er biaðið sem vill að
allir séu jafnir“.
Finnur kom í heimsókn til okk-
ur á ritstjómina í gær til að kynna
sér vinnubrögðin og leyfa okkur að
heyra sitt álit á því að Þjóðviljinn
er að ljúka göngu sinni.
Finnur sagðist vera byijaður að
saína fyrir nýju blaði. ,,Bestu vin-
ímir og þeir sem em duglegir að
lesa mega fá vinnu á Þjóðviljan-
um,“ sagði hann, „og við ætlum að
hafa teiknimyndasögur og bíó á
öftustu síðunni. Svo ætlum við að
segja góðar fréttir. Tökum vel eftir
og höfum augun opin og skrifúm
líka um það sem er skemmtilegt.“
Finnur hefúr lesið Þjóðviljann
síðan hann var fjögurra ára og
kann ekki við þá tilhugsun að hann
hætti að koma út: „Ég vil hafa
Þjóðviljann, því hann segir frá því
þegar rikisstjómin er vond við
fólkið og minnkar skólatímana og
þjónustuna við veika fólkið svo
það fær ekki pláss.“
Við óskrnn þessum unga hug-
sjónamanni og tilvonandi ritstjóra
nýs Þjóðvilja góðs gengis.
-ag
Finnur Guðmundsson ætlar að
stofna nýjan Þjóðvilja þegar hann
verður níu ára.
Mynd: Kristinn.
u
1 \ 1 II
r . L
✓
Nú bjóðast þér þrjár nýjar og mismunandi kaskótryggingar hjá VIS. Þarfir bifreiðaeigenda fyrir kaskótryggingar
eru mismunandi og loksins getur þú valið tryggingu sem hentar þér, bæði hvað varðar bótasvið og verð.
UMFERÐAR
AL-KASKO
Ný og víðtækari
kaskótrygging
Inn á bótasvið gömlu kaskó-
tryggingarinnar hefur verið bætt
eftirfarandi áhættuþáttum:
• Skemmdarverk
• Björgunarkostnaður
• Akstur erlendis
• Víðtækari akstursheimildir
• Nýjar reglur um útborgun bíla
• Bætur vegna flóða
Bónusflokkum hefur verið fjölgað
og eru þeir nú fjórir: 10%, 20%, 30%
og 40%. Góðir ökumenn falla nú minna
í bónus við tjón. Þessa nýju kaskó-
tryggingu býður VIS á óbreyttu iðgjaldi.
K A S K O
Ný trygging sem
er sniðin að umferð
í þéttbýli
Umferðartrygging bætir tjón sem verða
vegna árekstra og áaksturs. Bónus er
ávallt sá sami og í ábyrgðartryggingu
bifreiða og getur orðið allt að 70%.
Þessi trygging er mun ódýrari en
venjuleg kaskótrygging. Eigináhætta í
þessari tryggingu er föst, nú kr. 48.800.
Dæmi um iðgjald fyrir Umferðarkaskó
miðað við 70% bónus.
Lítill bíll MeðalbíU Stór bíll
8.900 11.532 12.493
K A S K O
Nýjung fyrir þá sem
aka aðallega á
þjóðvegum landsins
Vegakaskó er nýjung fyrir þá sem aka
aðallega á þjóðvegum landsins en lítið
í þéttbýli. Tryggingin bætir tjón vegna
veltu, bruna, foks, hruns og hraps.
Vegakaskó er nýr og ódýr valkostur
fyrir bifreiðaeigendur.
Iðgjald er óháð bónus. Eigináhætta í
þessari tryggingu er föst, nú kr. 48.800.
Dæmi unt iðgjald fyrir Vegakaskó:
Lítill bíli Meðalbíll Stórbíll
8.688 11.256 12.195
-»g
Já takk, ég óska eftir nánari upplýsingum
um nýju kaskótryggingarnar
Klipptu þennan miða út og sendu Vátryggingafélagi íslands hf. Þá færð þú upplýsingabækling
um nýju kaskótryggingamar sendan um hæl.
Nafn
Kennitala
Heimilisfang
Sveitarfélag -
Sími
VATRYGGINGAFEIAGISIANDS HF
-þar sem tryggingar snúast um fólk
ÁRMÚLI3, REYKJAVÍK, PÓSTHÓLF 8400, SÍMI60 50 60