Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Qupperneq 18
Fékk hjartaáfall og varð að hætta að reykja: Þakka forsjóninni fyrir það „Ég var búin að reykja nokkuð lengi og sífellt jókst notkunin. Þegar verst lét var ég komin í allt að þrjá pakka á dag og var gersamlega hætt að geta hreyft mig. Það liggur við að ég hafi átt erfitt með að klára eitt sönglag og gerði ég eitthvað annað en að draga að mér reykinn blés ég eins og hvalur," segir Dana Kristín Jóhannsdóttir, tónmenntakennari í Hofsstaðaskóla í Garðabæ, en hún fékk hjartaáfall 1992 og varð að gera svo vel að hætta að reykja í kjölfar þess. Nú þakkar hún í raun forsjón- inni fyrir að þannig skyldi fara því hún lifir gerbreyttu lífi i dag. Dana segist vera farin að hreyfa sig tölu- vert, ganga á fjöll og skoða landið sitt. Það hefði hún aldrei gert miðað við fyrra ástand sitt. Miskunnarlaus við börnin „Eftir að ég kom heim af sjúkra- húsinu fann ég hrikalega vonda lykt upp úr púðurdósinni minni og mér var sagt að þetta væri tóbakslykt. Mér krossbrá og hef haft samvisku- bit yfir því síðan hvað ég hlýt að hafa lyktað illa þessi reykingaár. Enn meira samviskubit hef ég þó vegna þess hversu miskunnarlaus ég var við bömin mín, í bílnum t.d. Væri gerð athugasemd við að ég væri að reykja ofan í þau svaraði ég jafnan með því að þau skyldu ekki vera að þessu röfli. Ég sé nú hvað þetta var tillitslaust." Aðspurð segist Dana hafa verið búin að reyna að hætta án árangurs. Hún hafi síðan farið til Þorsteins Blöndals læknis og hann hafi náð vel til hennar. Stoltust af þessu „Ég ætlaði alltaf að hætta þegar næsti atburður í lífí minu væri af- staðinn en það gekk aldrei. Ég segi það ekki að mig langi ekki stundum í reyk en það myndi aldrei hvarfla að mér að láta það eftir mér. Ég held, þegar ég horfi til baka, að ég sé stoltust af þessu af því sem ég hef gert um dagana,“ segir Dana. Hún vinnur á reyklausum vinnustað og það finnst henni skipta miklu. Hún segir kennara vera og eigi að vera fyrirmyndir bamanna og hún reyni Dana Kristín Jóhannsdóttir. eins og hún geti að miðla þeim af reynslu sinni. -sv tilveran MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 Fyrir þá sem eiga erfitt með að hætta að reykja: Mælum með Reykingar: Deyða börn í bæklingi frá Krabbameins- félaginu segir að af ýmsum ástæðum séu óbeinar reykingar hættulegastar börnrnn. Með fjölda rannsókna hefúr verið sýnt fram á þann margvíslega skaða sem móðir, sem reykir eftir fjóröa mánuð meðgöngu, getur valdið ófæddu bami sínu. í nýlegum greinum var skýrt frá rannsóknum á svo miklum fjölda ófrískra kvenna að nú er varla um að efast að reykingar skaða og jafhvel deyða böm í móðurkviði, við fæðingu eða á fyrstu vikunum eftir fæðingu. Minni vöxtur Sýnt hefur veriö fram á að reykingar tengjast með ein- í hverjum hætti minni vexti og ; þroska á æskuárunum og minni og hægari framföram i lestri, skrift og öðrum lærdómi. Gran- ur manna er sá að sum þau vandamál sem fram koma á bamsárunum varðandi þroska og heilsu megi rekja til skað- legra efna í tóbaksreyk sem bömin fengu í sig meöan móðir- in bar þau undir belti. Reyking- ar föður á meögöngutíma hafa svipuð áhrif þótt þær séu ekki jafn skaðlegar og reykingar móður. Skaðleg efni í blóði bama nikótínstaðgenglum Nikótínið, sem sumir bijóst- mylkingar fá meö móðurmjólk- inni, brotnar niður og breytist í önnur efni í líkama þeirra. Svipuð efhi er að finna í blóði f smábama sem anda að sér tó- baksreyk. í rannsóknum á eldri 5 bömum kemur í ljós að þegar þau fá sjúkdóma og einkenni sem tengjast óbeinum reyking- um er líklegt að skaðann megi ekki aðeins rekja til þess sem reykurinn gerir lungunum ' sjálfum, heldur einnig til þeirra skaðlegu efna sem fara inn í í blóðið meðan reykurinn er í lungunum og berast með því um líkamann. Því meira sem J reykt er á heimilum bama því ; meira er af þessum skaðlegu efnum í blóði, þvagi eða munn- vatni þessara bama. Aðrir kvillar Ýmiss konar vanheilsu bama má rekja til óbeinna reykinga. Þar á meðal era minni háttar kvillar eins og magakrampi og bólgnir hálseitlar en einnig al- varlegri veikindi eins og heila- himnubólga og Kawasaki-sjúk- dómur. Rannsóknir era stöðugt að leiða í Jjós eitthvaö nýtt sem bendir. til sambands milli óbeinna reykinga og flölmargra sjúkdóma i börnum. Trúlega er það aðeins toppurinn á ísjakan- um sem við blasir enn sem komið er. -sv „Áramót era ágætis tímamót fyr- ir fólk til að hætta að reykja. Við höldum námskeið allt árið nema á sumrin þvf það virðist vera að fólk sé tregt til að hætta í sumarfríinu,“ segir Þorsteinn Blöndal, læknir á lungna- og berkladeild Heilsuvemd- arstöðvariimar. Þar er boðið upp á námskeið fyr- ir þá sem vflja hætta að reykja og hefst það næsta 11. janúar næstkom- andi. Námskeiðið kostar 6.000 krón- ur og er innifalin röntgenmynd af lungum. Námskeiðið er byggt upp þannig að fyrst er viðtal áður en eig- inlegt námskeiö hefst, þá fimm hóp- fundir og loks er hringt fjórum sinn- um til þátttakenda á næstu tólf mán- uðum til að fylgjast með og skrá ár- angur. Þorsteinn segir árangur mjög góð- an og með því besta sem gerist. Um 30% þátttakenda era reyklausir enn þegar ár er liðið (365 reyklausir dag- ar) og nærri 50% reykja ekki dag- lega eftir eitt ár. „Við mælum með nikótínstað- genglum fyrir þá sem eiga erfitt með að hætta á viljanum einum saman. Nú era fáanleg nikotínlyf í formi plástra, tyggigúmmís og nefúða. Önnur nýjung, sem við ætlum að - segir Þorsteinn Blöndal yfirlæknir hefja prófun á í febrúar, er nikótín- munnstykki sem er ekki ósvipað í laginu og sígaretta. Með því að soga að sér loft fær reykingamaðurinn nikótin ofan í sig og eitt munn- stykki jafngildir 3-4 sígarettum," segir Þorsteinn. Munnstykki þetta er ekki komið í sölu hérlendis en verður í prófun næstu * mán- uði. Jafnframt þessu er ætlunin að prófa lyf sem hindra að reykinga- maðurinn verði niðurdreginn. „Það er vitað að ákveðinn hluti reykingamanna þola illa and- lega að hætta að reykja, verða leiðir í skapi og stúmir. í samvinnu við geðlækna ætlum við að prófa að gefa lyf sem hindrar serótónín upptöku ef tilskilin leyfi fást. Þátttakendur í þess- ari tilraun fá allir töflur en aðeins helmingur þeirra fær virkt efhi, hinn helmingurinn fær sykurtöflu. Með þessu ætlum við að mæla hvort slík Jyf geti hjálpað fólki að komast yfir geðsveifl- ur meðan hætt er að reykja." -JJ Fyrirtæki styrkja starfsmenn á námskeið til að hætta að reykja - segir Þorvarður Örnólfsson hjá Krabbameinsfélaginu „Það er vaxandi áhugi hjá fyrir- tækjum að styrkja starfsmenn sina á námskeið til að hætta að reykja,“ segir Þorvarður Ömólfsson hjá Krabbameinsfé- laginu. Á síðasta ári hélt félagið sjö námskeið, með sam- tals 127 þáttakendum, þar af 75 á vegum fyr- irtækja og stofnana. í mörg ár hefur Krabba- meinsfélagið staðið fyrir námskeiðum fyrir fólk sem vill hætta reykingum og félag- ið hefur einnig staðið fyrir öfl- ugum áróðri gegn reykingum. Að sögn Þorvarðs hafa reyk- ingar dregist saman hin síð- ustu ár en þó hefur gætt stöðn- unar í samdrættinum síðast- liðin þrjú ár. Reglulega gerir Hagvangur könnun fyrir Krabbameinsfélagið um reyk- ingavenjur íslendinga. Árið 1985 reyktu 40% á aldrinum 18 til 69 ára og fór sú tala niður í 29% fyrir þremur árum og hef- ur ekki breyst. Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 11. janúar. Það er ætlast til að þátttakendur komi á alla fundi því reynslan sýnir að því betur sem menn sækja fundina þeim mun meiri líkur era á að þeim takist að hætta. Námskeiðið er upp- byggt þannig að fyrstu tveir fundimir era undirbúnings- fundir og þann þriðja er H-dag- urinn þegar allir hætta að reykja. Á fjórða og fimmta fundi halda læknarnir Sigurður Ámason og Sigurgeir Kjart- ansson fyrirlestra. Á meðan á námskeiði stendur og að þvi loknu geta þátttakendur fengið einkaviðtöl við leiðbeinanda. Leiðbeinandi á námskeiðun- um er Valdimar Helgason kennari sem hefur séð um mörg slík námskeið fyrir félag- ið á undanfomum árum. Nám- skeiðsgjald er 6000 krónur. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.