Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 ■©- OPEL Fréttir Gunnlaugur Sigmundsson, þingmaður Vestfirðinga, um framtíðina: Skynsamlegast að endur- meta byggð á Vestfjörðum „Ég tel skynsamlegast aö endur- meta byggð á Vestfjöröum. Ég vil að þaö verði staldrað við núna og hlut- irnir metnir þegar kosið hefur verið um sameiningu sveitarfélaga," sagði Gunnlaugur Sigmundsson, þingmað- ur á Vestfjörðum, 1 samtali við DV, aðspurður um framtíðarhorfur byggðar fyrir vestan. Gunnlaugur segir að í samanburði við flóðin í Súðavík sé höggið sem dundi yfir á Flateyri í síðustu viku enn verra. Nú verði Vestfirðingar og þjóðin öll að huga að því hvemig skynsamlegast sé að haga uppbygg- ingu og/eða tilhögun byggðar á Vest- íjörðum að teknu tilliti til tveggja óvæntra snjóflóða - flóða sem vissu- lega geta orðið og verða fleiri í fram- tíðinni. Gunnlaugur sagði jafnframt að Flateyri væri nánast „landlaust sveitarfélag" og því fátt um úrræði til enduruppbyggingar þar. 50 íbúðir af 120 væru nú á hættusvæði í þorp- inu. Einnig bæri að huga að því að Flateyringar teldu illmögulegt að búa t.d. á ísafirði en stunda vinnu á Flateyri. Auk þess lægi sú staðreynd fyrir að ekki væri með góðu móti hægt að halda uppi 'atvinnurekstri í þorpinu með færri en 70 manns. Þingmaöurinn sagði að honum hefði einnig verið hugsað til hins smáa byggðarlags í Bíldudal þar sem rækjuvinnsla væri að vísu í miklum blóma en þar stæði kaupfélag vart undir sér vegna mannfæðar. Hann sagði aö þegar hefði hundr- uðum milljóna króna verið varið til að spoma gegn byggðaröskun á Vest- fjörðum. Nú væri hins vegar lag að stokka spilin upp og kanna hvort það borgaði sig aö halda úti smærri byggðarlögum fyrir vestan: „Eg hef fundið fyrir því að því verra sem fólk hefur það hér fyrir sunnan því minni þolinmæði sýnir það erf- iöri uppbyggingu á Vestfjörðum," sagöiGunnlaugur. -Ótt Opel eðalmerki á uppleið 236% söluaukning á árinu, annað árið í röð Til heiðurs höfuðskepnunum Ekki vora hörmungamar fyrr af- staðnar í Súðavík í janúar síðast- hðnum en íslensk yfirvöld hófust handa tun að byggja yfir Súðvík- inga á nýjan leik. Var hinum nýju húsum valinn staður rétt neðan við gömlu byggðina, svona eins og til að storka höfuðskepnunum og segja: Komið ef þið þorið. Islenska þjóðin safnaði dijúgum peningum tÚ handa þeim Súðvík- ingum sem um sárt áttu að binda og svo var skipuð nefnd til að út- deila þeim peningum. Nefndar- menn og stjómvöld voru strax á einu máli um að styrkimir skyldu ganga til húsabygginga í Súðavík svo enginn íbúi staðarins færi að asnast til að flylja búferlum. Það hefur lengi verið stefna hér á landi að fólk skuli búa þar sem það býr og það er flokkað undir fóðurlandssvik og trúnaðarbrest við átthagana ef einhver vogar sér að flytja á brott. Sá hinn sami skal hafa verra af. Þessi stefna hefur meðal annars komið fram í þeirri staðfóstu póli- tík íslenskra stjórnmálaflokka, hvar í litrófmu sem þeir standa, að ekki megi svíkja ættjörðina með því að hleypa fólki úr sveitinni eða þorpinu sem það á annað borð hef- ur haft bólfestu í. Landbúnaðar- pólitíkin hefur haft þetta sjónarmið að leiðarljósi og þess vegna eru gerðir búvömsamingar sem kosta þjóðarbúið milljarða króna. Það skal enginn fá að bregða búi eða hleypa heimdraganum nema þá slyppur og snauður. Þvert á móti er fólki borgað rausnarlega ef það heldur áfram atvinnustarfsemi sem er í því fólgin að rækta sauðfé og annan búpening sem síðan er ekið með á haugana þegar ævi þeirra er á enda. Hvem varðar um arð eða hagnað eða skynsemi þegar átthagamir era annars vegar? Bændaliöinu skal haldið í átthagafjötrunum og kotbúskapnum hvað sem öllu öðru líður. Nú er vetur rétt genginn í garð og aftur láta náttúrahamfarimar og höfuðskepnumar til sín taka með voveiflegum hætti. Snjóskrið- ur falla á Flateyri og hrifsa til sín tuttugu mannslíf. Aðrir tuttugu sleppa með naumindum og þorpsbúar era skelfmgu lostnir sem eðlilegt er. Þjóðin fyllist hlut- tekningu, stjórnvöld safna liði og rausnarlegar gjaflr berast víðs veg- ar að til stuðnings og styrktar eignalausumFlateyringum. Sextán snjóflóð hafa fallið svo vitað sé á þessari öld ofan við byggðina á Flateyri. Öllum ber saman um að vísindalegar rannsóknir og snjó- flóðavamir séu að engu hafandi eftir þessa voðaatburði. Enginn er óhultur. Ekki er þó við öðru að búast en samhjálpin í verki og op- inber stuöningur verði eins og áður í Súðavík, að allt kapp verði nú lagt á að byggja Flateyri á ný, við- halda byggðinni og gæta þess að enginn flytji á brott nema þá með fullri leynd. Það má ekki spyijast um nokkurn Fleyíeyring að hann svíki átthagana og hverfi á braut. Hver sem þaö gerir er að svíkja lit og svíkjast undan þeirri opinberu stefnu að byggð skuh haldast þar sem hún hefur einu sinni verið. Og það jafnvel þótt undir þver- hníptum hamrinum sé. Og það þótt börnum og búaliði verði stefnt í bráða lífshættu meðan það tórir. Einfaldast og skynsamlegast er auðvitað að horfast í augu við höf- uðskepnumar og játa sig sigraðan fyrir harðneskju þeirra. Eina vitið er að yfirgefa þessa staði og þessi bæjarfélög sem eru leiksoppar snjóflóða og mannskaða og horfast loks í augu við að slík byggð er með öllu óþörf og úrelt. En það er víst borin von. Það má ekki flýja, það má ekki viðurkenna smæð mannskepnunnar. Það verð- ur að halda áfram að greiða höfuð- skepnunum gjaldið og heiðra þær með mannslífum af því að byggða- röskun fellur ekki að pólitíkinni Átthagaíjötrarnir eru göfugasta framlagið til þjóðarinnar sem vill frekar halda áfram að grafa fólkið undan snjóflóðunum heldur en að leyfa því að flytja þangað sem líf- vænlegast er. Dagfari í dag mælir Dagfari Davíð Oddsson: Ástandið hrikalegt „Það er ljóst að staöið hefur verið skipulega að öllum málum og fólk er að reyna að ná sér eftir áfall sem er jafn hrikalegt og þjóðin þekkir. Hreinsun er að byija og ákveðið að athafnalífið fari í gang í byrjun næstu viku. Engu að síður er ástand- ið hrikalegt. Maður getur ekki ímyndað sér það nema að sjá það með eigin augum með hvílíku heljar- afli þarna hefur verið farið um,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra við DV eftir að hafa kynnt sér ástandið á Flateyri á laugardag. Hann segir ljóst að þekking okkar á snjóflóöavömum sé ónóg og sér- fræðingar muni nú setjast niður og meta aðstæður upp á nýtt. Norð- menn og fleiri hafi boðið fram aðstoð sína og þekkingu í snjóflóðarann- sóknum og líklega muni þeir sem settir hafa veriö til verksins af hálfu íslendingaþiggjaþáhjálp. -pp Davið Oddsson forsætisráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, þingmenn Vestfjarða og fleiri háttsettir menn komu á snjóflóðasvæðið á Flateyri á laugardaginn. Hér fara þeir um svæðið í fylgd með björgunarsveitarmönnum og sveitarstjórnarmönnum Flateyrar og ganga í gegnum rústir hússins við Hafnarstræti 45. Þar fórust þrír Flateyringar. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.