Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
Fréttir
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í næstu viku:
Mikil spenna í loftinu
meðal kvenna í f lokknum
- segir Bima Friðriksdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna
„Það hefur verið hætt við, eða salt-
að í bili að minnsta kosti, að bæta
við ritaraembætti í æðstu stjórn
flokksins eins og við sjálfstæðiskon-
ur vildum. Það eru mér og fleiri kon-
um mikil vonbrigði. Ég veit að það
er mikil spenna í loftinu meðal
kvenna í flokknum. Og enda þótt
ekki sé verið að vinna að því kerfis-
bundið að kona bjóði sig fram sem
varaformaöur flokksins veit maður
aldrei hvað gerist á landsfundinum.
Þar gæti hæglega myndast stemning
fyrir slíku,“ sagöi Bima Friðriksdótt-
ir, formaður Landssambands sjálf-
stæðiskvenna, í samtab við DV í gær.
Eftir alþingiskosningarnar í vor og
að lokinni ríkisstjórnarmyndun kom
fram mikil óánægja hjá konum í
Sjálfstæðisflokknum með hlut þeirra
út úr öllu saman. Þá voru haldnir
fundir og konur hvattar til að láta til
sín taka á landsfundinum sem hefst
í næstu viku eða 2. nóvember. í allt
sumar hafa konur í Sjálfstæðis-
flokknum verið að skrifa pistla í blöð,
tvær til fjórar saman, þar sem her-
hvöt hefur hljómað. Hugmynd kom
fram um að taka upp ritarastarf í
æðstu stjóm flokksins og að kona
yrði kosin í það embætti. Nú er það
úr sögunni í bili að minnsta kosti.
„Ég var hrifin af þessari hugmynd.
Þegar maöur horfir á aðra stjóm-
málaflokka em þeir með mun breið-
ari forystu en við. Það þykir mér
miður, enda tel ég að með því að
breikka forystuna megi ná betri
tengslum við hinn almenna flokks-
mann en nú er. Þetta mæltist þó
misjafnlega fyrir, bæði hjá konum
og körlum. Fyrir bragðið má segja
að flokksforystan hafi orðið dálítiö
ringluð. Samt var bréf sent til mið-
stjómar flokksins og farið fram á að
hún beitti sér fyrir fjölgun í foryst-
unni. Máhnu var síðan vísað til fram-
kvæmdastjórnar sem fundaði um
það og sendi það aftur til miðstjórn-
ar. Þá var ákveðið að fresta málinu.
Og nú er nákvæmlega ekkert að ge-
rast í málum okkar kvenna í flokkn-
um. Boltinn er hjá körlunum," sagði
Bima.
Hún sagðist telja að andstaða gegn
þessu í flokknum hefði byggst á mis-
skilningi. Fólk hefði talaö um þetta
embætti sem dúsu fyrir konur.
„Eitt af æðstu embættum flokksins
getur aldrei orðið dúsa að mínu mati,
hvorki fyrir karla né konur. Þaö er
einfaldlega ábyrgðarstaða. Þess
vegna veldur niðurstaðan mér von-
brigðum,“ sagðiBirnaFriðriksdóttir.
Norðurleiðarrútan var ekki á nagladekkjum:
Ekki var tími til að setja undir nagladekk
- segir Þorsteinn Kolbeins, framkvæmdastjóri hjá Norðurleið
„Reglan er sú að hafa nagladekk
undir rútunum að vetri til ef bílstjór-
amir óska þess. í þessu tilviki hafði
ekki unnist tími til að setja dekkin
undir enda skammur fyrirvari þegar
þetta hret skall á,“ segir Þorsteinn
Kolbeins, framkvæmdastjóri Norð-
urleiðar í fjarveru forstjórans.
Að sögn Þorsteins vom sjö rútur
frá fyrirtækinu í notkun um síðustu
helgi þegar Akureyrarrútan valt út
af veginum í Hrútafirði og tvær kon-
ur létu lífið en nær 30 farþegar slös-
uðust. Flestar vom rútumar á nagla-
dekkjum.
Rútan sem valt i Hrútafirðinum var á grófmynstruðum sóluðum dekkjum.
DV-mynd ST
Sérstakir naglar hafa verið hann-
aðir fyrir stóra bíla vegna þessa aö
hefðbundnir naglar duga ekki. Nagl-
ar þessir hafa reynst vel undir þung-
um rútum og flutningabílum við
flestar aðstæður. Þó munu þeir
gagnslitlir ef krapi er á vegi sam-
kvæmt upplýsingum frá Umferðar-
ráði.
Ekki er skylda að nota nagladekk
en að öðru jöfnu má setja þau undir
1. nóvember. Þó er heimilt að nota
nagladekk fyrr ef veður og færð þyk-
ir gefa tilefni til.
Sérstök rannsóknarnefnd á vegum
dómsmálaráðherra rannsakar nú til-
drög slyssins í Hrútafirði auk þess
sem slysið er rannsakað með hefð-
bundnum hætti heima í héraði. Búist
er við niðurstöðu úr rannsókninni
ínnan fárra daga en enn er engar
upplýsingar að hafa um gang mála.
Rútan sem valt í Hrútafirðinum
var á grófmynstruðum sóluöum
dekkjum. Slysið hefur verið rakið til
þess að rútan fór upp úr hjólfórunum
í sama mund og sterk viökviða kom
á hana. Snjór var á veginum og hált.
-GK
í dag mælir Dagfari
Mínir menn
Dagfari er mikill knattspymuá-
hugamaður og hefur fylgt einu af
knattspymufélögum höfuðborgar-
innar að málum frá bamæsku.
Þeirri félagstryggð fylgir sú kvöð
aö fara á völlinn og hrópa með sín-
um mönnum og standa með þeim
í bhðu og stríðu og fylgjast með
ungviðinu í félaginu til að athuga
hvort ekki séu ungir og efnilegir
knattspymumenn á leiðinni til að
taka við af þeim gömlu. Og vinna
nýja og sæta sigra.
Auðvitað er það raunalegt að
leggja það á sig að fylgja kapphði
sem tapar leik eftir leik en sigrarn-
ir em þá líka því sætari loksins
þegar þeir koma og maður er stolt-
ur af strákunum sínum og klappar
þeim á öxlina og stjóminni og þjálf-
aranum og hrósar þeim í hástert.
Já, þjálfaranum. Þjálfaramir eru
að verða sífellt mildlvægari, ekki
bara vegna þess hversu misjafnir
þeir em heldur líka vegna þess að
þeir em orðnir félög út af fyrir sig.
Þjálfarar ganga kaupum og söl-
um og nú er það í rauninni orðið
kapphlaup um þjálfara eftir hvert
keppnistímabil því leikmenn keppa
ekki lengur fyrir félög. Þeir keppa
fyrir þjálfara!
Þetta þýðir að þegar þjálfari er
ráðinn frá einu félagi til annars
fylgir honum hópur leikmanna,
enda er það orðið aukaatriði undir
hvaöa merkjum leikmennirnir
keppa. Þeir keppa fyrir þjálfarann.
Einn leikmanna hjá bikarmeistur-
um KR sagði í sumar: Ég keppi fyr-
ir Guðjón. Og auðvitað fór hann
þegar Guðjon fór.
Nú vissi Dagfari ekki að Guðjón
væri félag sem tæki þátt í íslands-
mótum eöa bikarkeppni en það var
heldur ekki það sem leikmaðurinn
meinti. Það sem hann átti við var
að hann keppti þar sem Guðjón
þjálfaði, enda gengur það eftir að
þegar Guðjón þessi skiptir um
þjálfarstöðu kemur helmingurinn
af leikmönnunum með honum yfir
í hið nýja félag.
Og svo er um fleiri þjálfara. Var
ekki Grindavík að missa þjálfarann
hjá sér yfir í annað félag og hvað
gerðist: þrír leikmenn tilkynntu
félagaskipti með honum!
Nú er það sem sagt orðið þannig
að í hverju knattspymufélagi eru
þeir einir eftir sem sækja völhnn
af gömlum vana og bíða þess svo
spenntir hvaða hð hleypur inn á.
Kannske veröur það hðið sem
andstæðingarnir tefldu fram í
fyrra.
I raun og veru er orðiö úrelt með
öhu að halda með einhverju til-
teknu íþróttafélagi, einfaldlega
vegna þess að fótboltaliðið er ekki
lengur neinir leikmenn sem eru úr
félaginu. Leikmennirnir eru þeir
sem fá best borgað og fylgja sínum
þjálfara af því að það er þjálfarinn
en ekki félagið sem skiptir máh.
Dagfari hefur verið að velta þessu
fyrir sér og vill ekki vera gamal-
dags. Dagfari nennir ekki lengur
að halda með sínu gamla félagi sem
skiptir um hð á hveiju ári og mað-
ur veit í rauninni alls ekki hvort
það vinnur nokkra sigra þegar þar
að kemur.
Dagfari ætlar að halda með þjálf-
ara og Dagfari hefur vahð Guðjón
sem sinn mann.
Guðjón á sér trygga og fasta leik-
menn sem fylgja honum í gegnum
þykkt og þunnt og áður en yfir lýk-
ur verður Guðjón þessi kominn
með heilt fótboltalið sem fylgir
honum hvert á land sem er og hann
verður ósigrandi í deildinni og bik-
arnum og það er miklu meira gam-
an að fylgja hði sem sigrar en að
standa með sínu gamla félagi sem
aldrei vinnur neitt og fehur niður
um deildir og skiptir um lið á
hveiju ári.
Með því að halda með Guðjóni
eða einhveijum öðrum frambæri-
legum þjálfara kemst festa í tilver-
una og maður horfir á sinn mann
og sína menn ár eftir ár og gildir
þá einu undir hvaða merkjum og
hjá hvaða félagi þeir keppa. Þetta
verður liðið hans Guðjóns og þeir
standa saman strákarnir og skítt
veri með félagið. Þeir standa með
Guðjóni.
Og framvegis verður það ekki ÍA,
KR, Fram eða Valur sem verða ís-
landsmeistarar. Það verður þjálf-
arinn.
Dagfari
Opel eðali OQfio/ cnliionlsn merki á uppl inn ó ÓKÍnn annoA óriíS í mA leið ■0-
fcwiw /V M Hl " ,W5 14! !■ IUU Hl 1 1 UU 1 □PEL