Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
Viðskipti___________________________________________________
Birgðavandinn í sauðflárframleiðslu um 1.700 tonn:
Utsala á ársgömlu
dilkakjöti að hefjast
selt niðursagað í hálfum skrokkum á mest 349 krónur kílóið
„Viö erum að vinna að heildará-
ætlun um það hvemig ná megi niður
kindakjötsbirgðum fram á næsta
haust. Markmiðið er að þá verði
birgöimar 500 til 800 tonn sem sam-
svarar um mánaðameyslu,“ segir
Sveinbjöm Eyjólfsson, deildarstjóri
í landbúnaðarráðuneytinu.
í lok vikunnar hefst útsala úti um
allt land á fyrsta flokks dilkakjöti
(DIA) sem féll til haustiö 1994. Allt
að 600 tonn verða seld í hálfum
skrokkum. Hámarkssmásöluverð
veröur 349 krónur kílóið fyrir sagað
kjöt og 399 krónur kílóið fyrir sagað
og snyrt kjöt. Þá verður heildsölum
boðið upp á valið kjöt með 15 pró-
senta afslætti, eða um 318 krónur
kílóiö.
ARs eru um 1.700 tonn til af kinda-
kjöti sem féll til haustið 1994 og
geymt hefur verið í frystigeymslum
víös vegar um land. Að sögn Svein-
bjöms hggur enn ekki fyrir hvernig
birgðunum verður náð niður en með-
al annars verður reynt að selja ein-
hvem hluta birgðanna á erlendum
mörkuðum.
Aðspurður segir Sveinbjörn að gert
sé ráð fyrir að ríkið veiji um 150
milijónumn á þessu ári til að niður-
greiða kjöt til að minnka birgðimar.
Á næsta ári verði varið 63 milljónum
til verkefnisins og árið 1997 37 mihj-
ónum. Þá muni bændur og afurða-
stöðvar leggja til um 200 mihjónir á
tímabilinu til þessa verkefnis með
sérstöku verðskerðingargjaldi.
-kaa
Lýsi hf. kaupir hlut í frönsku fyrirtæki:
Snyrtivörur úr
hákarlalifur
Lýsi hf. hefur gerst hluthafl í
frönsku fyrirtæki sem hlotið hefur
nafnið IS-FRANCE. Hlutafé er 1
milljón franskra franka, eða 13 millj-
ónir króna. Eignarhlutur Lýsis er
34% eða rúmar 4 milljónir króna.
Megintilgangur með þátttöku Lýsis í
fyrirtækinu er að vinna efnin squa-
lane úr háfalifur. Háfalifur er flutt
inn frá Frakklandi og fullunnin af
Lýsi hér á landi. Fyrsta sendingin fer
til tískuhúss Christians Diors í
Frakklandi í næstu viku en úr squal-
ane em einkum unnar snyrtivörur.
Squalane er laust við lykt, lit eða
bragð og er glært, fljótandi efni. Það
er aðahega notað í húðsmyrsl, ilm-
efni og hársápu. Húðsjúkdómafræð-
ingar hafa fengið mikinn áhuga á
efninu þar sem það er laust við öh
eiturefni og ertir því ekki húðina.
Auðugasta uppspretta squalane er
í hákörlum. Það er mikhvægt fyrir
starfsemi hkamans og fmnst í frum-
um manna og dýra. Efnið er einnig
forveri karótíns í gulrótum, er mjög
ríkt af A-vítamínum og vinsæl
heilsuafurð, einkum í Asíu. -bjb
Baldur Hjaltason, framkvæmdastjóri Lýsis, með sýnishorn af efninu squa-
lane sem unnið er einkum úr hákarlalifur. Efnið er notað í snyrtivörur
margs konar og framleitt af IS-FRANCE, dótturfyrirtæki Lýsis. DV-mynd GS
Hlutabréfaviðskipti ársins
komin í 2,2 milljarða króna
Hlutabréfaviöskipti í síðustu viku
námu rúmum 73 mihjónum króna.
Síðastliðinn mánudag bættust við
viðskipti upp á tæpar 10 milljónir
króna. Þetta eru heldur minni við-
skipti en í vikunni á undan þótt lífleg
séu. Mest var keypt af bréfum Út-
gerðarfélags Akureyringa eða fyrir
17,5 mihjónir króna. Næstmestu við-
skiptin voru með bréf Sameinaðra
verktaka, 13,6 mihjónir. Þar á eftir
komu bréf Skagstrendings, Flugleiða
og Ohufélagsins með 6-8 mihjóna
króna viðskipti.
Þingvísitala hlutabréfa hélt áfram
að hækka í síðustu viku og eftir helg-
ina var hún komin í 1280 stig en það
er sögulegt met. Frá áramótum hefur
vísitalan hækkað um 28% og við-
skiptin eru komin í 2,2 mihjarða
króna. Það eru margfalt meiri við-
skipti en á sama tíma í fyrra.
Eins og fram kom á síðustu við-
skiptasíðu landaði Björgúlfur EA119
tonnum í Bremerhaven mánudaginn
16. október og fékk fyrir þau tæpar
17 mihjónir. Næsta skipasala var
ekki fyrr en sl. mánudag þegar Viðey
RE seldi 148 tonn fyrir rúmar 17
mihjónir. í gámasölu í Englandi seld-
ust 257 tonn og aflaverðmætið nam
34,7 milljónum.
Álverð á heimsmarkaði lækkaði
lítihega fram eftir síðustu viku en tók
upp á því að hækka sl. fóstudag þeg-
ar Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra átti að hafa lækkað verðið með
yfirlýsingum sínum um stækkun ál-
vers í Straumsvík, samkvæmt for-
stjóra ísal. Verðið lækkaði á ný eftir
helgi og var staðgreiðsluverðið 1635
dollarar tonnið í gærmorgun. Ástæð-
an ku ekki vera Finnur heldur
minnkandi eftirspurn. Sérfræðingar
telja þó bjart fram undan á markaðn-
um og að álverð verði stöðugt eða
jafnvel hækki.
Dollar og pund lækka
Af gjaldeyrismarkaðnum eru þau
tíðindi helst að dollar og pund hafa
lækkað í verði síðustu daga en þýska
markið hækkað. Sölugengi dohars
var 64,21 króna í gærmorgun og
pundið var á 101,45 krónur. Markið
var komiö í 46,25 krónur í gærmorg-
un, sem er 1,4% hækkun mhh vikna.
Japanska jenið hefur staðið í stað,
var-0,6418 krónur þegar viðskipti
hófustígær. -bjb
Gámaþorskur
Dollar
ÞingvisiL hlutabr.
Þingvísrt. húsbr.
Eimskip
Skipasölur |
180 160 140 1 or\ l 128,84 f\
1tt/P
y Flugleiðir 1 í Olís 1 1 Olíufélagið i 1
Nýttstjórn-
skipulag í
Straumsvík
í leiðara nýjustu Ísal-tíðinda
kemur m.a. fram hjá Christian
Roth forstjóra að ákveðið hafi
verið að hefja nýtt sijómskipulag
í álverinu í Straumsvík sem hann
nefnir „empowerment". Er þá átt
við efhngu hópsamstarfs þannig
að starfsmenn fái tækifæri th að
nýta hæfileika og þekkingu sína
betin. Byrjað verður í steypu-
skálanum með þetta verkefni.
„Við teljum þessa breytingu
mikhvæga fyrir framtíð fyrir-
tækisins. Þessi breyting mun
ekki gerast á einni nóttu, enda
krefst hún undirbúnings og þjálf-
unar. Mikilvægast er að starfs-
menn ísal séu meðvitaðir um að
allir þættir framleiðslunnar
skipta máh og að þeir verði sjálf-
ir virkir í að skapa þær aðstæður
sem th þarf,“ segir Roth.
Landsfram-
leiðslansjöfald-
astfrá1945
Þjóðhagsstofnun hefur sent frá
sér nýja skýrslu sem er sú nítj-
ánda í ritröðinni um þjóðarbú-
skapinn. Skýrslan inniheldur
sögulegt yfirlit hagtalna árin
1945-1994. Áhersla er lögð á að
skýrslan gefi greinargott almennt
yfirlit yfir árferði og afkomu
þjóðarbúsins á þessu tímabili.
Skýrslan skiptist í tíu kafla. Töfl-
ur í skýrslunni eru birtar bæði á
ensku og íslensku.
Þannig fjallar fyrsti kafhnn um
landsframleiðslu, þjóðarfram-
leiðslu og fjármunaeign. Þar
kemur m.a. fram að á árunum
1945-1994 hafi árlegur meðalvöxt-
ur landsframleiðslu verið 4% og
landsframleiðslan nær sjöfaldast
frá 1945. Þessi hagvöxtur er þó
ekki jafn heldur sveiflast hann
talsvert. Fólksfjölgunin 1945-1994
var 1,5% á ári sem jafngildir því
að landsframleiðslan á mann hafi
aukist um 2,5%. Fjármunaeign
hefur rúmlega áttfaldast að raun-
gildi á þessu tímabih.
NATgerirkönn-
un um GSM-
þjónustu
Á meðan sýningin Tækni og
tölvur var í Laugardalshöll á dög-
unum stóð fyrirtækiö NAT hf.
fyrir skoðanakönnun á meðal
gesta. Ahs tóku um 3.400 manns
þátt í könnuninni. Um 96 prósent
þátttakenda skora á stjómvöld
að heimila nú þegar samkeppni í
GSM-farsímaþjónustu í samræmi
við ghdandi lagaákvæði. Enn
fleiri, eða 98% þátttakenda, eru
fylgjandi samkeppni í GSM-far-
símaþjónustu.
NAT hf. er fyrirtæki sem stofn-
að var um rekstur á GSM-far-
símakerfi í samkeppni við Póst
og síma. Umsókn fyrirtækisins
um leyfi th rekstrarins er enn til
afgreiðslu hjá samgönguráðu-
neytinu.
NýherjifærCan-
on-umboðið
Nýherji tók á dögunum viö
umboði á Canon-ljósritunarvél-
um og tölvuprenturum. í frétta-
bréfi Nýherja er haft eftir Einari
Ásgeirssyni, framkvæmdasljóra
verslunarsviðs, að Canon-
umboðið kalh eðhlega á miklar
breytingar í fyrirtækinu.
Til þessa hefur Nýheiji keypt
vörur úr öhum heimshomum en
hér eftir kemur mest frá birgða-
stöð Canon í Amsterdam. Starfs-
menn verða þjálfaðir og lagerinn
stækkaður verulega.
-bjb