Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Qupperneq 23
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 31 Fréttir Langholtssöfnuður að klofna: Kanna möguleika á stofnun fríkirkjusafnaðar - rétt að kalla saman almennan safnaðarfund, segir séra Ragnar Fjalar „Það kemur mér ekki á óvart þótt einhverjir séu búnir að fá nóg af þessum deilum og hugleiði þann möguleika að stofna fríkirkjusöfn- uð. Ég tel að það réttasta sem menn gerðu nú í Langholtssöfnuði væri að kalla saman almennan safnað- fund til að ræða málin. Enda þótt slikur fundur hafi ekkert ákvarð- anavald í málinu þá á hvert sóknar- barn rétt á því að fá að heyra um það frá safnaðarstjórn," sagði séra Ragnar Fjalar Lárusson prófastur sem manna mest hefur komið ná- lægt sáttatilraunum í deilu séra Flóka Kristinssonar og Jóns Stef- ánssonar organista, aðspurður um þær hræringar til klofnings Lang- holtssafnaðar sem nú eru hafnar. Nokkrar manneskjur úr Lang- holtssókn hafa rætt saman um þann möguleika að segja sig úr söfnuðin- um og stofna fríkirkjusöfnuð. Þetta fólk segist vera búið að fá nóg af þeim deilum sem uppi eru í söfnuð- inum og það fái ekkert um að vita nema í gegnum fjölmiðla. „Ég hef ekki heyrt fólk tala um að segja sig úr söfnuðinum og stofna nýjan. Hins vegar vil ég taka fram að um það hefur verið rætt 1 alvöru að kalla saman almennan safnaðar- fund, enda þótt hann hafi ekki ákvörðunarvald í deilumálinu," sagði Guðmundur Pálsson, formað- ur stjórnar Langholtssafnaðar, í samtali við DV í gær. Safnaðamefndarmaður sem DV ræddi við um þessa deilu sagði að hún væri einfaldlega komin á það stig að annar hvor þeirra séra Flóka eða Jóns organista yrði að víkja. Þeir gætu aldrei úr þessu unnið saman, slíkt væri hatrið orðið. Hann sagði það litlu eða engu skipta hvernig skýrsla Eiríks Tómassonar prófessors yrði, hvað sáttum við- kemur. Því væru aðeins tveir mögu- leikar fyrir hendi. Annar er sá að Jón Stefánsson fari burt með sinn ágæta kór eða þá að biskup reyni að finna eitthvert þaö starf handa séra Flóka sem hann gæti sætt sig við. Hann sagði að enda þótt hvorug lausnin væri líkleg væri ekkert ann- að sem gæti leyst deiluna. -S.dór DV-mynd GS Frá fundi sóknarnefndar Langholtssoknar fyrr i manuöinum. Fundur um rétt- indi barna í Genf Fyrsta kvótauppboð ársins: Leiguverð á þorskkvóta milli 90 og 95 krónur - en 540 krónur ef um varanlega sölu er að ræða Fyrsta uppboð ársins á afla- kvóta fór fram síðastliðinn þriðju- dag. Að sögn Árna Guðmundsson- ar hjá Kvótamarkaðnum var leiguverð þorskkvóta 90 til 91 króna kílóið á þessu uppboði. Undanfarið hefur verðið rokkað á milli 90 og 95 krónur kílóið. Ef hins vegar er um varanlega kvóta- sölu að ræða þá er verðið 540 krónur fyrir kílóið af þorski. Ámi sagði að það færi nokkuð eftir afurðaverði hvert kvótaverð- ið er. „En síðan ræður það líka nokkru um verðið að sumir fara fram úr sínum kvóta og verða því að leigja eða kaupa kvóta hvað sem það kostar," sagði Árni. Leiguverð á ýsukvóta er lágt eða 9 til 10 krónur fyrir kílóið og lítil spenna í kringum það. Leigu- verð á ufsakvóta er um 6 krónur en varanlegur kvóti er á um 60 krónur kílóið. Leiguverð á kola- kvóta hefur verið 18 krónur að undanfórnu en varanlegur kvóti fer á 130 til 135 krónur kílóið. Leiguverð á karfa er að minnsta kosti 35 krónur kílóið og á varan- legum kvóta um 160 krónur kílóið. Kvótaverð á grálúðu er alveg það sama og á karfanum. Varanlegur humarkvóti fer á 2.100 krónur kílóið en ekkert verð er uppi í rækjunni vegna þess að kvótaframboð er ekkert. -S.dór „Gullárin" á Dalvík - höfðar til fólks á öllum aldri Júlíus Guðmundsson og Freygerð- ur Snorradóttir í „ellismellasýning- unni“ á Dalvík á síðasta ári. „Við ætlum að vera með frumsýn- ingu föstudaginn 2. febrúar í Sælu- húsinu á Dalvík," segir Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir um sýningu sönghópsins Ellismellir á skemmti- kvöldinu Gullárunum en sönghóp- urinn setur nú saman skemmtidag- skrá fjórða árið í röð. Eins og nafn sýningarinnar gefur vísbendingu um byggist sýningin á flutningi vinsælla dægurlaga frá ár- unum 1950-1970 en við bætist grin, glens og gaman. Þessar sýningar Eldur í gardínum Eldur kom í fyrrakvöld upp í her- bergi á sambýli fyrir fatlaða á Sel- fossi. Brunnu gluggatjöld en starfs- menn á heimilinu náðu að slökkva eldinn áður en hann breiddist út. Einn maður var í herberginu var honum bjargað út í tæka tíð.-GK hafa fengið mjög góðar undirtektir undanfarin ár og hefur sönghópur- inn farið með dagskrána í nærliggj- andi byggðarlög, s.s. til Grímseyjar, Hríseyjar, Ólafsfjarðar og Blöndu- óss. „Sýningin aldri en lögin frá þess- um tíma eru ýmist rokklög eða róm- antiskar ballöður. Flutt eru um 30 lög og reynt að vanda til alls, m.a. með viðeigandi klæðnaði og förðun söngvaranna," segir Ragnheiður Rut. Fundur fulltrúa íslenskra stjórn- valda með nefnd Sameinuðu þjóð- anna um réttindi bamsins hófst í Genf 16. janúar sl. Þar er rædd fyrsta skýrsla íslands um réttindi barna hér á landi. Nefndin starfar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá árinu 1989 sem ísland gerðist aðili að árið 1992. Samkvæmt samningn- um eru aðildarríki að honum skuld- bundin til að skila reglulega skýrsl- um um ráðstafanir sem þau hafa gert til að koma í framkvæmd þeim réttindum sem samningnum er ætl- að að tryggja. í tilkynningu frá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu segir að ísland hafi skilað fyrstu skýrslu sinni um réttindi barnsins í lok árs 1994 og er Ók inn í húsagarð Bil var í fyrradag ekið inn í húsagarð við Kársnesbraut í Kópavogi. Ökumaðurinn missti stjórn á farartækinu í hálku og því fór sem fór. Harður árekstur tveggja bfia varð einnig á sömu götu í gær- kvöldi og þurfti að draga annan bílinn burt. Slys urðu ekki á fólki. -GK hún tekin til umfjöllunar á fundi nefndarinnar. Þar sitja fulltrúar frá ráðuneytum utanríkismála, dóms- mála, menntamála, heilbrigðismála og félagsmála fyrir svörum um efni hennar og veita upplýsingar um stöðu barna hér á landi. Nefndin birtir síðan álit sitt á hvernig til hefur tekist hjá íslensk- um stjórnvöldum að uppfylla samn- ingsskuldbindingar sínar um rétt- indi barnsins. -ÞK STEIKHÚS ADRÍA Strandgötu 30, Hafnarfirði Sími 555-3777 HÁDEGISTILBOÐ Á HVERJUM DEGI Laugardagskveðjan - Þú pantar og sækir fjóra skammta af mat og færð ódýrasta réttinn frítt AUSTURLENSKUR MATUR TAKE - AWAY

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.