Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Síða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 Úrskurður kjaranefndar: Vikuverkfall í frönskum stíl - segir Pétur Sigurðsson „Með ýmsum hætti má tína til kjarabætur handa launafólki upp úr þeim góðærispotti sem prestar og embættismenn eru að fá. Það má krefja vinnuveitendur að samnings- borði með illu ef ekki góðu. Það sem verkalýðsforystan ætti að gera núna í stað útifundar er að boða til viku- verkfalls i frönskum stíl. En þvi miður sé ég það ekki gerast. Foryst- an er algjörlega máttlaus, viljalaus og getulaus," sagði Pétur Sigurðs- son, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, við DV um úrskurð kjaranefndar. -bjb ^ „Elítan" að skammta sjálfri sér - segir Björn Grétar „Við fulltrúar láglaunahópanna í þessu landi erum orðin ýmsu vön. Þetta sem vinstri höndin er að gera er framhald af því sem hægri hönd- in framkvæmdi síðasta sumar. Þetta er eins konar botnlangi af _^kjaradómi. Þarna er „elítan" að skammta sjálfri sér. Það er verið að skammta mönnunum með titlana langtum hærri laun og meiri pen- inga en gert var í kjarasamningum vetrarins. Þetta kemur fram á sama tíma og verið er að dæma félög fyr- ir að reyna að brjótast út úr þeim samningum. Ég verð þó að játa að úrskurðurinn kemur ekki á óvart. Þetta er hin nýja launastefna sem við þurfum að koma okkur inn á sem allra fyrst," sagði Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins, við DV um nýlegan úrskurð kjaranefndar. Samkvæmt úrskurðinum fengu prestar að meðaltali 9,5% launa- hækkun og hátt í 70 embættismenn ^►8% launahækkun 1. desember sl. Embættismennimir em skattstjór- ar, yfirskattanefnd, saksóknarar og forstöðumenn opinberra stofnana og fyrirtækja. Kjaranefnd á eftir að úrskurða laun sýslumanna, sendi- herra, ráðuneytisstjóra og nokkurra ríkisforstjóra. -bjb Neyðarlínan komin í gang Neyðarlínan með númerinu 112 var formlega opnuð í gær og ætti að vera komin i gang um land allt. Vandræði hafa ekki komið upp nema hvað dyrasími í fjölbýlishúsi í jíópavogi var tengdur Neyðarlín- 'unni. -bjb Björn Halldórsson hjá flkniefnadeildinni um verkjalyfjamisnotkun: Klárlega ávísað af hálfu íslenskra lækna - sum verkjalyf næsta skref við heróín „Þessum sterku verkjalyfjum hefur klárlega verið ávísað af ís- lenskum læknum. Landlæknir hef- ur í því sambandi látiö til sín taka. Ég vil ekki nefha hvaða dæmi það eru. Hins vegar er ekki hægt að neita því að þessara ly'fja er einnig aflað erlendis,“ sagði Björn Hall- dórsson, hjá fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík, í samtali viö DV. Eins og fram kom í DV í gær vora funm dauðsföll á síðasta ári rakin til neyslu sterkra verkja- deyfandi lyfja - metadons, condalgins og ketogans. Björn full- yrðir að sprautufíklar hafl aukið verkjatöfluneyslu sína og að lækn- ar ávísi að minnsta kosti hluta þeirra. „Við höfum í okkar starfi á fikniefnadeildinni í auknum mæli orðið varir við sterk verkjadeyf- andi lyf í umferð hjá fikniefna- neytendum - einkum og sér í lagi hjá þeim hópi sem er í sprautu- neyslu. Þetta era til dæmis lyfin fortral og mogadon. Fortral er ávísað af læknum en það era einnig dæmi um að þeim hafi ver- ið smyglað til landsins,“ sagði Björn. - Hvers vegna era verkjalyf svo vinsæl hjá fikniefnaneytendum sem raun ber vitni? „Fortral til dæmis er mjög sterkt verkjadeyfandi lyf sem mér er sagt að hafi heróínlíka verkun. Menn segja að þetta gefi góða vímu. Það fer ekki hjá því að þeg- ar menn eru að dæla í sig slíkum efhum fer maður að velta fyrir sér hvert verður næsta skrefið. Ég vil í rauninni ekki slá því fram en það eru hreinar línur að maður veltir fyrir sér: erum við komnir á þröskuldinn að öðru fíkniefni, heróíni, sem ekki hefúr verið hér i umferð sem neinu nemur,“ sagði Björn Halldórsson. -Ótt Nýtt ár er gengið í garð hjá Samherjafrændunum þremur á Akureyri, einhverjum umsvifamestu útgerðarmönnum iandsins. Tveir þeirra, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson, sjást hér leysa landfestar þegar eitt skipa þeirra, Víðir EA- 910, var að leggja frá landi í gær. DV-mynd gk Tveir á hátt í tvö hundruð km hraða Á síðasta sólarhring hefur lög- reglan í Keflavík stöðvað for tveggja ökumanna sem mældust á 165 og 166 kílómetra hraða á Reykjanes- brautinni. Báðir vora sviptir öku- réttindum á staðnum og má búast við að dómari ákvarði þeim um tveggja mánaða ökuleyfissviptingu og einhverja tugi þúsunda króna í sekt. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglustöðvum í morgun er mikið um hraðakstur nú rétt í ársbyrjun og hefur talsvert átak verið gert í að stöðva ökufanta. T.a.m. vora fimm stöðvaðir í þéttbýlinu í Kópavogi á skömmum tíma í gær - tveir þeirra mældust á yfir 100 km hraða. -Ótt Sjávarútvegsráðherra: Fer til Færeyja Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra heldur í dag til Færeyja til að ræða við Færeyinga um súdar- kvóta þjóðanna og árlegar veiði- heimildir Færeyingá í íslenskri lög- sögu. Þorsteinn er vongóður um að fljótlega gangi saman í viðræðum þjóðanna. „Við höfum veitt Færeyingum veiðiréttindi hér á undanförnum áram. Þau hafa að vísu verið skorin niður í samræmi við niðurskurð í okkar eigin afla en við höfum kapp- kostað að halda þeirri skipan og munum ræða einhverja útvíkkun á þessu samstarfi," sagði Þorsteinn í morgun. -GHS VERÐA EKKI ORGANIST- ARNIR AÐ FÁ LAUNA- HÆKKUN LÍKA? Veðrið á morgun: Slydduél á Norðurlandi Búist er við allhvassri norð- austanátt með éljum norðvestan- og vestanlands en hægari austan og suðaustan í öðrum landshlut- um. Skúrir eða rigning verður suðaustan- og austanlands en slydduél á Norðurlandi. Að mestu verður úrkomulaust á Suðvesturlandi og sunnanverð- um Vestfjörðum. Veðrið í dag er á bls. 28 brother Litla merkivélin Loksins með Þ ogÐ l:MJ Nýbýlavegi 28-sími 554-4443 K I IV G L#TT# alltaf á Miðvikudögnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.