Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 12
12 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 JjV ~lend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 2. Dlck Francls: Wild Horses. 3. Colin Forbes: Fury. 4. Doug Naylor: The Last Humen. 5. Terry Pratchett: Interestlng Tlmes. 6. Robert Goddard: Borrowed Tlme. 7. Wllbur Smlth: The Seventh Scroll. 8. Pat Barker: Regeneratlon. 9. Maeve Blnchy: The Glass Lake. 10. Penny Vincenzl: Forbldden Places. Rít almenns eölis: 1. Wlll Hutton: The State Welre In. 2. Alan Bennett: Wrltlng Home. 3. Ranfurly: To War with Whltaker. 4. Andy McNab: Bravo Two Zero. 5. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 6. S. Blrtwistle & S. Conklln: The Maklng of Prlde and Prejudlce. 7. S. Nye & P. Dornan: The A-Z of Bahavlng Badly. 8. lan Botham: Botham: My Autoblography. 9. Peter de la Bllllére: Looklng for Trouble. 10. Jung Chang: Wlld Swans. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk 1. Lise Nergaard: De sendte en dame. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Klrsten Thorup: Elskede ukendte. 4. Robert J. Waller: Broerne i Madlson County. 5. Josteln Gaarder: Sofles verden. 6. Bret Easton Ellls: Uskrevne regler. 7. Peter Hoeg: De máske egnede. (Byggt á Politiken Sendag) Solzhenitsyn út í rússneska kuldann Aðdáendur rússneska rithöfund- arins Alexanders Solzhenitsyns, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1970 fyrir einstæð rit sín um fórnarlömb Stalíns í sovéska Gúlaginu, eru afar ósáttir við þá meðferð sem andófsmaðurinn gamli hefur fengið hjá löndum sínum að undanfornu. Sérstaklega sárnaði þeim að rík- issjónvarpiö rússneska, ORT, skyldi fella niður hálfsmánaðarlegan þátt skáldsins. Gefin var sú skýring af hálfu stjórnenda sjónarpsins, sem er í meirihlutaeigu ríkisins, að eng- inn heföi lengur áhuga á að hlusta á gamla Ijónið flytja einræður sinar um vandamál rússnesku þjóðaririn- ar. Aðrir hafna þessu og segja ástæðuna pólitíska en Solzhenitsyn var afar gagnrýninn á stjórnarfar og stjórnmálamenn í Rússlandi í sjónvarpspistlum sínum. Sjálfur hefur hann ekkert látiö eftir sér hafa um málið en eiginkon- an hefur ekki legið á þeirri skoðun að um pólitíska aðgerð sé að ræða. Hætt við að gefa út heildarritsafnið Fleira sýnir það þessa dagana að rússneskir ráðamenn eru lítt hrifn- ir af Solzhenitsyn, sem var, ásamt Andrei Sakharov, helsta hetja bar- áttunnar gegn sovéska alræðiskerf- inu. Þannig var fyrirhugað að hefja útgáfu á heildarsafni allra rita Solzhenitsyns. Forsenda útgáfunnar var loforð rússneskra stjórnvalda um fjárveitingu til að gera almenn- ingsbókasöfnum landsins kleift aö kaupa hvert um sig eitt eintak af ritsafninu. Nú hefur ríkisvaldið Alexander Solzhenitsyn. Umsjón Elías Snæland Jónsson kippt að sér hendinni og forlagið hætt útgáfunni. Andstæðingar Solzhenitsyns segja þetta allt merki um að hann hafi ekkert fylgi lengur meðal þjóð- arinnar þar sem skoðanir hans á málefnum samtímans séu óraun- hæfar og í meira lagi afturhalds- samar. Hann leggur mikla áherslu á andleg gildi rússnesku þjóðarinnar og gagnrýnir landa sína harðlega fyrir skammsýni, græðgi og eftir- sókn eftir vindi. Og hann segir þess- ar skoðanir sínar svo umbúðarlaust að marga svíður undan. Tvær bækur um baráttuna við KGB Á sama tíma og margir landar Solzhenitsyns viija sem minnst af honum vita hafa komið út í Banda- ríkjunum tvær bækur sem gefa að sögn gagnrýnenda þar í landi ljósa mynd af áralangri baráttu hans við sovésk stjórnvöld; og þá ekki síst sovésku leyniþjónustuna, KGB, og stjórnendur kommúnistaflokksins. Önnur bókin er eftir Solzhenitsyn sjálfan. Hún nefnist Invisible Allies og var reyndar samin fljótlega eftir að hann var rekinn úr landi árið 1974. Birtingu bókarinnar var frestað um árabil vegna þess að í henni segir Solzhenitsyn frá því fólki með nafni sem hjálpaði honum að leika á KGB. Að sögn gagnrýnanda Was- hington Post er þessi frásögn æsileg aflestrar eins og besta spennusaga. Sérstaka athygli vekur að það voru fyrst og fremst einstæðar mennta- konur sem lögðu sig í hættu til að hjálpa Solzhenitsyn þegar hann var að rita verk sín og koma þeim á framfæri i svokölluðum samizdat- útgáfum. Með aðstoð kvennanna tókst honum að vera skrefi á undan KGB sem reyndi ítrekað að komast yfir minnisblöð hans og ófullgerð handrit. Hin bókin heitir The Solzhenitsyn Files og er safn skjala úr fórum sovéskra stjórnvalda um baráttu þeirra gegn nóbelsskáldinu. Þar eru birtar fundargerðir stjórn- málanefndar kommúnistaflokksins og skýrslur KGB. Gagnrýnandi Washington Post segir að vísu að hér sé aðeins um brot af fyrirliggj- andi gögnum að ræða, valin í flýti, og vinnubrögð lítt fræðimannsleg. Engu að siður séu þessi gögn ómet- anlegur vitnisburður um misheppn- aðar tilraunir kerfisins til að þagga niður í einum öflugasta andstæð- ingi sínum. vísindi Drap krabbi risaeðlurnar? Bandaríski vísindamaðurinn Juan Collar leiðir að því getum að krabbamein af völdum fi- seinda hafi orðið til þess að risa- j eðlurnar dóu út fyrir 65 milljón- um ára. Fiseindirnar, sem eru minni en atóm, komu frá deyj- andi stjörnum í sólkerfi okkar. Fiseindir, sem rekast á kjarna lifandi atóma, gætu skaddað DNA erfðaefnið og valdið stökk- breytingum sem leiða til krabba- meins. í grein í timaritinu New Sci- entist segir Collar að deyjandi stjörnur í allt að 20 Ijósára fjar- lægð frá jörðu geti myndað 12 ill- kynja frumur í hverju kílói af lif- andi vef. Stjörnuhrun, þegar stjarna lætur undan eigin þunga, í 20 ljósára fjarlægð frá jörðu ger- ist á 100 milljón ára fresti. Fuglaforfaðír fundinn í Kína hafa fundist tveir stein- gervingar sem þarlendur vís- ! indamaður segir vera af elstu for- feðrum nútíma fugla. Annar steingervingurinn er með mjög þróað bringubein sem hefði getað þolað sterka flugvöðva. Hinn er | með stutt rófubein. Talið er að báðir steingervin- garnir séu frá júratímabilinu og 1 eru aðeins örlítið yngi'i en það sem talið er vera elsti þekkti fuglinn sem margir segja fiðraða risaeðlu. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Vísindamenn uppgötva rofa sem stjórnar svefni okkar: Mikil blessun fyrir þá sem þjást af svefnleysi Langt inni í iðrum heilans hefur fundist eins konar aðalrofi sem stjórnar svefni manns- ins, uppgötvun sem gæti orðið til mikillar bless- unar fyrir þá sem þjást af svefnleysi. Uppgötvun þessi er einnig mikill hvalreki fyrir vísindamenn sem eru áfjáðir í að skilja svefntruflanir og þróa lyf sem geta veitt eðlileg- an og endurnærandi svefn. „Það væri dásamlegt ef við gætum fengið eðli- legan svefn, án timbur- mannanna eftir svefnlyf- in,“ segir Clifford Saper, vísindamaður við Beth Israel sjúkrahúsið í Boston í Bandaríkjunum. Saper og félagar hans við læknadeild Harvard háskólans birta niðurstöð- ur rannsókna sinna í tímaritinu Science. „Rofinn" sem hér um ræðir er taugafrumuklasi, að öllum líkind- um ekki stærrri en títuprjónshaus, í undirstúkunni, innarlega í heilan- um. Þetta er sá hluti heilans sem stjórnar svefni okkar, áti, drykkju og kynhegðun. „Öllu þessu skemmtilega," segir Saper. Þessi frumuklasi, sem er staðsett- ur nálægt frumum sem stjórna lík- amsklukku okkar, sendir bein boð til þriggja annarra tauga- frumuklasa, sem svo aftur stjórna taugaboðefnunum þremur sem tengjast örvun. Þessi taugaboðefni eru histamín, sem talið er stuðla að vökuástandi; noradrenalín, sem er örvandi og hækkar blóðþrýsting; og serótónín, sem tengist svefni og skynjun. „Aðalrofinn" aftengir öll þessi þrjú örvunarkerfi samtímis. Vísindamenn hafa vitað í áratugi að áverkar á þessum hluta heilans geta valdið svefnleysi en þar til þessi uppgötv- un var gerð, vissu þeir ekki hvers vegna það var eða hvernig. Uppgötvun þessi varp- ar ekki einasta ljósi á svefnirin sem slikan, heldur gefur hún vís- indamönnum færi á að kanna virkni ým- issa efna eða efnasam- banda sem gætu leitt til nýrra svefnlyfja. Saper og félagar hans gera sér til dæmis vonir um að gera til- raunir með melatónín til að staðfesta eða hrekja allar auglýs- ingarnar sem halda því fram að hægt sé að nota það sem svefnlyf. Vísindamennirnir framkvæmdu tilraunir sínar á rottum og notuðu við þær prótín sem kallað er Fos. Magn þessa prótíns eykst við dag- legt amstur og minnkar við svefn, nema á.þessu eina svæði þar sem virkni taugafrumnanna jókst á með- an sofið var. Vísindamenn vita að uppbygging þessa hluta heilans er mjög svipuð hjá rottum og mönnum. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Rlchard Paul Evans: The Chrlstmas Box. 2. Terry McMillan: Waitlng to Exhale. 3. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 4. Richard North Patterson: Eyes of a Child. 5. Mary Hlgglns Clark: The Lottery Wlnner. 6. Tom Clancy & Steve Pleczenik: Mlrror Image. 7. Dean Koontz: Dark Rivers of the Heart. 8. James Patterson: Klss the Glrls. 9. V.C. Andrews: Hlddel Jewel. 10. Judith Plnsker: Robln's Diary. 11. Jude Deveraux: The Heiress. 12. Nora Roberts: Born in Shame. 13. Tami Hoag: Night Sins. / 14. Carol Shlelds: The Stone Diaries. 15. Jonathan Kellerman: Self-Defense. Rit almenns eölis: 1. Tlm Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 2. Davld Wlld: Friends. 3. Paul Relser: Copplehood. 4. Richard Preston: The Hot Zone. 5. H. Johnson & N. Rommelmann: The Real Real World. 6. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 7. Tom Clancy: Flghter Wing. 8. Doris Kearns Goodwin: No Ordinary Tlme.' 9. Delany, Delany & Hearth: Havlng Our Say. 10. Clarlssa Plnkola Estés: Women Who Run wlth the Wolves. 11. Joe Montana & Dlck Schaap: Montana. 12. Mary Plpher: Reviving Ophella. 13. Brian Lowry: The Truth Is out there. 14. Thomas Moore: Care of the Soul. 15. John Paul II: Crossing the Threshold of Hope. (Byggt á New York Tlmes Book Review) Færri kaloríur lengja lífið Við getum Iengt líf okkar ef við látum mun færri kaloríur ofan í okkur en viö gerum alla jafna. Sú var að minnsta kosti niðurstaða tilraunar sem gerð var á rottum í Bretlandi og lifðu þær allt að 42 prósent lengur. „Okkur tókst að fá rottu, sem á að lifa í þrjú ár, til að lifa í um fjögur og hálft ár,“ segir Brian Merry, öldrunarsérfræðingur við háskólann í Liverpool. Kaloríuinntaka rottanna var minnkuð um allt að sjötíu pró- sent en þær fengu næringarríkt ; fæði og sultu ekki. Sextíu sjálfboðaliðar taka nú þátt í tilraun til að sjá hvort hið sama gildir um menn og rottur í þessum efnum. Búist er við að ; bandarísk yfirvöld samþykkti sams konar tilraun siðar á árinu. Kynlíf hægir á öldrun Allir þeir sem óttast krumlur i elli kellingar ættu að leggja sig : fram um að stunda gott kynlíf. Ef marka má nýlega breska rann- i sókn gæti það orðið til þess að hægja á öldrunarferlinu. Rannsóknin náði til 3500 ; manna og kvenna sem litu út fyr- j ir að vera allt að 14 árum yngri en þau voru i raun og veru. Nið- urstaðan bendir til þess að kynlíf oftar en tvisvar í viku og önnur : líkamsrækt geri fólk ungt bæði á j sál og líkama. Þátttakendur í : rannsókninni komu frá Bret- landi, Bandaríkjunum og megin- landi Evrópu og voru á aldrinum 20 til 100 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.