Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 30
42 !§§á Afmæli ______________ Hanna Bachmann Hanna Bachmann kennslufull- trúi, Háteigsvegi 26, Reykjavík, er sextug í dag. Starfsferill Hanna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við KÍ 1948-57, við MH 1978, við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá 1979 og lauk þaðan stúdentsprófi 1984 og lauk BA-prófi í bókmennt- um og ensku frá HÍ 1987. Hanna starfaði á skrifstofu borgarstjóra 1954-58, við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1961-70, stundaði eigin atvinnu- rekstur 1970-79, starfaði við Þýð- ingastöð Orðabókar HÍ 1987-93 og hefur verið kennslufulltrúi við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands frá 1993. Hanna starfaði mikið með Mál- freyjusamtökunum á árunum 1980-89 og var þá m.a. deildarfor- seti þar, gjaldkeri og ritari, er stofnfélagi í Sinawik í Reykjavík, situr þar í stjórn og hefur verið þar ritari og gjaldkeri auk þess sem hún er nú varaformaður Landssambands Sinawik. Fjölskylda Hanna giftist 9.2. 1957 Jóni K. Ólafssyni, f. 7.5.1935, rekstrarráð- gjafa. Hann er sonur Ólafs Guð- laugssonar hótelhaldara og Ingi- bjargar Jónsdóttur húsmóður. Dætur Hönnu og Jóns eru Halla Jónsdóttir, f. 8.6.1954, hug- myndasagnfræðingur og deildar- stjóri á Biskupsstofu, gift Gunnari E. Finnbogasyni, lektor við KHÍ, og eiga þau tvö börn; Inga Jóns- dóttir, f. 29.4. 1957, flugfreyja, gift Ottó Guðmundssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau tvö böm. Systkini.Hönnu eru dr. med. Jón S. Hallgrímsson, f. 15.1. 1924, læknir; Halla Bachmann, f. 7.9. 1925, d. 2.8. 1994, kristinboði; Helgi Bachmann, f. 22.2. 1930; Helga Bachmann, f. 24.7.1931, leikkona i Reykjavík. Foreldrar Hönnu voru Hall- grímur Bachmann, f. 4.7.1897, d. 1.12. 1969, ljósameistari Þjóðleik- hússins, og k.h., Guðrún Jónsdótt- ir Bachmann, f. 24.11. 1890, d. 16.4. 1983, húsmóðir og klæðskeri. Ætt Hallgrímur var sonur Jóns Bachmann, b. í Steinsholti, bróð- ur Borgþórs, fóður leikkvenn- anna, Önnu, Þóru og Emelíu Borg. Jón var sonur Jósefs, b. í Skipanesi, Magnússonar og Hall- dóru Guðlaugsdóttur, b. á Geita- gerði, Sveinbjörnssonar. Móðir Halldóru var Sigríður Bachmann, systir Ingileifar, móður Hallgríms landsbókavarðar. Hálfbróðir Sig- ríðar var Jón Borgfirðingur, afi Agnars Klemenzar Jónssonar ráðuneytisstjóra. Sigríður var dóttir Jóns Bachmann, prests á Klausturhólum, Hallgrímssonar, læknis í Bjarnarhöfn og ættföður Bachmann-ættarinnar. Móðir Jóns var Halldóra Skúladóttir landfógeta Magnússonar. Móðir Sigríðar var Ragnhildur Bjöms- dóttir, systir Sigurðar Thorgríms- sonar landfógeta. Móðir Hailgríms ljósameistara var Hallfríður ljósmóðir Einars- dóttir, útvegsb. í Nýjabæ á Akra- nesi, Einarssonar, útvegb. þar, Þorvarðar-sonar. Móðir Hallfríðar var Ingibjörg, dóttir Ingjalds, b. á Bakka, Ingjaldssonar, og Margrét- ar Bjarnadóttur frá Brekku á Kjalarnesi. Meðal bræðra Guðrúnar var Gísli alþm. og Guðmundur Kamb- an rithöfundur. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Litlabæ á Álftanesi, hálfbróður Stefáns, foður Eggerts söngvara og Sigvalda Kaldalóns. Jón var sonur Hallgríms, b. í Smiðjuhóli á Mýmm, Jónssonar og Guðrúnar, systur Stefáns, langafa Gauks Jömndssonar. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Höll í Þverárhlíð, bróður Eggerts, langafa Jens Waage, fóöur Indriða leikara, föður Hákonar leikara. Jón var sonur Guðmundar, b. á Arnarhóli í Reykjavík, Vigfússon- ar, og Guðrúnar Þorbjömsdóttur ríka, ættföður Skildinganesættar- Hanna Bachmann. innar, Bjarnasonar. Móðir Þor- bjöms var Guðríður Tómasdóttir, ættfóður Arnarhólsættarinnar, Bergsteinssonar. Móðir Guðrúnar í Smiðjuhóli var Halldóra Auð- unsdóttir, systír Björns, sýslu- manns í Hvammi, ættföður Blön- dal-ættarinnar. Móðir Guðrúnar klæðskera var Guðný Jónsdóttir, b. í Grashúsum á Álftanesi, Páls- sonar. Ásgeir Ólafur Sigurðsson Asgeir Olafur Sigurðsson, fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður, Lindargötu 57, Reykjavík, er átt- ræður í dag. Starfsferill Ásgeir fæddist á Kollafjarðar- nesi í Tungusveit i Strandasýslu og ólst upp á Kollafjarðamesi til tíu ára aldurs. Hann var síðan snúningspiltur og vinnumaður í Kollafirði og í Tungusveit. Ásgeir byrjaði þrettán ára til sjós og var síðan sjómaður í Hólmavík frá 1945. Hann sótti síð- an sjóinn á sínum eigin bátum og fékk skipstjóraréttindi 1961. Ásgeir flutti til Reykjavíkur 1978 og vann m.a. við saltfiskverk- un, næturvörslu í Laugardalnum 1979-84 og á verkstæði Blindrafé- lagsins 1984-88. Ásgeir var heiðraður á sjó- mannadaginn 1993. Fjölskylda Ásgeir kvæntist 15.1. 1950 Rann- veigu Guðriði Halldórsdóttur, f. 30.8. 1921, d. 2.7. 1973, húsmóður. Hún var dóttir Halldórs Ingi- mundar Borgarssonar, b. á Tyrðil- mýri á Snæfjallaströnd, og k.h., Svövu Guðmundsdóttur húsfreyju. Börn Ásgeirs og Rannveigar era Svava Halldóra, f. 16.8.1949, sjúkraliði á Akureyri og eru böm hennar Sif, Ásgeir, Hlynur, Sindri og Silva Rannveig; Sigrún, f. 10.11. 1951, leikskólakennari í Kópavogi, og eru börn hennar Agnes Hólm, Reynir Hólm og Ró- bert Hólm; Ásgeir Ragnar, f. 10.6. 1953, bifreiðarstjóri í Reykjavík, og er sonur hans Sigurður Gunn- ar og stjúpsonur hans er Ragnar Friðberg; Heiðrún, f. 11.12. 1958, húsmóðir í Reykjavík, en synir hennar eru Svanur Þór, Guðjón Elvar, Hafþór Már og Heiðar Berg. Rannveig átti dóttur fyrir hjónaband, Erlu, f. 30.5.1943, en böm hennar era Gunnar Þór, Steinunn Oddný og Víðir. Systkini Asgeirs eru: Kristin, húsmóðir í Bolungarvík; Sigrún, húsmóðir á ísfirði; Guðbjörg, hús- móðir í Miðhúsum í Kollafirði. Systkini Ásgeirs, samfeðra, sem öll eru látin, vora Magnús, bjó í Bolungarvík; Guðbjörg; Jóhann, d. 1930, bjó í Bolungarvík; Guð- mundur, d. 1912, bjó á ísafirði, Guðrún, var matsölukona í Reykjavik; Ámi, b. á Álftanesi; Jón, bjó á Akmaesi. Foreldrar Ásgeirs eru: Sigurður Gísli Magnússon, f. 1. ágúst 1856, d. 2. júlí 1939, b. í Vonarholti í Tungusveit, og seinni kona hans, Kristrún Jónsdóttir, f. 27. septem- ber 1879. Ætt Meðal föðursystkina Ásgeirs vora Jóhanna Sigríður, móðir Guðjóns, b. í Arnkötludal, föður Guðmundar, skriftarkennara í Rvík. Önnur föðursystir Ásgeirs var Guðbjörg, móðir Guðrúnar Jóhönnu, móður lögregluþjónanna Kristins og Guðmundar Óskars- sona. Sigurður var sonur Magnús- ar, b. í Vonarholti, bróður Guð- laugar, ömmu Snorra skálds og Torfa, fyrrv. tollstjóra, Hjartar- sona. Magnús var sonur Zakarías- ar, b. á Heydalsá, Jóhannssonar, prests í Garpsdal, Bergsteinsson- ar, föður Guðrúnar, konu Eyjólfs Einarssonar „eyjajarls”, ættfor- eídra Svefneyjarættarinnar. Önn- ur dóttir Jóhanns var Þórunn, móðir Guðbrands Sturlaugssonar, b. í Hvítadal í Saurbæ, föður Helgu, móður Haraldar Böðvars- sonar, útgerðarmanns á Akranesi. Móðir Sigurðar Gísla var Guð- rún Sigurðardóttir, b. á Borgum í Hrútafirði, Jónssonar og konu hans, Ingibjargar, systur Guðríð- ar, ömmu Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds á Siglufirði. Ingibjörg var dóttir Þorsteins, prests á Staðarhrauni, Einarsson- ar, prests á Reynivöllum, Torfa- sonar, prófasts á Reynivöllum, Halldórssonar, bróður Jóns, Ásgeir Ólafur Sigurðsson. vígslubiskups og fræðimanns, í Hítardal, föður Finns, biskups í Skálholti. Guðbjörg var dóttir Jóns, b. í Arnkötludal, Jónatanssonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, b. í Kirkjubóli, Þórðarsonar. Ásgeir Ólafur er að heiman. Til hamingju með af- mælið 20. nóvember 80 ára Sigurbjört Kristjánsdóttir, Móakoti, Stokkseyrarhreppi. 75 ára 60 ára Bryndís Dóra Þorleifsdóttir, Hjálmholti 8, Reykjavík. Hreinn S. Hjartarson, Unufelli 50, Reykjavík. Sigurlín Gunnarsdóttir, Árskógum 8, Reykjavík. Magnús Þ. Jónsson, Laugamesvegi 104, Reykjavík. Hjördís Jósefsdóttir, Ferjubakka 14, Reykjavík. Guðmundur Viggó Ólafsson, Kóngsbakka 8, Reykjavík. Laufey Svala Kortsdóttir, Víkurbraut 13, Sandgerði. 70 ára Hinrik Albertsson, Ölduslóð 17, Hafnarfirði. Steinunn H. Berndsen, Rauðagerði 16, Reykjavík. 50 ára Sóley Olgeirsdóttir, Akralandi 3, Reykjavík. 40 ára Pétur Daníelsson, Höfðabraut 11, Hvammstanga. Júlíus Sigurðsson, Kögurseli 14, Reykjavík. Ragnheiður Bragadóttir, Fiskakvísl 3, Reykjavík. Daði Jóhannesson, Silfurgötu 10, Stykkishólmi. Gunnar Einarsson, Lindasmára 43, Kópavogi. Herborg Sigfúsdóttir, Skógarhlið 18, Glæsibæjarhreppi. Læknavaktin 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín. íjj Apótek _3j Gengi Menning Upphafning Sinfóníuhljómsveit Islands hélt tónleika í Hall- grímskirkju sl. fimmtudag. Voru þetta fyrstu tónleik- arnir í blárri áskriftarröð sveitarinnar. Tónleikarnir hófust á Maurerische Trauermusik eft- ir Wolfgang Amadeus Mozart. Verkið er skrifað fyrir tréblásara og strengi, en tilefni samningar þess var frá- fall tveggja mætra og háttsettra reglubræðra í frímúr- arareglunni. Hljómsveitin, undir stjórn Osmos Vánskás, flutti verkið á sérlega fallegan en um leið látlausan hátt. Tónlist Áskell Másson Einleikari kvöldsins var Helga Þórarinsdóttir víólu- leikari og lék hún verkið Lachrymae fyrir víólu og strengi op. 48 eftir Benjamin Britten. Þetta verk var samið fyrir víóluleikarann William Primrose til flutnings á Aldenburgh-listahátíðinni. Sönglög eftir John Dowland endurspeglast í tónsmíð- inni, sem var upphaflega samin fyrir víólu og píanó. Þetta er falleg og angurvær músík og lék Helga ein- leikinn af öryggi og næmri tilfinningu. Osmo og hljóm- sveitin fylgdu henni frábærlega eftir í góðum flutningi þessa verks Síðasta verkið á efnisskránni að þessu sinni var Sin- fónía nr. 3, fyrir sópran og hljómsveit, op. 36, eftir Hen- ryk Mikolaj Górecki. Einsöngvari með hljómsveitinni var Sigrún Hjálmtýsdóttir. Þessi 45 mínútna langa sin- fónía er ákaflega sérstætt tónverk. Einfaldleikinn er Heiga Þórarinsdóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir víóluleikari. söng einsöng. slíkur að oftsinnis er sem tíminn standi í stað. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta verk síðan það var frumflutt í apríl 1977 á ISCM-tónlistarhátíðinni í Roy- an og sýnist sitt hverjum. Verkið kom út á geislaplötu, sem seldist fljótlega í milljónaupplagi, sem er nánast einsdæmi hvað nútímatónverk varðar. Textinn í verkinu fjallar um móður sem harmar son sinn sem hafði verið myrtur og hvers lík finnst ekki. Söngur Diddúar var mjög áhrifamikill og flutningur hennar og hljómsveitarinnar á verkinu var ægifagur og upphafinn. Þess má geta í lokin að verkin þrjú á þessum tónleikum voru öll þannig að gerð að hljóm- uðu sérlega fallega í Hallgrímskirkju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.