Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Side 20
2» fHveran
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 3D"V"
Ætli fólk sér aö grennast er hreyfingin nauðsynleg. Draga þarf skynsamlega úr neyslu matar og dreifa máltíðum
reglubundið yfir daginn. Skjótur árangur í megrun getur þýtt að kílóin komi fljótt aftur og þá kannski fleiri en voru
ffyrir áður en megrunin hófst.
Úlafur Sæmundsson næringarráðgjafi:
Skyndimegrunarkúrar eru
dæmdir til að mistakast
- „kílóin burt", eitt af áramótaheitunum
Eina leiðin til þess að vinna sigur á ofíitunni er að
draga skynsamlega úr neyslunni, sérstaklega úr neyslu
á fitu og að dreifa máltíðunum reglubundið yfir daginn.
Máltíðimar eiga að vera til staðar, morgunverður, há-
degisverður, miðdegisverður, kvöldmatur og jafnvel ein-
hver kvöldhressing, ávöxtur eða eitthvað slíkt. í þriðja
lagi er síðan hreyfíngin nauðsynleg. Hún er þriðji póst-
urinn í þessu,“ segir Ólafur Sæmundsson, næringarráð-
gjafi hjá Mætti. DV leitaði til hans um ráð handa þeim
fjölmörgu sem án efa heita sjálfum sér því nú um ára-
mót, meðal annars, að fækka kílóunum. Ólafur segist
leggja gríðarlega mikla áherslu á það í sínu starfi að
fólk læri að þekkja innihald afurða, bæði með tilliti til
kaloría og samsetningar, þannig að það geti sjálft sett
fæðutegundir þannig saman að bær nái að fíillnægja
hinum svokölluðu manneldismarkmiðum. Fólkið verði
að taka ábyrgðina í eigin hendur en sé ekki að stóla á
einhverja kúra eða einhvem einstakling sem komi til
með að gera þetta fyrir það. Það gangi aldrei upp.
Kílóunum fjölgi á ný
„Skyndimegrunarkúrar em dæmdir til þess að mis-
takast. Ef fólk ætlar sér að ná árangri þýðir ekkert að
ætla sér í skamman tíma að breyta um lífsmunstur,
reyna að grennast á skömmum tíma en detta svo inn í
gamla farið á ný. Reynslan hefúr sýnt að skjótur árang-
ur í megrun getur þýtt að kUóin komi skjótt aftur og þá
jafhvel fleiri en vora fyrir áður en megrunin hófst,“ seg-
ir Ólafur Sæmundsson. -sv
s.
ijiúcfóý {ffiöasut/
Smiðsbúð 9, 210 Garðabœr, s. 895 0795
StíS-9,
'030.
Konur á öllum aldri eiga
rétt á ytri sem innri fegurð
JffliamsFœAfi — duíffsnœkt
ÁTAK, ÁRAMÓTAHEIT
Fitubrennsluátak námskeið
hefst 8. janúar.
Lokaðir hópar -fyrir konur
sem slást við 15-30 kíló
eða meira...
Opnir hópar - 0-15 kíló.
Framhaldshópar...
Morgun,- hádegis,-
síðdegis,- og
kvöldtímar
Ljós - Nuddpottur
Bamagœsla virka daga
frákl. 9.00-15.30
Fagmannlegt aðhald -
haldfastur árangur
Snyrti- og hárgreiðslustofan
Saloon Ritz,
Heiðar Jónsson snyrtir
og tískuvöruverslunin
Stórar Stelpur * . .. ..
sjá um fyrirlestur og cy ltClA, /t/ÚOOU/* 20. a/c/cUH/UiCl/1
aðhlynningu. Sameining - Þjónusta - Gleði
persónulegur sigur
Strengir þú
áramótaheit?
Um áramót taka margir sig tU og lofa sjálfum sér bót og betrun. Sumir
ætla að taka sig verulega á í heUsuræktinni og kUóin eiga svo sannarlega
að fjúka. Aðrir era staðráðnir í að hætta að reykja, einhverjir hafa þörf fyrir
að minnka drykkjuna verulega og enn aðrir ætla að eyða meiri tíma með
fjölskyldunni á árinu. Sumir strengja svo aldrei áramótaheit
DV hitti fólk á götunni og spurði hvort það strengdi áramótaheit og hvort
áramótin hefðu einhverja sérstaka merkinu í huga þess.
Nýjar
áherslur
Heiðrúji Amsteinsdóttir: „Nei,
ég strengi aldrei áramótaheit. Ég sé
enga ástæðu tU þess að vera að gefa
sjálfri mér einhver loforð sem síðan
er undir sjálfri mér komið hvort ég
stend við eða ekki. Ég lít svo á að
maður eigi bara að vera bjartsýnn
um áramót og horfa fram á næsta ár
með jákvæðu hugarfari. Mér finnst
aUtaf ákveðin stemning yfir því að
kveðja gamla árið og byija á nýjum
áherslum."
-sv
Bæta
heilsuna
Birgir Már Guðmundsson: „Já,
ég hyggst reyna að bæta heUsuna á
árinu, fara í vaxtarrækt og reyna að
styrkja mig svolítið. Ég hef átt í
basli með bakið á mér og ég ætla að
reyna að bæta úr því með teygjum
og styrkjandi æfingum. Mér finnst
áramótin helst hafa merkingu í
sambandi við námið hjá mér. Ég er
í háskólanámi og við hver áramót
lýkur einum áfanga og þar með
styttist tíminn tU loka. Síðan tekur
vitaskuld nýr og spennandi áfangi
við. -sv
Þýðir
ekkert
Ingibjörg Stefánsdóttir: „Það
þýðir ekkert fyrir mig að vera að
strengja áramótaheit því ég svík
þau aUtaf. Ef eitthvað þá myndi ég
vUja geta lofað sjálfri mér því að
verja meiri tíma með dóttur minni.
Áramótin hafa sérstaka merkingu í
mínum huga því þau marka ákveð-
in tímamót. Maður hugsar aUtaf í
upphafi nýs árs að nú sé kominn
tími á eitt eða annað en það er þó
ekkert sérstákt sem kemur upp í
huga minn.“
-sv
Engin þörf
fyrir það
Janus Eiríksson: „Nei, ég
strengi aUs ekki áramótaheit og hef
aldrei gert. Mér hefur ekki fúndist
ég hafa þörf fyrir það. Af hveiju
skyldi maður þurfa að lofa sjálfiun
sér einhveiju sérstöku um áramót
frekar en á öðrum tímum? í mínum
huga hafa áramótin ekkert breyst í
gegnum tíðina. Þau hafa enga merk-
ingu í mínum huga og þannig upp-
lifi ég þau aUtaf eins frá ári tU árs.“
-sv