Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 Fréttir_______________________________________________________________________________________dv Jarðeðlisfræðingcir ekki sammála um hvort byggt hafi verið á sprungum á Selfossi: Líklegt miðað við hvernig þekktar sprungur liggja - segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði - nauðsynlegt að kortleggja svæðið „Það er ekki fullkannað hvemig þetta liggur. Það eru sprungur í bæ- jarlandinu bæði austan og vestan við Selfossbæ en ekki vitað hvernig sprungukerfin liggja," segir Páll Einarsson, prófessor i jarðeðlisfræði við Háskóla íslands, sem hefur rannsakað sprungusvæðið í landi Selfossbæjar. Aðspurður irni þaö hvort byggt hafi verið á spmngum á Selfossi segir Páll að það sé líklegt. „Það veit enginn en verður að teljast líklegt miðað við hvernig þekktar spmngur liggja," segir Páll. Hann segir brýna nauðsyn bera til að kanna svæðið og ganga úr skugga um það hvar spmngur liggja. „Það er nauðsynlegt að kortleggja þetta með tilliti til skipulags og áætlana varðandi framtíöarbyggð á þessu svæði. Þarna eru þekkt upp- tök stórra skjálfta. Upptök misgeng- isins, sem valda jarðskjáltunum, liggja í gegnum bæjarlandið," segir Páll. Sigurður Þ. Ragnarsson jarðeðlis- fræðingur, sem er kennari við Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi, segir alls ekki vera ljóst að spmngu- svæði liggi um bæinn. Þrátt fyrir að spmngur hafi sést á yfirborði, við lauslega athugun, þurfi það ekki að þýða að þær nái niður fyrir hraun- ið. Þetta þurfi þó að rannsaka til hlítar. Hann segist ekki í vafa um að jarðskjálfti verði á næstunni. „Það verður Suðurlandsskjálfti á næstu árum. Það liggur þó ekkert fyrir um að það séu sprungur hér og þótt þær séu til staðar er ekkert sem segir að þær séu afturvirkar. Þetta verður allt að rannsaka og það verð- ur að gerast af einhverri alvöm og á vísindalegan hátt. Það er til staöar nauðsynleg þekking en framkvæmd- ina vantar. Það er afar brýnt að það verði gengið í það mál af krafti,“ segir Sigurður. Hann segir að Suðurlandsskjálfti muni gera boð á undan sér hvað varðar Selfyssinga. „Samkvæmt áhættukortum liggur Selfoss þar sem áhrifin munu verða mest. Hitt er annað mál aö hann er talinn verða stærstur héma austur í Landsveit þar sem talið er að hann byrji. Þar verða vísbendingar eða forskjálftar áður en menn þurfa að óttast hér á Selfossi," segir Sigurð- ur. -rt Fjölbrautaskóli Suðurlands með glervegg við sprungusvæðið: Nemendur áhyggjufullir - byggður með tilliti til Suðurlandsskjálfta, segir kennari „Hann er byggður miðað við að þola Suðurlandsskjálfta. Þá var ekki reiknað með að hann standi á spmngu enda liggur ekkert fyrir um slíkt,“ segir Sigurður Þ. Ragnars- son, jarðeðlisfræðingur og kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem stendur skammt frá spmngusvæði og hugsanlega á spmngu. Það er þó ekkert gefið en það vekur nokkra furðu að stór hluti þaksins er úr gleri. „Þetta er fáránlegt. Þetta hrynur ábyggilega allt ef kemur til jarð- skjálfta, við höfum það á tilfinning- unni. Fyrir utan hættuna af því að byggt hafi verið á sprangum þá hafa verið vandræði með að halda hér jöfnu hitastigi. Umræðan hér í skó- lanum er frekar neikvæð í sam- bandi við glerið,“ segja Ólafur Más- son og Rúnar Már Georgsson, nem- endur á verkmenntabraut, þegar DV hitti þá að máli. Þeir segja að þegar hlerar vora settir undir glerið hafi þó ástandið breyst til batnaðar hvað varðar hitastigið en sé þó ekki nógu gott. Auk þess séu dæmi um að hler- ar hafi losnað og hrunið niður. Menn em ekki á einu máli um Sigurður Þ. Ragnarsson, jarðeðlisfræðingur og kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. DV-mynd Brynjar Gauti Ólafur Másson og Rúnar Már Georgsson við glervegginn mikla í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þeir segja glerið ekki traustvekjandi og að það muni ábyggilega hrynja ef til jarðaskjálfta komi. Kennari við skólann segir hann byggðan með tilliti til hugsanlegs Suðurlandsskjálfta en ekki sé reiknað með að hann standi á sprungu. það hvort Fiölbrautaskólinn á Sel- fossi sé byggður rétt með hliðsjón af þeirri hættu sem stafar af jarð- skjálftum á svæðinu. Margir eru mjög gagnrýnir á mannvirkið sem er að miklu leyti undir glerþaki og með glervegg. Auk Fiölbrautaskólans eru fleiri byggingar í á svæði sem hugsanlega er talið vera spmngusvæði. Þar má nefna leikskóla, Gmnnskólann auk íbúöarhúsa. Ekkert er vitað um spmngur þama en flestar bygging- amar eru byggðar með tilliti til Suð- urlandsskjáifta. -rt Jarðskjálftahætta vofir yfir okkur eins og snjóflóðahætta annars staðar: Liggur fyrir að ekki er til hættumat - segir Kristján Einarsson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar „Það er Ijóst að það verður að skoða þessi mál. Við höfum verið að vinna að þessum málum þar sem við göngum út frá hugsanlegum jarðskjálftum. Það liggur fyrir að ekki er til hættumat og það þarf að byggja upp,“ segir Kristján Einars- son, framkvæmdastjóri almanna- vamanefndar Selfossbæjar, um þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið ef til Suðurlandsskjálfta kæmi. Á svæðinu á Selfossi og þar í kring era þekkt upptök jarðskjálfta. Sprungur eru á svæðinu bæði aust- an og vestan við bæinn en ekki er vitað fyrir víst hvort sprangusvæði eru innan bæjarins. Það er þó talið líklegt. Páll Halldórsson jaröeðlis- fræðingur segir að 5. september árið 1896 hafi mjög öflugur jarðskjálfti átt upptök sín nálægt Selfossi og lagt annan Selfossbæinn í rúst þar Kristján Einarsson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar, segir að ekk- ert hættumat sé til vegna jarðskjálftahættu. Líklegt er talið að Selfossbær standi að hluta á sprungusvæði og komi til jarðskjálfta getur misgengi grandað byggingum. DV-mynd Brynjar Gauti sem hjón fórust. Hann segir líklegt að einhver mannvirki á Selfossi standi á sprungum. „Það er líklegt að einhver hús hér standi á spmngum. Þetta þarf þó að skoðast af meiri nákvæmni," segir Páll. Hann segir miklar líkur á jarð- skjálfta á svæðinu en spumingin sé hvar hann eigi upptök sín. „Það hefúr ekkert gerst þama síð- an 1912. Það em nálægt 90 prósent líkur á stómm jarðskjálfta á næstu 20 ámm á Suðurlandi. Það má segja að það séu harla miklar líkur,“ seg- ir Páll. „Við vitum að Selfoss er á jarð- skjálftasvæði þar sem þekkt upptök eiga sér stað. Það er almennt mjög slæmt að byggja á svæðum þar sem em spmngur. Þetta þýðir ójafna hreyfingu á sprungubörmunum sem hreyfast ekki eins. Þetta getur því farið mjög illa með þær byggingar sem standa á sprungum," segir Páll. Kristján Einarsson segir að skoöa þurfi svæðið af mun meiri ná- kvæmni en gert hefur verið og þar megi ekkert til spara. Hann segir að aöalatriðið sé að framkvæma hættu- mat og gera áætlanir um viðbrögð í samræmi við það ef til jarðskjálfta kemur. „Við vitiun að Suðurlandsskjálft- inn kemur, það er bara spurning hvenær viö þurfum að vera tilbúin. Við hér á Selfossi erum ekkert að flytja héðan í burtu. Heldur þurfum við að læra að lifa með þeirri stað- reynd að hér er hætta á jarðskjálft- um og skipuleggja bæinn í samræmi við þær niðurstöður sem jarðvís- indamenn og aðrir, sem koma að þessu máli, komast að,“ segir Krist- ján. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.