Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra kemur víða við í starfi sínu. Hrærir með sinni sleif „AUt þetta setur hann svo í einn pott og hrærir svo með sinni sleif í glásinni svo úr verð- ur kattarláfujafningur sem hann nefnir fjárlög." Gísli S. Einarsson, í DV. Blaðafulltrúi Friðriks „Ingibjörg Pálmadóttir virðist hafa þann eina starfa að koma fram sem blaðafulltrúi Friðriks Sophussonar." Össur Skarphéðinsson, í Al- þýðublaðinu. Handkurra og hankatrog „Það getur vel verið að Bene- Ummæli dikt Sveinsson telji sig eiga skuld að gjalda, en hann er alltof gegn maður til að gerast hand- kurra og hánkatrog Þorsteins Pálssonar." Sverrir Hermannsson, í Morg- unblaðinu. Kurteisi á hæsta stigi „Mér sýnist það nánast orðið þannig að vilji menn sýna öðr- um fulla kurteisi þá orða þeir þá við þá forsetaframboð." Jón Sigurðsson, f Alþýðublað- inu. Bíkini er vinsælasti strandfatn- aður ungra stúlkna. Bíkini í fimm- tíu ár I ár eru fimmtíu ár frá því bík- inibaðföt voru fyrst kynnt. Það var franski tískuhönnuðurinn Louis Réard sem fyrstur kynnti djörf tvískipt baðföt í júlí 1946 og nefndi hann þau bíkini. Réard valdi þetta nafn á baðfótin vegna þess að hann taldi að í þeim væri fólgið jafn mikið sprengi- efni og í bandarísku kjarnorku- sprengjunni sem sprengd var á Bikini-rifi í Kyrrahafinu fjórum dögum áður en tískusýningin fór fram. Stutta tískan Fyrstur til að setja stuttkjóla á markaðinn var tískuhönnuður- inn Mary Quant en hún rak á sjöunda áratugnum tískuverslun á Kings Road í London. Það var vorið 1965 sem hún kom með þessa byltingu í kvenfatnaði. Um sama leyti skapaöi franski tísku- hönnuðurinn Courréges fastmót- aðan stíl þar sem stutta tískan Blessuð veröldin var sett fram á framúrstefnuleg- an máta. Fyrsta tískusýningin Fyrsta eiginlega tískusýningin fór fram i London 1908 og virðist hafa verið tengd fatnaði frá tískuhúsi lafði Duff-Gordons. Sama ár var haldin sýning af svipuðu tagi hjá Paquin og Poiret í París. Áöur höfðu tísku- húsin sýnt ákveðnum viðskipta- vinum tískuna þegar óskað var eftir. Fer að rigna suðvestanlands í dag snýst í vaxandi sunnan- og suðaustanátt og þykknar upp. Um og upp úr hádegi verður komin all- hvöss eða hvöss suðaustanátt með rigningu um landið suðvestanvert og síðdegis verður stormur eða rok á stöku stað vestanlands. Á Norð- Veðrið í dag austur- og Austurlandi verður stinningskaldi eða allhvasst og úr- komulítið. í kvöld og nótt lægir smám saman. Vægt frost verður í fyrstu en fer hlýnandi, hiti verður á bilinu 0 til 5 stig, svalast norðaust- an til. Á höfuðborgarsvæðinu verð- ur sunnan- og suðaustankaldi eða stinningskaldi og þykknar upp. All- hvöss eða hvöss suðaustanátt og rigning síðdegis. Hægari suðaustan- átt með skúrum í nótt. Hlýnandi veður og verður hitinn 3 til 5 stig í dag. Sólarlag í Reykjavík: 16.31 Sólarupprás á morgun: 10.44. Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.37. Árdegisflóð á morgim: 6.03. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaó -2 Akurnes léttskýjaö 1 Bolvík snjóél á síö. klst. -4 Egilsstaöir skýjaö -1 Keflavíkurflugv. snjóél -1 Kirkjubkl. snjóél á síö. klst. -2 Raufarhöfn alskýjað -2 Rvík snjóél á slö. klst. -1 Stórhöföi snjóél 2 Helsinki kornsnjór -4 Kaupmannah. skýjaö 0 Ósló kornsnjór -1 Stokkhólmur kornsnjór -1 Þórshöfn léttskýjaö 2 Amsterdam hrímþoka -2 Barcelona þokumóóa 5 Chicago snjókoma -11 Frankfurt kornsnjór -3 Glasgow mistur 8 Hamborg þokumóöa -2 London þokumóöa 6 Los Angeles skýjaö 14 Madríd skýjaö 1 Paris þokumóóa 3 Róm þokumóóa 2 Mallorca léttskýjaó 6 New York rigning 13 Nice léttskýjaö 4 Nuuk skafrenningur -17 Orlando léttskýjaó -19 Valencia skúr á síð. klst. 10 Vín þokumóóa -3 Guðjón Birgisson garðyrkjubóndi: Tómatar á mark- aðinn í febrúar „Ég mun reyna að koma fyrstu tómötunum á markaðinn fyrstu eða aðra vikuna í febrúar og er það tveimur mánuðum fyrr en áður hefur gerst hjá mér,“ segir Guðjón Birgisson, garðyrkjubóndi á Melum á Flúðum, en hann er einn þeirra bænda sem hafa nýtt sér nýja gerð af lömpum sem gefa meira ljós miðað við orku heldur en áður hefur þekkst í þessari at- vinnugrein og árangurinn lætur ekki á sér standa: nýir íslenskir tómatar verða á boðstólum í febrú- ar. Maður dagsins „Við prófuðum þessa lýsingu í fyrra og hún reyndist svo vel að ákveðið var að gera alvöru úr þessu. Það ber þó að taka fram að þetta er enn á tilraunastigi. Það eru margir sem koma nálægt þess- ari tilraun, meðal annars Atvinnu- þróunarsjóður, Rarik og Lands- virkjun." Guðjón sagði að það væri mikil vinna í kringum þetta: „Ég er með Guðjón Birgisson. þessa ræktun á níu hundruð fer- metrum og reikna með að fá kannski kíló á fermetrann í hverri viku, en þetta er gífurleg yfirlega, það má ekkert út af bera og það þarf að hafa gætur á Ijósunum þá sextán tíma sem logar á þeim.“ Guðjón ræktar meira en tómata og selur allt sitt hráefni í gegnum Sölufélag garðyrkjuhænda: „Ég hóf þessa gróðurhúsaframleiðslu árið 1980, þá í smærri stO, en hef verið að stækka þetta hægt og bit- andi og hef auk tómataframleiðsl- unnar verið með kínakál og blóm- kál.“ Guðjón er eini garöyrkjubónd- inn sem hefur reynt að rækta tómatana með þessari lýsingu: „Ég vil nú ekki alveg fullyrða það, en ég held að ég sé sá eini í Evrópu sem er að reyna ræktun á tómöt- um með þessari aðferð." Guðjón, sem er, alinn upp í Kópavoginum, er lærður garð- yrkjumaður: „Ég hef eiginlega ekki unnið við neitt annað alla mína tíð en garðyrkju, ef undan eru skildir fjórir mánuðir sem ég vann við trésmíðar.“ Guðjón sagði að þessa dagana gæfist litill tími til að sinna áhuga- málum: „Ég hef annars mjög gam- an af fjallaferðum á veturna og einnig erum við hér með hesta okkur til skemmtunar." Eiginkona Guðjóns er Sigríður Helga Karls- dóttir og eiga þau þrjú börn. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1421: ÍBV-Selfoss í handbolt- anum Það verður keppt í handbolta, körfubolta og blaki i kvöld. Aðal- leikur kvöldsins er viðureign ÍBV og Selfoss í 1. deildinni í handbolta karla. Fer leikurinn fram á Selfossi. Vestmannaey- íþróttir ingar hafa átt erfitt uppdráttar í vetur en eru á heimavelli og það telst þeim til tekna. Leikurinn hefst kl. 20.00. Tveir leikir verða í 2. deild karla. I Fylkishúsi leika Fylkir og Ármann, hefst sá leik- ur kl. 20.00, og í Höllinni á Akur- eyri leika Þór og BÍ, hefst hann kl. 20.30. Einn leikur verður í bikar- keppni kvenna í blaki i kvöld. I íþróttahúsi KA á Akureyri leika KA og Völsungur. Leikurinn hefst kl. 21.30. Þá er einn leikur í kvöld í 1. deild karla í körfunni. Reynir, Sandgerði, og ÍH leika kl. 20.00 í Sandgerði. Veggmyndir og þrívíð verk í Nýlistasafninu stendur nú yfír sýning þriggja myndlistar- manna. Eru það Ásta Ólafsdóttir, Guðmundur Thoroddsen og Jón Sýningar Sigurpálsson sem þar sýna verk sín. Jón og Guðmundur sýna veggmyndir í neðri sölum safns- ins og Ásta Ólafsdóttir sýnir þrí- víð verk og málverk í efri sölum. Gestur í setustofu safnsins er Nina Ivanova frá Rússlandi. Hún dvelur hér sem gestanemandi í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14.00-18.00 og lýkur þeim 28. janúar. Bridge Um síðustu helgi var bridgehátíð í Borgarnesi, sveitakeppni með monrad- fyrirkomulagi á laugardaginn og tví- menningur með mitchel-fyrirkomu- lagi á sunnudaginn. Sveit Háspennu A var næsta öruggur sigurvegari í sveitakeppninni en Helgi Sigurösson og ísak Orn Sigurðsson náðu naumum sigri i tvímenningnum. Segja má að úrslitin í sveitakeppninni hafi ráðist þegar sveitir Roche og Háspennu A mættust í sjöundu umferð mótsins. Sveit Háspennu hafði sigur í þeim leik með miklum mun og átti eftirfarandi spil þátt í þeim sigri. Norður var gjaf- ari og allir á hættu: 4 ÁG10876 V 765 ♦ -- * KG86 * D92 » Á9 f 10542 * 7542 * K52 * K42 -f ÁK96 * ÁD9 Norður Austur Suður Vestur Erlendur Helgi Þröstur ísak 1* 2* Dobl 4* Dobl 4f 6G p/h Erlendur og Þröstur náðu þarna gullfallegri slemmu sem ólíklegt er að hefði náðst ef norður hefði ekki opnað á einum spaða. Tveir spaðar lýstu a.m.k. 5-5 skiptingu í hjarta og láglit og ijögur lauf vesturs voru hindrun í öðrum hvorum láglitanna. Sagnhafi var ekki í neinum vandræðum með að vinna spilið vegna hinnar upplýsandi sagnar austurs, Þröstur spilaði eðli- lega spaða á kónginn og svínaði síðan fyrir spaðadrottninguna. Samningur- inn var 4 spaðar á hinu boröinu og 14 impar til sveitar Háspennu A. fsak Örn Sigurðsson Sláandi tölur Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.