Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Side 18
26
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
íþróttir dv
Körfubolti - unglingaflokkur karla:
Það yrði toppurinn að spila
með íslenska landsliðinu
- sagði Guðjón Gylfason, fyrirliði unglingaflokks Keflavíkur sem sigraði Val, 77-93, í íþróttahúsi Vals
Unglingaflokkur Keflavíkur hefur
sýnt mikla yfirburði í íslandsmót-
inu í körfubolta það sem af er
keppni og hafa strákarnir unnið
alla sína leiki til þessa - nú síðast
Val, 77-93, og fór leikurinn fram að
Hlíðarenda.
Framan af veittu Valsstrákarnir
verðuga mótspyrnu og var staðan í
hálfleik 40-49 fyrir Keflavík. En eft-
ir því sem á leikinn leið jukust yfir-
burðir Suðurnesjaliðsins og þegar
dómararnir flautuðu til leiksloka
var Ijóst að Keflavík hafði unnið,
réttlátt, 77-93.
Umsjón
Halldór Halldórsson
Valsliðið er skipað kröftugum
strákum sem eiga eftir að bæta sig
mikið. Þeirra tími kemur áreiðan-
lega.
Eftirtaldir piltar skoruðu stig
Keflavíkur: Guðjón Gylfason 23, El-
entínus Margeirsson 16, Gunnar
Einarsson 15, Ásgeir Gunnarsson
10, Halldór Karlsson 7, Þorsteinn
Húnfjörö 6, Gunnar Sigurðsson 5,
< Guðmundur Valsson 5, Sveinn
Magnússon 3 og Kjartan Jakobsson
2 stig.
Stig Vals: Gunnar Már 19, Bjarki
Gústafsson 10, Hjalti Pálsson 10,
Bergur 9, Gunnar Zoéga 7, Hjörtur
Lindsbanki
'i**«nkí
ísönd$
■^tevðf
íf '' líiV JM
Í t i
f fí««tetonki \ tóancs ! Jém v>
Hið frábæra lið Keflavíkur í unglingaflokki er þannig skipað: Gunnar Einarsson (4), Elentínus Margeirsson (9), Þorsteinn Húnfjörð (5), Ásgeir Guðmundsson
(13), Guðjón Gylfason (10), Unnar Sigurðsson (15), Halldór Karlsson (11), Sveinn Magnússon (7), Guðmundur Valsson (12), Kjartan Jakobsson (14), Skarp-
héðinn Ingimundarson (8) og Sigurður Stefánsson (6). Þjálfari þeirra er Einar Einarsson. DV-myndir Hson
Guðjón Gylfason, fyrirliði unglinga-
flokks Keflavíkur.
Hjartarson 6, Guðmundur Björns-
son 5, Pétur Fannar 5, Ámundi 4 og
Magnús Guðmundsson 2 stig.
Seinir í gang
Guðjón Gylfason, fyrirliöi Kefla-
víkurliðsins, var að vonum ánægð-
ur með sigurinn en honum fannst
liðið heldur seint í gang:
„Við höfum ekki tapað leik í tvö
ár, ef ég man rétt. Þetta er mjög
samhentur hópur og höfum við leik-
ið upp alla yngri flokkana saman.
Ásgeir er nýr leikmaður í liðinu en
hann er búinn að dvelja í Banda-
ríkjunum undanfarin ár og á hann
eftir að finna sig betur í liðinu en
átti þó góðan leik gegn Val.
Við erum fimm sem höfum spilað
með meistaraflokki, Gunnar Einars-
son, Elentínus Margeirsson, Halldór
Karlsson, Þorsteinn Húnfjörð og ég.
Mér finnst mikill munur að leika
með meistaraflokknum og er barátt-
an þar mun meiri og miklu meira í
húfi. En allt þetta gerir leikinn mun
skemmtilegri og að ógleymdu er
breiddin miklu meiri í meistara-
flokki og samkeppnin hörð um sæti
í liðinu. En að sjálfsögðu er mjög
gaman að leika með unglingaflokkn-
um sem er mjög sterkur um þessar
mundir. Við höfum sett stefnuna á
að vinna tvöfalt í vetur eins og á síð-
asta ári og finnst mér það eigi að
geta tekist.
Ég, eins og fleiri í liðinu, stefni
hiklaust að landsliðssæti. Það yrði
toppurinn að fá tækifæri til þess að
spila fyrir ísland," sagði Guðjón.
* Gunnar Zoéga, Val (13), í keppni um boltann við Unnar Sigurðsson, Keflavík (15). Báðir eru þessir strákar mjög efni-
legir.
Staðan í körfu unglingaflokks karla:
Keflavík hefur unniö
alla leiki sína
Unglingaflokkur Keflavíkur, Keflavík-Haukar . . . .100-80
núverandi bikar- og íslandsmeist- KR-Unglingal 80-52
ari í körfubolta hafa góöa forystu Haukar-KR 86-45
í yfirstandandi íslandsmóti. Strák- Valur-lR . . . .104-66
arnir hafa unnið alla leiki sína til Njarðvík-ÍA 88-65
þessa sem verður að teljast frábær Breiöablik-ÍR 60-65
árangur. Valur-Keflavík 77-93
Urslit síðustu leikja: Haukar-Unglingal . . . .90-64
Haukar-ÍA 85-53
Valur-Breiöablik .... 90-59 Staðan í íslandsmótinu:
Njarðvik-Valur 103-70 Keflavik 9 9 0 800-551 18
ÍA-Fylkir 83-67 Haukar 10 8 2 838-606 16
ÍR-Unglingalandsi. . . . 75-82 Njarðvik 8 7 1 763-529 14
Keflavík-KR 2-0 Valur 10 5 5 750-797 10
Ungliandsl.-Keflavik . 71-130 ÍA 8 4 4 562-570 8
Haukar-ÍR 95-46 Breiðablik 10 4 6 725788 8
Valur-ÍA 69-61 KR 9 4 5 604-577 8
Breiöablik-Njarövik . 68-92 Fylkir 7 2 5 483-536 4
'ÍA-Breiðablik 103-77 Unglingal. 9 1 8 580-796 2
ÍR-Fylkir 73-83 ÍR 10 1 9 585940 2
Valsliðið tekur sér pásu. Liðið er skipað eftirtöldum strákum: Bjarki Gústafs-
son (14), Gunnar Zoéga (7), Gunnar Már Sigurðsson (7), Bergur (5), Hjörtur
Þ. Hjartarson (11), Guðmundur Björnsson (12), Hjalti Pálsson (9), Ámundi
(10) og Pétur Fannar (6). Þjálfari strákanna er Torfi Magnússon.