Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Síða 18
38 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 Bækur Ljós úr norðri - Norræn aldamótalist Ýmsir höfundar Ritstjóri er Bera Nor- dal. Þýðing í höndum Að- alsteins Ing- ólfssonar, Bernards J. Scudders og Mörthu Gaber Abrahamsen. Listaverkabók um norræna aldamótalist, ríkulega skreytt litmyndum af helstu perlum norrænnar myndlist- ar. Ýtarlegar yfirleitsgreinar um þróim og gerjun í nor- rænni myndlist þessa tíma. Meðal höfunda er Júlíana Gottskálksdóttir listfræðing- ur. Bókin er á íslensku og ensku. 249 blaðsíður. Listasafn íslands. Verð: 4.950 kr. SöngdansarI Jón Múli Áma- son. Fyrra hefti af tveimur með píanó- og söngnótum af lögum Jón Múla. í heftinu eru 15 söngvar þeirra Jóns Múla ög Jónasar Árnasona úr söngleikjunum Rjúkandi ráöi og Járnhausnum. Útsetningar eru eftir Magnús Ingimarsson. Nótuútgáfan. Verð: 995 kr. Með himneskum armi Pétur Pétursson prófessor Hundrað ára saga Hjálpræðis- hersins á ís- landi. Hjálp- ræðisherinn er litrík al- þýðuhreyfing sem náði að festa rætur á íslandi fyrir um 100 árum. ítarlega er fjallað um komu Hersins til íslands og viðbrögð manna við starfsháttum hans. Gerð er grein fýrir þeim myndum sem íslensk skáld og rithöf- undar hafa dregið upp af Hernum og áhrifum hans á trúarlíf íslendinga. Bókin er prýdd fjölda mynda. 208 blaðsíður. Skálholtsútgáfan. Verð: 2.980 kr. Menning og sjálfstæði Páll Skúlason Tilraun til að skil- greina menningu og stöðu hennar í samtíman- um. 104 blaðsíð- ur. Háskólaútgáfan. Verð: 1430 kr.ib., 936 kr.kilja. Miðfjarðará Steinar J. Lúð- víksson í hókinni er fjallað um sögu héraðs- þær sem eiga land að ánni og ábú- endur þeirra, sagt er frá nytj- um af ánni fyrir tíma stanga- veiðinnar, rakin saga Veiði- félags Miðfirðinga og sagt frá veiðivörslu og átökum í kringum hana. Viðamesti þáttur bókarinnar er lýsing á nær öllum veiðistöðum í ánni. Þá eru í bókinni viðtöl við veiðimenn og veiðisögur frá ánni. Fjölmargar ljós- myndir eru i bókinni, flestar teknar af Rafni Hafnfjörð. 160 blaðsíður. Fróði. Verð: 3.990 kr. Milli vonar og ótta - ísland í síðari heimsstyrjöld H Þór Whitehead Aðdragand- inn að her- námi ís- lands í maí 1940 hefur þótt liggja ljós fyrir en Þór Whitehead prófessor í sagnfræði flettir hér hulunni af því hvernig atburðarásin var í raun og veru. Þór byggir á margra ára rannsóknum sínum í skjalasöfnum í Þýskalandi og Englandi. Þá hefur hann kannað rækilega íslenskar heimildir sem sumar hverjar hafa ekki verið rannsakaðar áður. Áður hefur Þór Whitehead sent frá sér tvær bækur um ísland í síðari heimsstyrjöld. Bókin er til- nefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna 1995. 440 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 3.590 kr. Niðjatal Guðmundar og Guð- rúnar frá Gafli í Víðidal Gísli Pálsson Börn Guð- mundar og Guðrúnar frá Gafli í Víðidal, V- Hún., voru María í Haf- ursstaða- koti, Sigfús á Rófu, Guðmundur á Torfa- læk, Elínborg á Kringlu og Björn Leví á Blönduósi. Bók- in er prýdd fjölda mynda, gef- in út í takmörkuðu upplagi og fæst aðeins hjá útgefanda. 350 blaðsíður. Bókaútgáfan á Hofi. Verð: 4.900 kr. Nína Tryggvadóttir, Náttúru- stemmningar I Aðalsteinn Ing- | ólfsson j§| Ritstjóri ^ Bera Nor- frj dal. Bók um |J þróun fl myndlistar m Nínu I Tryggva- dóttur á ár- Nibjatal unum 1957-1967, þegar hún hóf aö steypa saman áhrifum erlendrar afstraktlistar og formum úr íslensku lands- lagi. í bókinni er að finna rit- gerð um þetta skeið á listferli Nínu á íslensku og ensku eft- ir Aðalstein Ingólfsson, fjölda mynda og ýtarlega skrá yfir verk hennar og heimildir um þau. 103 blaðsíður. Listasafn íslands. Verö: 1.670 kr. Óðsmál - Rediscovery of the nordic heathen sacred scriptures Goþrún Dimmblá Erindi Hávamála til okkar, djúpt sem ÓÐSMÁI ungagap, á ■^PMX^hér endur- fPt'f fundi við '!'Jk * okkur eftir að hafa verið gleymt í aldir. Hávamál og Völuspá, okkar helgiljóð, helg hljóð. Endur- heimtur skilningur okkur til handa. 432 blaðsíður. Freyjukettir. Verð: 15.000 kr. Siðfræði Níkomakkosar Siðfræði Mikomakkosar Aristóteles Þýðing: |Svavar I Hrafn Svav- arsson sem einnig ritar inngang og skýringar. Ritstjóri: 1 Þorsteinn Hilmarsson. Þetta er eitt merkasta rit höfundar. Spurt er þriggja meginspurninga um mannlega breytni. Þeirra hefur sjaldan verið spurt af meiri ákafa en um þessar mundir. 1) Hvað er hamingja og , hvernig verður mann- eskjan hamingjusöm? 2) Hvers vegna er góð breytni einhvers virði og hvers virði er hún? 3) Hvers konar sið- gerð býr að baki góðri breytni? Ritið er það 32. í flokki Lærdómsrita Bók- menntafélagsins. 666 blaðsíður. Hið íslenska bókmenntafé- lag. Verð 5.689 kr. Sjónarrönd—jafnaðarstefn- an-viðhorf Svavar Gestsson Bók Svavars Gestssonar alþingis- manns, þar sem hann lýsir fram- tíðarsýn sinni á ís- lenskan og alþjóðlegan veruleika og velt- ir fyrir sér úrlausnum þeirra vandamála sem við blasa. Samtíð og framtíð eru skoð- aðar í ljósi breyttra viðhorfa, mörgum spurningum varpað fram og nýrra svara leitað. 176 blaðsíður. Iðunn. Verð: 1.480 kr. Sjötta lögmál Parkinsons C. Northcote Parkinson Prófessor Parkinson dregur i bókinni saman hug- myndir sín- ar á sviði sagnfræði, hagfræði, siðskipta, stjórn- mála og hernaðar, sem hann hefur áður sett fram í um 40 bókum sínum. Hann hefur komist að raun um að í þeim er óljóst samhengi, í gegnum þær liggur óslitinn þráður. Síðan varpar hann fram sjötta lögmáli sínu. 183 blaðsíður. Skákprent. Verð: 2.508 kr.ib.,1.710 kr.kilja. Skáldkonur fyrri alda Guðrún P. Helga- dóttir í þessu verki skýrir höfundur, Guðrún P. Helgadóttir fv. skóla- stjóri og rit- höfundur. frá hlutdeild íslenskra kvenna í sköpunarsögu ís- lenskra bókmennta fyrstu aldirnar og segir frá þekkt- rnn skáldkonum fyrri alda, meðal annarra þeim Þórunni á Grund, Steinunni á Keld- um, Þórhildi skáldkonu, Jóreiði í Miðjumdal, Stein- vrnni í Höfn, Látra-Björgu, Maddömunni á Prestbakka, Ljósavatnssystrum og Vatns- enda-Rósu. Skáldkonur fyrri alda I-II komu út 1961 og 1963. Höfundur ritar formála fyrir nýju útgáfunni. 368 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 3.480 kr. - J C. Northcotc f'artimon Sjötla rcgla Parkinsons Indriði Gíslason . Aðstoðarrit- “ stjóri er L .' Örnólfur Thorsson. í Skógargerð- ;?'S:: isbók segir % frá hjónun- um Helga Indriðasyni og Ólöfú Mar- gréti Helgadóttur sem hófu búskap í Skógargerði í Fell- um árið 1882, ættum þeirra og niðjum. Hún geymir líka sagnaþætti og huldufólkssög- ur, gamanmál og kveðskap frá 18. öld og fram á þennan dag en mjög margir af Skóg- argerðisætt hafa gefið sig að skrifum og skapandi bók- menntum. 416 blaðsíður. Þjóðsaga. Verð: 3.900 kr. Ströndin í náttúru íslands Ströndin ljósmyndum. Guðmundur P. Ólafsson Bók sem fjallar um ævintýra- heim stranda ís- lands, prýdd fjölmörgum Hún er eftir sama höfund og bækurnar 33 V Fuglar í náttúru íslands og Perlm- í náttúru íslands. Bók- in er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1995. 460 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 14.850 kr. Stúdentsárin Jón Ólafur ísberg Þessi bók er gefin út í til- efni af 75 ára afmæli Stúd- entaráðs Há- skóla ís- lands. Stúd- entar hafa haft mikil áhrif í íslensku þjóðlífi en saga þeirra hefur ekki síður verið fjölskrúðug. Hér er fjallað um baráttu stúdenta fyrir réttindum sínum og bættum kjörum en einnig er vikið að félagslífinu, vist á Garði, ut- anferðum og gleðistundum - svo nokkuð sé nefnt. Fjöldi manna, sem nú eru þjóð- kunnir, kemur við sögu. 250 blaðsíður. Stúdentaráð Háskóla íslands. Dreifing: Bjartur. Verð: 3.490 kr. Surtsey - lífríki í mótun Sturla Friðriks- son Bókin lýsir í máli og myndum þeim at- burði er hafið tók að sjóða undan ströndum ís- lands og Surtsey reis úr sæ við eldgos sem varaði í rúm- lega þrjú og hálft ár. Þrjátíu ára þróunarferli eyjarinnar er lýst, hvernig hún myndað- ist og mótaðist og hvemig líf- ríkið hefur smátt og smátt numið þar land og þróast ofan sjávar og neðan í harðri baráttu við frumöfl náttúr- unnar. 126 blaðsíður. Hið íslenska náttúrufræðifé- lag og Surtseyjarfélagiö. Dreifing: íslensk bókadreif- ing. Verð: 3.480 kr. ! - - A'; m „Búkolla" - Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 5. bindi mann Halldórs son, Sigmar S2§H: Magnússon og | í 'é , Þorsteinn Bergs- son Þessi bók er framhald af Sveitum og jörðum í Múlaþingi I.-IV. sem út komu á árunum 1974-1978. í henni eru aðeins að litlu leyti end- ursagðar upplýsingar úr gömlu bókunum, viðfangs- efnið er fyrst og fremst tíma- bilið 1974-1993. Múlaþing er gamalt heiti á svæðinu milli Gunnólfsvíkurfjalls og Lóns- heiðar. Að þessu sinni eru öll dreifbýlissveitarfélög á því svæði í einu bindi og lýst sveitum og jörðum. 703 blaðsíður. Búnaðarsamband Austur- lands. Verð: 12.900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.