Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 11
A MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 11 Fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn semur við Knattspyrnusamband Evrópu: Meistarakeppni Evrópuliða sýnd í beinni útsendingu - sjónvarpsútsendingar Sýnar hefjast í næsta mánuði „Knattspyrnusamband Evrópu var að staðfesta samninginn við okkur. Samkvæmt honum hefur sjónvarps- stöðin Sýn útsendingarrétt á öllum Ieikjum í meistarakeppni Evrópu út næsta keppnistímabil. Sýn mun því bjóða upp á toppknattspyrnu bestu félagshða Evrópu," segir Páll Magn- ússon, sjónvarpsstjóri hjá Sýn. Sýn hefur gert samning við Knatt- spyrnusamband Evrópu (UEFA) um sýningu á öllum leikjum í nýju meist- arakeppni Evrópuliða á yfirstand- andi leiktímabiii, 1994 til 1995, og næsta leiktímabili, 1996 til 1997. Leik- irnir eru ekki á íþróttarásum gervi- hnattastöðvanna því UEFA hefur gert sambærilega samninga við sjón- varpsstöðvar í einstökum löndum. í keppninni mætast 16 meistaralið í Evrópu, þar af 8 frá bestu knatt- spyrnuþjóðum álfunnar. Hin 8 sætin eru fyllt með sérstakri útsláttar- keppni. í yfirstandandi keppni hafa öll 16 Uðin tryggt sér sæti. Fjórum umferðum er lokið en þrjár eftir í undankeppni. Úrslitaleikurinn í yfir- standandi keppni verður 22. maí næstkomandi. Að sögn Páls mun Sýn hefja reglu- legar útsendingar í næsta mánuði og munu þær til að byrja með nást um Bretlandi og Bandaríkjunum. Allt eða talsett. Aðspurður vill Páll ekki upp á í innlendri dagskrárgerð enda erlent útsendingarefni verður textað tjá sig um hvað Sýn ætlar að bjóða lægju ákvarðanir ekki fyrir. -kaa Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri hjá Sýn. allt Suðvesturland, frá Akranesi og suður með sjó. Sendingarnar munu nást á venjuleg sjónvarpsloftnet og ekki verður farið að selja áskrift að stöðinni fyrr en eftir áramót. Páll segir að nú þegar hafi verið gengjð frá kaupum á margvíslegu erlendu dagskrárefni, meðal annars réttur til að sýna myndir sem sýndar hafa verið í Háskólabíói, Laugarás- bíói og fleiri kvikmyndahúsum. Þá verði boðið upp á ýmsa þætti frá Stöð 3 hefur útsendingar í nóvember: Fyrstog f remst af þrey- ¦ w ingarsjonvarp - segirÚlfarÞórissonframkvæmdastjóri „Við munum hefja útsendingar í nóyember en dagsetningin hefur ekki verið ákyeðin, Frá pg með fyrsta degi munum við bjóða úpp á fjölbreytta dagskrá. Til að byrja með munum viðprófaokkuráfram en þetta veröur fyrst og fremst af- þreyingarsjönvarp" segir Úlfar Þórisson, framkvæmdastjóri Stöðvar3. Sjónvarpssendingar Stöðvar 3 munu tíl að byrja með einskorðast við -Suðvesturlanö og nást frá Akranesi og út á Suðurnes. Ör- bylgjuloftnet þarf til að ná útsend- /ingunni en stöðin mun lána bæði áfruglara og loftnet til áskrifenda án endurgjalds. Til að byrja með verður dagskrain send út órugluð. Að sögn Úlfars hefur Stöð 3 gert samning við aöa helstu dreifínga- raðjla á sjónvarpsefni og tryggt sér sýningarrétt á fjölda kvikmynda. Þá verðilögð áhersíaágott íþrótta- efni sem Heimir Karlsson hefur tekið að sér að skipuleggja fram- setningu á. Meðal annars verði vikulega sýndir beint leikir i þýsku deildakeppninni í fótbolta og úrval úr leikjum í spænsku deildinni. Úlfar segir fyrirhugað að vera með barnaefhi um helgar. Stöðin muni hins vegar ekki vera með fréttir og eigin dagskrárgerð. Hins vegar sé fyrirhugað að kaupa þæth' af innlendum dagskrárgeröar- mönnum. Áskrifendur að útsendingum Stöðvar 3 munu í kaupbæti fá að- gang aðfjórum gervihnattaútsend- ingum án þess að borga sérstaklega fyrir það. Um er að ræða útsend- ihgar MTV, CNN, EuroSport og Discovery. Hægt verður að horfa á allar þessar stöðvar í eihu méð ein- um afruglara svo fremi að sjón- varpstæki séu fyrir hendi. -kaa d hljómtœkjum og geisladish'wm 'o Emm eingöngu meö úrvals vörumerid! KENWOOD NAD /R ACOUSTIC RESEARCH ZtALI Cerwin-Vega! OVRVER Powfful * Humlcml • Accuraf B&no þar setn gceðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840 SÓIMHG BESTU NAGLARNIR - EINGÖNGU HJÁ CONTINENTAL Continental hefur síðustu ár verið í algerri forystu í þróun léttari og vistvænni nagla. Þekktir aðilar á NorðuHöndunum eins og Norska vegagerðin hafa látið gera úttektir og geta staðfest að nýju Continental naglarnir draga úr sliti á malbiki sem nemur allt að 60%. Continental, eini hjólbaiðaframleiðandinn í heiminum sem framleiðir t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.