Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Blaðsíða 12
12 MIDVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 Spurningin Hefur þú einhverja galla? Jens Sævar fiskverkandi: Já, ábyggilega en það væri of langt mál að telja þá upp. Særún Thelma Jensdóttir, 12 ára: Örugglega. Ég er t.d. forvitin. ¦P Bf "^- ^m ¦ \ -o.S^ '^^| K^, ¦ j—'"' J^^^^l Hallur Þór Jensson, 8 ára: Já, ég er latur að læra en ég ætla að taka migá. Lesendur Adólf Kristjánsson verslunar- maður: Já, eins og flestir býst ég við. Björn Ágúst Júlíusson sölumað- ur: Já, ég er svo fyndinn. p '* x V ¦pí ^~" : ¦- M Jlik. „mwaM Bettý Grímsdóttir nemi: Já, ég er t.d. gleymin. Tap á Flugstöö Leifs Eiríkssonar: Innanlandsflugið til Keflavíkur Flugmaður skrifar: Það ætti nú að vera lítill vandi að komast fyrir tapið í rekstri flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli. Tapið stafar að mestu leyti, jafnvel eingöngu, af því að nýtingin er í algjöru lágmarki. Flugstöðvar, jafnt og önnur mann- virki eða tæki, þurfa að hafa veru- lega góða nýtingu. Þannig var það t.d. hjá Loftleiðum hér áður að fiug- vélar félagsins voru nýttar nótt sem dag á meðan flugvélar Flugfélags ís- lands nýttust einungis að deginum. Niðurstaðan? Loftleiðir græddu á tá og fmgri, en Flugfélagið stórtapaði. Og enn er þráast við að færa inn- anlandsflugið frá Reykjavík til Keflavíkur. Þetta eru áhrif gamallar bábilju frá árum Flugfélags íslands, um að miðstóð innanlandsflugs þurfi að vera á Reykjavíkurflug- velli. í raun eru allar aðstæður til innanlandsfiugs frá Reykjavík löngu úreltar. Það á jafnt við afgreiðslu fyrir farþega og farangur og flugið sjálft. Jafnvel flugbrautir eru varla hæfar lengur. Og aðflugið, oftast eins konar lágflug yfir miðborgina. Þetta er eitt allsherjar rugl. Kefla- víkurflugvöllur, með fullkomnari flugvöllum í Evrópu ásamt nýrri flugstöð - hvers eiga farþegar í inn- anlandsflugi að gjalda? Það er nú ekki nema rúmlega 35 mínútna akstur til Keflavikur, og Og aðflugið, eins konar lágflug yfir miðborgina, segir bréfritari m.a. allur dagurinn er mjög rólegur í Léifsstöð, þar er nánast ekkert að ske nema eldsnemma morguns og svo aftur síðdegis. Þessi rándýra flugstóð þolir ekki slíka vannýtingu, hún nánast hrópar á meiri umsvif, meiri tekjur og meiri umferð, helst dag og nótt. En ráðamenn í flugmál- um hafa einhverja móðurást á Vatn- smýrinni. Þar á bara að byggja og byggja hátt. í miðbæ Reykjavíkur hefur ekki mátt byggja háhýsi á rándýrum lóð- um vegna flugumferðar til og frá Vatnsmýrinni. - Borgaryfirvöld, þið skuluð nú knýja á um að færa allt innanlandsflug frá Reykjavík til Keflavikur. Það verður mikill sparnaður að því fyrir alla, líka flugfélögin. Tekur tíma að finna forseta sinn: Gefum þjóðinni tækifæri Jóhann skrifar: Ég er afar ósáttur við hversu hart sumir fjölniiðlár hafa gengið fram við að velja handa okkur forseta- frambjóðendur. Það er hreinlega ótækt að aðeins nokkrum dógum eftir að þjóðin veit að kjósa á nýjan forseta í júní á næsta ári þá þykjast fjölmiðlar þess umkomnir að velja fyrir okkur forsetaframbjóðendur. - Og jafnvel kynna síðan sem ein- hvers konar „sigurvegara". Það sýnir sig enda að þegar þátt- takendur fengu að velja frjálst hvern sem var voru aðeins 35%, eða um 200 manns, sem treystu sér til að nefna nokkurn. Þessir tvö hundruð nefndu hins vegar 48 einstaklinga, og flestir þó frú Vigdísi. Þetta eru hreint fráleit vinnu- brögð, sem allt of snemma, og á allt of veikum forsendum, skerða svig- rúm þjóðarinnar til að „uppgötva" verðuga frambjóðendur. Svo og svig- rúm áhugasamra frambjóðenda að þreifa fyrir sér og kynna sig. Ekki aðeins hefur þetta frum- hlaup, ef því linnir ekki, ólýðræðis- leg áhrif fyrir komandi forsetakosn- ingar, heldur mun það verða þess valdandi að áhugasamir stuðnings- menn verðugra frambjóðenda fram- tíðar verða að líta til þess að ekkert gagni minna en að hefja óformlega kosningabaráttu í hvert sinn áður en sitjandi forseti tilkynni um að hann gefi ekki kost á sér. Þá hafa ýmsir þekktir og virtir einstaklingar verið nefndir opinber- lega sem þó virðast ekki hljóta náð fyrir augum sjálfskipaðra kjörstjóra fjölmiðlanna, eða þá kynningu sem hinir útvöldu hafa hlotið. Með þess- um vinnubrögðum skapa fjölmiðl- arnir óhjákvæmilega þá hættu að vekja vangaveltur um hvort hinir sjálfskipuðu kjörstjórar þeirra séu í reynd angar af kosningamaskínum einhverra einstaklinga eða hópa. Þannig skaða fjólmiðlarnir ekki aö- eins lýðræðið heldur einnig sjálfa sig með þessum flumbrugangi. - Ég skora á fjölmiðla að fara sér hægar og gefa þjóðinni tækifæri til að finna forseta sinn. Leigubilstjorar - frekastir i umferðinni Guðrún Bjarnadóttir skrifar: Það er mikið talað um tillitssemi í umferðinni hér í Reykjavík. Jú, jú, mikil ósköp, þetta hefur lagast geysimikið frá því fyrir nokkrum árum eða svo. Tæknin hefur líka verið tekin í notkun, t.d. allir gótu- vitarnir og fleira. En hraðinn er enn yfirleitt hámarkshraði á gótunum og þessi svakalegi „réttur", allt að því einkaréttur, eða hvað menn vilja kalla það þegar talað er. um að þessi eða hinn „eigi réttinn". Það halda næstum allir að „þeir" eigi „alltaf' réttinn. - Ekki hinir. Og svo eru það leigubílsrjórarnir. Þeir eru sko ekki barnanna bestir. Þeir eru svo frekir til götunnar að það hálfa væri nóg. Auðvitað eru til undantekningar, en obbinn er lítið tillitssamur. Þeir böðlast um og fara fram úr við hvert tækifæri, þeir gefa seint eða illa stefnuljós. Þeir eru eitthvað „spes", halda þeir. Þeir eru líka þeir einu sem ekki þurfa að nota bílbelti nema þeim sýnist svo. Það segja lögin. Og eru þá leigubíl- stjórar líka mun jafnari en aðrir (ég meina auðvitað fremri öðrum öku- mönnum). En nú er ég löngu hætt að gefa leigubílstjórum forgang eins og ég I Hafnarstrætinu. - ætla inn á götuna. Þar sýnir Guðrún leigubílstjórum enga miskunn er þeir gerði oftast áður. Mér dettur t.d. ekki í hug að hleypa leigubíl inn á Hafnarstrætið þegar þeir koma af skotinu sínu (þarna við gamla Tokyo-kofann), þar sem þeir hafa aðsetur. Þeir myndu aldrei hleypa öðrum inn neins staðar. Svo mörg eru þessi orð og sælir eru þeir sem ekki verða fyrir barðinu á frekum leigubílstjórum i dagsins önn. Iðnaðarmenn bíða alltaf Óskar skrifar: Þótt Dagsbrún, þ.e. verka- menn og einhverjir aðrir lág- launahópar úr ASÍ-púlíunni hafi sagt upp kjarasamningum eða muni gera, ætla iðnaðarmenn og samtök þeirra að bíða. Bíða þar til komið er á hreint hve mikið Dagsbrúnarmenn (láglaunakarl- ar og konur) fá mikla leiðrétt- ingu sinna mála. Þá munu iðnað- armenn fyrst róta sér og þá munu þeir gleypa „bráðina" (sína launahækkun) líkt og krókódíllinn sem hreyfir sig ekki fyrr en hann er viss um að ná kjaftfylli. Já, iðnaðarmenn og aðrir sérhagsmunahópar munu bíða eins og alltaf áður. Verka- mennirnir draga vagninn fyrir hina! Hvað er ekki eiturefni? Hörður skrifar: Mikið óþarfa fjas er gert úr sölu úðavökva á brúsum hjá kaupmanni einum hér í borg- inni. Það skyldi þó aldrei vera að einhverjir hafi talið sér hag í því að láta loka á söluna hjá kaup- manninum á þessum annars sak- lausa vökva. Saklausa fyrir alla nema fábjána. Þeir eru að vísu ófáir hér, en mér er sama. Þessi vökvi hefur verið til sölu í brús- um, t.d. hjá Sölunefnd varnar- liðseigna og víðar. En hvað er ekki eiturefni? Þvottaefni, sápu- lögur, allt sem ekki telst til mat- væla? Hverjum dettur í hug að fara að borða sápu, drekka sápu- lög, rúðupiss? Er hér nú ekki heldur langt gengið I ofvernd- inni? Þyrlugæsla sparar mikið Einar Árnason hringdi: Það segir sig sjalft að þyrlur við umferðargæslu spara mikið fé sem annars fer í gæslu margra manna á bifreiðum og jafnvel hjálparsveita, t.d. á miklum ferðamannahelgum. AuövitaÖ eiga sveitarfélög að sameinast um kaup á smærri þyrlum til umferðargæslu og björgunar- starfa. Engin reyklaus alvöruflugfélög Stefán Sigurðsson skrifar: Mig rak í rogastans við lestur greinar einnar í Mbl. eftir for- mann Tóbaksvarnanefndar svo- kallaðrar. Þar er m.a. slegið upp í fyrirsögnum: Flugleiðir fyrsta reyklausa flugfélagið í Evrópu. Því miður rétt. - Sannleikurinn er þó sá að öll hin þekktari flug- félög í Evrópu hafa ekki bannað reykingar á lengri flugleiðum sínum, svo sem frá Evrópu til Ameríku, vegna áskorana frá farþegum. Flugleiðir skáka í því skjóli að vera eina flugfélagið sem flýgur milli íslands og Am- eríku og því verða farþegar sem reykja að sæta þeirri kúgun að reykja ekki á leiðinni. Þetta er svona álíka og með Ríkisútvarp- ið hér: við borgum þótt við vilj- um nota móttökutækin fyrir allt annað en RÚV. Skattsvik með- an hægt er E.K.A. skrifar: Hvernig dettur hinu opinbera í hug að nokkur árangur verði í áróðri gegn skattsvikum þegar núgildandi reglur hvetja til skattsvika? Það er engin hvatn- ing frá ríkisins hendi til að vinna nema svart, skattarnir eru orðnir 50% af tekjum og hver vill vinna umfram sinn vinnudag á þeim kjörum? - Man nokkur slagorð sjálfstæðismanna: Af- nám tekjuskatts í áfóngum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.