Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: httpJ/www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasðluverð 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk. Rannsóknir og hættumat íslendingar hafa vaknað upp við vondan draum á þessu ári. Hamfarimar á Flateyri og Súðavík hafa sýnt að byggt hefur verið á hættusvæði og það hefur kostað fjölda manns lífið. DV birti fréttir í síðustu viku um norska skýrslu er sýndi raunhæft hættumat á Flateyri. Sú skýrsla. var geymd í skúffum og kom ekki til umræðu. Hluti byggðar víða á landinu, á VestQörðum, Norður- landi og Austfjörðum, er í hættu vegna snjóflóða. Rann- sókn á hveijum stað er nauðsynleg og um leið úrbætur. Tryggja verður öryggi íbúanna. En byggð á íslandi stafar hætta af fleiru en snjóflóðum. í úttekt í DV í dag segir að sagan kenni okkur að tvennt sé öruggt hérlendis með reglulegu millibili, annars veg- ar snjóflóð og hins vegar jarðskjálftar. Fram kemur að jarðeðlisfræðingar spá Suðurlandsskjálfta á næstu árum. Taldar eru 90 prósent líkur á að skjálftinn verði innan 20 ára. Suðurland er mesta jarðskjálftasvæði landsins og skjálftar þar geta orðið stórir. En það er eins með jarð- skjálftana og snjóflóðin, viðbúnaður og hættumat er í lágmarki. Þegar litið er til Suðurlandsskjálfta kemur Selfoss fyrst upp í hugann. Þar eru þekkt upptök jarðskjálfta. Sprungur eru á svæðinu, bæði vestan og austan við byggðina. Ekki er vitað hvort sprungusvæði er innan bæjarins en það er þó talið líklegt. Páll Halldórsson jarð- eðlisfræðingur segir líklegt að einhver hús á Selfossi standi á sprungum. Hann segir almennt mjög slæmt að byggja á svæðum þar sem eru sprungur. í jarðskjálfta verði ójöfii hreyfmg á sprungubörmum. Það geti farið mjög illa með byggingar sem á þeim standa. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisffæði við Háskóla íslands, segir brýna nauðsyn bera til þess að rannsaka og kortleggja sprungusvæðið við Selfoss með tilliti til skipu- lags og áætlana úm framtíðarbyggð á þessu svæði. Pró- fessorinn segir upptök misgengisins, sem valdi jarð- skjálftanum, liggja í gegnum bæjarlandið á Selfossi. Jarðeðlisfræðingamir hvetja til rannsókna á sprung- um í bænum og í sama streng tekur Kristján Einarsson, framkvæmdastjóri almannavamanefndar Selfossbæjar. Hann segir að hættumat liggi ekki fyrir og það þurfi að vinna. „Við vitum að Suðurlandsskjálftinn kemur, það er bara spuming hvenær við þurfum að vera tilbúin,“ seg- ir ffamkvæmdastjóri almannavamanefhdar Selfoss en bætir við: „Viö hér á Selfossi erum ekkert að fLytja héð- an burtu. Heldur þurfum við að læra að lifa með þeirri staðreynd að hér er hætta á jarðskjálftum og skipuleggja bæinn í samræmi við þær niðurstöður sem jarðvísinda- menn og aðrir, sem koma að þessii máli, komast að.“ Undir þetta skal tekið. Hér er ekki verið að reka neinn hræðsluáróður heldur hvetja menn til vísindalegra rann- sókna og varúðarráðstafana í framhaldi af þeim. Við eig- um hæfa vísindamenn til þess að sinna þessum rann- sóknum. Rannsóknir á snjóflóða- og jarðskjálftasvæðum víða um land kosta peninga en það fé verður að koma úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Sú vinna er fljót að borga sig ef koma má í veg fyrir tjón eins og við höfúm orðið fyrir á þessu ári. Mest um vert er þó að tryggja ör- yggi fólksins. í umræðum vegna snjóflóðanna mannskæðu hefur komið í ljós að hætta vegna hugsanlegra náttúruhamfara hefur verið vanmetin eða að meintir hagsmunir hafa komið í veg fyrir umræðu og aðgerðir. Dæmin hörmu- legu sýna okkur að það getum við ekki leyft okkur. Því er aðgerða þörf. Jónas Haraldsson Á sumum stöðum ó landinu virðast bændur eiga mjólkurbúin, sums staðar bændur og neytendur, á enn öðr- um stöðum kaupfélögin..., segir m.a. f grein Jóhannesar. Milljarðar í einskis- manns landi Meðan fjármálaráðherra leggur upp með það markmið að skila fjárlögum næsta árs með „aðeins" 4 milijarða króna halla liggja mikl- ir fjármunir á vergangi. Fjármun- ir sem enginn veit hver er eigandi að. Hér á ég við mjólkurbúin í landinu. Tillaga mín er að þessi fyrirtæki, eigendalaus mjólkurbú- in, verðí að þjóðareign og þeim breytt í hlutafélög í eigu aUs al- mennings. Væntanlega gæti Frið- rik Sophusson nýtt þessi munaðar- lausu verðmæti til aö fjármagna búvörusamninginn og um leið að minnka fjárlagagatið verulega, um 3 milljarða á ári næstu fjögur árin að ég best fæ séð. Vafi á eignarhaldi Nú kunna ýmsir að telja að hér sé um ranghermi að ræða. Allt er einhveijum eignað, þar á meðal mjólkuriðnaðurinn á íslandi. Svo er þó ekki. Mikill vafi leikur á eignarhaldi mjólkurbúanna, svo mikill að þessi iðnaður hlýtur að teljast eign allrar þjóöarinnar, ekki tiltekinna afla, sem hafa þó sölsaö undir sig eignir og völd á afar hæpnum forsendum. Togstreitan um eignaraðildina hef- ur valdiö misklið i ýmsum héruð- um. Nú er lag aö nýta mjólkurbúin í þágu allra landsmanna og um það verður að nást þjóöarsátt. Það yrði öllum til heilla. Einkennileg samsuða Mjólkurbú landsins eru fyrir- tæki með eigið fé upp á 8 milljarða króna. Án efa yrði söluverðmætið til muna hærra þegar þau koma á frjálsan hlutabréfamarkað. Sala bréfanna þyrfti að vera á breiðum grundvelli þannig að margir gætu komið að málinu. Viöskiptamenn mjólkuriðnaðarins eru bókstaflega hvert einasta heimili í landinu. Enginn veit með vissu hver á þessi fyrirtæki. Á sumum stöðum Kjallarinn Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónusi á landinu virðast bændur eiga mjólkurbúin, sums staðar bændur og neytendur, á enn öðrum stöðum eru kaupfélögin sögð eiga þau, en eins og í ljós kom í Borgamesi eru mikil áhöld um hvað var hvers. Sama er uppi á teningnum í Skagafirði og hjá KEA. Þar eigá neytendur og bændur, allir félagar í KEA, mjólkurbúið. Eða hvað? Hver á Mjólkursamsöluna í Reykjavík? Eða Mjólkurbú Flóa- manna? Eða Osta- og smjörsölima? Ekki bændur. Ekki neytendur á þéttbýlasta svæði landsins. Ekki kaupfélögin. En hver á þessar miklu eignir? Rekstrarform mjólkurbúanna er einkennileg samsuða. Þegar upp er staðið hefur þessum rekstri ver- ið jafnað út. En hvort eitt mjólkur- bú gengur betrn- en annað er afar óljóst. „Eigendur" geta ekki selt „eignaraðild" sína, þeir hafa ekk- ert í höndum til að sanna hana. Kerfið er „svínarí" Hér er í raun um að ræða duld- ar eigur á einskismanns landi. Nú gefst tækifæri til að nýta þetta fé, sem enginn eða allir eiga, í þágu allrar þjóðarinnar. Þama skapast grundvöllur og þjóðarsátt um að eignimar komi fram og nýtist þá þjóðinni í heild. Þetta gæti snar- lagað hallann á ríkissjóði og bætt rekstur mjólkuriðnaðarins og er þá til nokkurs að vinna. Ég var að lesa það í norsku við- skiptablaði að þar í landi væri ver- ið að brjóta upp þessa einokun og það var í fyrsta skipti í heila öld sem ráðist var gegn þessu mónó- póli sem Norömenn kaila „sikke noet svineri". Ég held að ungir bændur átti sig vel á því að núverandi kerfi geng- ur ekki. Gagnvart þeim og öðmm er það „svínarí". Þeir vilja horfa fram í framtíðina og vilja vita hverjir það era í raun sem þeir eiga viðskipti við. Og þeir vilja vita hvar þeir standa gagnvart „fyrirtækjum bænda“. Jóhannes Jónsson „Nú gefst tækifæri til að nýta þetta fé, sem enginn eða allir eiga, í þágu allrar þjóðarinnar. Þarna skapast grundvöllur og þjóðarsátt um ^ð eignirnar komi fram og nýtist þá þjóðinni í heild.“ Skoðanir annarra Greiðslubyrði í námslánakerfinu „Mikil greiðslubyrði er án efa einn versti fylgi- fiskur núverandi námslánakerfis. Ætla má að flest- ir geti verið sammála um að fyrirkomulag sem krefst þess að fólk greiði allt að tæplega tíunda hluta ráðstöfunartekna sinna í afborganir og vexti að námi loknu þarfnist gaumgæfilegrar endurskoðun- ar... Núverandi fyrirkomulag er einungis viöbót við þá óhóflegu tekjutengingu sem ríkir hér á landi á öllum sviðum." Sverrir H. Geirmundsson hagfr. i 44. tbl. Vísbendingar. Fjandskapur frændþjóða „Deilurnar um veiðiréttindi í Smugunni í Bar- entshafi og á Svalbarðasvæðinu hafa reynt mjög á gott samband milli Norðmanna og íslendinga. Þegar þar viö bætist yfirgangur eins og sá sem Norðmenn sýna með einhliða ákvörðun um kvóta og skiptingu aflaheimilda í síldarsmugunni úr stofhi sem til þessa hefur verið talinn sameign þjóðanna lýsir það fjandskap og fyrirlitnin'gu fremur en góðum sam- skiptum gamalla vinaþjóða... Hér er um meira að tefla en einhverjar þúsundir tonna af þorski og síld. Vináttuböndin sem tengt hafa íslendinga og Norð- menn í gegnum aldimar mega ekki slitna vegna eig- ingjaraar skammtímastefhu i fiskveiðimálum." Úr forystugrein Tímans 17. nóv. Forsjárhyggjan „Það er forsenda þess að lýðræðislegt samfélag þrífist að einstaklingar sem teljast fullorðnir sam- kvæmt lögum fái ráðiö sínu lífi sjálfir án sífefldra afskipta ríkisvaldsins af jafnvel þeirra smæstu at- höfnum. Forsjárhyggja þeirra sem telja aö stöðugt verði að hafa vit fyrir fólki því þaö geti ekki hugsað sjálft er því ekki einungis móðgun við þá einstakl- inga sem veröa fyrir barði hennar heldur hefur hún beinlínis skaðleg áhrif á þróun samfélagsins með því að draga úr frumkvæði og sjálfstæðri hugsun." Elsa B. Valsdóttir í Mbl. 17. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.