Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Side 28
40 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 Fréttir Leikhús Einar Boliason flutti erindi á landsþingi hestamannafélaganna og hér ræðir hann við Ólaf Einarsson á Torfastöðum í Biskupstungum og Jón Bergsson á Ketilsstöðum á Völlum. DV-mynd E.J. Landsmótum verður flölgað: Sameining hesta manna í augsýn Landsþing hestamannafélaga hafa verið talin frekar döpur undanfarin ár en á 46. landsþinginu, sem var haldið í Garðabæ um helgina, kvað við nýjan tón og voru fulltrúar hesta- mannafélaganna röskir við ákvarð- anatökur. Ákveðið var að fjölga landsmótum frá og með árinu 2000 og hafa þau annað hvert ár. „Þetta er tímamótaákvörðun. Nú- verandi skipulag hefur verið við lýði frá upphafi landsmóta árið 1950 en mörg rök mæla með því að fjölga mótunum," segir Guðmundur Jóns- son, formaður Landssambands hestamannafélaga (LH). Hestamenn í eina sæng? Þá var samþykkt að skipa sex manna nefnd til að kanna hvort mögulegt væri og hagkvæmt að sam- eina Landssamband hestamannafé- laga (LH) og Hestaíþróttasamband íslands (HÍS). Þrír fulltrúar frá LH voru kosnir í nefndina: Haraldur Þórarinsson frá Sleipni, Sigfús Helgason frá Létti og Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Gusti. HÍS skipar þijá fuíitrúa í nefndina á ársþingi sínu í nóvember. „Það er nauðsynlegt að fá fram frekari ferli á þessum hlut og þessi tillaga er því eðlileg", segir Guð- mundur Jónsson, formaðurLH. „Það er ekki verið að ákveða sameiningu með þessari samþykkt á sameining- arkönnun því það þarf að huga að mörgum atriðum. Eg hef ákveðinn fyrirvara á þessu,“ segir Guðmund- ur. Ein samtök sterkari „Það þarf að fmna flöt á einum lög- um,“ segir Jón Albert Sigurbjöms- son, formaður HÍS. „Mér líst vel á þetta. Ein samtök eru sterkari og allt mælir með því að af sameiningu verði,“ segir hann einnig. Auk þessara tveggja aðalmála voru teknar fyrir ýmsar framfaraályktan- ir og má nefná ábendingu lands- þingsins til Bændasamtaka íslands um að dómarar á kynbótasýningum hafi ekki samráð sín á milli heldur kveði hver upp sinn dóm og reiknað verði út meðaltal. Nýliöi í stjórnina Á landsþinginu áttu 124 félagar frá 48 félögum þátttökurétt auk stjómar- manna, kynbótahrossadómara og heiðursfélaga. í stjóm LH em Guð- mundur Jónsson frá Reykjum, sem er formaður, Guðbrandur Kjartans- son frá Reykjavík, sem er varafor- maður, Jón Bergsson frá Ketilsstöö- um, Halldór Gunnarsson frá Akur- eyri, Kristmundur Halldórsson frá Kópavogi, Sigbjöm Björnsson frá Lundum í Borgarfirði og Sigurgeir Bárðarson frá Hvolsvelli sem kom í staö Sigfúsar Guðmundssonar frá Vestra-Geldingaholti. -E.J. Heimamenn eiga að ráða ferðinni - segir Kristinn H. Gunnarsson Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirði: „Fyrst og fremst eigum við að styðja við bakið á þeim ákvörðunum sem heimamenn á Flateyri taka. Það á að vera á þeirra valdi hvort þeir búa þama áfram eöa ekki. Aðrir eiga ekki að ákveða slíkt fyrir þá. Ég er ekki hlynntur slíkri forræðis- hyggju," sagði Kristinn H. Gunnars- son alþingismaður. „Við erum ekki óvön því hér á Vest- fjörðum að verða undir í baráttunni við náttúmöílin. Sjóslysin miklu hér vestra á sjöunda áratugnum em enn í fersku minni. Við búum vissulega aldrei við fullkomið öryggi, en ég óttast að þessi miklu slys á þessu ári muni veikja byggðina, a.m.k. tii skamms tíma. Ég tel alls ekki að það hafi verið mistök aö byggja aftur upp í Súða- vík. Það var ákvörðun Súðvíkinga sjálfra að vilja eiga áfram heima þar í firðinum. Okkur bar að styðja þá ákvörðun og þaö hefðu einmitt verið mistök að leggjast gegn því. Mér finnst, eftir að ég kom til Flat- eyrar á laugardaginn, að heimamenn hafi haldið mjög skynsamlega á mál- um. Ég er líka nokkuö ánægður með viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Þau em yfirvegaðri en eftir Súðavíkurslysið, bæði yfirlýsingar og ákvarðanir. Ég heyri á heimamönnum að þeir ætla sér að setja atvinnureksturinn í gang sem fyrst. Mér fmnst það skynsamlegt. Það mun styrkja byggðina á Vestfjörðum ef menn komast í gegnum þennan brimskafl á Flateyri. Ef menn hins vegar láta undan síga og brotna verulega veikir það aðrar byggðir hér vestra rneira." ÞJÓÐLEIKHÚSID Sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fid. 2/11, nokkur sæti laus, Id. 4/11, uppselt, sud. 5/11, nokkur sæti laus, sud. 12/11, upp- selt, fid. 16/11, uppselt, Id. 18/11, uppselt, Id. 25/11, nokkur sæti laus, sud. 26/11, nokkur sæti laus, fid. 30/11, nokkur sæti laus. STAKKASKIPTI eftir Guömund Steinsson Föd. 3/11, næstsiðasta sýning, Id. 11/11, síö- asta sýning. Ath. adeins þessar 2 sýningar eftir. KARDEMOMMUÐÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 4/11 kl. 14.00, uppselt, sud. 5/11 kl. 14.00, uppselt, Id. 11/11 kl. 14.00, uppselt, sud. 12/11 kl. 14.00, uppselt, Id. 18/11 kl. 14.00, örfá sæti laus, sud. 19/11, kl. 14.00, örfá sæti laus, Id. 25/11 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 26/11 kl. 14.00, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. Litla sviðið ki. 20.30. SANNURKARLMAÐUR eftirTankred Dorst Fid. 2/11, töd. 3/11, (Bd. 10/11, Id. 11/11. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Mvd. 1/11, laus sæti, Id. 4/11, uppselt, sud. 5/11, nokkur sæti laus, sud. 12/11, fid. 16/11, Id. 18/11. ATH! Sýningum fer fækkandi. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS l'kvöldmdn. 30/1 Okl. 21.00. „Uppistand og örleikrit". Gaman- mál og örverk eftir Karl Ágúst Úlfs- son, höfund leikritsins í hvitu myrkri sem frumsýnt verður á LLitla sviði Þjóðleikhússins eftir áramót. Miðasalan er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýn- ingardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10 virka daga. Greíðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 Simi miðasölu: 5511200 Simi skrifstofu: 5511204 VELKOMIN Í ÞJÓÐLEIKHÚSID! Hjónaband Þann 19. águst voru gefm saman í hjónaband í Kópavogskirkju af séra Vigfúsi Þór Ámasyni Guðrún Jóns- dóttir og Aron Árnason. Þau eru til heimilis að Logafold 21, Reykjavík. Ljósm. Nærmynd Þann 9. september voru gefin saman í hjónaband í Lágafellskirkju af séra Bjama Þór Bjarnasyni Stefanía Ólöf Hafsteinsdóttir og Pálmi Bernhards- son. Heimili þeirra er að Kaplaskjóls- vegi 29, Reykjavík. Liósm. Amdís G.B.Linn. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stórasviðkl. 20.30. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber Miðvd. 1/11, fáein sæti laus, fáar sýningar eftir.laud. 11/11 kl. 23.30. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Lau. 4/11 kl. 14, sun. 5/11 kl. 14. Lltla svið ki. 20: HVAÐ DREYMDI ÞIG, VALENTÍNA? eftir Ljúdmílu Razumovskaju Fös. 3/11, örfá sæti laus, laud. 4/11, fáein sæti laus.fös. 10/11, uppselt. Stóra svið kl. 20: TVÍSKINNUNGSÓPERAN Gamanleikrit með söngvum eftir Ágúst Guðmundsson 8. sýn. tim. 2/11, brún kort gilda, 9. sýn. lau. 4/11, blelk kort gllda. Stóra svið kl. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI ettir Dario Fo Fös. 3/11. Ath. Takmarkaður sýningarfjöldi. Samstarfsverkefni: Barflugurnar sýna á Leynibarn- umkl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright Fös. 3/11, uppselt, lau. 4/11, fáein sæti laus, fös. 10/11, laud. 11/11. Tónleikaröð LR: Aiitaf á þriðjudögum kl. 20.30. Þri. 31/10. Tónleikar - Kristinn Sigmundsson. Miðaverð 1.400 kr. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntun- um i síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar, frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. III fejUJENSKA ÓPERAN Sími 551-1475 Laud.4/11 kl. 21.00. ísienska óperan kynnir eina ástsælustu óperu Puccinis, MADAMA BUTTERFLY Frumsyning 10. nóv. kl. 20. Hátiðarsýning 12. nóv. kl. 20. 3. sýn. 17. nóv. kl. 20. Forkaupsréttur styrktarfélaga íslensku óperunnar er til 29. oktéber. Almenn mlðasala hetst 30. október. Miðasalan er opin kl. 15-19 daglega nema mánudaga, sýningardag til kl. 21. SÍMI551-1475, bréfasimi 552-7384. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.