Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 i IMönd Jeltsínfærum adstjórna Embættis- menn fengu ekki aö hitta Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta um helgina á sjúkrahúsið þar sem hann liggur. Jeltsíh fékk vægt hjartaáfall í lok síðustu viku og er liðan hans er óbreytt. Blaðafulltrúiforsetans heldur því fram að hann sé fær um að stjórna landinu og ekki sé nein ástæða til að láta forsætisráð- herra landsins, Viktor Tsjerno- myrdin, taka við stiórninni. Helstí umbóta- flokkurinnfær ekki skráningu Yfirkjörsrjóra í Rússlandi neit- aði helsta umbótailokki landsins um skráningu fyrir kosningarnar i desember. Var leiðtoga fiokks- ins, hagfræðirignum og stjórn- málamanninum Grigory Javlin- sky, gefið að sok að hafa brotið reglur raeð því að strika út nöfn sex manna af lista fíokksins gegn vilja þeírra. Er litið á víðbrögð yfirvalda sem alvarlegt áfall fyrir lýöræðishreyfinguna í Rússlandi. Mandelajóla- sveinnársins Danskur jólas veinn fór með sig- ur af hólmi í fyrstu heimsleikum jólasveina sem haldnir voru í bænum Huiissat á Grænlandi um helgina. Saurján jólasveinar frá tólf löndum tóku þátt í keppn- inni. Jólasveinamir kusu jafn- framt, jólasvein ársins" og hlaut Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, tírjlihn fyrir starf sitt að velferð barna. Verðlaunaféð, 100 þúsund dollarar, rennur til barnahjálpar í Suður-Afrfku. Hundruðmót- mælendatókuá mótiChirac Mörg hundruð andstæðingar kjarnorkuvopna söfnuðust sam- an við sumarbústað Májors, for- sætisráðherra Bretlands, áður Chirac Frakklandsforseti kom þangað í gær. Nokkrir mótmæl- enda voru handteknir. Frakkar framkvæmdu þriðju tilrauna- sprengingu sína í Kyrrahafi á föstudag. Bretland er eina landið ínnan Evrópusambandsins sem ekki hefur fordæmt tilraunir Prakka. Lubbers helsti kandídatinn Eftir miklar umræður inn- anNATOþykir Hollendingur- inn Ruud Lub- bers einna helst koma til greina sem næsti frámkvæmda- srjóri samtakanna, að því er segir i Welt am Sonntag í gær. Það verður hlutverk nýs fram- kvæmdastjóra að ræða við Rússa um útvíkkun NATO til austurs og fá þá til aö sætta sig við hana. Meðal annars þess vegna þykir Jlffe Ellemann-Jensen ólíklegur í þtnbættiö því hann hefur sýnt Eystrasaltsríkjunum sérstákan yelvttja. Uffe þótti einnig mótmæla sér- iega kröftuglega kjarnorku- sprengingum Frakka, auk þess sera Danir eru ekki í V-Evrópu- sambandinu. Reuter.Rittau.NTB I___-------------- Yfir 300 létust í eldsvoða í neðanjarðarlest í Baku: Lokuðust inni í brennandi vögnunum Óttast er að yfir þrjú hundruð hafi látiö líflð og jafnmargir slasast er eldur kom upp í neðanjarðarlest í Baku, höfuðborg Azerbajdzhan, á annatíma á laugardagskvöld. Sam- kvæmt upplýsingum yfirvalda er tal- ið að kviknað hafi í vegna bilunar í háspennukapli. í fyrstu var talið að um skemmdarverk hefði getað verið að ræða. Mikjll srjórnmálaórói er í Azerbajdzhan og í fyrra létu tuttugu manns lífið í tveimur sprengjutil- ræðum í neðanjarðarlestum í Baku. Slökkviliðsmenn, sem voru enn í gær að ná í lík úr lestinni, kváðust óttast að allt að sex hundruð hefðu látið lífið í eldhafinu. Lögreglan vís- aði þessu á bug. Örvænting greip um sig meðal far- þeganna þegar eldurinn braust út í öftustu vögnum fullsetinnar lestar- innar sem var á ferð í göngum. Vegna rafmagnsbilunar gat lestarstjórinn ekki opnað dyrnar. Sjónarvottar segja að þykkur reyk- ur hafi breiðst um lestina frá vögn- unum sem brunnu og að margir hafi kafnað eða troðist undir þegar þeir reyndu að bjarga sér út úr lestinni og upp úr göngunum. „Við gerðum okkur grein fyrir að við yrðum að opna dyrnar. Þegar það tókst tróðst fólk undir þegar það reyndi að forða sér út," sögðu sjónarvottar. Forseti landsins, Gajdar Alijev, lýsti yfir þjóðarsorg í gær og í dag. Þingkosningar verða eftir tvær vikur í Azerbajdzhan og fer spennan vegna þeirra vaxandi. Margir stjórnarand- stæðingar forsetans hafa verið hand- teknir og nýlega hlutu margir blaöa,- menn langa fangelsisdóma fyrir að hafa móðgað forsetann í háðsádeilú- riti. Forsetinn, sem er 71 árs, er fyrrum yfirmaður í sovésku leymþjón- ustunni í Azerbajdzhan. Hann var í framkvæmdastjórn sovéska komm- únistaflokksins til ársins 1985. Fyrir tveimur árum kom hann aftur fram á sjónarsviöið í stjórnmálum í heimalandinu og tók við völdum þeg- ar tveimur forsetum hafði verið steypt á tæpum tveimur árum. Mirza Swajovic var einn af tiu föngum sem Serbar létu lausa i gær. Hér kyssir Mirza unnustu sína, Merciha Mehmevic, við komuna til Dobrinjá, eins af úthverfum Sarajevo, í gær. Fangaskipti Serba og Bosníumanna fóru fram á flugvellinum í Sarajevo og lét hvor aðili um sig lausa tíu fanga. Reuter Hótaaðhefna myrtsleiðtoga Palestínsku samtökin Jihad, Heilagt stríð, hétu því í gær að hefna morðsins á leiðtoga sam- takanna með því að efna til fleiri sprengjutilræða gegn gyðingum. Leiðtoginn, Fathi Shqaqi, var skotinn fyrir utan hótel sitt í Sli- ema 'á Möltu á fimmtudaginn. Tveir menn á mótorhjóli skutu fimm skotum í höfuð Shqaqis. Fá vitni voru að atburðinum en lög- reglan gat þess þó að svo hefði virst sem moröingjamir hefðu beðið í nokkrar klukkustundir eftir fórnarlambi sínu. Shqaqi, seni var með aðsetur í Sýrlandi, hafði farið til Líbýu á fund Gaddafis forseta. Malta er í nánu sambandi við Líbýu og hef- ur orðið nokkurs konar umferð- armiðstöð fyrir Líbýumenn sem hafa viljað komast hjá ferðabanni á land þeirra. Fara þeir með ferj- um til Möltu. í fyrstu taldi lög- reglan að morðiö hefði verið upp- gjör í Ubýska samfélaginu á eyj- unni. Samtökin Heilagt stríð segja Mossad, leyniþjónustu ísraels, eigasökámorðinu. Reuter Plötusnúðurinn sem lék á Bretadrottningu: Gabbiðekkií pólítískum tilgangi Kanadíski plötusnúðurinn, sem útvarpaði símtali sínu við Elísabetu Bretlandsdrottningu er hann þóttist vera forsætisráðherra Kanada, sagði að einungis hefði verið um símaat að ræða án nokkurs pólítísks til- gangs. Samtal drottmngar og plötusnúðs- ins, Pierres Brassards, snerist um þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálf- stæði Québec á morgun. Brassard hermdi svo vel eftir rödd Jeans Chrétíens, forsætisráðherra Kanada, að drottningin lét gabbast. Lýsti Brassard yfir áhyggjum sínum yfir því að sjálfstæðissinnar í Québec færu með sigur af hólmi og spurði drottningu hvort hún vildi leggja máhnu hð meö því að flytja ræðu. Drottning tók vel í það. Ymsir telja að símtalið verði til að auka fylgi sjálfstæðissinna. Reyndar hafa frumbyggjar Québec, indíánar og eskimóar, þegar sagt nei við aðskilnaði við Kanada i eigin Bretar eru öskureiðir yfir að drottn- ing þeirra var göbbuð. þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vilja ekki fara út í óvissu með frönsku- mælandi íbúum Qébecs. - ' Reuter, TT Ritskoðun er í Azerbajdzhan og lýðræði virðist langt undan. Blóðug uppgjör hafa verið á mörgum víg- stöðvum í Azerbajdzhan á undanf- örnum árum, bæði milli glæpaflokka og svo á milli stjórnarandstöðu og yfirvalda. Auk þess hafa Azerbajdzar átt í stríði við Armena um átta ára skeið um héraðið Nagorno Karabach. Margir setja óróann í Azerbajdz- han í samband viö miklar ohuhndir í Kaspíahafi sem enn er ekki farið aö nýta. Alþjóðleg olíufélög hafa samið við yfirvöld um vinnslu ol- íunnar og flutning á henni til Evr- ópu. Reuter, TT Stuttar fréttir Sarajevoopnast Sarajevobúar gátu ferðast með langferðabifreiðum úr borginnj í gær á þjóðvegi i fyrsta'sinn í 42 mánuði. Áður urðu þeir að ferð- ast eftir hættulegri fjallaslóð. KosiðiKróatíu Litið er á þingkosningarnar í Króatíu sem þjóðaratkvæða- greiðslu um þjóðernisstefnu Franjos Tudjmans forseta og hót- anir hans gegn aðskilnaðarsinn- um Serba. Htindraðfórust íóveðri Nær hundrað manns fórust í óveðri á Filippseyjum um helg- ina. Sextiu þúsund manns flúðu heimili sin vegna óveðursins! Sjötíu falla á Sri Lanka Prestur tamfla á Sri Lanka sagði í gær að skæruliöar tamíla heföu myrt 29 meinta uppljóstr- ara úr eigin röðum í þessum mánuði. Yfir sjötíu félluí bardög- um skæruliða og hermanna í gær. Sammálaumkosningar Fyrrum forsætisráðherra ítal- íu, Silvio Berlusconi, og andstæð- ingar hans urðu sammála í gær um að efna ætti til kosninga um leíð og fjárlagafrumvarpið hefði verið samþykkt. . '* Havelgagnrýnir Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, gagnrýndi í gær Vestur- lönd fyrir að vera of sein að opna stofhanir sinar fyrír Mið- og Austur-Evrópu. Óttast hann upp- gang harðlínumanna. Ðeyjaífangelsum Á þriðja þúsund hafa látist úr sjúkdómum í fangelsum í Rúanda síðustu 15 mánuðina samkvæmt upplýsingum Rauða krossins. Nær 60 þúsund sirja i fangelsum lándsins. SprengjutilræðiiAlsir Aö minnstá kosti átta létu lífið bg áttatíu særðust í Rouiba í Als- ir í gær. Ráðherrafyrirrétt Gefnar hafa verið út handtöku- stópanir á fyrrura varnarmála- ráðherra Suður-Afríku og tíu háttsetta embættismenn vegna morðaá 13blökkumönnum 1987. Reuter +_

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.