Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 Fréttir Þjóðminjavörður áminn- ir fornleifafræðing - Vilhjálmur segist ætla aö ráðfæra sig við lögmann sinn Þór Magnússon þjóðminjavörður hefur áminnt Vilhjálm Öm Vil- hjálmsson, fomleifafræðing á Þjóö- minjasafninu, fyrir framgöngu hans í starfi. Eins og kunnugt er hafði Vil- hjálmur Örn talsverð afskipti af Miðhúsasilfurmálinu allt frá upp- hafi þegar breskur sérfræðingur var kallaður hingað til lands í þeim til- gangi að ganga úr skugga um upp- runa þess. „Ég áminnti hann vegna fram- komu hans í starfl. Ég vil ekki fara frekar út í það í smáatriðum hvers vegna áminningin er til komin. Þjóðminjaráð hefur líka fjallað um hans mál og svarað honum,“ sagði Þór við DV í gærkvöld. „Mér finnst þetta mál hið undar- legasta þar sem það fyrsta sem ég heyrði af því var þegar ég fékk áminninguna. Ég fékk aldrei að flytja mál mitt fyrir þjóðminjaráði og vil ekkert tjá mig um það hvort eftirmál verða nema að höfðu sam- ráði við minn lögmann," var það eina sem Vilhjálmur vildi láta eftir sér hafa. Þór segist ekki hafa þurft að áminna starfsfólk Þjóðminjasafns- ins áður í starfi og veit ekki til þess að forverar sínir hafi gert slíkt. „Svona gerir maður nú ekki fyrr en i fulla hnefana." Hann segir að láti Vilhjálmur sér ekki segjast verði að skoöa það í mjög alvarlegu ljósi. „Þetta snertir ekki bara viðkomandi persónu og yfirmann heldur líka vinnustað mannanna." -pp Kaupfélag Húnvetninga: Hundrað ár í Húnaþingi DV, Húnaþmm- Upp á 100 ára afmæli ÞeSS Um helg- —1----1---------- ina. Á laugardag var mikil örtröð í Það voru mörg hundruð manns aðalverslunarhúsi félagsins. Þar lék sem lögðu leið sína í Kaupfélag Bubbi Morthens og söng fyrir búð- Húnvetninga þegar þar var haldið argesti. Einnig var boðið upp á af- Samkórinn Björk söng á hátíðarsamkomunni. Fjölmenni sótti afmælishátíð Kaup- félags Húnvetninga og meðal þeirra var Páll Pétursson ráðherra. DV-myndir Magnús mælisköku á skrifstofum félagsins. Á sunnudag 17. des. var hátíðar- samkoma í félagsheimilinu og sótti hana á fjórða hundrað manns. Þar flutti stjómarformaður KH, Jón B. Bjamason, bóndi og oddviti í Ási, hátíðarræðu og mörg ávörp vora flutt og kaupfélaginu færðar gjafir í tilefni tímamótanna. Einnig sungu tveir kórar og feðginin frá Litladal sungu einsöng og tvísöng. -MÓ Samningur menntaskólanema við leigubíla: Aftur með strætó - aldrei hugsaö til frambúðar, segir fulltrúi nemenda Þegar strætisvagnafargjöldin hækkuðu 1. október sl. urðu fram- haldsskólanemar óánægðir og nem- endur í Menntaskólanum við Sund leituðu til BSR um að flytja sig til og frá skóla. Þetta var gert í viku til tíu daga en þá virðist botninn hafa dott- ið úr öflu saman og þeir aftur farið að fara með strætó. „Þetta var aðallega hugsað til að vekja athygli á hækkun strætisvag- nafargjaldanna og aldrei hugsað til frambúðar. Þetta tókst ágætlega sem slíkt, við vöktum athygli á þess- ari hækkun, og þaö var þónokkur fjöldi nemenda sem notfærði sér leigubílana þá daga sem þetta stóð yfir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, ár- maður Skólafélagsins í MS, í sam- tali við DV. „Þessi hugmynd kom upp hjá Félagi framhaldsskólanema en við í MS útfærðum hana,“ sagði hún enn fremur. -ÞK Líf og fjör á Laugum: Brúðkaup sett á svið á hjónaballi - með hár- og tískusýningu Á árlegu hjónaballi, sem haldið var nýlega í félagsheimilinu Breiðu- mýri í Þingeyjarsýslu, var bryddað upp á þeirri nýjung að vera með hár- og tískusýningu. Sýningin tókst mjög vel og fékk frábærar við- tökur ballgesta. Tólf fyrirsætur frá Laugum og ná- grenni sýndu kvenfatnað frá versl- uninni Esar á Húsavík og karl- mannafatnað frá herradeild KÞ á Húsavík. Sett var á svið brúðkaup og klæddist ein fyrirsætan brúðar- kjól sem saumaður var á Laugum. Brúðarvöndurinn kom frá blóma- versluninni Björk á Húsavík. Elínborg Benediktsdóttir, hár- greiðslumeistari á Hárstofunni á Fjalli, sá um hárgreiðslu á fyrirsæt- unum og annan undirbúning sýn- ingarinnar. Fyrirsæturnar tólf sem þátt tóku f hár- og tískusýningu á hjónaballi á Breiöu- mýri nýlega ásamt Elínborgu Benediktsdóttur hárgreiðslumeistara, sem er lengst til vinstri í fremstu röð, en hún undirbjó sýninguna. DV Akureyri: Höfuökúpubrot á bílastæði DV, Akureyri: Ungur maður varð fyrir bif- reið á bílastæði verslunarmið- stöðvar á Akureyri um helgina og hlaut af alvarleg meiðsli. Tildrög óhappsins munu hafa veriö þau að eldri maður, sem átti þar leiö um, varð fyrir að- kasti hóps unglinga þegar hann var að setjast upp í bifreið sína. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu mun hafa komiö fát á manninn sem ók á einn ungling- inn en stakk síðan af. Lögreglan hafði fljótlega upp á bifreiðinni og manninum sem viðurkenndi eftir nokkurt þóf að hafa ekið á unglinginn. Sá sem ekið var á slasaðist alvarlega, höfuðkúpubrotnaði m.a. og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur um nóttina. -gk íbúum fækkar á Akranesi DV, Akranesi: íbúum á Akranesi hefur fækk- að um 54 frá síðasta ári sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofu íslaiids. Þann l.desember 1994 vora íbúar á Akranesi 5156 en l.desember í ár voru þeir 5102 sem þýðir að íbúum hefur fækkað um 1%. Fækkunin er einkum tilkomin vegna þess að nokkuð atvinnuleysi hefur verið á Akranesi undanfarin ár. -DÓ Áramót á Húsavík: Einn á sjúkra- hús eftir slagsmál Einn maður var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík til að- hlynningar eftir slagsmál á göt- um bæjarins á nýársnótt. Mað- urinn reyndist ekki alvarlega slasaður. Að sögn lögreglu voru áramótin erilsöm þar sem marg- ir voru úti við í blíðviðri langt fram á nýársdag. -bjb Norðmenn safna fyrir Hat- eyringa Eftir náttúruhamfarirnar á Flateyri í október síðastliðnum höfðu ýmsir aðilar í Noregi sam- band við sendiráð íslands í Ósló og vildu rétta hjálparhönd þeim sem áttu um sárt að binda. Opn- aður var bankareikningur í Nor- egi undir heitinu Samhugur í verki - Flateyri. í árslok höfðu safnast tæplega 3,8 milljónir íslenskra króna. Upphæðin hefur verið lögð inn á landssöfnunarreikninginn í Sparisjóði Önundarfjarðar á Flateyri. Framlög bárust frá bæjarfé- lögum, ýmsum félagasamtökum, ekki síst norrænu félögunum, og ótal einstaklingum. Riflega helmingur söfnunarfjárins er frá einstaklingum og sveitarfé- lögum á Mæri þar sem séra Jens Terje Johnsen i Fosnavogi beitti sér fyrir fjársöfnun í nokkrum byggðarlögiun. -ÞK Sinubruni í Borgarnesi DV, Borgarneai: Slökkviliöið í Borgamesi var tvívegis kallað út á nýjársnótt vegna sinubrana sem líklegt er að hafi komið upp vegna flug- elda. Veður var stillt en kalt. Að öðru leyti fór áramótagleö- in vel fram í Borgamesi. Dans- leikur var á Hótel Borgarnes og mikið um samkvæmi í heima- húsum. -OHR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.