Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í slma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995. ^Snjóflóðféllástóð: Átjánhross drápust ^ „Við náöum þremur hrossum á lífi úr flóöinu í gær en veröum sennilega að aflífa eitt þeirra. Sjö hafa fundist dauð og það er ljóst að ellefu til við- bótar eru undir snjónum," segir Halldór Einarsson, bóndi á Móbergi í Langadal, í viðtali við DV. - Gríðarstórt snjóflóð féll milli bæj- anna Móbergs og Skriðulands aðf- aranótt fimmtudagins. Ekki vitnað- ist um flóðið fyrr en í gær enda sést það ekki af vegi. Halldór taldi flóðið um 400 metra breitt og það hafði runnið um hálfan kílómetra á slétt- lendi áður en það stöðvaðist. „Þarna hafa m.a. drepist sjö góð reiðhross sem sonur minn og tengda- j. dóttir áttu. Þau eru metin á um tvær milljónir en hin hrossin hafa verið verðminni," sagði Halldór. Hann á ekki von á að vinnandi vegur sé að grafa upp þau hross sem enn eru í snjónum enda flóðið um þriggja metraþykkt. -GK Kindur bárust meðflóðisjö w kílómetra leið Guðfmnur Pinnbogason, DV, Hólmavílc Nokkrar kindur frá bænum Litla- Fjarðarhorni flæddi að því er talið er í Drangavík, skammt sunnan við bæinn Kollafjarðarnes. Fimm þeirra rak skammt frá bænum Stóra-Fjarð- arhorni eftir að þær höfðu borist um sjö kílómetra leið. Að sögn Franklíns Þórðarsonar, bónda í Litla-Fjarðarhorni, eru engin þekkt dæmi um að slíkt hafi gérst áður á þessu svæöi. Samhugur í verki: 55 milljónir hafasafnast Samtals höfðu 11.279 aðilar gefið 54.944.189 krónur í söfnuninni Sam- hugur í verki þegar hætt var að taka við framlögum klukkan 22 í gær- kvöld. Söfnunin hófst aftur klukkan 9 í morgun og stendur til klukkan 22 í kvöld en henni lýkur á morgun. Sími söfunarinnar er 800-5050 en sameiginlegar útvarps- og sjónvarps- sendingar útvarps- og sjónvarps- stöðvanna standa yfir í dag og kvöld. Blysfbr verður síðan frá Hlemmi klukkan 20 í kvöld og verður gengið að Ingólfstorgi. -pp •** - sjá einnig bls. 39 _ LOKI Á þessum hörmungartímum er Loka eiginlega alveg lokið. Sauðfé hefur drepist í fönn um allt vestan- og norðanvert landið: Fundu kind a ffjog- urra metra dýpi - segir Halldór Sigurðsson, bóndi í Hvítársíðunni, sem missti 60 kindur „Þetta er mikið tjón sem ég hef orðið fyrir. Ég er búinn að finna 60 kindur dauðar en einnig nokkr- ai* á lífi. Þar á méðal fundu hundar eina á fjögurra metra dýpi í fönn," segir Halldór Sigursson, bóndi á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu, við DV. Halldór og Sigurður faðir hans voru með 270 kindur þegar óveðrið skall á nú í vikunni. Þeir reyndu að koma fénu í hus en végna veö- urs tókst það ekki. Kindurnar hröktust undan veðrinu, höfnuðu í skurðum og á girðingum og dráp- ust þar. Nokkrar fennti í kaf þar sem þær stóðu. „Það sem hefur bjargast hafa hundarnir fundið. Þeir finna ásér hvar lifandi fé er undir en dauðar kindur flnna þeir ekki," sagði Hall- dór. Hann sagðist ekki viss um hvort tryggingar næðu tíl þess skaða sem hánn hefði orðið fyrir. Ef svo væri ekki næmi tjónið hundruðum þúsunda króna. Halldór sagði að fæstir fjárbænd- ur í Borgarfirði hefðu orðið fyrir verulegu tjóni. Þó hefðu orðið fjár- skaðar í Fljótstungu. Um allt vestan- og norðanvert landið hafa bændur misst fé í óveðrinu í síðustu viku. í Dölum fennti fé frá nokkrum bæjum og mun skaðinn mestur 1 Magnús- skógum. Á Vestfjörðum hafa bænd- ur einnig tapað fé og sömu sögu er að segja í Húnavatnssýslu þar sem ekki haföi tekist að koma fé í Ms. Af Mið-Noröurlandi og austur í Norður-Þingéyjarsýslu er sömu sögu að segja. Þó munu bændur í Þingeyjarsýslu ekki hafa misst fjölda fjár. Enntreystir enginn sér til að áætla hve margar kindur hafa drepist en þær munu þö vart færri en þúsund. -GK Um 60 kindur frá Þorvaldsstöðum í Hvitársíöu drápust i óveðrinu í síðustu viku. Bændur um allt vestan- og norðanvert landið hafa orðiðfyrir fjárskööum. DV-mynd ísak Veðriðámorgun: Vestan kaldi og él norðan og vestan til Veðurstofan gerir ráð fyrir vestan kalda og éljum við norð- vestur- og vesturströndina á morgun en annars vestan golu og þurru. Víðast er búist við vægu frosti. Veðrið í dag er á bls. 44 Litla merkivélin Loksins með Þ og Ð Nýbýlavegi 28 -sími 554-4443 alltaí á Miövikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.