Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVIK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Kleinubann kerfisins
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað, að Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur hafi farið offari árið 1992, þeg-
ar það stöðvaði kleinubakstur í bílskúr einbýlishúss. Var
eftirlitið dæmt til að greiða baksturskonunni tæplega
tvær milljónir króna, að vöxtum á tímabilinu meðtöld-
um.
Skaðabætur og miskabætur konunnar nægja þó ekki
til að bæta henni upp fjárhagstjón, sem hlauzt af aðgerð-
um eftirlitsins. Mál hennar lenti í hefðbundnum seina-
gangi kerfisins og verzlanir þorðu ekki að taka vöru
hennar, þegar hún gat loksins byrjað bakstur að nýju.
Konan lenti í fj árhagsvandræðum og missti húsið á
þessu tímabili. Ekki er því hægt að segja, að litli maður-
inn hafi unnið sigur á kerfinu í máli þessu, þótt niður-
staða dómsins feli í sér nokkrar sárabætur fyrir dólgs-
lega framgöngu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Kerfið á íslandi starfar samkvæmt þeirri sannfæringu,
að matur verði að koma úr flóknum verksmiðjum til þess
að vera söluhæfur. Að mati eftirlitsins er heimabakstur
svo hættuleg iðja, að ætla mætti, að það hefði upplýsing-
ar um fjöldaandlát í heimahúsum um hver jól.
Dæmi eftirlitsins sýnir, hvernig fer, þegar fullkomnum
bjálfum er falið fullkomið vald. Og verra er, að hrokinn
er svo fullkominn á þeim sama bæ, að dómsniðurstaðan
í kleinumálinu hefur engin áhrif á gang mála. Eftirlitið
segir bara, að dómarinn hafi rangt fyrir sér.
Heilbrigðisreglur eru öfgafullar hér á landi og sömu-
leiðis eftirlit með framgangi þeirra. Til dæmis er ekki
hægt að fá í verzlunum alvörumjólk, sem súrnar með
aldrinum, heldur verður fólk að kaupa hitaða og geril-
sneydda verksmiðjumjólk, sem fúlnar með aldrinum.
Ekki er heldur unnt að kaupa hér osta, nema þeir séu
gerilsneyddir. Slíkir ostar eru aðeins léleg eftirlíking al-
vöruosta, alveg eins og gerilsneydd mjólk er léleg eftir-
líking alvörumjólkur. Eðlilegt væri, að fólk mætti hafna
gerilsneyddu verksmiðjuvörunni, ef það kærði sig um.
Til skamms tíma var bannað að selja hér á landi
ófrysta kjúklinga, sem eru mun betri matur en freðfugl-
inn. Auðvitað kallar sala ferskrar vöru á meiri tilfinn-
ingu fyrir hreinlæti, en erfitt er að sjá, að íslendingar
geti ekki verið eins hreinlátir og til dæmis Frakkar.
Sem dæmi um markleysi heilbrigðisreglna hér á landi
er, að reglur um frágang veitingahúsa eru hertar að
miklum mun, ef þar á að selja vín. Svo virðist, sem kerf-
ið telji tappatogun og glasahellingar vera mun alvarlegra
heilbrigðisvandamál en meðhöndlun matvælanna.
Einu sinni amaðist heilbrigðiskerfið við fögrum antik-
húsgögnum, sem voru í setustofu sveitahótels, og krafð-
izt þess, að í stað þeirra kæmu samstæð verksmiðjuhús-
gögn. Bréf eftirlitsins komst í fjölmiðla, en kerfið skildi
samt aldrei, hvers vegna það varð að athlægi.
Það er raunar mjög líkt kerfinu að fara hamforum,
þegar kona bakar heima hjá sér kleinur, sem verða svo
vinsælar, að þær komast út fyrir hóp ættingja og vina og
komast í almenna sölu. Verksmiðju- og gervivöruáráttan
lýsir sér vel í baráttu þess gegn heimabakstri.
Heilbrigðiseftirlitið lætur hins vegar sér vel líka, að
matvöruverzlanir eru fullar af óætu rusli, svo sem niður-
sneiddu, vatnskenndu og bragðlausu hlaupi, sem fram-
leitt er í verksmiðjum í áleggssneiðum og selt undir vill-
andi nöfnum á borð við skinku og hangikjöt.
Hérlendar reglur um heilbrigðiseftirlit og framkvæmd
þeirra eru sumpart óviðkomandi heilbrigðu og náttúru-
legu mataræði og sumpart í beinni andstöðu við það.
Jónas Kristjánsson
„Sléttanesið hefir veitt fyrir meira en 100 milljónir á mánuði í allt haust kvótalaust í Smugunni...“ segir m.a. í
grein Önundar.
Auðnuleysi fiskveiði-
stjórnunarinnar
Enn er ein ógæfan skollin yfir
íslenska útgerð. Mbl. skýrir frá
því fyrir jólin að stór þorsktorfa
hafi enn einu sinni gengið undan
hafísnum upp á Halann fyrir vest-
an. Þorskurinn, vænn og stór,
flækist fyrir veiðunum því að
„helvítis kvótakerfið" hindrar það
að togararnir geti þurrkað þessa
óværu af botninum í hvelli. Skip-
stjórar ganga því fram í blöðum og
í fjölmiðlum og heimta stækkun
þorskkvótans.
Heyra sögunni til
Tveir skipstjórar lýsa því vel og
ítarlega hvers konar ófögnuður
þessi þorskgepgd er. Skipstjórinn
á Stefni ÍS-28 segir 16/12: „í gær
fékk einn 25 tonn á 25 mínútum á
Halanum." „Menn verða að eiga
þorskkvóta til að fá að veiða ann-
an fisk, eins og ýsu, karfa og grá-
lúðu. Sá sem er kominn í þrot með
þorskkvóta stundar ekkert annað
því að þorskurinn kemur alltaf
með. Karfa- og grálúðuveiðar á
hefðbundnum slóðum heyra sög-
unni til.
Það er óhætt að segja að veiðin
sé engin hjá þeim sem eru með
venjuleg veiðarfæri." „Menn eru
að moka upp fiski dag eftir dag
alls staöar á þessu svæði. En það
er gert í neyð.“ „Menn kalla það
hefndargjöf að fá 20 tonn í hali.“
„Vandamálið er nefnilega að aðrir
stofnar eru horfnir vegna þess að
þorskurinn var friðaður.“
Sléttanesið hefir veitt fyrir
Kjallarinn
Önundur Ásgeirsson
fyrrv. forstjóri Olís
meira en 100 milljónir á mánuði í
allt haust kvótalaust í Smugunni
og skipstjórinn segir meiri og
betri þorsk fyrir vestan nú en í
Smugunni og hann vill burt með
kvótann og allar hindranir. í
Smugunni henda menn 60-70%' af
aflanum strax aftur í hafið auk
þess sem ekki tekst að vinna úr.
Þar fékk einn togari 3 tonn af bein-
um og rotnuðum fiski í hali í
haust.
Engu skal þyrmt
Ofanritað er ekki tilbúningur
minn heldur er þetta lýsing at-
vinnumannanna á framkvæmd ís-
lenskrar fiskveiðistefnu eftir 6 ára
stjómun núverandi fiskiráðherra.
Við erum hreinlega að drepa síð-
ustu þorsktorfuna sem komið hef-
ir undan hafisnum norður af Vest-
fjörðum og aðrar tegundir eru að
mestu uppveiddar. Hafísinn er nú
orðinn eina athvarf þorsksins.
Alls staðar annars staðar er setið
um hann og hann gjördrepinn.
Allir kantar og hrygningar-
stöðvar þorsksins hafa verið slétt-
aðir út og hann á hvergi athvarf.
„Fjöllin“ á Reykjaneshrygg eru
orðin rennislétt og fisklaus. Um 40
rækjutogarar eru nú að jafnaði á
veiðum innan fiskveiðilögsögunn-
ar að drepa æti þorsksins. Fiski-
ráðherrann hefir heimilað loðnu-
veiði í þéttklæddar flotvörpur
fram til loka febrúar 1996 því að
loðnan hafði tekið upp þann varn-
arleik að lyfta sér ekki frá botni og
mældist því ekki uppi í sjó.
Litlar líkur er því á að nokkur
loðna verði eftir til hrygningar
þegar kemur fram í mars eða apr-
íl. Gjöreyðingarstríð stjórnvalda
gegn fiskveiðum innan íslenskrar
fiskilögsögu minnir á útrýmingu
Hitlers á gyðingum eða Stalíns á
Mongólum. Engu skal þyrmt.
Búsetan í veði
Framtíð búsetu á íslandi er í
veði því að án fiskveiða er ekki líf-
vænlegt á íslandi. Enginn hefir
gefið 63 alþingismönnum umboð
til að útrýma fiskveiðunum og þar
með búsetu í landinu.
Þeir eru réttlausir að þeirri
ákvörðun. í Jónsbók frá 1281 er
réttur allra Islendinga skilgreind-
ur þannig: „Allir menn eigu at
veiða fyrir utan netlög (165 faðma
frá stórstraumsfjöru) at ósekju."
Þetta er fæðingarréttur allra ís-
lendinga frá upphafi byggðar hér
og hann verður ekki af mönnum
tekinn með valdboði. Það varðar
uppreisn innan þjóðfélagsins og
það fyrr en varir.
Önundur Ásgeirsson
„Gjöreyðingarstríð stjórnvalda gegn fisk-
veiðum innan íslenskrar fiskveiðilögsögu
minnir á útrýmingu Hitlers á gyðingum
eða Stalíns á Mongólum. Engu skal
þyrmt.“
Skoðanir annarra
Nauðsynleg uppstokkun
„Margir eru þeirrar skoðunar að Alþýðuflokkur-
inn hafi gott af því að vera utan stjórnar um hríð eft-
ir átta ára völd ... Innbyrðis sundrung og óeining
sem einkennt hafa síðustu misseri verður að til-
heyra fortíðinni ... Mikil gerjun er í íslenskum
stjórnmálum um þessar mundir, einkum meðal
þeirra sem skilgreindir eru sem vinstrimenn. Ef Al-
þýðuflokkurinn vill rísa undir því að kallast róttæk-
ur umbótaflokkur hljóta flokksmenn að taka þátt í
umræðum um nauðsynlega uppstokkun flokkakerf-
isins."
Úr forystugrein Alþýðubl. 29. des.
Lífeyrissjóðir hins opinbera
„Talið er að flestir þeirra sjóða, sem fé er safnað í
og ávaxtað, séu sæmilega færir um að standa við
þær skuldbindingar um lífeyrisgreiðslur, sem til er
stofnað og eigendur þeirra hafa unnið fyrir ... Hall-
inn á Ríkisútvarpinu vegna lífeyrisgreiðslna til fyrr-
verandi starfsmanna endurspeglar þau miklu vanda-
mál sem opinberir lífeyrissjóðir standa frammi fyr-
ir. í áranna rás hefur verið samið um alls kyns líf-
eyrisréttindi sem enginn er borgunarmaður fyrir
nema skattgreiðendur framtíðarinnar."
Úr forystugrein Tímans 29. des.
Tekjutengingin
„Tekjutenging í skattkerfinu er nú orðin svo víð-
tæk - og tekur til tekna, sem ekki geta talist meira
en meðaltekjur - að jaðarskattur á íslandi er í ýms-
um tilfellum með því hæsta sem gerist ... Ríkis-
stjórnin hlýtur að einbeita sér að því á næstu mán-
uðum að ráða bót á þessu vandamáli og koma í veg
fyrir að það verði almenn skoðun í landinu að það
borgi sig ekki að vinna fyrir sér og fjölskyldu sinni
... Efnahagsbatinn, sem nú sjást æ fleiri merki um,
ætti að veita svigrúm til að lækka skattbyrðina.“
Úr forystgugrein Mbl. 29. des.