Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 Sandkorn Þrettán stykki Frétt DV á dög- unum um þjóf í litlu bæjarfélagi á landsbyggö- inni, sem hald- inn var þeirri áráttu að safna kvenmannsnær- fótum, vakti nokkra athygli aö vonum. Voru margar konur á áthafnasvæði : hans orðnar hálfklæðalitlar en sá þjófótti sat hins vegar í híbýlum sínum með mikið magn nærfata þeirra. Norður á Húsavík velti hagyrðingur nokkur fyrir sér athæfi mannsins og í Degi kom þessi kveðskapur hans af þessu tilefni á prent: Á sig mikið leggja mega, margan daginn fram á kvöld þessir menn sem þurfa að eiga, þrettán stykki bijóstahöld. Konur og hundar Tíminn sagði frá því á dögun- um að á Muirfi- eld-golfvellinum í Skotlandi væru athyglis- verðar reglur í gildi um þá sem þángaðkoma. M.a. var þess getið að í regl- uniun væri það sérstaklega tek- ið fram að kon- um væri óheimilt að snæða í klúbb- húsinu og þeim væri óheimilt að leika á golfvellinum nema í fylgd með karlmanni. Þessar reglur munu ekkert einsdæmi í Skotlandi enda virðist sem forráöamönnum ýmissa golfvalla þar í landi sé sérstaklega annt um að tveimur dýrategundum sé haldið frá völlum þeirra. Nokkuð víða á þessum völlum munu nefni- lega hanga uppi skilti á áberandi stöðum sem banna konum og hirnd- um aðgang. Kylfusveinar Höldum okkur áfram við golf- ið. Þeir sem sjá um að draga golfkerrurfyrir aöra og meiri spámenn á golf- völlunum ganga undir ýmsum nöfh- um, s.s. burðar- dýr, kerru- sveinar eða kylfusveinar, og af þeim eru til margar skemmti- legar sögur. Einn þeirra sem dró golfáhöldin fyrir fremur slakan kylfing var t.d. alltaf aö líta á úriö sitt. „Kylfusveinn! Hvers vegna ertu alltaf að líta á úriö þitt?“ kallaði kylfingurinn til hans. „Þetta er ekki úr, herra, þetta er áttaviti," var svarið. Annar kylfingur sagði við kylfusvein sinn: „Þú er án efa versti kylfúsveinn í heimi.“ „Ég efa það,“ svaraði kylfusveinninn, „það væri allt of mikil tilviljun." „Álvers- farsinn" Kínversk sendi- nefnd var á ferð i Eyjafirði fyrir helgina og kannaði m.a. Dysnes i Arnar- neshreppi þar sem áður hefur verið rætt um að staösefja ál- ver. Ekki er laust við að hroll setti að mörgum, ekki vegna áhuga Kínverjanna á að setja þar niður álver, kmmi hann að vera fyrir hendi, heldur vegna þess að þurfa e.t.v. að nýju að ganga i gegn- um alla þá umræðu um hugsanlegt álver í firðinum sem fram fór fyrir nokkrum árum. Sú umræða öll var hin stórkostlega, þótt flestir hafi verið sammála um að allan tímann hafi verið ákveðið að reisa það ál- ver sem rætt var um á þeim tíma á Suðurnesjum. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Fréttir Landlæknir vill nýjan sjóð vegna læknamistaka: Bæti sjúklingum tjón „Þessir sjóðir eru til erlendis og bæta sjúklingum þegar þeir verða fyrir tjóni, hvort sem um er að ræða mistök eða óhappatilvik. Þessi tjón verða einna helst á okk- ar hátæknisjúkrahúsum þar sem aðgerðir eru viðamiklar og fjöldi manns kemur þar að. Því getur orðið erfitt að sanna með vissu hvort um er að ræða mistök eða slys,“ segir Ólafur Ólafsson land- læknir um sérstakan sjóð sem hann vill að tryggi hagsmuni sjúklinga. Ólafur segir að þarna sé um að ræða útvíkkun á Slysasjóði sjúk- linga sem stofnaður var 1989, m.a. að tilhlutan Karvels Pálmasonar, fyrrum alþingismanns. Hann segir að hugmyndin sé sú að sjúkra- stofnanir fjármagni sjóðinn með aðildargjöldum. „Eins og ástandið er í dag þá er nauðsynlegt að læknar tryggi sig hver og einn gegn mistökum eða óhöppum," segir Ólafur. -rt /995, 1996 OG 1997 HJA REKSTRARAÐILUNI SEM FJÁRFESTA FYRIR ÁRAMÓT* Með Kjörleiðum Glitnis getur þú fjárfest í þeim tækjum sem henta rekstrinum og nýtt þér heimildir til aukaafskrifta skv. lögum frá Alþingi nr. 147/1994. Ráðgjafar Glitnis eru sérfróðir um hvemig rekstraraðilar geta nýtt sér þessar heimildir. Þórður Kr. Jóhannesson Sigfús Á. Kárason Sigurður L. Sævarsson ráðgjafi ráðgjafí ráðgjafi Hafðu samband og kynntu þér málið. GUtnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10 *Ekki má mynda rekstrartap vegna afskriftanna né fresta yfirfærslu rekstrartaps frá fyrri árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.