Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 9
TVR-19 AKAI myndbandstæki með Nicam Stereo og LongPlay. SUPER INTELLIGENT - Ótrúleg myndgæði. - Sjón ersögu ríkari. TENSAI 4 hausa long play myndbandstæki með fjarstýringu og öllum aðgerðum á skjá. _ IÐSTOÐIM SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI568 9090 • OPIÐ LAUG. 10-16 Útsölustaðir: Kaupfélag Vopnfirðinga Kaupfélag Héraðsbúa, Helgi Garðars., Eskifirði, Hljómkoddinn gerir þér kleift að hlusta á útvarp, sjónvarp, segulband eða geislaspilara í steríó uppi í rúmi án þess að trufla þá sem næstir þér eru. Koddinn er miklu þægilegri en nokkur heymartól því hátalaramir sitja svo djúpt að þú fínnur aldrei fyrir þeim. Viltu hlusta á hljóðbók, eða bara ná fréttunum á miðnætti án þess að vekja maka þinn? Lausnin er hinn ofúrþægilegi Hljómkoddi. Eða bömin, þau elska líka að heyra kvöld- söguna í Hljómkoddanum. Þú getur jafnvel tengt hann við útvarps- vekjarann til að maki þinn vakni ekki þegar þú vilt fara á fætur. Það besta er eftir; hann kostar lítið meira en venjulegur koddi, aðeins 2.890.-. Heildverslunin H. ic Sími: 5651027, 896 2860. Tónspil, Neskaupsstað, Kaupfélag Rangæinga, íiljóðtækni, Selfossi, Húsg.verslun Reynisstaðir, Rafeindaþj. Guðmunaar, Grindavík, ípfélag firðine Kau Borgfirðinga Skipavík, Stykkishólmi, Hljómborg, ísafirði, Laufið, Bolungavík, Kaupfélag Skagfirðinga Ómur, Húsavík. Fatabúðin Skólavörðustíg Útlönd NYTSAMAR LAGJAFIR Claude Khazizian kemur óboðinn til hallarkirkjunnar í Friðriksborgarhöll þar sem brúðkaup Jóakims Danaprins og Alexöndru fór fram á laugardag. Á myndinni er einnig ein vinkona Jóakims. Claude var handtekinn eftir athöfn- ina. Símamynd Reuter Brúðkaup Jóakims og Alexöndru: Frönsk boðflenna lét sig ekki vanta MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 Franski háðfuglinn og boðflennan Claude Khazizian, eða Claude tíundi eins og hann er gjaman kallaður, 61 árs gamall ellilífeyrisþegi, lét sig ekki vanta við brúðkaup Jóakims prins og Alexöndru í Friðriksborg- arhöll á laugardag. Hann hafði laumast uppábúinn inn í rútu sem flutti gesti til kirkjunnar. Hann hafði ekkert boðskort en gcif að- spurður upp eitt nafnanna á gesta- listanum. í kirkjunni hjálpuðu hirð- þjónar honum að Fmna sæti og fylgdist hann í ró og spekt með at- höfninni þar sem einungis um 400 manns var boðið. Leyniþjónustu- deild-lögreglunnar fór að gruna að Claude hefði óhreint mjöl í poka- hominu og var hann handtekinn að athöfninni lokinni. Claude varð frægur þegar hann laumaðist inn í veislu í Elyséhöll þegar Chirac Frakklandsforseti tók við embætti og var með á „fjöl- skyldumynd" sem tekin var af for- setanum ásamt helstu þjóðhöfðing- um. Við yfirheyrslur hjá dönsku lög- reglunni kom í ljós að Claude hafði einnig verið við hátíðarmóttöku í Ráðhúsi Kaupmannahafnar á föstu- dag. Þá kom hann prúðbúinn með rútu að Ráðhúsinu ásamt öðrum gestum, brosti sínu breiðasta og veifaði til mannfjöldans þegar hann gekk inn. Slóst hann í for með Bene- diktu, systur Margrétar drottingar, og Ríkharði manni hennar og heils- aði upp á drottningu og brúðarpar- ið. Það var danska Ekstrablaðið sem hafði samband við Claude og spurði hvort hann væri til í að lauma sér í brúðkaupið. Sló hann strax til. Blað- ið borgaði ferðir og uppihald en ekk- ert fyrir sjálft tiltækið. Claude var látinn laus úr varð- haldi í gær og var himinlifandi með móttökumar. Talsmenn lögreglunn- ar voru pirraðir yfir að vera gabbað- ir svo illilega en gátu samt ekki lát- ið vera að brosa út í annað yfir til- tækinu. í vandræðum með hringinn Jóakim og Alexandra játuðust hvom öðru klukkan nákvæmlega 16.55 að staðartíma. Allt gekk eins og í sögu nema hvað Jóakim var of fljótur að segja já í seinna skiptið sem hann átti að svara og Al- exöndru gekk hálfUla að koma 18 karata gullhringnum á fingur Jó- akims. Eftir brúðkaupið var haldið í brúðkaupsveislu í Fredensborgar- höll sem endaði með brúðarvalsi og léttum kossi. Ritzau TENSAI myndbandstæki með fjarstýringu og öllum aðgerðum á skjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.