Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 15
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 15 Fiðringur fer nú um margan mætan manninn enda laus sá biti sem feitastur er í embættismanna- kerfmu, húsbóndavaldið á Bessa- stöðum. Mikil gerjun hefur átt sér stað síðan Vigdís Finnbogadóttir forseti tilkynnti við þingsetningu í haust að hún gæfi ekki kost á sér við forsetakosningar í sumar. Lík- legir frambjóðendur hafa þó held- ur dregið við sig að taka af skarið enda ákvörðun um framboð til embættis forseta íslands ekkert smámál. Þar verða menn að meta stöðu sína og möguleika. Slæm út- reið í kosningum sem þessum er álitshnekkir og því verða þeir sem til Bessastaða líta að hugleiða hvort betur sé heima setið en af stað farið. Margt að íhuga Það er margt sem kanna ber áður en menn hella sér í forseta- slaginn. Kosið er um þjóðhöfð- ingja og það er ekki eintóm sæla sem fylgir embættinu. Mikil rösk- un verður á högum, sá sem gegnir embættinu er undir smásjánni öll- um stundum. Hann verður að una því að vekja athygli hvar sem hann fer, jafnvel í sínum.frítíma. Þá verða menn að horfa til fjöl- skyldu sinnar. Álag er um leið sett á maka og börn. Fjölskyldan verð- ur á svipstundu landsfræg og hún verður að taka því að embættinu fylgja þær skyldur að miklar kröf- ur eru gerðar til þeirra sem því tengjast á einn eða annan hátt. Þá má ekki gleyma því að menn leggjast í stífa vinnu ætli þeir sér i kosningabaráttu fyrir alvöru. Ferðalög um allt land fylgja, fund- ir á vinnustöðum og samkomu- stöðum, fjölmiðlaviðtöl, ræðuhöld og fyrirlestrar. Mikið skal til mik- ils vinna. Dýr barátta Enn er það ótalið að kosninga- barátta sem þessi kostar hvern einstakling og þá sem nærri hon- um standa mikla peninga. Dag- blaðið Tíminn velti þessu fyrir sér í vikunni og taldi að þeir sem stefna á framboð mættu búast við því að þurfa að greiða 10-20 millj- ónir fyrir kynningu á sér og sin- um stefnumálum. Þetta eru miklir peningar, meiri en venjulegt fólk hefur handbært. Þetta kallar þvi á öfluga skipulagningu og viðamikla fjáröflun. Sérfræðingar þeir sem blaðið ræddi við töldu að fram- bjóðendur nú myndu nýta sér nú- tímatækni í fjölmiðlun. Þar var talið að auglýsingar í fjölmiðlum og fjölmiðlaumræða kæmi til dæmis í stað stórra framboðs- funda. Á það var jafnframt bent að fjárhagsáætlanir í kosningabar- áttu ættu það til að fara úr bönd- unum. Dæmi væru um að her- kostnaður fjórfaldaðist á loka- spretti baráttunnar. Ný skoðanakönnun DV birti í gær þriðju skoðana- könnun sína um væntanlegar for- setakosningar. Niðurstöður henn- ar eru einkum merkilegar fyrir tvennt. í annan stað sýnir hún að þrátt fyrir umræðuna að undan- fornu hefur meirihluti kjósenda ekki gert upp sinn hug. í skoðana- könnuninni var hefðbundið 600 manna úrtak og jafnt skipt milli kynja og landshluta. Rúmlega 35 prósent úrtaksins tóku afstöðu til spurningarinnar um forseta ís- lands sem þýðir það að meirihlut- inn treystir sér enn ekki til að kveða upp sinn dóm. Þetta kemur auðvitað ekki á óvart þar sem hugsanlegir frambjóðendur eru enn að þreifa fyrir sér og hafa ekki tekið af skarið um framboð. Kosn- ingabaráttan er því ekki farin af stað þótt stuðningsmenn ákveð- inna einstaklinga séu farnir ,að hittast og leggja á ráðin. Pálmi og Guðrún efst Hitt sem sker sig úr er það að í öllum þremur könnununum eru það sömu einstaklingarnir sem efstir standa, sr. Pálmi Matthías- son, sóknarprestur i Bústaðasókn, og Guðrún Agnarsdóttir, læknir og fyrrum þingkona. Vigdís forseti mældist mjög sterk í tveimur fyrri skoðanakönnunum DV. Það var eins og menn tryðu því ekki að hún ætlaði sér að hætta. Lands- menn munu sakna hennar úr emb- ætti enda hefur ferill hennar verið farsæll líkt og fyrirrennara henn- ar. Aðrir sterklega nefndir Aðrir sem sterklega eru nefndir til sögunnar, og sumir hafa sagst Laugardagspistill Jónas Haraldsson vera að íhuga framboð af alvöru, eru: Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson al- þingismaður, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofn- unar Háskóla íslands, og Stein- grímur Hermannsson seðlabanka- stjóri. Menn hafa beðið þess að Davíð Oddsson forsætisráðherra segði af eða á um framboð sitt. Þess var jafnvel beðið í gær að hann greindi flokksmönnum sín- um' frá því á miðstjórnarfundi. Þegar þetta var skrifað hafði Dav- íð ekki greint frá ákvörðun sinni en fyrir fram hafði hann sagt í við- tölum að framboð væri ólíklegt. Efstu menn bæta við sig Sé nánar rýnt í könnun DV og skoðaðar fylgishreyfingar milli þeirra sem best kom út úr könn- uninni sést að efstu menn bæta allir við sig. Ástæðan er einkum sú, eins og fyrr var nefnt, að nú áttar fólk sig á því að Vigdís hætt- ir. Hún hafði mikið fylgi í fyrri könnunum og það dreifist á þá sem efstir standa. Sé miðað við þá sem afstöðu tóku eykst fylgi sr. Pálma um 1,1 prósentustig, Guð- rúnar Agnarsdóttur um 1,3 pró- sentustig, Davíðs Oddssonar um 2,2 prósentustig, Ólafs Ragnars Grímssonar um 4,5 prósentustig, Ellerts B. Schram um 4,7 prósentu- stig og Steingríms Hermannssonar um 3,8 prósentustig. í skoðanakönnuninni voru 39 menn nefndir þegar spurt var: „Hvern vilt þú fá sem næsta for- seta íslands?" Aðeins einn hefur formlega gefið kost á sér, Ragnar Jónsson organisti, en í könnun DV fékk hann aðeins eitt atkvæði. Könnunin sýnir enn svo mikla óvissu að ómögulegt er að segja fyrir um úrslit. Hæstu menn, sr. Pálmi og Guðrún Agnarsdóttir, fá 7 prósentaóg 5,5 prósenta fylgi af öllu úrtakinu. Þrátt fyrir nokkuð afgerandi stöðu sjö efstu manna i könnuninni er því vel pláss fyrir nýjan eða nýja menn í baráttuna. Völd eða valdaleysi? Allt lofar þetta góðu og spenn- andi tímar eru fram undan. Þeir sem hafa skipað sér í efstu sæti eru allir hinir mætustu menn. Það fer að líða að þeim tímapunkti að menn ákveði sig. Sumir taka slag- inn, aðrir ekki. Persónulegar kosningar, eins og forsetakosning- ar, eru um margt skemmtilegri en hefðbundnar listakosningar. Þar reynir mjög á frambjóðendur. í komandi kosningabaráttu koma upp hefðbundin deilumál um forsetaembættið, völd þess eða valdaleysi. Hefðbundið er orðið að forseti heldur sig utan dægurmála og kemur fram sem sameiningar- tákn þjóðarinnar. Forseti íslands getur þó ráðið miklu um landsmál- in, komi sú staða upp. Það á eink- um við um stjórnarmyndun. Komi stjórnmálamenn sér ekki saman um meirihlutastjórn getur forseti gripið til sinna ráða, jafnvel skip- að utanþingsstjórn eins og Sveinn Björnsson gerði í ríkisstjóratíð sinni. Hugmyndir um slíkt hafa skotið upp kollinum síðar þótt ekki hafi til þess komið. Það ber að varast að forsetinn fjarlægist þjóð sína um of en slíkt er óneitanlega hætta og möguleg- ur fylgifiskur embættis sem þessa. Fjölmiðlar fara mjög gætilega að embættinu og er það vel. Það er nauðsynlegt að halda því upp úr. Hitt er annað mál hvort menn hafa farið með of mikilli gát. Emb- ættið er alls ekki hafið yfir gagn- rýni. Tvöfaldar kosningar? Verði forsetaframbjóðendur mjög margir má búast við um- ræðu um tvöfaldar kosningar. Vig- dís Finnbogadóttir var kjörin for- seti árið 1980 með um þriðjungi at- kvæða. Vel má hugsa sér að breyta reglunum þannig að nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta verði kosið á ný milli tveggja efstu manna. Með því yrði það tryggt að forseti lýðveldisins væri ætíð kosinn af meirihluta þjóðarinnar. Þetta er þó ekki stór- vægilegt vandamál og enginn hef- ur efast um lýðhylli núverandi for- seta. Vigdís var'að vísu endurkos- in árið 1988 með yfir 90 prósentum atkvæða og er ólíklegt að það met verði slegið i bráð. Frambjóðendur eru því að nálg- ast startholurnar. Landsmenn vonast eftir snarpri baráttu en drengilegri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.