Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995
Fréttir
DV
Sameiningaráform á Vestflörðum falla í misjafnan jarðveg:
Skítahrúgur verða ekki
að virðulegum fjóshaug
segir Sigurður Ólafsson, bæjarfulltrúi á Isafirði
„Ég hef sagt að nokkrar skítahrúg-
ur geti ekki orðið að viröulegum fjós-
haug. Fólkið verður þó að eiga síð-
asta orðiö um það hvort til samein-
ingar kemur,“ segir Sigurður Ólafs-
son, bæjarfulltrúi Aiþýðuflokksins í
bæjarstjórn ísafjarðar, um hug-
myndir þær sem uppi eru varðandi
sameiningu sex sveitarfélaga á norð-
anverðum Vestflörðum.
Sigurður vitnar þarna til þess að
hluti þeirra sveitarfélaga sem ætlun-
in er að sameina eru stórskuldug. Á
Þingeyri, Flateyri og Suðureyri eru
skuldir á hvem íbúa milli 300 og 400
þúsund krónur. í DV var í mars sl.
haft eftir Sigurði Hafberg, sveitar-
stjórnarmanni á Flateyri, sem sæti á
í sameiningamefnd, að umrædd
sveitarfélög stefndu í greiðsluþrot.
Þar sagði hann Þingeyringa hafa ver-
ið á „fjárfestingarfylliríi" vegna fyr-
irhugaörar sameiningar.
Sigurður Ólafsson segist hafa verið
andvígur hugmyndinni um samein-
ingu frá upphafi. Hann segir ekkert
sjáifgefið að sameining skili þeim
sparnaði sem látið hefur verið í veðri
vaka. Það skorti upplýsingar um þaö
til hvaða hagræðingaraðgerða verði
gripið.
„Það eru íjórar hafnir á svæðinu
og hveijum þeirra á að loka? Ég hef
spurnir af því að sum þessara um-
ræddu sveitarfélaga hafi ekki átt fyr-
ir snjómokstri á síðasta vetri. Við
sameiningu verða auðvitað allir að
vera jafnir og það þýðir að fínpússa
verður götur alls staöar. Þar er kom-
inn aukinn kostnaður á móti því sem
sparast. Það verður að leggja öll spil-
in á boröið," segir Sigurður.
Sigurður segir að þrátt fyrir að
ársreikningur ísafjarðar sýni
skuldaminnkun sé slíkt ekki endi-
lega raunveruleikinn. Þar vanti inn
í myndina sorpeyðingarstöðina,
skíðasvæðið og höfnina.
„Þetta byggist ekki á samstæðu-
reikningi og gefur því ekki sanna
mynd af ástandinu,“segir Sigurður.
Hann segir söguna sýna að samein-
ingar hafi ekki gengiö upp. Þetta eigi
við um Sovétríkin sem nú hafi liðast
í sundur. Þá geymi saga Evrópu
mörg dæmi um sameiningarhug-
myndir sem ekki gangi upp. „Ef
menn ætla að sameina eitthvað af
viti hér á landi þá á að sameina Sel-
tjarnarnes og Reykjaví -rt
Sameiningarmál á norðanverðum VestQörðum:
Treystum mikið á að
ríkið komi þarna til
- segir Ásvaldur Guðmundsson, oddviti Mýrahrepps
„Þó við sameinumst og náum fram
einhveijum sparnaði þá er ljóst að
hann er ekki nógur til að rétta þessi
sveitarfélög almennt viö. Það verður
eitthvað fleira að koma til. Maður
hefur treyst mikið á það að ríkið
komi þarna tíl. Því var allavega lofað
á árum áður þegar sameining var
fyrst í umræðunni," segir Ásvaldur
Guðmundsson, oddviti Mýrahrepps
við norðanverðan Dýraíjörð, um þær
hugmyndir sem uppi eru varðandi
sameiningu sveitarfélaga á norðan-
verðum Vestfjöröum.
Mýrahreppur er eitt fimm sveitar-
félaga sem ætlunin er aö sameinist.
Hreppurinn hefur þá sérstöðu aö
vera eina sveitarfélagið sem er
skuldlaust samkvæmt ársreikningi
1994.
Ásvaldur segir að ekki sé um annað
að ræða en sameiningu þar sem
hreppurinn nálgist nú þau mörk sem
lög kveða á um að sé lágmarksíbúa-
tala í sveitarfélögum.
„Við erum orðin svo fá að við nálg-
umst nú hættumörkin sem eru 50
íbúar. Það voru skráðir 67 íbúar
hérna á síðasta ári og þeim fer fækk-
andi. Hluti þeirra er búsettur annars
staðar. Við skuldum ekkert en það
er ljóst að fórum við neðar þá verðum
við að sameinast. Það stefnir í sam-
einingu og það væri út i hött að
Mýrhreppingar stæðu utan við það,“
segirÁsvaldur. -rt
460 444
□ 1994
□ 1995
Soðureyri
Isafjörður
Þlngeyrt
* Samkvæmt heimildum DV
í dag mælir Dagfari
Blikur eru nú á lofti í landsmálun-
um. Undirrötin er launahækkunin
til alþingismanna. Og skattfríðind-
in sem þingmennirnir skömmtuðu
sjálfum sér. Reyndar hafa þeir
bakkaö með skattinn, enda segjast
þeir hvort sem er ekki borga skatt
af útlögðum kostnaði, nema þegar
þeir bjóða kjósendum sínum í mat.
Þá geta þeir ekki fengið kvittun hjá
kjósandanum sem þeir bjóða í mat,
samkvæmt þvi sem forsætisráö-
herra sagði í sjónvarpinu á dögun-
um. „Það er ekki hægt að láta gest-
ina kvitta fyrir boðið,“ segir ráð-
herrann sem var greirúlega miður
sín yfir þeim örlögum þingmanna
að þeir skuli sjálfir þurfa að borga
matinn sem þeir bjóða í.
Það er auðvitað svívirðilegt rang-
læti að geta ekki fengið kostnað af
matarinnkaupum fyrir gesti sína
frádreginn frá skatti, en þingmenn
ætla að láta það yfir sig ganga og
borga sjálflr matinn sem þeir bjóða
í. Allt til aö stilla til friöar, allt til
að þóknast reiðinni í verkalyðsfé-
lögunum. Það verður þess vegna á
ábyrgð verkalýðsfélaganna ef al-
þingismenn hafa ekki lengur efni á
að bjóða kjósendum í mat heim til
sín, af því að þeir þurfa að borga
matinn sjálfir, þingmennirnir.
Hernaðaraðgerðir
Þetta þýðir sjálfagt að kjósendum
verður alls ekki boðið í mat fram-
vegis og verða að borga sinn mat
sjálfir og það er þá ekki þingmönn-
um aö kenna aö þeir tími því ekki,
heldur vegna þess að þeir hafa ekki
efni á því vegna þess að þeir geta
ekki verið þekktir fyrir að láta
kjósandann kvitta. Svona er nú líf-
ið harðneskjulegt.
Verkalýðshreyfingin lætur ekki
við þetta eitt sitja. Hún heimtar að
laun þingmanna verði lækkuð og
það strax. Verkalýðsforingjarnir
segja að annað dugi ekki, eigi að
draga úr reiði og ólgu og uppreisn
í þjóðfélaginu.
Nú er verið að semja um frið í
Bosníu og búið er að undirrita frið-
arsamninga milli ísraels- og Palest-
ínumanna, en á íslandi eru engin
grið gefm og allt eins útlit fyrir að
næsti suðupottur verði einmitt hér
á landi. Guðmundur jaki hefur tek-
ið að sér leiðtogahlutverk í upp-
reisnarliðinu og segir að herfor-
ingjar gefi ekki upp hernaðaráætl-
anir sínar. Guðmundur gefur í
skyn að miklum straumi hafi vérið
hrundið af stað og enginn viti hvað
sá straumur hrífi með sér. Hann
heldur kortunum að sér og gefur
ekkert upp. Þó má draga þá ályktun
af ummælum jakans og fleiri
verkalýðsfpringja að árás sé í und-
irbúningi. í ályktun sem Dagsbrún
sendi frá sér fyrir helgi segir að
„verði ranglætið ekki stöðvað muni
Dagsbrún ásamt öðrum félögum
gera þær ráðstafanir sem dugi og
hvorki ríkisstjórn né vinnúveit-
endasamband geti stöðvað“.
Hvað þýðir þetta? Varla nein
vettlingatök. Vinnuveitendasam-
bandið getur auövitað neitað að
semja upp á nýtt svo ekki eru þeir
hjá Dagsbrún að tala um uppsögn
samninga. Ríkisstjórnin getur auð-
vitað stöðvað allar venjulegar að-
gerðir, svo sem samninga eða verk-
fóll, meö lagasetningu, svo ekki eru
þeir að tala um verkfallsaðgerðir.
Þegar Dagsbrún og jakinn hóta
aðgerðum sem enginn fær stöövað
hlýtur hér að vera átt við hernað-
arátök, styrjöld, sem jakinn ætlar
að efna til, enda segir að hann að
góðir hernaðarsérfræðingar gefi
ekki upp hernaðarleyndarmál. Það
er kannske þessi staða sem Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
hefur haft í huga þegar hann reif-
aði þá hugmynd að setja hér á stofn
íslenskt gæsluhð, íslenskan her.
Alþingi verður sett í dag og von-
andi setur lögreglan sig í stellingar
til að verja þingið fyrir árás, því
hver veit hvenær reiðin í Dags-
brúnarmönnunum fær útrás og
jakinn gefur merki. Það verður
stríðsástand á Austurvelli ef ekkert
verður að gert og þingmenn mæta
til þings með launin sem Kjara
dómur hefur ákveðið þeim.
Dagfari