Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Qupperneq 20
unglingaspjall LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 Birna Hjaltadóttir nemandi. börn. Þá hélt ég að maður gæti orð- ið allt það sem mann langaði til, bara ef maður væri nógu gamall. Málið er ekki alveg svo einfalt en ef mann dreymir nógu heitt um eitt- DV-mynd Jóhanna Sigþórsdóttir hvað verður að bera sig eftir björg- inni og láta drauminn verða að veruleika. Birna Hjaltadóttir, Framhalds- skólanum á Laugum Að velja sér framtíð Þegar við höfum lokið grunn- skóla stöndum við frammi fyrir því að ákveða hvað við viljum gera í nánustu framtíð. Valið er erfitt, margt stendur til boða og viðhorf manns til lífsins taka sífelldum breytingum. En á endanum verðum við öll að taka afstöðu og vona að við höfum valið það eina rétta fyrir okkur. Þegar litið er á það sem stendur til boða að grunnskólanámi loknu kemur í ljós að við höfum um margt að velja. Það er til dæmis hægt að faraií framhaldsskóla ef efni og að- stæður leyfa. Margs konar fram- haldsskólar eru tO, t.d. bændaskól- ar, iðnskólar, menntaskólar, með heimavist eða án, og svo framvegis. Kostirnir eru margir og þetta val er því hreint ekki auðvelt. I þessum skólum eru margar ólíkar brautir, með mismunandi heitum og náms- greinum. Nemendur í framhalds- skóla eru yfirleitt ekki búnir að ákveða hvað þeir ætla að verða, heldur ræðst það oft meöan þeir eru í framhaldsnámi. Nú á dögum er stúdentspróf lykill að mörgum ágætis störfum. Fólk hugsar því gjarnan um að ljúka því fyrst og ákveða svo hvað það vill gera að ævistarfi sínu. En við val á námsbraut í framhaldsskóla er gott að hafa til hliðsjónar hvaða starf við getum hugsað okkur að leggja stund á og hvað við ætlum að læra í há- skóla. Þegar við höfum gert það upp við okkur hvað við viljum gera, er bara að hefjast handa við að læra og sjá til hvort við höfum valið rétt. Ef rangt er valið Ef raunin verður nú sú að okkur líkar engan veginn það námsefni sem við höfum valið okkur og ákveðum að hætta námi, höfum við eytt töluverðum peningum og tíma í eitthvað sem við höfum kannski lít- ið sem ekkert gagn af. Þá er rétt að setjast niður og hugsa málið vel og lengi, og finna út hvað það er sem við viljum virkilega gera. Auðvitað leiðum við hugann að því að það hefði kannksi verið rétt að halda ekki strax áfram námi eftir grunn- skólann heldur bíða bara, fá sér vinnu og hugsa málið. Þá hefði mað- ur getað kynnt sér alla möguleika, íhugað þá vandlega og fundið út hvað það raunverulega er sem mann langar að verða. Svo þegar við höfum gert upp hug okkar hell- um við okkur á nýjan leik og af full- um krafti út í námið, því allt er miklu skemmtilegra ef við höfum áhuga á því. En hvort sem við förum nú beinu brautina í námi eða tökum það í áföngum þá komumst við að því að hlutirnir eru ekki eins auðveldir og þeir litu út fyrir að vera í framtíðar- draumum okkar þegar við vorum jjin hliðin Langar mest að hitta Sókrates og Chirac - segir útvarpsmaðurinn Árni Þór Jónsson Útvarpsþátturinn Með sítt að aft- an, sem hljómar á útvarpsstöðinni X-inu á laugardögum, hefur vakið veröskuldaöa athygli. Þótt umsjón- armaður þáttarins hafi vart verið af barnsaldri þegar tónlistin sem hann leikur var vinsælust þá ferst honum starfið vel úr hendi. Um- sónarniaðurinn er enginn annar en Árm Þór Jónsson, sem auk þess að fást við þáttagerð er þúsund þjala smiður hjá kvikmyndagerð- aifyrirtækinu Saga Film. Árni Þór sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Ámi Þór Jónsson. Fæðingardagur og ár: 17. júlí 1975. Maki: Enginn. Böm: Engin. Bifreið: Peugot 205, ár- gerð ’88. Starf: Útvarpsmað- ur, plötusnúður, nemi og sendill. Laun: Fín. Áhugamál: Tónlist, kvik- myndir, körfu- bolti, tölvuleikir og bækur. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, enda tek ég ekki þátt í Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag að þínu mati? Ég held að fáir geti litið framhjá Mic- hael Jordan. Uppáhaldstímarit: CMJ Music. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Irene Jakob. Ertu hlynntur eða andvígur rik- isstjóminni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Sókrates og langar að eiga nokkur orð Jacques flárhættuspil- um. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hlusta I á góða tónlist, horfa á góða kvikmynd og lesa góða bók. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Bíða eftir leigubíl klukkan 4 1 að morgni um helgar. Uppáhaldsmatur: Mexíkóskur og rjúpur að hætti mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Bjór. Arni Þór Jónsson, umsjónarmaður útvarps Chirac. Uppáhaldsleikari: Geri ekki á milli Harvey Keitel og Robert De Niro. Uppáhaldsleikkona: Juliette Bin- oche. Uppáhaldssöngvari: Lou Barlow. Uppáhaldsstjómmálamaður: Zhírínovskíj. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi í Tomma og Jenna. Uppáhaldssjónvarpsefni: Star Trek: Next generation. Uppáhaldsmatsölustaður: Subway. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Biblíuna og ég ætla mér að gera það í náinni framtíð. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X+ið og Rás 2 getur verið góð. Uppáhaldsút- varpsmaður: Steinn Ármann Magnússon. Á hvaða sjón- varpsstöð horfir þú mest? Stöð 2. Uppáhalds- sjónvarps- maður: Paul King. Uppáhalds- skemmti- staður: 22 og Café au Lait. Uppáhaldsfé- lag í íþrótt- um? KR. Stefnir þú aö einhverju sér- stöku í framtíð- inni?. Fá einka- rétt á nafninu: Með sítt að aftan, ferðast , læra meira, stofna fjöl- skyldu og eignast börn. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég vann i sumarfríinu og mun líka vinna í næsta sumarfríi. Don Johnson mætir aftur til leiks: Margir kannast við sakamála- þættina Miami Vice þótt þeir hafi ekki lengi verið sýndir hér á landi. Leikarinn Don Johnson sló þar í gegn og þótt hann sé atvinnulaus og nýskilinn er hann ekki öllum gleymdur. Don Johnson er 46 ára gamall og býr í Los Angeles. Á miðjum níunda áratugnum hljóp Don um götur Miami, sokka- laus í skónum, en í fallegum og dýr- um Armanifötum. Undir jakkanum var hann með byssu og settist und- ir stýri í rándýrum Ferrari eða sportbát og varð stjarna fyrir. Það voru ekki síst kvenmennirn- ir sem féllu fyrir hinum kynþokka- fulla Don Johnson. Hjá Don varð líf- ið eins sæla. Hann hafði fullar hend- ur fjár og gat vaðið í kvenfólki. En lífið er hverfult. Bóndasonur Don Johnson er bóndason- ur, fæddur í smábænum Galena í miðvesturríkjunum. Þetta var allt of lítill staður fyrir töffarann Don Johnson sem ungur komst í kast við lögin. Hann flutti þá með móður sinni til Kansas og settist í skóla. Don tók meðal annars þátt í uppfærslu skól- ans á West Side Story. Það var kveikjan að því að hann hélt til Hollywood aðeins 19 ára gamall. „Ég var ákveðinn í að verða stjarna. Ég ætlaði að verða stærri en James Dean,“ segir hann. Það gekk þó ekki eftir. í fyrstu fékk hann hlutverk í léttbláum kvikmyndum og því fylgdi mikil áfengis- og fikniefna- neysla. Don fór í sína fyrstu meðferð árið 1983. Það var ekki fyrr en Don fékk hlutverk sitt sem Sonny Crockett í Miami Vice að hann varð frægur. Og þá hafði hann stritaö í Hollywood í 16 ár. Hann reyndi líka fyrir sér sem söngvari og gaf út plötur. Eiginkonan fór I fyrra reyndi Don fyrir sér í nýrri sakamálasyrpu sem gerist í San Francisco. Hann datt fljótlega út og drakk frá sér ráð og rænu. Hann áttaði sig þó og lagðist inn á Betty Ford meðferðarstofnunina til aö þurrka sig upp. Á sama tíma gafst eiginkonan, Melanie Griffith, upp á honum og byrjaði að vera með sjarmörnum Antonio Bander- as. Hvort Don Johnson fær fleiri möguleika í kvikmyndaborginni er ómögulegt að segja til um. Sjálfur segist hann vera á uppleið aftur og að byrja í nýjum framhaldsþætti. Við sjáum hvað setúr. Lífið hefur ekki verið dans á rósum hjá Don Johnson. Drakk sig frá frægðinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.