Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 45 barnum í kvöld. Djass af ýmsum toga Kvartett Ólafs Jónssonar leik- ur á Jazzbarnum í kvöld kl. 22.00. Leikur kvartettinn djass af ýmsum toga, gamlan og nýj- an. Áhrif Biblíunnar á ís- lenskt mál Félag íslenskra fræða boðar til fundar með Jóni G. Friðjóns- syni í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld kL 20.30. Kvöldvaka Fyrsta kvöldvaka Ferðafélags- ins í nýja salnum að Mörkinni 6 verður í kvöld kl. 20.30. Háskólatónleikar Á Háskólatónleikum í Nor- ræna húsinu í dag kl. 12.30 flyt- ur Helga Þórarinsdóttir víólu- leikari sellósvítur eftir Bach. Samkomur Breskur drengjakór syngur Kór St. James Parish Church frá Grimsby syngur við hádegis- bænir í Dómkirkjunni í dag. Annað kvöld syngur kórinn í Skálholtskirkju kl. 20.30. ITC Melkorka Kynningarfundur hjá ITC Melkorku verður í kvöld kl. 20.00 í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Sól Dögg á Gauknum Hljómsveitin Sói Dögg leikur á Gauki á Stöng í kvöld og ann- að kvöld. Unglist Á dagskrá Unglistar í dag er meðal annars Leiksmiðja Ung- listar i Hinu húsinu, verðlauna- afhending í ljósmyndamaraþoni og stuttmyndamaraþoni í Há- skólabíói kl. 20.00 og listakvöld á Ara í Ögri. Gengið inn með Sundum I kvöld fer Hafnargönguhóp- urinn strandstíginn frá Mið- bakka inn að Rauðará og síðan um Tún og Teiga inn í Laugar- dal. Allir velkomnir. Djúpavíkurævintýrið Leikfélag Hólmavíkur sýnir Djúpavikurævintýrið eftir Vil- borgu Traustadóttur á Laugum í Þingeyjarsýslu í kvöld. -leikur að lœra! Vinningstölur 24. október 1995 2*14*15*17*19*21*25 Eldri úrslit á símsvara 5681511 Breytingar hjá SVR: Breyting á leið 110 Borgin vex og strætó með aug- lýstu SVR þegar þeir kynntu breyt- ingar á leiðakerfi sínu sem tók gildi á mánudaginn. Tvær leiðir breytast, leið 110 og leið 115. Hér er kynnt leið tíu sem mun tímabundið aka um Borgarmýrina. Umhverfið Á morgnana mun leið 110, sem ekur um Árbæ, fara Dragháls inn í hverfið, ekki Rofabæ, og fara síðan síðdegis Dragháls út úr hverfmu, ekki Rofabæ. Á næsta ári munu svo fara fram gagngerar breytingar á leiðakerfi SVR. Eru það mestu breytingar sem gerðar hafa verið frá upphafi. mmm HÁLSAR Lækjartorg - Selás (hraðferðOii^^ Frá Lækjártorg - Landsspítali - Arbær - aö Selási - frá Selási - Árbær- Landsspttali Sfliækjartorg Kringlukráin: í kvöld leikur tríó kontrabassa- leikarans Tómasar R. Einarsson- ar á Kringlukránni en með hon- um leika Þeir Björn Thoroddsen á gítar og Gunnar Gunnarsson á pí- anó. Efnisskráin er fjölbreytt. Þeir munu leika nokkur lög af síðustu geislaplötu Tómasar, Landsýn, en af erlendum lagahöf- undum verða þeir Sonny Rollins, Skemmtanir Charlie Parker og Duke Ellington fyrirferðarmestir. Þeir Tómas og Björn hafa báðir verið virkir í reykvískum djassi á annan áratug og gefið út margar plötur en píanóleikarinn Gunnar Gunnarsson hefur verið virkur í norðlensku tónlistarlífl undanfar- in ár. Tómas R. Einarsson leikur meðal annars lög af nýjustu plötu sinni, Land Vegir víðast ófær- ir á Vestfjörðum Á Snæfellsnesi er ófært á Fróðár- heiði. Fært er vestur í Búðardal, en ófært í Svínadal. Á Vestfjörðum er vegir víðast ófærir. Norðurleiðin er fær í Skagafjörð en ófært er tfl Siglufjarðar og sömuleiðis er ófært Færð á vegum á Öxnadalsheiði og ekki hægt að moka að sinni vegna veðurs. Þá er fært frá Akureyri til Dalvíkur og verið er að moka tfl Ólafsfjarðar. Fært er um Þingeyjarsýslur og með ströndinni til Vopnafjarðar. Ófært er á Mývatns- og Möðru- dalsöræfum og á Austurlandi eru heiðar ófærar og beðið með mokst- ur, þó er verið að moka veginn um Fagradal. ED Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö Ástand vega ® Vegavinna-aögát S Öxulþungatakmarkanir \S} Þungfært © Fært fjallabílum Dóttir Ástu og Steingríms Halls Þessi myndarlega stúlka fæddist á fæðingardeild Landspítalans 14. september kl. 22.37. Hún var við Barn dagsins fæðingu 3.420 grömm og 53 sentí- metra löng. Foreldrar hennar eru Steingrímur Hallur Steingrímsson og Ásta Einisdóttir. Hún á tvö systkin, Steinunni Önnu, 10 ára, og Steingrím Óttar, 5 ára. Jón Leifs ásamt dóttur sinni í Þýskalandi. Tár úr steini Stjörnubió hefur undanfarið sýnt við ágæta aðsókn íslensku úrvalsmyndina Tár úr steini sem gerð er af Hilmari Oddssyni. Myndin segir sögu tónskáldsins Jóns Leifs meðan hann bjó í Þýskalandi. Vegur Jóns sem tón- skálds hefur farið vaxandi með hverju árinu sem líður og víst er að kvikmynd Hilmars Oddsonar á eftir að auka veg hans mikið enda gera Tár úr steini tónlist hans ótrúlega góð skil og virðist stundum sem tónlistin sé samin fyrir kvikmyndina. í myndinni er lífi Jóns lýst á miklum umbrotatímum í Þýska- landi og samskiptum hans við nýstofnaða Sinfóníuhljómsveit íslands er hann hefur viðkomu Kvikmyndir hans á íslandi. í Þýskalandi gift- ist hann píanóleikara af gyðinga- ættum og á með henni tvö börn. Þegar nasistar komast til valda er fjölskyldunni ógnað og í lok myndarinnar er hún á leiöinni til Svíþjóðar. Nýjar myndir Háskólabíó: Flugeldar ástarinnar Laugarásbíó: Apollo 13 Saga-bíó: Vatnaveröld Bíóhöllin: Sýningarstúlkurnar Bíóborgin: Brýrnar í Madison- sýslu Regnboginn: Að yfirlögöi ráði Stjörnubíó: Netið Gengið Almenn gengisskráning Ll nr. 255. 25. október 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 63,950 64,270 64,930 Pund 101,120 101,630 102,410 Kan. dollar 46,780 47,070 48,030 Dönsk kr. 11,8210 11,8840 11,771C Norsk kr. 10,3720 10,4290 10.363C Sænsk kr. 9,6620 9,7150 9,240C Fi. mark 15,2390 15,3290 14.995C Fra. franki 13,0810 13,1560 13.238C Belg. franki 2,2326 2,2460 2,2229 Sviss. franki 56,3500 56,6600 56.520C Holl. gyllini 41,0000 41,2400 40.790C Þýskt mark 45,9500 46,1800 45,680C It. líra 0,03955 0,03979 0,0403 Aust. sch. 6,5250 6,5650 6.496C Port. escudo 0,4339 0,4365 0,4356 Spá. peseti 0,5280 0,5312 0,5272 Jap. yen 0,63570 0,63950 0,6512 Irskt pund 103,790 104,440 104,770 SDR 96,25000 96,83000 97,4800 ECU 83,9200 84,4300 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270. Krossgátan r~ r~ 3 4' N r e 1' lö 1 II ff~ N fir" JT" J , 1 r? 20 -pr Lárétt: 1 fyrirhleðsla, 8 tína, 9 hitun- artæki, 10 hnoðuðum, 11 mynni, 12 kroppaði, 15 malla, 17 aldraður, 20 brugðningur, 21 kona. Lóðrétt: 1 máttleysi, 2 held, 3 vömb, 4 fólum, 5 fugla, 6 forskaut, 7 svar, 13 hljóði, 14 slæmt, 15 deila, 16 þræll, 18 bar- dagi, 19 ullarhnoðrar. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 skæni, 6 gá, 8 vís, 9 elna, 10 alki, 11 mor, 12 rausaði, 15 kró, 17 tróð, 19 um, 20 sinan, 22 rakkar. Lóðrétt: 1 svarkur, 2 kíl, 3 æsku, 4 neisti, 5 ilmar, 6 gnoð, 7 áar, 13 arma, 14 iðni, 16 ósk, 18 óar, 21 na.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.