Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 52
FRETTASK0 TIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
550 5000
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
Halldór Ásgrímsson:
Margt
jákvætt
hefur gerst
„Miðað við þau erfíðu viðfangs-
efni, sem við höfum verið að glíma
við, sérstaklega ijárlögin, þá tel ég að
þetta sé mjög góð niðurstaða. Við átt-
um von á því að þetta yrði okkur
erfitt en ég er viss um að á móti kem-
ur að margt jákvætt hefur gerst á
sviði atvinnumála. Ég tel að þetta sé
góð niðurstaða fyrir ríkisstjórnina
og fjórflokkarnir virðast vera að
treysta sig heldur í sessi,“ segir Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
um niðurstöður skoðanakönnunar
DV sem sýnir að Framsóknarmenn
bæta við sig og ríkisstjórnin hefur
nú fylgi meirihluta þjóðarinnar að
baki. -GHS
Margrét Frímannsdóttir:
Við megum
sæmilega
við una
„Mér kemur svolítið á óvart að
ríkisstjórnarflokkarnir, og þá sér-
staklega Framsóknarflokkurinn
sem fer með heilbrigÖisráðuneytið,
skuli bæta við sig fylgi. Að öðru
leyti finnst mér þetta vera í takt við
það sem maður heyrir. Við megum
sæmilega vel við una miðað við
skoðanakönnunina síðast. Hins veg-
ar sýnist mér að þetta sé ábending
til okkar að vera duglegri við að
koma málflutningi okkar á fram-
færi,“ segir Margrét Frímannsdótt-
ir, formaður Alþýðubandalagsins,
um niðurstöður skoðanakönnunar
DV sem sýnir að Alþýðubandalag
eykur aðeins fylgi sitt en Þjóðvaki
þurrkast nánast út. -GHS
- sjá bls. 2 og 4
brother.
tölvu
límmiða
prentari
I ;M h _!•] zk i
Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443
TVOFALDUR 1. VINMNGUR
'þetta hafa verið óvenju
KRÖFTUG VITNI!
Fjórir menn í gæsluvarðhald vegna tryggingasvika:
Fengu á annan tug
milljóna króna fyr-
ir sviðsett slys
Fjórir menn hafa að kröfu
Rannsóknarlögreglu ríkisins verið
úrskurðaðir í hálfsmánaðar
gæsluvarðhald vegna gruns um
stórfelid tryggingasvik. Fimm
menn voru handteknir vegna
málsins á miðvikudaginn en ein-
um sleppt að loknum fyrstu yfír-
heyrslum. Hinir fjórir voru svo
settir í gæsluvarðhald á frnuntu-
daginn.
Mennirnir eru grunaðir um að
hafa sett á svið fjögur umferðar-
slys á síðasta ári. Tvö þeirra voru
uppi 1 Hvalfírði, eitt á Grindavík-
urafleggjaranum og eitt viö
Straumsvík. Tryggingarfélög hef-
ur þegar greitt mönnunum á ann-
an tug milijóna í bætur eftir þessi
slys.
Rannsókn hjá tryggingafélaginu
leiddi í ljós að eitthvað var
gruggut við slys þessi og hófst þá
rannsókn. Málinu var svo skotið
til RLR.
Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn hjá RLR, staðfesti í
samtali við DV i gær að grunur
léki á um milljónasvik og nefndi
hann á annan tug milljóna í því
sambandi. Hann vildi þó ekki
nefna nákvæma tölu. Hörður sagði
að rannsókn málsins væri enn
ekki komin langt á veg.
Hörður vildi ekki útskýra á
hvern hátt mennirnir hefðu svið-
sett slysin enda væri sök ekki
sönnuð á þá.
„Það eru ýmsar aðferðir tU að
sviðsetja þetta en ég ætla þó ekki
að útlista það í smáatriðum,"
sagði Hörður Jóhannesson. -GK
Félagar í verkamannafélaginu Dagsbrún greiddu atkvæði um nýja stjórnendur í félaginu í gær og var prýðileg þátt-
taka í kosningunum. Síðdegis í gær höfðu um 700 verkamenn greitt atkvæði og átti hann von á því að að minnsta
kosti 1.000 hefðu sett atkvæði í kjörkassann áður en kjörstað yrði lokað. Kjörstaður á skrifstofu Dagsbrúnar við
Lindargötu verður opinn frá 9-21 í dag. Búist er við að niðurstaða liggi fyrir um miðnætti. DV-mynd BG
Alvarlega
slasaður eftir
árekstur
Ökumaður fólksbifreiðar var
fluttur á slysadeild í gær eftir harð-
an árekstur við malarflutningabíl á
mótum Reykjanesbrautar og Lækj-
argötu í Hafnarfirði.
Var fólksbíllinn á leið yfir
Reykjanesbrautina en flutningabíll-
inn var að koma sunnan að. Maður-
inn slasaðist alvarlega en var samt í
gærkveldi ekki í lífshættu. Bíll hans
skemmdist mikið og var dreginn af
slysstað. -GK
Vitni króuðu
af ölvaðan
ökumann
Vitni króuðu af ölvaðan öku-
mann, eftir að hann hafði stungið af
frá árekstri i Garðabæ í gær. Eltu
þeir sem sáu áreksturinn bíl hins
ölvaða og barst leikurinn inn í
Kópavog. Þar handtók lögreglan
flóttamanninn. Litlar skemmdir
urðu á farartækjum í hasar þessum.
-GK
Ók milli strætós
og skýlis
Litlu munaði að ekið væri yfir
barn á Álfhólsvegi í Kópavogi þegar
bíll tróðst milli strætisvagns og bið-
•skýlis í gær.
Tildrögin voru þau að ökumaður
bílsins náði ekki að stöðva hann í
tæka tíð þegar strætisvagninn stopp-
aði við skýlið. Brá ökumaðurinn þá
á það ráð til að forðast aftanákeyrslu
að fara milli vagnsins og skýlisins.
í sama mund var barn á leið út úr
vagninum en fyrir mildi varð það
ekki fyrir bflnum. Svo þröngt var
milli vagnsins og skýlisins að spegl-
ar brotnuðu af bílnum. -GK
Tvö börn á
slysadeild
Flytja varð tvö börn á slysadeild
eftir bílveltu á Reykjanesbrautinni í
gær. Þau fengu bæði að fara heim
eftir skoðun en annað þeirra hafði
fengið höfuðhögg.
Fernt var í bflnurn og sluppu þeir
fullorðnu ómeiddir. Bíllinn er mikið
skemmdur og þurfti að draga hann
af slysstað. -GK
Mánudagur
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Sunnanatt og slydda eða rigning
Á morgun verður fremur hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og slydduél á stöku stað.
Hiti verður frá -1 til +3 stig. Á mánudaginn verður aflhvöss sunnanátt og slydda eða rigning sunnan- og vestanlands en hægari og
þurrt að mestu norðaustan til. Hlýnandi veður.
Veðrið í dag er á bls. 53