Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Qupperneq 20
40 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 Bækur (slenska garðblómabókin Hólmfríður A. Sigurðardóttir Bókin er til- nefnd til ís- lensku bók- mennta- verðlaun- anna 1995. Hér er á ferðinni ævistarf höfundar. í bókinni er ógrynni upplýsinga um ís- lensk garðblóm og á sjöttahundrað litmyndir 464 blaðsíður. íslenska bókaútgáfan. Verð: 5.980 kr. Hjörleifshöfði - myndir og minningar Halla Kjartans- dóttir tók saman Hér eru á ferðinni frá- sögur eftir Kjartan Leif Markússon sem dóttir hans, Halla, hefur tekið saman og ritað formála í bók- ina. Greinarnar eru átta tals- ins sem á margan hátt tengj- ast Hjörleifshöfða. Þær hafa að geyma fróðleik og heim- ildir og greina frá lífsbaráttu fólks, gleði þess og sorgum. 68 blaðsíður. Halla Kjartansdóttir. Verð: 2.360 kr. HJÖRLEIFSHÖFÐl b/J NlÍHllÍtHJftr I rinijcnr clHr KJAUTAN M lf MAUKÚSSON ilxiU FyirmwJtSulr |A1 Hallir gróðurs háar rísa Haraldur Sig- urðsson Saga yl- ræktar á ís- landi á 20. öld er hér rakin. Bók- in fjallar um hvernig ný atvinnu- grein ryður sér til rúms á umbrotatímum í íslensku þjóðlifi og skapar sér sess í menningu þjóðar- innar. Fjallar er um upphaf ræktunar í gróðurhúsum, sagt frá garðyrkjubændum, saga blómaverslunar er rak- in og þannig mætti lengi telja. Á annað hundrað ljós- myndir prýða bókina. 428 blaðsíður. Samband garðyrkjubænda. Verð: 4.900 kr. ísland fyrir aldamót - harðindaárin 1882-1888 Frank Ponzi Bókin bygg- ir á meira en hundrað ljósmyndum sem breskir ferðalangar og stang- veiðiunn- endur, Maitland J. Burnett og Walter H. Trevelyan, tóku á þessu sex ára tímabili. List- fræðingurinn Frank Ponzi rakst á ljósmyndirnar fyrir tilviljun í fombókaverslun í London 1987 og tveimur árum síðar fann hann dag- bók Burnetts á safni í Skotlandi. Þetta eru með fyrstu ljósmyndum sem tekn- ar voru af íslendingum og hafa flestar ekki komið fyrir almenningssjónir áður. 180 blaðsíður. Brennholt. Verð: 7.500 kr. Önnur rit Allt um myndbandstöku John Hedgecoe Handbók fyrir alla sem eiga og nota mynd- bandsvél (video) eftir hinn heims- fræga ljós- myndara og kennara John Hedgecoe. Þetta er fyrsta handbókin á íslensku um tækni og leikni í notkun þessara véla. Vinnsla myndbandsins að töku lok- inni. Efninu til skýringar eru 800 litmyndir. 256 blaðsíður. Setberg. Verð: 3.250 kr. Alveg einstakur faðir Alveg einstakur sonur Alveg einstakur eiginmaður Alveg einstök amma Alveg einstök systir 111 hamingju með barnið Flokkur smábóka með safni tilvitnana sem ætlað er að koma í staðinn fyr- ir kort eða dýra gjöf. Óskar Ingimarsson þýddi. 30 blaðsíður, hver bók. Skjaldborg. Verð: 750 kr. hver bók. JOHN HEDGECOE ALLT UM MYNDBANDS TÖKU Á ferð um landið: Dalir og Barðaströnd; Skaftafellssýsl- ur; Snæfellsnes. Bjöm Hróarsson 74 blaðsíður hver bók. Mál og menning. Verð: 1.490 kr. hver bók. Dagbók barnsins Ný litprent- uð bók sem varðveitir minningar um barnið frá fæðingu og næstu árin. í bók- inni eru kaflar eins og: Hvenær tók ég fyrstu tönnina? Fyrstu orðin. Skemmtileg atvik. Leikskól- inn. Fyrstu jólin. Skemmti- legar bækur. Fyrstu vísmn- ar. Uppáhaldslögin. Leikföng- in mín. Hárlokkur og allar myndimar sem líma má inn í bókina. 48 blaðsíður. Setberg. Verð: 1.368 kr. Draumarnir þínir Þóra Elfa Bjöms- son í þessari nýju drauma- ráðninga- bók er að finna svör við spurn- ingum um merkingu drauma svo sem: Ást og hamingju, gleði og sorg, liti, tákn og mannanöfn svo nokkuð sé nefnt. í formála segir höfund- ur m.a.: „Draumar geta verið heillandi og gefið sterka þæg- inda- og öryggistilfinningu. Stundum segir fólk þegar vel gengur — Þetta er eins og draumur. En draumar geta líka verið ógnvekjandi... Hver þekkir ekki hvernig það er að sofha út frá þung- um áhyggjum en dreyma síð- an skýra og einfalda lausn vandamála?“ 176 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 1.990 kr. Leiðsögurit Fjölva: Dublin og græna Irland Jónas Krístjáns- son Ljósmyndir: Kristín Hall- dórsdóttir. Jónas rit- stjóri skrif- ar áttundu bókina um heimsborg- ir. Leiðsögn um hótel, veit- ingahús, pöbba, sögustaði og söfn. Hjálpartæki sem opnar írlandsforum allar dyr. 96 blaðsíður. Fjölvi. Verð: 1.480 kr. Frönsk íslensk orðabók Ritstjóri: Þór Stefánsson. Orðabókarstjóri: Dóra Hafsteins- dóttir. Lengi hefur verið brýn þörf á nú- timalegri fransk-íslenskri orðabók og þetta verk uppfyllir þá þörf meorðasambanda og notkun- ardæma. Lögð er áhersla á að gera grein fyrir frönskum orðaforða og notkun hans í almennu nútímamáli. Gerð er grein fyrir mismunandi málsniði og lögð áhersla á nákvæmar þýðingar orða og orðasambanda. 1193 blaðsíður. Örn og Örlygur. Verð: 9.970 kr. I IIOiNSK - ISI.I \nk ORÖABÓK Fyrsta hjálp f ID + a FYRSTA HJALP SKYNDIHJAIPAX- HAND80K1N P 1® Nú er fáan- leg á íslandi handbók um skyndihjálp. Með stutt- um texta og á myndræn- an hátt veit- ir hún inn- sýn i hvern- ig á að bregðast við þegar slys, eitr- anir eða bráö veikindi ber að höndum. Slys og óhöpp eru eitt af allra stærstu vanda- málum þjóðarinnar. Þúsund- ir slasast, hundruð hljóta varanlegan miska og tugir manna láta lífið á hverju ári. Að bregðast rétt við getur skipt sköpum en til þess þarf að hafa góða þekkingu. 256 blaðsíður. Skjaldborg. Verð: 3.480 kr.ib./2.490 kr.ób. Handbók um ritun ug frágang Ingibjörg Axels- dóttir og Þómnn Blöndal Ný og end- urbætt út- gáfa. Ófáir Islendingar fást við skriftir af einhverju tagi, í námi, starfi eða tóm- stundum. í þessari bók er að finna leiðbeiningar um vinnubrögð við ritun og frá- gang hvers konar texta. Mið- að er við að bókin gagnist öll- um sem setjast við skriftir. 123 blaðsíður. Iöunn. Verð: 2.480 kr. Heimssöguatlas Ritstjóri: Pierre Vidal-NaqueL Þýðing: Óskar Ingi- marsson og Dagur Þor- leifsson. ís- lenskur rit- stjóri: Helgi Skúli Kjartansson. Heims- söguatlas segir í kortum, myndum og máli um mann- kynssöguna frá árdögum þess fram til síðustu ára og atburða og nýtist jafnt til náms, fróðleiksleitar og upp- flettingar. Þetta er bókin sem var að nokkru leyti fyrir- mynd að íslenskum sögu- atlasi og er efnið sett fram á sama hátt. Sögukortin eru meginkjarni bókarinnar. Saga mannkyns er í bókinni sögð á þann hátt svo að allir, ungir sem aldnir, geta til- einkað sér hana. Fjöldi fræði- manna og kortagerðarmanna vann að samningu bókarinn- ar og er í þýðingunni sótt bæði í enska og franska út- gáfu hennar. 356 blaðsíður. Iðunn. Verð: 9.800 kr. Indæla Reykjavík Guðjón Fríðríks- son í þessari bók er geng- ið um sögu- rík hverfi höfuðborg- arinnar, þar sem nánast hvert hús á sína sögu og sérkenni. Lýst er sex gönguleiöum og ber margt fyrir augu: Skipstjóra- villur og íbúðarskúra, torg og sund, falin bakhýsi, gróð- ur og garða. Indæla Reykja- vík er ætluð öllum þehn sem vilja kynnast borginni og sögu hennar betur í fylgd með leiðsögumanni. 161 blaösíða. Iðunn. Verð: 2.980 kr. íslandssaga A-Ö - Alfræði Vöku- Helgafells Einar Laxness í þessu rit- verki Ein- ars Lax- ness, sem er í þremur bindum, er fjallað um sögu íslands eftir upp- flettiorðum i stíl alfræðiorða- bóka. Hér er kjami hvers máls, frá upphafi byggðar til nútímans, settur fram jafht fyrir unga sem aldna. Viða- miklar skrár fylgja ritinu sem gerir lesendum kleift að leita fróðleiks í því frá ólík- um sjónarhomum. Grimnur verksins er íslandssaga sem Einar Laxness gaf út á veg- um Menningarsjóðs fyrir all- mörgmn árum en efnið hefur hér verið aukið og endur- skoðað, auk þess sem fjölda mynda og korta hefur verið bætt við. íslandssaga A-Ö er fyrsta verkið sem gefið er út í nýjum flokki alþýðlegra fræðslurita sem hlotið hefur nafnið Alfræði Vöku- Helga- fells. 676 blaðsíður, 3 bindi. Vaka-Helgafell. Verð: 14.900 kr. askjan. íslensk orðtök með dæmum og skýringum úr nútímamáli Sölvi Sveinsson Oft er upp- I hafleg merk- ing orðta- kanna ekki ljós nútíma- mönnum, ekki síst hin- I um yngri, þar sem þau em orðin til við aðstæður sem ekki þekkjast lengur í daglegu lífi manna. í bókinni er skýrt út hvemig orðtökin hafa orðið til og hver upp- runaleg merking þeirra er en jafnframt gefin dæmi um notkun þeirra og eru öll notkunardæmi úr daglegu nútímamáli. í bókinni er fjöldi skýringarteikninga eft- ir Brian Pilkington. 253 blaðsíður. Iðunn. Verð: 3.880 kr. íslenskar dámaskrár - Per- sónuráttur Ármann Snævarr í bókinni er að finna ágrip fjölda dóma úr per- sónurétti, sem kveönir hafa verið upp í Hæsta- rétti, einkum á síðari árum, en þrír áratugir eru síðan fyrra yfirlitsrit Ármanns Snævarr prófessors um þetta efni kom út. Bók þessi mun ekki aðeins koma laganem- um að gagni við nám þeirra, heldur einnig lögfræðingum við störf þeirra og ýmsum öðrum, sem hafa hug á að kynna sér hvemig dómstólar hafa skorið úr einkamálum af ýmsu tagi. Bókinni fylgir ítarleg dómaskrá. 300 blaðsíður. Iðunn. Verð: 4.480 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.