Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996
15
Norðanmenn gleymdust ekki
Trausti Ólafsson, nýráðinn leik-
hússtjóri Leikfélags Akureyrar,
sendi mér nýlega nokkrar línur
hér í DV, sem mér þykir bæði rétt
og kurteislegt að kvitta stuttlega
fyrir. Vinsamleg orð og góðar ósk-
ir mér til handa þakka ég að sjálf-
sögðu sérstaklega.
í grein Trausta kemur að vísu
fram svolítið einkennilegur mis-
skilningur varðandi viðtal við'
mig, sem birtist hér í blaðinu fyr-
ir tveimur vikum. Hann gerir því
sem sé skóna að ég hafi þar
„gleymt“ því að tala um Leikfélag
Akureyrar og „hið merka hlutverk
þess í þróun leiklistar á íslandi",
eins og hann kýs að orða það.
Sannleikurinn er hins vegar sá að
viðtal þetta var hvorki af minni
hálfu né blaðamanns, Elínar Al-
bertsdóttur, hugsað sem einhver
heildarúttekt á stöðu íslenskra
leiklistarmála, þó að ég væri beð-
inn um örfá orð um ástandið hjá
tveimur aðalleikhúsum okkar,
Þjóðleikhúsinu og L.R. Þar var því
engin sérstök ástæða til að fara að
ræða um L.A. eða önnur lands-
byggðarleikhús, enda var ég ekki
spurður um þau. Satt að segja trúi
ég ekki öðru en Trausta hafl verið
þetta alveg Ijóst, þó að hann láti
annað í veðri vaka, kannski af því
að hann vantaði átyllu til að skrifa
blaðagrein. Það er út af fyrir sig
vel skiljanlegt að nýr leikhús-
stjóri, sem enn er gersamlega
óskrifað blað, vilji minna á að
hann er mættur til leiks og aug-
lýsa svolítið um leið þá stofnun
sem hann starfar við.
Skorast ekki undan
Mál L.A. eru reyndar efni, sem
ég get ekki skorast undan að ræða,
ef boðið er til umræðunnar af
skynsamlegu viti, eins og Trausti
gerir vissulega í grein sinni. Frá
því að ég tók að mér fyrir röskum
tveimur árum að gagnrýna leiklist
í Dagsljósi Sjónvarpsins hef ég
lagt áherslu á að aðalleikhús Ak-
ureyrar sæti þar við sama borð og
atvinnuleikhús höfuðborgarinnar
og Sjónvarpið sendi mig á allar
helstu frumsýningar þess. Auðvit-
Kjallarinn
Jón Viðar Jónsson
leikhúsgagnrýnandi
að hefúr þetta haft í för með sér
nokkurn aukakostnað fyrir fjöl-
miðUinn, en sá kostnaður hefur
aldrei verið talinn eftir af ráða-
mönnum á Sjónvarpinu, sem er nú
einu sinni eign okkar allra, hvar
sem við búum í landinu. Sjónvarp-
ið hefur því ekki haft sama hátt á
og morgunblað allra landsmanna
sem árum saman taldi fullboðlegt
að láta prest einn úr nágranna-
byggð annast þennan starfa. Það
hefur bæði glatt mitt hjarta og
aukið trú mína á Leikfélagi Akur-
eyrar að þar á bæ hafa menn tek-
ið þessari nýju umfjöllun fegins-
hendi og ævinlega tekið gestinum
vel þegar hann hefur borið að
garði.
Sömu kröfur
En um leið verða Leikfélags-
menn nyrðra að átta sig á því að
tU þeirra verða hér eftir gerðar
sömu kröfur og annarra, sem vilja
láta telja sig til atvinnumanna.
L.A. getur ekki ætlast til þess að fá
einhvern afslátt, þó að fagmennsk-
an eigi sér þar sögulega mun
styttri rætur en hjá Þjóðleikhús-
inu og L.R. Það þýðir því ekki að
ganga fram eins og Tx-austi Ólafs-
son gerir í grein sinni, mótmæla
einstökum dómi um tiltekna sýn-
ingu með mjög almennum orðum
og segja (efnislega): „Víst var þetta
gott hjá okkur, við áttum ábyggi-
lega skilið fleiri stjörnur.“ Ég
vona sannarlega að þetta verði í
fyrsta og síðasta skipti sem leik-
hússtjórinn nýi tekur upp á slíku.
Hlutverk leikhúsfólks er ekki að
standa í stælum við gagnrýnend-
ur, hvað þá að leggja stein í götu
þeirra, eins og sá áttavillti maður,
sem nú situr i embætti þjóðleik-
hússtjóra, heldur greinilega. Öll-
Óskiljanlegt
Trausta Ólafssyni óska ég svo
góðs gengis í þvi vandasama starfi
sem bíður hans hjá L.A. Leikhúsið
tók vel merkjanlegan fjörkipp
þann stutta tima sem forveri hans
hélt um stjórnvölinn, en það þarf
enn að bæta sig á mörgum svið-
um. Fjörkippur er nefnilega eitt,
farsælt uppbyggingarstarf til langs
tíma allt annað. Þess vegna fannst
mér alveg óskiljanlegt að Leikfé-
„L.A. getur ekki ætlast til þess að fá ein-
hvern afslátt, þó að fagmennskan eigi sér
þar sögulega mun styttri rætur en hjá
Þjóðleikhúsinu og L.R.
um leikhúsmönnum, sem njóta
þeirra forréttinda að starfa í at-
vinnuleikhúsi, er skylt að hlusta á
rödd þeirrar gagnrýni, sem þeir
telja sjálfir marktæka; annað geta
þeir auðvitað látið sem vind um
eyru þjóta. Listamenn L.A.
þroskast t.d. örugglega ekki af
„velviljuðum" skrifum eins og
þeim sem lengi birtust reglulega í
Morgunblaðinu, þar sem flestu var
hælt án þess maður skildi í raun-
inni nokkurn tímann fyrir hvað.
En allt eru betta nú svo sjálfsagðir
hlutir að það jaðrar við ókurteisi
að vera að tala um þá, ekki síst við
leikhússtjóra, sem sjálfir eru
menntaðir í fræðunum.
lagsmenn skyldu ekki kappkosta
að halda lengur í Viðar Eggerts-
son. Að sögn hans sjálfs (og þeirri
staðhæfingu sást aldrei mótmælt)
leitaði leikhúsráðið ekki eftir því
að hann starfaði þar áfram. Ann-
ars skiptir mestu nú að nýr leik-
hússtjóri fái eðlilegt svigrúm til að
hrinda stefnumiðum sínum í
framkvæmd, en um þau hefur
hann verið æði sagnafár til þessa,
a.m.k. á opinberum vettvangi.
Skortur á yfirlýsingum kemur þó
tæpast að sök, ef hann veit sjálfur
hvað hann vill og sýnir það í verki
þegar stundir líða.
Jón Viðar Jónsson
„Öllum leikhúsmönnum, sem njóta þeirra forréttinda að starfa í atvinnu-
leikhúsi, er skylt að hlusta á rödd þeirrar gagnrýni, sem þeir telja sjálfir
marktæka; annað geta þeir auðvitað látið sem vind um eyru þjóta.“
Tími til að tengja
Á undanförnum árum hafa um-
ræður um aukin tengsl Háskólans
og atvinnulífsins verið ofarlega á
baugi innan skólans sem utan.
Ekki hafa allir verið á eitt sáttir í
þessu máli og menn skipst 1 tvo
hópa. Frá upphafi hefur Vaka, fé-
lag lýðræðissinnaðra stúdenta,
verið þessum tengslum fylgjandi
og barist fyrir þeim með oddi og
egg, blásið á raddir um að sjálf-
stæði skólans sé í hættu og í fyll-
ingu tímans hefur þorri manna
sannfærst um réttmæti þessa og
orðið sömu skoðunar.
Háskólinn og atvinnulífið
Ýmis rök hafa verið færð fyrir
því að samband Háskólans við at-
vinnulifið verði nánara. M.a. hafa
mörg fyrirtæki legið stúdentum á
hálsi fyrir að vera eins og fiskar á
þurru landi þegar út í atvinnulífið
er komið. Árangursríkasta leiðin
til úrbóta hlýtur að vera sú að
færa atvinnulífið meira inn í skól-
ann og koma stúdentum inn í það
meðan á námi stendur.
Það sem er jafnvel enn þyngra á
vogarskálunum er sú staðreynd að
nánara samband við fyrirtækin í
landinu getur komið Háskólanum
úr þeirri fjárhagslegu úlfakreppu
sem hann er í, þvi eins og alþjóð
veit hafa framlög ríkisins til skól-
ans staðið nánast í stað á meðan
nemendafjöldinn hefur margfald-
ast. Þessu má mæta með því að
fyrirtæki fari í ríkara mæli að
styrkja einstakar kennarastöður,
námskeið og jafnvel heilar skorir.
Þetta þekkist reyndar í dag og má
í því sambandi minna á að hug-
búnaðarfyrirtækin í landinu hafa
sóst eftir því að kosta framhalds-
nám í tölvunarfræði, nám sem
Kjallarinn
Guðrún Inga Ingólfsdóttir
- skipar baráttusætið á lista Vöku
til Stúdentaráðs
ekki er í boði í skólanum og er
ekki fyrirsjáanlegt að ríkið komi
til með að kosta. Ef af þessu verð-
ur í meira mæli en þekkist í dag
verður að tryggja að ríkið minnki
ekki framlög sín til móts við fram-
lög fyrirtækjanna. Það má gera
með því að breyta Háskólanum í
sjáifseignarstofnun sem gerir lang-
tímasamning við ríkið en Vaka
hefur einmitt tekið undir þær hug-,
myndir, með vissum fyrirvörum
þó.
Hugmyndir Vöku um
miðlunarstofu
Ein af þeim hugmyndum sem
Vaka setur á oddinn í þessum
kosningum er að komið verði á fót
nokkurs konar miðlunarstofu Há-
skólans og atvinnulífsins. Á henni
starfar maður sem hefur það hlut-
verk að koma stúdentum í sam-
band við fyrirtæki sem þurfa að
láta vinna tiltekin verkefni fyrir
sig og öfugt. Þetta mætti útfæra
með ýmsum hætti: Stúdentar gætu
einfaldlega verið ráðnir í vinnu af
fyrirtækinu til lengri eða skemmri
tíma og þá utan skólatima og
fengju greitt fyrir það laun. Eins
gæti verkefni stúdentsins verið
metið sem hluti námskeiðs innan
skólans eða jafnvel til eininga svo
dæmi séu tekin. Vitaskuld er ekk-
ert sem bindur þessa vinnu við
einn stúdent heldur á þverfagleg
hópvinna ekki síður við í þessu
samhengi.
Hagur fyrirtækjanna af þessum
viðskiptum er augljós en hvergi
eru samankomin önnur eins
kynstur af fróðleik í landinu sem
nýst getur atvinnulífinu vel, en i
því umhverfi sem stúdentar Há-
skóla íslands starfa. Þó má gera
meira til að gera skólann enn fýsi-
legri sem viðskiptavin og þá hafa
skattaívilnanir verið nefndar í því
sambandi. í dag fá fyrirtæki
skattaafslátt til mótvægis við
framlag þeirra til stjórnmála-
flokka. Varla eru framlög til stúd-
enta minna virði.
Hugmyndin er sú að stofan
verði rekin að einhverju eða öllu
leyti af atvinnurekendum og
starfsmaður, með sérþekkingu á
þessu sviði, verði ráðinn af þeim
en ekki Stúdentaráði. Með því er
miðlunarstofan mun meira traust-
vekjandi í augum atvinnulífsins
og ekki háð þeim pólitísku svipti-
vindum sem gjarnan blása um
Stúdentaráð.
Af þessu má sjá að stofa á borð
við þessa er einfóld, ódýr og skil-
virk og er atvinnulífi og ekki síð-
ur stúdentum til mikilla hagsbóta.
Vaka vinnur fyrir þig
Núverandi meirihluti hefur
ekki staðið sig sem skyldi i því að
tengja háskólanámið við atvinnu-
lífið í ríkara mæli. Hann hefur tal-
að tveimur tungum og lýst sig
sammála þessum hugmyndum en
um leið verið með úrtölur og ótal
várnagla sem hljóma ekki sann-
færandi. Vaka hefur skýra stefnu í
þessum málum. Hún kemur til
dyranna eins og hún er klædd og
kjósendur vita að hverju þeir
ganga. Nú er tækifæri til að greiða
atkvæði í eigin þágu. Við erum
reiðubúin að vinna fyrir þig.
Guðrxin Inga Ingólfsdóttir
„Vaka hefur skýra stefnu í þessum mál-
um. Hún kemur til dyranna eins og hún
er klædd og kjósendur vita að hverju þeir
ganga. Nú er tækifæri til að greiða at-
kvæði í eigin þágu. Við erum reiðubúin
að vinna fyrir þig.“
Með og á
móti
Breytingar á skaðabóta-
lögum frá 1993
Tillögurnar
verður að af-
greiða nú
þegar
„Gunnlaug-
ur Claessen
hæstaréttar-
dómari og
Gestur Jóns-
son hæstarétt-
arlögmaður
hafa að beiðni
allsherjar-
nefndar Al-
þingis gert tfl-
lögu um það að
reiknings-
stuðli laganna
verið breytt þannig að skaðabæt-
ur hækki verulega. Þetta er
nauðsynlegt að gera tO þess að
skaðabætur hér á íslandi til
fólks, sem missir starfsorku síria
í slysum og á skaðabótarétt,
verði sambærilegar við það sem
tíðkast aUs staðar erlendis.
Verði tfllögurnar ekki afgreidd-
ar framlengist það ástand að það
fólk fær aðeins hluta af tjóni
sínu bættan. Þetta er óviðunandi
ástand. Það væri sambærOegt
því að maður, sem ætti bótarétt
fyrir að bUlinn hans skemmdist,
yrði fyrir tjóni. Ef viðgerðar-
kostnaðurixm næmi til dæmis
hundrað þúsund krónum ætti
maðurinn bara rétt á að fá fimm-
tíu þúsimd krónur í bætur. Hinn
helminginn af viðgerðarkostnað-
inum ætti hann sjálfur að borga.
AUir sjá að við svo búiö má ekki
standa og að tUlögurnar verður
að afgreiða nú þegar.“
Jón Steinar Gunn-
laugsson hæsta-
réttarlögmaöur.
Miða að stór-
kostlegri
hækkun
skaðabóta
„Skaðabóta-
lögin eru í öll-
um höfuðat-
riðum vönduð
löggjöf og
mæla fyrir
um réttmætar
bætur vegna
slysa. Af lög-
gjöfinni leiddi
að bætur tO
alvarlega slas-
aðra hækkuðu
verulega og
réttarstaða
heimavinnandi
batnaði.
Slgmar Ármanns-
son, framkvæmda-
stjóri Sambands ís-
lenskra trygginga-
félaga.
fólks og barna
Bætur lækkuðu þó
vegna minni háttar slysa. Þeir
sem segja að lögin mæli ekki fyr-
ir um „fiUlar bætur“ neita að
setja það hugtak í eðlilegt sam-
hengi. Verði til dæmis umferðar-
slys getur skapast bótaréttur eft-
ir fjórum mismunandi leiðum
samtímis, þ.e. úr lögmæltum
ökutækjatryggingum, lífeyris-
sjóðum, slysatryggingum laun-
þega og almannatryggingakerf-
inu. Að teknu tOliti tO þessa má
ætla að í mörgum tflvikum fái
hinn slasaði nú þegar jafnvel
meira fé til ráðstöfunar eftir
slysið en fyrir það. BreytingatO-
lögurnar miða því að stórkost-
legri hækkun skaðabóta og alveg
að óþörfu og ofbæta tjón. Reikn-
inginn á svo að senda á almenn-
ing í formi stórhækkaðra ið-
gjalda. Menn ættu fremur að
leita leiða tU að lækka iðgjöld en
hækka þau. Þaö gerum við með
því að fækka slysum og stuðla að
því að skynsamlegar reglur gfldi
um slysauppgjör."
-ÞK