Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Page 9
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 9 Utlönd Lögreglumaöur- inn hættur að tala Lögreglumaöurinn Gary Dockery, sem spurði um syni sína fyrir viku eftir að hafa ver- ið í dái í sjö ár, getur enn ekki talað eftir lungnaaðgerð sem hann gekkst undir í síðustu viku. Læknar höfðu óttast að svæfingin myndi hafa slæm áhrif á heila hans. Dockery getur þó gert sig skiljanlegan með hreyflngum. Öllum að óvörum tók Dockery, sem verið hafði í dái síðan hann fékk byssukúlu í ennið 1988, skyndilega til máls á mánudaginn fyrir viku. Systir hans sat við rúmstokkinn hjá honum á sjúkrahúsi en þangað hafði hann verið fluttur frá hjúkrunarheimili vegna lungna- bólgu. Dockery spurði um syni sína og aðra fjölskyldumeðlimi, hesta og hús. „Jafnvel þó að Gary falli aftur í dá er ég þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að segja hon- um að mér þykir vænt um hann,“ segir Dennis Dockery, bróðir Garys. Reuter Olíuflutningaskipið Sea Empress á strandstað við Wales. Símamynd Reuter Óveður haml- ar björgun skipsins Vegna mikils sjógangs urðu þeir, sem freistuðu þess að bjarga olíu- flutningaskipinu sem strandaði undan ströndum Wales á fimmtu- daginn, frá að hverfa í gær og aftur á laugardagskvöld. Reyna á að koma björgunarmönnum aftur um borð í dag. Enginn slasaðist við að- gerðimar í gær og allir skipverjar eru nú komnir í land. Talið er að enn sé hægt að bjarga skipinu. Tvö hundruð tonn af olíu streymdu í sjóinn þegar leki kom að skipinu við strandið. í gær var sprautað úr flugvélum á olíuna til að reyna að koma í veg fyrir frekari umhverfisspjöll. Þessar slóðir eru heimkynni um 100 þúsund fugla auk sela og höfrunga og keppst hef- ur verið við að reyna að bjarga eins mörgum þeirra og hægt er. í yfirlýsingu frá bresku strand- gæslunni í gær sagði að svo virtist sem skipið væri stöðugt en yfirmað- ur stofnunar sem berst gegn sjáv- armengun efaðist um það. Að sögn björgunarmanna var vél- arrúm skipsins þurrt og óskemmt og á að reyna að halda áfram að gangsetja vélar í dag ef veður leyfir. Um borð í skipinu voru 130 þús- und tonn af hráolíu úr Norðursjó á leið í hreinsunarstöð í Milford Haven í Wales. Strandið varð skammt þar frá. Reuter Diana neitar enn að skilja Díana prinsessa neitar að flýta sér að samþykkja skilnað við Karl prins, að því er breska kvöldblaðið Mail on Sunday greindi frá í gær. Elísabet Englandsdrottning skrifaði Díönu og Karli bréf í desember síð- astliðnum og hvatti þau til að ganga fljótt frá skilnaði. Breska blaðið Mail on Sunday segir Díönu hafa stöðvað skilnaðar- viðræðurnar og látið tilkynna til Buckinghamhallar að ekki sé von á lögskilnaði í bráð. Fullyrt er að ekki verði af neinum skilnaði fái Díana vilja sínum framgengt. Svar starfs- manna Buckinghamhallar við þess- um fregnum er á þá leið að prinsess- an sé enn að skoða stöðu sína. Díana fer í heimsókn til Pakist- ans á morgun í boði Imrans Khans, fyrrum krikketkappa. Breska blaðið The Independent birti í gær niðurstöður skoðana- könnunar sem sýndi að Bretar væru að snúast gegn konungsfjöl- skyldunni. 42 prósentum aðspurðra þótti hún óþarfa lúxus sem þjóðin Díana prinsessa þráast við að verða við beiðni drottningar. hefði ekki efni á. Aðeins þriðjungur taldi að verr færi án konungsveldis. Reuter Opið alla daga 7 / -22 Kentucky Fríed Chick

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.