Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 Fréttir r»v Opinberrar rannsóknar krafist vegna gjaldþrotamáls A. Finnssonar hf. á Akureyri: Islandsbanki sakaður um að blekkja iðnaðarmenn - ofstæki og ekki hirt um staðreyndir, segir útibússtjóri bankans á Akureyri Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Vilhjálmur Ingi Ámason, form- aður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, hefur skorað á bústjóra þrotabús byggingarfyrirtækisins A. Finnsonar hf. að hann vísi ákveðnum þáttum gjaldþrotamáls fyrirtækisins til Rannsóknarlög- reglu ríkisins og saksóknara til rannsóknar. Um er að ræða það sem Vilhjálmur Ingi kallar „víta- verða framkomu íslandsbanka af störfum fyrirtækisins fyrir gjald- þrotið og blekkingar sem hafðar voru uppi gagnvart iðnaðarmönn- um sem unnu fyrir fyrirtækið". Afrit af bréfinu til bústjóra voru send Seðlabanka íslands, ríkissak- sóknara, dómsmálaráðherra, við- skiptaráðherra, skattrannsóknar- stjóra, {jármálaráðherra, bæjar- stjórn Akureyrar og bankastjórn íslandsbanka. „Það sem ég vil að verði leitt í ljós er hvemig íslandsbanki hefur blekkt viöskiptavini sína meö því að telja þeim trú um að hagur A. Finnsonar hf. væri í lagi og færi batnandi á þeim 30 mánaða tíma sem fyrirtækið starfaði. Með þessu fékk útibússtjóri bankans verktaka tíl að vinna fyrir fyrirtækið og þeg- ar greiðslur komu fyrir þau verk runnu þær til bankans en verktak- amir voru skildir eftir með sárt ennið. Á 30 mánaða tímabili mynd- uðust á þennan hátt um 100 millj- óna króna kröfur verktaka á Akur- eyri gagnvart fyrirtækinu sem ekki fást greiddar. Ég vil að það verði rannsakað hvemig bankinn blekkti menn til að ná inn fjármagni. Þess vegna tel ég að þessir iðnaðarmenn eigi skaðabótakröfur á hendur bankan- um. Þeir héldu fyrirtækinu gang- andi á meðan það var með 116 millj- óna króna yfirdrátt en á sama tíma sagði bankastjórinn að hagur fyrir- tækisins væri góður og færi batn- andi. Frá fyrsta degi fyrirtækisins var það með 20 milljóna króna yfir- drátt í bankanum sem endaði í 116 milljónum og þar af voru tæpar 50 milljónir í óheimilum yfirdrætti. Á sama tíma gaf bankinn það út m.a. til bæjarfulltrúa að fyrirtækið hefði yfirburðastöðu byggingarfyr- irtækja á Akureyri. Ég hef öll gögn til aö sanna þetta mál og ef þetta er ekki blekking þá veit ég hvað er blekking," segir Vilhjálmur Ingi. „Ofstækisfullur“ „Það er erfitt að henda reiður á málflutningi Vilhjálms Inga, enda er hann bæði ofstækisfullur og hirðir htt um staðreyndir eða sann- leikann í málinu. Það er ljóst að bankinn hefur hvorki haft fé af iðn- aðarmönnum né öðrum viðskipta- mönnum A. Finnsonar. Bústjóri getur upplýst hvaða greiðslur bár- ust bankanum vegna A. Finnsson- ar hf., máhð er ekki flóknara en það,“ segir Guðjón Steindórsson, útibússtjóri íslandsbanka á Akur- eyri, um þessar ásakanir Vilhjálms Inga. Ægir Már Kárason, DV, Suðumœgum: Ljósfari GK, sem er f eigu ís- lenskra aðalverktaka, hefur verið í shpp í Njarðvík undanfama daga. Útbúa á skipið á hnu með beitingarvél. Þá verður nafni skipsins breytt úr Ljósfara í Njarðvík KE 93 frá Reykjanesbæ. Einnig verður skipið ailt málaö. Eins og fram kom í DV hafa ís- lonskir aðalverktakar leigt bæði skip sín til Útgerðarfélags Akur- eyringa. Bæði skipin verða gerð út frá Reykjanesbæ sem verður heimahöfn þeirra. Reykjanesbær: Ný skokkbraut Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta er til að mæta þörf íbúanna í bænum sem hafa verið á vetuma á hlaupabrautinni í kolniðamyrkri og spjó og átt í erfiðleikum. Með þessum framkvæmdum er komið til móts við almenning í þessu trimmi og verður hægt aö nota brautina allt árið,“ sagði Ragnar Öm Pétursson, form- aður íþróttaráðs Reykjanesbæjar. Framkvæmdir við skokkbraut fyr- ir almenning við aöalvöhinn í Kefla- vík hafa mælst mjög vel fyrir hjá trimmurum og öðrum íbúum. Hring- urinn, sem er 500 metrar, verður upphitaður og einnig verður sett lýs- ing til að lýsa upp skokkbrautina. Rúmlega 60 manns á öllum aldri og flestir komnir yfir miðjan aldur skokka reglulega. Með tilkomu brautarinnar eiga eflaust fleiri eftir að bætast við þann hóp. Þá getur fólkið notað búningsaðstöðu í kjaU- ara sundmiðstöðvarinnar og verður opið á vissum tímum. HeUdarkostn- aður viö brautina nemur 5,5 núlljón- um. EUert Skúlason verktaki sér um verkið og verður brautin tilbúin í nóvember. Flugfélag Vestmannaeyja kaupir tveggja hreyf la f lugvél Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Fyrir síðustu helgi skrifaði Valur Andersen, aðaleigandi Flugfélags Vestmannaeyja, undir samning um kaup á tveggja hreyfla flugvél í Eng- landi. Valur sagði að véhn væri af gerð- inni Partenavia P68B, þeirri sömu og flugvél félagsins sem fórst í sumar. „Ég fór út og skoðaði flugvélina í síðustu viku. Mér leist strax mjög vel á hana og skrifaði undir kaupsamn- ing úti,“ sagði Valur. Flugvéhn er sex tU sjö sæta einka- vél og hefur lítið verið flogið. Hún lítur mjög vel út enda var hún öll yfirfarin á síöasta ári og er mjög vel búin tækjum. „Vélin er sérstaklega hentug til flugs á BakkaflugvöU og Selfoss. Nú bíðum við bara eftir hagstæðu veðri til að fljúga henni tíl landsins en þá á eftir að umskrá hana. Þaö tekur einhveija daga en ég er að vonast tíl þess að vélin verði komin í notkun eftir viku til hálfan mánuð,“ sagði Valur. Fyrir á Flugfélag Vestmannaeyja eina tveggja hreyfla vél og þrjár eins hreyfils. Vestmannaeyjar: Fiskbúð- inni lokað Ómar Garðaras., DV, Vestmannaeyjum; „Þrátt fyrir að við höfum reynt að bjóða upp á mikið og gott úr- val af ferskum fiski og fiskréttum hefur viðskiptavinina vantað. Síðustu mánuöi höfum við borg- að meö búöinni og sjáum viö okk- ur því tilneydda að loka,“ sögðu þeir Björgvin Jóhannsson og Bergur Sigmundsson sem eiga og reka Fiskbúðina við Herjólfsgötu. Þeir hafa ákveöið að loka henni um helgina og verður þá engin fiskbúð i Vestmannaeyjum. Samhhða fiskbúöinni reka þeir fiskverkunina Heimafisk og held- ur starfsemin áfram þar. Bjarni Svendsen, starfsmaður hjá Ellert Skúlasyni verktaka sem sér um framkvæmdir við nýja skokkbraut í Keflavík. Viðbyggingu Helgi Jónœan, DV, Ólafafirði: Framkvæmdir við viðbyggingu og safnaðarheimili Ólafsfjaröar- kirkju hefjast næsta vor. Upphaf- leg áætlun var að byija á þessu haustí. Útboð fer fram í vetur. Stefnt er að þvi aö öUum fram- kvæmdum verði lokiö um alda- mót, eða innan fjögurra ára. Ól- afsfjarðarkirkja þarf að fjár- magna bygginguna sjálf en auk þess kemur flármagn frá jöfnun- arsjóði sókna. Allir eru sammála um að það sé aðkallandi verkefni að stækka kirkjuna tU að hún geti tekið á móti fólki sem sækir fjölmenn- ustu kirkjuathafnir, sérstaklega fermingar og jarðarfarir. Næst á dagskrá er að kynna teikningar og áform sóknar- nefndarinnar og mun það standa næstu tvo mánuði. Sérstaklega gefst fólki, sem býr í nágrenni við kirkjuna, tækifæri á aö kynna sér málið og koma athugasemdum á framfæri ef einhvetjar eru. Þaö var Fanney Hauksdóttir, arkitekt á Akureyri, sem teiknaði safhaðarheimihð og viðbyggingu kirkjunnar. félagsheimilis- insboðinnút Helgi Jónsson, DV, Ófafafiröi: Rögnvaldur Ingóifsson, sem hefur rekið félagsheimihð Tjarn- arborg undanfarin ár, hefur sagt starfi sínu lausu. Ekki er ljóst hvað tekur við en að sögn Helgu Jónsdóttur, formamis stjómar Tjarnarborgar, eru ýmsar hug- myndir um rekstrarform í fram- tíðinni komnar fram. Langlíkleg- ast er að reksturinn verði boðiim út á ahra næstu dögum. Mynd- bandaleiga hússins hefur gengið illa enda ótnilega mikil sam- keppni á því sviði hér í bæ. Þrjár leigur eru í bænum. Kvikmyndir eru sýndar tvis var í viku og hefur gengið á ýmsu með þann þátt rekstrarins en aðsókn hefur minnkað mikið frá því fyrir nokkrura árum. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.