Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996 Fréttir Karl Ágúst Úlfsson í Spaugstofunni: Síðasti þáttur sam- inn á sjúkrabeði - lagöur inn á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Það fór ekki fram hjá neinum sem sá þátt Spaugstofunnar í Ríkis- sjónvarpinu um helgina að niður- skurðaráform heilbrigðisráðherra fengu dágóða meðhöndlun liðs- manna „Enn einnar stöðvarinnar". Hins vegar vissu færri að handrit þessa þáttar var samið á sjúkrabeöi af aðalhandritshöfundi Spaugstof- unnar, Karli Ágústi Úlfssyni. Karl hefur undanfarna daga verið til rannsóknar á hjartadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur eftir að hafa misst meðvitund. Karl sagði í sam- tali við DV í gær að ekki væri enn vitað hvað amaði að sér en hann fengi vonandi að útskrifast af sjúkrahúsinu næstu daga. „Vissulega hafði það sín áhrif á þáttinn um helgina að hann var að mestu saminn inni á sjúkrahúsi. Maður verður að setja sig inn í hlut- ina. En heilbrigðismálin hafa það mikið verið í fréttum að þau hefðu hvort eð var lent í þættinum," sagði Karl Ágúst. Karl sagði að hann hefði átt við ákveðið heilsuvandamál að stríða um nokkurn tíma. „Ég hef misst meðvitund nokkrum sinnum, af óskýrðum or- sökum. Það gerðist fyrir 10 dögum eða svo. Þá var ég lagður inn og hef verið hérna síðan í rannsóknum. Ég fékk góðfúslegt leyfi læknisins til að skreppa niður í Sjónvarp í upptökur vegna þáttarins um helgina. Það gengur illa að vera alvarlega veikur þegar setja þarf upp þátt í hverri viku. Einhvern veginn verður að bjarga því,“ sagði Karl. Félagar Karls í Spaugstofunni komu til hans á sjúkrahúsið í byrj- un síðustu viku og lögöu drög að þætti helgarinnar. Hann sagði að næsti þáttur yrði líklega unninn með svipuðu sniöi, þ.e. af sjúkra- beöi á deild B7 í Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Aðspurður vildi hann ekki lofa frekara spaugi af heilbrigðis- ráðherra og niöurskurðaráformum í næsta Spaugstofuþætti. -bjb Karl Ágúst Úlfsson á sjúkrabeði á deild B7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur með tölvuna sér tll halds og traust. Á þessum stað var handrit Spaugstofuþáttar- ins um helgina samið og hefur Karl lagt drög að næsta þætti. DV-mynd S Sjötugur sparisjóðsstjóri Baldvin Tryggvason, sparisjóðstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, er sjötugur í dag. Af því tilefni tók hann á móti gestum í Borgarleikhúsinu í gær þar sem boðið var upp á hátíðlega dagskrá. Meðal þeirra sem heiðruðu Baldvin og eiginkonu hans, Halldóru Rafnar, voru Björn Bjarnason mennta- málaráðherra og eiginkona hans, Rut Ingólfsdóttir, sem hér sjást saman á góðri stund. DV-mynd S Akureyri: Einn í haldi Einn þeirra fimm sem Akureyrar- lögreglan handtók vegna gnms um fikniefnamisferli í lok síðustu viku er enn í haldi. Þremur var sleppt nú um helgina en krafist hafði verið gæsluvarðhalds yfir þeim líka. Einni stúlku var sleppt á fimmtu- dagskvöldið. Fólk þetta hefur viðurkennt að hafa átt og notað flkniefni. Við hús- leit fannst amfetamín og hass og einn úr hópnum hefur viðurkennt að hafa notað E-pillur. Rannsókn á máli þess sem enn situr inni verður rannsakað betur í dag. -GK Trillukarl sýknaður af meintum ólöglegum steinbítsveiðum: A eftir aö draga dilk á eftir sér - segir Arthur Bogason, hæstánægður með röksemdafærslu dómarans „Ég er hæstánægður með rök- semdafærslu dómarans fyrir niður- stöðunni. Það er þetta sem við höf- um verið að tuða um í mörg ár en við litlar undirtektir ráðamanna. Við eigum nú eftir að sjá hvort mái- inu verður áfrýjað en ef það verður ekki gert mun þessi niðurstaða án efa eiga eftir að draga dilk á eftir sér,“ segir Arthur Bogason, formað- ur Landssambands smábátaeigenda, um sýknu Héraðsdóms Vestfjarða á skipstjóra krókabáts sem reri eftir steinbít á banndegi. Málavextir eru þeir að ákærði, Sveinbjörn Jónsson, skipstjóri á krókabátnum Sæstjömunni ÍS-188, reri ásamt a.m.k. ellefu öðrum krókaleyfishöfum til fiskjar út af Vestfjörðum á degi sem var bann- dagur fyrir krókaleyfishafa. Allir veiddu þeir steinbít og lönduðu hon- um á Suðureyri. Fjórum dögum síð- ar kærði Fiskistofa skipstjóra krókabátanna fyrir ætlaðar ólögleg- ar línuveiðar. Mál tólfmenninganna sætti opinberri rannsókn og í kjöl- far hennar var höfðað mál á hendur Sveinbirni einum. Sveinbjöm játaði að hafa stundað veiðamar en taldi fráleitt að þær fælu í sér brot á fisk- veiðilögum þar sem veiðar á stein- bít hefðu aldrei veriö háðcu- tak- mörkunum samkvæmt lögum um stjóm fiskveiða. Héraðsdómur Vestfjarða kemst að þeirri niðurstöðu að stein- bítsveiðin hafi aldrei verið tak- mörkuð með lögum um stjóm fisk- veiða. Því hafi öllum mönnum verið heimil veiði á steinbít þar sem skýrt og ótvírætt lagaboð hefði þurft til þess að fella veiðamar undir sömu takmarkanir og voru á veiðum þeirra stofna sem sættu takmörkun- um samkvæmt reglugerðum þar að lútandi. Þetta hafi ekki verið gert og þess vegna hafi reynst nauðsynlegt að sýkna ákærða. „í framhaldinu reikna ég með að við munum hafa samband við dóm- arann sem flutti málið fyrir vestan til þess að kanna hvort inni í mynd- inni geti verið að skoða í hvaða rétti þessir banndagar hafi verið settir i gegnum tíðina. Menn hafa sótt um að fá að fara á lúðu, hákarl eða eitt- hvað slíkt sem er svo fjarri því að vera í kvóta og því hefur öllu verið neitaö. Nú er kannski bara að skap- ast flötur til þess að endurskoða þetta aiit saman,“ segir Arthur Bogason. -sv Dagfari Smokkur til rannsóknar Þeir gerast ekki merkilegri smokkarnir en smokkurinn hans Rimmers, breska togarasjómanns- ins. Þessi eini og sami smokkur hefur farið í að minnsta kosti þrjár mismunandi DNA- rannsóknir og sitt sýnist hverjum vísindamannin- um. Nú er sem sagt komið í ljós að smokkurinn, sem í fyrstu var tal- inn Rimmers og síðan var ekki tal- inn Rimmers, var Rimmers. Ekki það að Rimmer hafi mótmælt því sérstaklega að smokkurinn væri hans eða ekki hans heldur að hann eigi ekki sæðið sem fannst i smokknum og að því leyti þykir nú sannað að sæðið sem fannst í smokki Rimmers og talið var vera sæði úr Rimmer var aUs ekki sæði Rimmers þótt þetta kynni að hafa verið smokkur Rimmers. Allt hefur þetta verið leitt í ljós með rannsóknum færustu vísinda- manna hérlendis sem erlendis þannig aö ekki fer á milli mála að þetta er merkilegur smokkur og merkilegt sæði. Þessi merkilega saga sæðisins og smokksins hófst með því að kona nokkur íslensk kærði Michael Rimmer fyrir nauðgun um borð í togara. Rimmer hefur í sjálfu sér aldrei neitað því að hafa haft sam- ræði við konuna en neitar því að um nauðgun hafi veriö að ræða. Þegar konan kærði hina meintu rannsókn var hún með mikla áverka sem gáfu til kynna að hún hefði verið beitt ofbeldi. Rimmer hefur aftur á móti neitað að hafa beitt ofbeldi við hugsanlegar sam- farir við konuna og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það þykir sem sagt sannað að Rimmer hafi haft samræði við konuna um borð í tog- ara og konan segir sér hafa verið nauðgað en hver tekur mark á konu sem fer um borð í togara? Undir þessum kringumstæðum er smokkurinn og sæðið einu sönn- unargögnin, enda fannst umrædd- ur smokkur um borð í þeim sama togara sem er vettvangur hinnar meintu nauðgunar. Þaö þótti sem sagt sannað að smokkurinn var Rimmers. Þessi smokkur var tekinn í DNA- rannsókn hjá íslenskum vís- indamönnum og þar þótti sannað að smokkurinn væri Rimmers og notaður við nauðgunina. Rimmer var samstundis stungið inn og hefur setið í prísund sinni til skamms tíma eða þangað til norskir rannsóknarmenn uppgötv- uðu að sæðið sem var í smokknum var alls ekki Rimmers og Rimmer áfrýjaði til Hæstaréttar sem dæmdi hann saklausan. Fyrir þetta varð Rimmer þjóð- frægur maður og fékk viðtöl við sig í fjölmiðlum sem sýnishorn af manni sem var hafður fyrir rangri sök fyrir nauðgun sem hann hafði aldrei framið og fyrir að nota smokk sem var með sæði sem hann átti ekki. En ekki liðu nema nokkrir dagar þar til FBI sá ástæðu til að blanda sér í málið enda er meint nauðgun um borð í togara með alvarlegri glæpum og þeir hjá FBI sáu náttúr- lega að maður sem er dæmdur fyr- ir að nota smokk og sleppur síðan úr fangelsi fyrir að eiga ekki sæðið sem er í smokknum er með dular- fyllri málum og grafalvarlegt mál ef það kemur í ljós að smokkur er með sæði sem er úr öðrum manni en á smokkinn. Er skemmst frá því að segja að FBI staðfesti niðurstöður hinnar erlendu rannsóknarstofu að Rim- mer gæti út af fyrir sig átt smokk- inn en ekki sæðið sem var í smokknum. Út af þessu öllu hafa spunnist langvarandi umræður í hinu ís- lenska vísindasamfélagi, hvort ekki megi lengur treysta vísind- unum hér heima fyrir því að ákveða hver eigi sæði sem er í smokk sem tiltekinn maður á. Að því leyti er þessi smokkur að verða með frægari smokkum í réttarsög- unum og kjaftasögunum svo ekki sé talað um sæðið sem fannst í smokknum eftir að búið var að nota hann. Sennilegasta skýringin er sú að smokkurinn hafi verið notaður oftar en einu sinni og þannig hafi menn ruglast á sæði þeirra sem hafa brúkað hann. Þess vegna á að rannsaka smokkinn en ekki sæðið sem var í honum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.