Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Blaðsíða 15
MIDVKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 15 Strokum út fjár- lagahallann Ráðherrar og þingmenn fengu nýveriö bréf frá Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, þar sem þeir eru minntir á nauðsyn þess að draga úr útgjöld- um ríkis og sveitarfélaga. Aðeins með aðhaldi og sparnaði er hægt að stöðva skuldasöfnunina, hefjast handa við að greiða niður skuldir hins opinbera og lækka skatta. Með bréfinu fylgdi einnig listi frá Heimdalli yfir tæp 20% af útgjöld- um rikisins upp á 25 miUjarða króna og áletrað strokleður. „Stóru spurningarmerkin í fjárlagafrumvarpinu" Listinn sem þingmenn fengu sendan og nefndur hefur verið ,Stóru spurningarmerkin í fjár- lagafrumvarpinu" hefur að geyma útgjaldaliði úr fjárlagafrumvarp- inu sem samtals nema 25 milljörð- um króna. Heimdallur telur rétt að setja spurningarmerki við þessa liði þar sem það orki mjög tvímæl- is að ríkið skattleggi fólk og taki lán til að standa undir kostnaði vegna þeirra. Er rétt að veðsetja framtíðina með lántókum vegna þessara útgjalda? Er rétt að ganga út á ystu nöf í skattlagningu til að tryggja þessum liðum fjárframlög? Eru mörg þessara mála ekki þess eðlis að fólk eigi að ráða því sjálft hvort það styrkir þau? Það er nefhilega ekkert sem segir að starf- semin sem nefnd er til sógunnar í þessum lista geti ekki lifað og dafnað án framlaga hins opinbera. Auðvitað má í mörgum tilfellum búast við raski og erfiðleikum þeg- ar starfsemi þarf að treysta á frjáls framlög í stað ríkisstyrkja en oft hefur slík breyting haft jákvæð áhrif þegar til lengri tíma er litið. Strokleðriö Með bréfinu frá Heimdalli fylgdi einnig strokleður sem á eru letruð slagorðin: „Strokum fjárlagahall- ann út", „Skuldasöfnun í dag er skattur á morgun" og .Lækkum ríkisútgjöld og lækkum skatta". Strokleðrið á að vera þingmönnum hvatning til niðurskurðar þegar fjárlagafrumvarpið kemur til um- ræðu og afgreiðslu á Alþingi. Þing- menn verða að bíta á jaxlinn og Kjallarinn úr tekjunum. Bæði skuldir hins opinbera og skattlagning hafa vax- ið úr hófi fram þegar litið er til síð- ustu 15 ára þótt tekist hafi að stöðva útgjaldaaukningu ríkis- sjóðs á síðustu árum. Fyrstu fjárlög ríkisstjórnar Fjárlagafrumvarpið serh nú ligg- ur fyrir er fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og hafi með fjárlagafrumvarpinu markað áætlun um jöfnuð í rikis- rekstrinum á kjörtímabilinu kenn- ir sagan okkur að varlegt er að slíkar áætlanir standist. Ekki síst vegna þess að á síðari hluta kjör- tímabils verða stjórnmálamenn viðkvæmari fyrir áreiti þrýsti- hópa. Fyrri hluta kjörtímabiis ætti með réttu að nota til að ná nauð- synlegum markmiðum um jöfnuð í Glúmur Jón Björnsson formaöur Heimdallar brynja sig fyrir áhrínisorðum hagsmunahópa þegar kemur að út- gjöldum ríkisins. Það gengur ekki lengur að láta útgjöldin fara fram „Er rétt að veðsetja framtíðina með lán- tökum vegna þessara útgjalda? Er rétt að ganga út á ystu nöf í skattlagningu til að tryggja þessum liðum fjárframlög? " Framsóknarflokks. Standist tekju- og útgjaldaáætlanir þess verður á næsta ári minnsti halli á ríkissjóði í 12 ár. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin rekstri hins opinbera og skatta- lækkanir. Til þess þurfa alþingis- menn að vera ósparir á strokleðr- ið. Glúmur Jón Björnsson. „Þingmenn verða að bíta á jaxlinn og brynja sig fyrir áhrínisoröum hagsmunahópa þegar kemur að útgjöldum ríkisins," segir m.a. í greininni. „Verslun eigin búða" Sú var tíð að menn fögnuðu því að verslun á íslandi væri í hönd- um landsmanna sjálfra. Ástæður þessa eru augljósar og öllum kunn- ar. Þjóðskáldið og fyrstur ís- lenskra ráðherra, Hannes Haf- stein, segir í aldamótaljóðum sín- um m.a.: Sé ég í anda ... stjórnfrjálsa þjóð með verslun eigin búða. Leggja allt undir Þannig sá skáldið þjóð sína við upphaf aldarinnar. Víst orti hann flestum betur, átti háleit markmið og kostaði lífsorku sinni aUri í þágu hins fámenna þjóðríkis. Ráð- herrann og skáldið Hannes Haf- stein, glæsimennið sem reistur var minnisvarði við Stjörnarráðs- húsið, átti sér draum. Hver þekkir ekki þau orð á okkar dögum. Verslun eigin búða, hvað felst svo í því. Fjölmargir, sem standa að verslunarrekstri, leggja allt undir. Eigin heimili eru veðsett og margir bíða lægri hlut þegar skuldaskilin fara fram. Það er mis- skilningur að verslunarrekstur sé Kjallarinn Sótt að verslunarfólki Nú er sótt að verslunarfólki og lífsafkomu þess af meira harðfylgi en áður hefur þekkst. Aðilar í ferðaþjónustu bjóða gylliboð í því skyni að landsmenn beini við- skiptum sínum til búða útlend- inga. Svo virðist sem þessir ferða- þjónustuaðilar sverjist í fóst- bræðralag með nálægum þjóðríkj- um í því skyni að ná hámarksár- álagningu 24,5% virðisaukaskatts sem rennur til ríkissjóðs í al- mannaþágu. Þeir sem versla er- lendis njóta velvildar skattheimtu- manna og tollyfirvalda og eru þó 1 gildi reglur um innflutning í ferða- töskum. Sú mismunun, sem þarna er um að ræða, er svo stórfelld að henni verður með engu móti unað. Kostuleg eru síðustu viðbrögð hinna umsvifamiklu ferðaaðila. í stórri skemmu í skáldabænum Sigurður E. Haraldsson kaupmaður í Reykjavfk, fyrrv. form. Kaupmannasam- taka íslands vísastur vegur til auðsöfnunar. Þótt margir haldi velli vegnar öðr- um miklum mun verr. „Þeir sem versla erlendis njóta velvildar skattheimtumanna og tollyfirvalda og eru þó í gildi reglur um innflutning í ferða- töskum. Sú mismunun, sem þarna er um að ræða, er svo stórfelld að henni verður með engu móti unað." angri. Ef marka má nýlegar fréttir er borið fé á fólk í því skyni að örva viðskipti erlendis. í raun er tekist á um skattlagningu á vörur. Verslun á íslandi er skattlögð með Hveragerði á að planta jólasveini. Eru athafhir þeirra máski barasta grín og gaman? Eftir allt saman, er þetta kannski eitt allsherjar grín. Sigurður E. Haraldsson 311 H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Meöog ámóti Öryggisbelti í rútum Rútur engin undantekning „Ég hef verið talsmaður þess um árabil að belti séu notuð í bflum og hópbif- reiðir eru þar engin undan- tekning. Þess vegna vona ég að sem fyrst tak- ist okkur að setja hér skyn- samlegar reglur sem leiða til þess að hver sá sem sest upp í slíkan bfl eigi þess kost að spenna á sig belti. Það er orðið þannig núna að fólk notar almennt belti í bílum sínum og þar af leiðandi er það skerðing á rétti þess einstaklings sem sest upp í hópbifreiðir að geta ekki sett á sig belti. í umferðarlögunum er ákvæði sem segir að allir sem setjist í sæti bifreiðar sem er búin belti skuli nota þau þegar bifreiðin er á ferð. Sannarlega vildi ég sjá að bílbelti væru í öflum sætum hópbifreiða og allir notuðu þau. Það hlýtur að vera það sem við stefnum að þótt á því séu ákveðnar takmarkanir sem stendur. Það hefur komið upp umræða um að við getum ekki sett ákvæði vegna innflutnings á hópbifreið- um sem gengur lengra en tiðkast í EES-ríkjunum. Síðan hefur okkur verið bent á að setja megi reglur eftir að búið er að flyrja bifreiðina inn til landsins. Þarna finnst mér að verið sé að sækja vatnið yfir lækinn. Nær væri að hafa reglurn- ar inni i lögum um innflutninginn sjálfan. Aðalatriðið er að belti veröi í sem flestum sætum hópbifreiða og allir noti þau. Beltin veita ótví- ræða vörn ef eitthvað ber út af, hvort sem menn eru í fólksbifreið- um eða hópbifreiðum." Aðrar leíðir „Ég vil skoða alla aðra þætti fyrst áður en far- ið verður út í að setja öryggis- belti í rúturnar. Þeirri spurningu er ósvarað hvort yflrbygging bif- reiðanna þolir að farþegarnir hangi neðan 1 henni við veltu. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja skal yfirbygg- ing vera þannig gerð að hún standist álag á þak bifreiðarinnar sem nemur heildarþyngd hennar án þess að aflagast verulega. Bfll sem er 16 tonn að þyngd á að þola að fara á toppinn án þess að aflag- ast verulega. Ef um er að ræða 50 farþega þá er þyngd þeirra sem nemur 4 tonnum í viðbót við þetta. Það þýðir að séu þeir allir hangandi í beltunum þá leggst þungi þeirra tfl viðbótar þunga bílsins og enn meiri hætta gæti skapast á því að bfllinn legðist saman með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Það þýðir ekkert að rísa upp til handa og fóta og heimta öryggis- belti i rúturnar. Ef verið er að tala um að halda farþegunum inni í bflunum finnst mér önnur ráð koma til greina. Ég hef td. alla tíð haft litla trú á þessu perlugleri því það tvístrast og hverfur úr glugg- unum. Mér flnnst spurning hvort ekki megi finna önnur ráð, svo sem öryggisgler. Það ber að skoða alla þætti áður en farið er út í'að lögbjóða notkun öryggisbelta. Ef ekki finnast betri leiðir má skoða það að lögskipa notkun beltanna." -bjbArt Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Allrahanda hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.