Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 39 Fréttir Ríkissjóður afskrifar 28 milljarða á 5 árum: Að stórum hluta áætl- anir og dráttarvextir - segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í svari Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra við fyrirspum Jó- hönnu Sigurðardóttur, formanns Þjóðvaka, um afskriftir rikissjóðs á sköttum og gjöldum, sem ekki hefur tekist að innheimta undanfarin ár, kemur fram að þær nema 27,7 millj- örðum króna árin 1990 til 1994 fram- reiknað til ársins 1994. Árið 1990 er upphæðin 4,6 millj- arðar, árið 1991 eru það 2,7 milljarð- ar, árið 1992 eru það 4,9 milljarðar, árið 1993 eru það 9,0 milljarðar og 1994 em það 6,4 milljarðar. Upphæð- in fyrir árið 1993 er uppsöfnun nokkurra ára sem þar er tekin inn. „Að stórum hluta til má rekja þessar töpuðu tekjur ríkissjóðs til þess að skattstjórar og tollstjórar áætla gjöld og skatta, sem í raun og veru ekkert er á bak við. Áætlunin er gerð vegna þess að menn hafa hætt að skila inn framtölum. Þetta er mjög algengt þegar fer að halla undan fæti hjá fyrirtækjum. Þá um leið er áætlaður virðisaukaskattur á fyrirtækið, skattar og útsvar á ein- staklinga. Siðan verður þetta að kröfu, á kröfuna koma dráttarvextir og þannig hleðst þetta upp í risa- bolta. Fyrir nokkmm árum afskrif- aðist þetta ekki hjá ríkissjóði fyrr en lögaðilinn varð gjaldþrota," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra í samtali við DV. Hann sagði að fyrir nokkrum árum hefði fjármálaráðuneytið sett á stofn svokallaða afskriftarnefnd til þess að kippa þessum hlutum í lag. Niðurstaðan varð sú að nú eru af- skriftirnar af tvennum toga. Annars végar beinar afskriftir þegar ljóst er að viðkomandi aðili mun ekki borga því hann er orðinn gjaldþrota. Hins vegar ef um einstakling er að ræða er virðisaukaskatturinn ekki af- skrifaður gagnvart viðkomandi að- ila vegna þess að ef hann á síðari ævistigum ætlar að hefja rekstur þá vaknar skuldin við aftur. Friðrik segir að í raun sé hér um afskriftir að ræða sem eru syndir til margra ára og vegna hertra inn- heimtuaðgerða og breyttra að- stæðna ætti svona afskriftir að minnka verulega. -S.dór Afskriftir ríkissjóðs: Afleiðing vanþekking- ar á verðtryggingu - segir Pétur Blöndal „Þetta er ekkert annað en einn anginn af þeim erfiðleikum sem is- lenskt atvinnulíf hefur gengið í gegnum. Það hafa mjög margir þurft að afskrifa. Þar má nefna banka- stofnanir, sem hafa afskrifað 40 milljarða, sveitarfélög og kaupmenn sem hafa verið að sefja vörur og eipnig einstaklingá. Ég held að or- sökin fyrir öllu þessu sé það að þeg- ar verðtrygging var tekin upp þá var það ekki nægilega vel kynnt fyr- ir fólki hvað breyttist við það. 1 stað- inn fyrir að lánin gufuðu upp í verð- bólgunni, vextir voru neikvæðir og menn græddu á því að skulda urðu menn allt í einu að greiða lánin fullu verði. Með tilkomu verðtrygg- ingar urðu menn að borga lánin til baka. Þess vegna hefðu menn þurft að fara gætilegar í lántökur en þeir gerðu áður. En það gerðu menn ekki og þetta þekkingar- og andvaraleysi varð atvinnulífmu mjög dýrt,“ sagði Pétur Blöndal alþingismaður um af- skriftir ríkissjóðs undanfarin ár. Hann sagðist halda að nú hefðu menn áttað sig á því að lán er lán en ekki tekjur og að það þarf að greiða lán til baka. Þegar allir aðilar, ríkis- sjóður, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar hafa áttað sig á hvað verðtryggingin er fari þetta að lag- ast aftur. -S.dór Afskriftir ríkissjóös: Hvorki eðlilegt né ásættanlegt - segir Sighvatur Björgvinsson „Það er langt frá því að vera eðlilegt eða ásættanlegt að ríkis- sjóður tapi 28 milljörðum í afskrif- uðum sköttum á 5 árum. Fjár- málaráðherra segist nú vera að samræma og herða innheimtuað- gerðir og bætir það vonandi ástandið. Þetta gerist þannig að fyrirtæki og einstaklingar lenda i vandræðum, standa ekki í skilum og enda svo í gjaldþroti. Þá eru þeir alltaf meö miklar skatta- skuldir á bakinu sem ekki h'efur verið sótt nógu hart að. Sjálfsagt hefur verið óhjákvæmilegt að af- skrifa þetta þar sem um gjaldþrota aðila er að ræða. Svarið við því er hins vegar að herða innheimtuað- gerðir eins og fjármálaráðherra segist ætla að gera,“ sagði Sighvat- ur Björgvinsson, þingmaður og fyrrverandi fjármálaráðherra. Hann segir aö ríkissjóður geti að nokkru séð fyrir að hverju stefni hjá fyrirtækjum. Um leið og þau hætti að standa í skilum sé eitthvað að og þá beri að grípa þegar í stað í taumana og kanna hvað um sé að ræða. -S.dór Afskriftir ríkissjóðs: Taka á upp nauðasamn- inga við einstaklinga - segir Páll Pétursson „Við skulum ekki gleyma því aö í þessum háu tölum eru dráttar- vextir sem eru óraunhæf stærð og segja ekki til um upphæð skuldar- innar í upphafi. Einnig finnst mér að þessar afskriftartölur sýni fram á að gjaldþrotaleiðin sé ekki skynsamleg á einstaklinga. Sam- kvæmt upplýsingum sem ég hef frá Héraðsdómi Reykjavíkur þá gefur gjaldþrotaleiðin í 99 prósent- um tilfella ekki neitt. Þess vegna held ég að nauðsynlegt sé að opna nauðasamningaleið og gera hana aðgengilega fyrir einstaklingana og ríkissjóð. Ég tel það skynsam- legt fyrir ríkissjóð að fara í aukn- um mæli inn á þá braut að semja við þá sem skulda og gefa eftir hluta af skuldinni heldur en að gera fólk gjaldþrota og fá ekki neitt. Þar að auki kostar það 150 þúsund krónur til lögmanns að keyra mann í gjaldþrot og því er gjaldþrotið fyrst og fremst hagur lögmannsins," sagði Páll Péturs- son félagsmálaráðherra. Hann sagðist hins vegar vera hissa á fyrirspuminni vegna þess að þessar upplýsingar allar væri að finna í ríkisreikningi sem legið hefði á borðum þingmanna í nokkrar vikur. -S.dór Afskriftir ríkissjóðs: Munum krefjast nánari skýringa - segir Kristín Ástgeirsdóttir „Við munum að sjálfsögðu óska eftir nánari skýringum á þessu máli. Þetta eru slíkar upphæðir sem menn eru að tala um í þessu sambandi, rúmir 27 milljarðar króna, að þær verða að fást. Það hljóta að vakna spurningar um hvað þarna liggi að baki. Mér þyk- ir ófært annað en að þingið fái nán- ari greinargerð um það hvaða aðil- ar það eru sem þarna er um að ræða og hvernig þetta skiptist á milli einstaklinga óg fyrirtækja. Maður þarf auðvitað líka að fá að vita hvað þetta eru gamlar skuldir. Em menn að gefast upp á einhverj- um eldgömlum dæmum eða er þetta eitthvað nýtt. Þetta vekur einnig spumingar um hversu raun- hæf og áhrifarík skattheimtan í landinu er,“ sagði Kristín Ástgeirs- dóttir, þingkona Kvennalista. Hún sagði að það væri alveg nöt- urlegt fyrir almenning, sem greiðir skatta sína og skyldur, að sjá þess- ar risatölur og að hann ætti fulla heimtingu á nánari skýringum. -S.dór . Gæði og hreinleiki Gustavsberg blöndunar- og hreinlætistækin eru stílhrein og endingargóð. Kynnið ykkur fjölbreytta og fallega hönnun fyrir eldhús og baðherbergi. - þar sem gæði og hreinleiki skipta máli Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum Inntlutningsaðili Gustavsberg á íslandi: Krókháls hf. Sími 587 6550 ca\iíor,ua msu,ur, \\csUhnetor Hcstihneíur liakkq^ir. ÉÉ œ* Hestihneftir LU0\?ER f kókosmjoí inöndhir meöhvOi „vömflnr jgr ojhýddar „vömflnr hakkflöar ^ixetulqarnar ... -n "'rt ! Bráðumkonia I þlessuðjólin... VELJUM ÍSLENSKT!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.