Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 Fréttir_______________________ Linda Árnadóttir: Hlaut fýrstu verð- laun í tískuhönnun- arsamkeppni Linda Árnadóttir, tuttugu og tveggja ára Reykvíkingur, bar sigur úr býtum í alþjóðlegu Smirnoff- tískukeppninni sem fram - fór í Höfðaborg í S-Afríku siðastliðinn fóstudag. Linda fékk í verðlaun 10 þúsund Bandaríkjadollara, eða um 650 þúsund íslenskar krónur, sem kallast námsstyrkur. Það sem vekur mesta athygli varðandi kjóla þá sem Linda hann- aði og sýndi er að þeir eru úr sútuð- um kindavömbum. í tilkynningu frá aðstandendum keppninnar segir formaður dómnefndarinnar, Joe Cassely- Heyford, að Linda hafi sýnt að hún hafi mikið vald á tækni, sköpunargáfu og sýn. Segir hann þetta vera atriði sem öllum tísku- hönnuðum séu nauðsynleg. -S.dór Sjúkrahús Reykjavíkur: Öldrunardeild flutt úr Hafn- arbúðum að Landakoti „Við vorum að flytja sjúkradeild- ina fyrir aldraða, sem við höfum haft lengi í Hafnarbúðum, að Landa- koti og sjúklingarnir voru fluttir í dag. Þetta er í tengslum við samein- ingu Borgarspítala og Landakots í Sjúkrahús Reykjavíkur," sagði Anna Birna Jensdóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri í samtali við DV í gær. Hún sagði að það væri nýbúið að gera upp húsnæði deildarinnar á Landakoti. Fyrir eru tvær aðrar deildir fyrir aldraða á Landakoti. Ein deild væri á Borgarspítalanum. Hvítabandið er öldrunarsjúkrahús og loks er dagdeild áfram í Hafnar- búðum. „Eins og á þessu sést er hér um allumfangsmikla öldrunarþjónustu að ræða hjá okkur,“ sagði Anna Birna. -S.dór Nauðungarsala á lausafé Eftir kröfu Sameinaða lifeyrissjóðsins fer fram nauðungarsala á eftirfarandi lausafé, tal. eign Byggingameistarans hf.: Stálvirkja spónlagningarþressa, Holster kantlímingarvél, Casady sög/fræsari og Grass dílaborvél. Nauðung- arsalan fer fram þar sem lausaféð er staðsett, að Súðarvogi 26, Reykjavík, þriðjudaginn 28. nóvember 1995 kl. 11.00. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn i Reykjavík FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 -108 Reykjavik - Sími: 588 8500 - Fax: 588 6270 Heimaþjónusta Fólk vantar til starfa við félagslega heimaþjónustu aldraðra á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Flelga Jörgensen, deildarstjóri við Fé- lags- og þjónustumiðstöðina að Vitatorgi, Lindargötu 59, í síma 561 0300. Styrkir til háskólanáms I Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð bjóða fram eftirtalda styrki handa íslendingum til háskólanáms í þessum löndum námsárið 1996-97. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 8-9 mánaða námsdvöl en til greina ksmur að skipta þeim ef henta þykir. Til náms í Danmörku eru boðnir fram fjórir styrkir. Styrkfjár- hæðin er 4.260 d. kr. á mánuði. Til náms í Finnlandi er boðinn fram einn styrkur til háskóla- náms eða rannsóknarstarfa. Styrkfjárhæð er 4.000 finnsk mörk á mánuði. Til náms í Noregi er einnig boðinn fram einn styrkur. Styrkfjárhæð er 5.700 n. kr. á mánuði og skulu umsækjend- ur að öðru jöfnu vera yngri en 35 ára. Til náms í Svíþjóð er boðinn fram einn styrkur til háskóla- náms og tveir til vísindalegs sérnáms. Styrkfjárhæðin er 7.000 s. kr. á mánuði. Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskír- teina og meðmælum, skulu sendar til menntamálaráðu- neytisins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 29. desemb- er nk. Sérstök eyðublöð og nánari upplýsingar fást í afgreiðslu ráðuneytisins á 1. hæð að Sölvhólsgötu 4. Menntamálaráðuneytið, 16. nóvember 1995 '?■ >. ■ . , J i , £ 0", WK' Leikrit Eugene Ionesco er mörgum íslendingum vel kunn, einkum þeim sem muna uppfærslur þeirra frá árum áður. Frægustu verk hans, eins og Kennslu- stundin, Stólarnir, Nashymingamir og Sköllótta söngkonan, eru samin á sjötta áratugnum og rötuðu á svið leikhúsanna hér heima á miklu gróskuskeiði upp úr 1960. í Kennslustundinni dregur Ionesco dár að innan- tómum orðræðum, kenningasmið, sem einkennist af takmörkun hugarflugsins og gagnslitlum lærdómi þar sem maður lærir meira og meira um minna og minna. Textinn er meinhæðinn og tekur fáránlegar koll- steypur, en raðast engu að síður í ákveðið mynstur. Niðurstaðan vísar langt út fyrir samskipti prófessors- ins og nemandans á sviðinu. Það er hægt að setja þessa viðureign í víðara samhengi og lesa út úr henni skírskotanir um vald og kúgun en svo er lfka hægt að láta slíkar pælingar eiga sig og njóta orðræðunnar eins og hún kemur fyrir. Það er engin tilviljun að uppfærsla á þessum ein- þáttungi hefur gengið í nærri 40 ár samfleytt í París. í fjölmennara samfélagi en hér i Reykjavík gætu þau Gísli Rúnar og Steinunn Ólína líka sjálfsagt leikið hlutverk sin um margra ára skeið því að samspil þeirra er hreint með eindæmum vel heppnað og upp- setningin góð. Aðstaðan í Kaffileikhúsinu setur uppsetningum þar ákveðinn ramma, ytri umbúnaður hlýtur alltaf að vera þar í lágmarki og tæknibrellum verður ekki við komið. Á hinn bóginn er að skapast þar áhugavert samhengi í vinnubrögðum og í viðfangsefni eins og Kennslustundinni nýtur hin hreina og tæra leiklist sín til fulls. Leikstjóm Bríetar Héðinsdóttur er vandlega út- hugsuð, fáránleiki og fyndni fá að njóta sín þó að túlkunin skammti áhorfandanum um leið nákvæm- lega útmældan skammt af þeirri ógn sem smám sam- an stigmagnast í samskiptum persónanna. Leiklist Auður Eydal Þó fannst mér jaðra við oftúlkun í átakaatriðinu á milli prófessorsins og stúlkunnar og útfærslan þar eitthvað á skjön við annað. Gísli Rúnar Jónsson er magnaður í hlutverki pró- fessorsins. Hann dansar á hárflnni línu á milli skops og fáránleika en undir niðri kraumar brjálsemin. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur lika öragg tök á túlkun nemandans námfúsa og útfærir hlutverkið listilega. Þá er ótalin Guðrún Stephensen sem leikur ráðs- konuna og fer þar á kostum. Hlutverkið býður upp á ákveðinn fáránleika og Guðrún nýtir það án þess að ofgera. Þetta er sýning sem enginn er svikinn af og óhætt að hvetja fólk til að leggja leið sína í Kaffileikhúsið. Kaffileikhúsið sýnir: Kennslustundina eftir Eugéne lonesco Þýðendur: Gísli Rúnar Jónsson og Þorsteinn Þorsteinsson Tæknistjóri: Björgvin Gíslason Ljósahönnun: Sigurður Kaiser Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir Steinunn Olína Þorsteinsdóttir, Guðrún Stephensen og Gísli Rúnar Jónsson í hlutverkum sínum. Mögnuð Kennslustund •• 903 • 5670 •• D1 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.