Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 11 Fréttir Fjallaskór á fótum Agnesar: Tók eftir þessu á frumsýningu - segir búningahönnuöur kvikmyndarinnar „Það er alveg rétt, þetta gerðist. Þetta skot átti að vera í hálfmynd en var í heilmynd. Mér finnst þetta auðvitað ekki í lagi en ég sá mynd- ina ekki fyrr en á frumsýningu, þá tók ég eftir þessu,“ sagði Helga Stef- ánsdóttir, búningahönnuður í kvik- myndinni Agnesi. í myndinni kemur fyrir skot þar sem sést að María EUingsen, sem leikur Agnesi, er í fiallaskóm með gulu merki en eins og kunnugt er voru slíkir skór ekki til á fyrri hluta nítjándu aldar þegar myndin gerist. Helga sagði að myndin hefði verið unnin í miklum flýti og ekki komið til landsins fyrr en daginn fyrir frumsýningu. „Maríu var dauðkalt í þessari senu enda var þetta í snjó og í þessu atriði var hún í fjallaskóm svo að henni yrði ekki eins kalt. Ég vil taka það fram að þetta voru einu skómir sem voru notaðir i mynd- inni sem ekki passa við tímann enda áttu þeir ekki að sjást. Það tóku mjög fáir eftir þessu, ég spurði einmitt fólk sem sá myndina hvórt það hefði séð þetta vegna þess að ég sá þetta. Enginn tók eftir þessu nema skriftan en hún tekur líka eftir öllu. Þetta skot var í fjarska, Agnes var í dragsíðu pilsi, það lyftist upp á einum stað og þá sást í gult merki á skónum, svona á stærð við títuprjónshaus, í mynd- inni. Ég vona bara að fólk hafi tek- ið jafn vel eftir öllu öðru,“ sagði Helga. -ÞK Fyrsta barn ársins fæddist á Landspítalanum í Reykjavík tveimur mínútum fyrir eitt á nýársnótt. Um var að ræð? stúlkubarn, 2.548 grömm og 41 sm. Stúlkan fæddist fimm vikum fyrir tímann og var því á vökudeild þegar DV heimsótti hana í gærkvöldi. Foreldrar litlu stúlkunnar eru Sóley Sveinbjörns- dóttir og Gunnar Ingvarsson. Hér má sjá þá litlu ásamt Ijósrnóður. DV-mynd S Héraðsdómur Reykjavíkur: Borgarráðsmenn mæta ekki þegar hundahald verður tekið fýrir Vegurinn um Fljótsheiöi: Framkvæmdir hefjast á næsta ári DV, Akureyri: Áformað er að heíja vinnu við uppbyggingu nýs vegar yfir Fljóts- heiði, milli Bárðardals og Reykja- dals í S- Þingeyjarsýslu, snemma árs 1997. Frestur til að skila inn at- hugasemdum um nýtt vegarstæði yfir heiðina er útrunninn og engar athugasemdir bárust. Núverandi vegur yfir heiðina, frá Goðafossi að Einarsstöðum í Reykjadal, er mörgum þyrnir í aug- um og slæmur kafli á hringveginum svokallaða, og er yfirleitt ófær flesta vetrarmánuöina. Nýi vegurinn verður tæplega 10 km langur og mun að mestu verða lagður sunnan núverandi vegar. -gk Kindum bjargað úr klettabelti DV, Seyðisfirði: Sigurður bóndi á Dvergasteini hér í firðinum hafði í nokkra daga leitað 20 kinda og séð þær eftir nokkra leit í svonefndum Sultar- botnum í norðurhlíö Bjólfsins inn- arlega í Vestdalnum. Þær voru þar í 700 metra hæð á grastó undir kletta- belti og umhverfis mikil svellalög og hálka svo ekki komust þær burt hjálparlaust. Guðjón Sigurðsson, formaður björgunarsveitarinnar ísólfs, fór í gær ásamt vöskum félaga og mönn- um frá Dvergasteini á vettvang. Þeim tókst óhappalaust að ná kind- unum úr fjallinu og koma þeim til húsa svo þama urðu farsælar mála- lyktir. JJ Leiðrétting Vegna mistaka viö vinnslu blaðsins í gær var í dálkinum Með og á móti í stað myndar af Vjlhjálmi H. Vil- hjálmssyni hjá Stúdentaráði birt mynd af alnafna hans. Hér kemur rétta myndin. Blaðið biðst velvirð- ingar á mistökunum. Munnlegur málflutningur í máli Runólfs Oddssonar, bróður forsætis- ráðherra og hundaeiganda í Grafar- vogi sem sviptur var leyfi til hunda- halds nýlega, til ógildingar á svipt- ingu leyfis til hundahalds i fjölbýlis- húsinu að Álakvísl 124-136 í Reykja- vik fer fram í Héraðsdómi Reykja- víkur í lok janúar. Dómstjóri hefur, að beiðni Runólfs, óskað eftir því að boigarráðsmenn mæti í dóminn en því verið hafnað, að ráði Hjörleifs B. Kvaran borgarlögmanns. „Ég sé enga ástæðu til þess að borgarráðsmenn mæti í dóminn. Málið liggur þannig fyrir að það er ekkert í þeirra framburði sem ætti að geta skýrt málið frekar. Málið er að öllu leyti upplýst með samþykkt borgarráðs, þeim bókunum sem gerðar hafa verið í málinu og þeim álitsgerðum sem borgarráð hefur tekið afstöðu til. Ég sé ekki að það sé neitt sem geti upplýst málið frek- ar. Það er að öllu leyti upplýst,“ seg- ir Hjörleifur. - Má túlka þetta þannig að borg- arráðsmennimir sjálfir reyni að koma skilaboðum á framfæri með því að mæta ekki? „Nei, nei. Ég hef ekki einu sinni borið þetta undir borgarráðsmenn- ina. Ég sé ekki að það sé neitt sem þeir geti upplýst í málinu sem þeg- ar liggur ekki fyrir," segir hann. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og íbúar við Álakvísl munu gefa skýrslu í Héraðsdómi. -GHS Nauðungarsala á lausafé Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram nauðungarsala á eftirfarandi lausafé tal. eign Árna Más Jenssonar. Ofn (Saario oy, semr. 3213). Nauðungarsalan fer fram þar sem lausaféð er staðsett að Eir- höfða 13, Reykjavík, miðvikudaginn 10. janúar 1996 kl. 11.00. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Reykjavík Blaðbera vantar á Akureyri. Uppl. í síma 462-7494. TT Blaðburður er holl og góð hreyfing .....,|Li I rnáwrn Stakkholti 4 (inng. frá Brautarholti). S. 5631631 Skokknámskeið Ný 16 vikna námskeið hefjast 8. janúar 1996 og verður kennt á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Byrjendur kl. 19.15-21.15 Framhaldshópur kl. 17.15-19.15 Áætlun: Þrekmælingar Einstaklings/hópáætlanir Mataræði Teygjur/teygjuæfingar Þrekleikfimi Aörir viöburðir: Ferð í Flóahlaupið í Vorsabæ Auðragatnagleði NR Námsflokkahlaup '96 Víðavangshlaup ÍR sumard. fyrsta Gautaborgarhálfmaraþon í maí Kennsla fer fram í Miðbæjarskóianum að Fríkirkjuvegi 1. Innritun hefst 4. janúar og upplýsingar veittar í símum 551 2992 551 4106 Kjörorð: Aldrei of seint Kennari: Jakob Bragi Hannesson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.