Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Page 11
MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 11 Fréttir Lirfur 1 kringlupokanum Fiörildi flaug úr pokanum framan í mig - segir Arnþór Þórðarson eftir ferð í bakaríið „Þetta er með því ógeðslegasta sem ég hef séð. Móðir mín og systir fóru í Þórsbakarí í Kópavoginum, keyptu þurrkaðar kringlur í poka og ýmis- legt fleira. Þegar þær komu heim og ég opnaði kringlupokann flaug ein- hvers konar fiðrildi i andlitið á mér. í ljós kom síðan að í pokanum voru tugir dauðra flugna og innan í kringl^ unni einhver vefur með púpu í miðj- unni,“ segir Arnþór Þórðarson, Kópavogsbúi sem fékk óskemmtilega sendingu úr bakaríinu í gær. Gústaf Sverrisson er eigandi Þriggja fálka sem baka fyrir Þórsbak- arí. „Ég hef kannað þetta mál og mér skilst að um sé að ræða poka með þurrkuðum kringlum sem hafa margra mánaða geymsluþol. Hugsan- lega hefur þessi poki verið orðinn eldri en gengur og gerist en hann kemur okkar daglega rekstri ekki við. Ég fullyrði að þetta umrædda bakarí er eitt flottasta bakarí á land- inu og við getum boðið hverjum sem er að koma og sjá að hér er allt til fyrirmyndar,“ segir Gústaf. Hann segist fá hveiti vikulega inn og því sé ekki um það að ræða að eitthvað sé athugavert við það. Hins vegar viti menn aldrei hvað geti verið í hveiti sem komi að utan, svona lirfur geti lifað í hveiti, nýju og gömlu, og síðan geti kviknað líf ef varan geymist of lengi. „Við bætum vitaskuld fólktnu sem varð fyrir þessu en ég ítreka að hér er ekkert öðruvísi en það á að vera,“ segir Gústaf. -sv Aðalverktakar gera sjálfir út DV, Suðurnesjum: Forráðamenn íslenskra aðalverk- taka hafa tekið þá ákvörðun að gera út skip sín, Aðalvík KE 95 og Njarð- vík KE 93, sjáifir þegar leigusamn- ingur þeirra við Útgerðarfélag Ak- ureyringa rennur út 1. mars. Sá samningur var til eins árs. Að sögn Ragnars Halldórssonar, stjórnarmanns hjá íslenskum aðal- verktökum, munu skipin landa afla sínum í Reykjanesbæ þar til annað veröur ákveðið. Umræða er á Suður- nesjum um sameiningu útgerðarfé- laga þar. ÆMK Arnþór Þórðarson með kringlur og lirfur. Kringlupokinn með tugum dauðra flugna og vefur í kringlunni að innan. Hugsanlega hefur pokinn verið orðinn of gamall, segir framleiðandinn. Innfellda myndin sýnir gumsið í nærmynd. DV-mynd GS Akranes: Minnsta atvinnuleysi í þrjú ár DV, Akranesi: Atvinnuleysi heldur áfram að minnka á Akranesi miðað við undan- farin ár. Atvinnuleysi í janúar síðast- liðnum nam 8,15%. í sama mánuði í fyrra var það 9,1%. í janúar 1994 var það 14,20% og í janúar 1993 var það 8,75. Það verður að fara aftur til janú- ar 1992 til að finna minna atvinnu- leysi. Þá var það 5,7%. i Það er því greinilegt að það er held- ur að rætast úr hvað atvinnu snertir á Akranesi - atvinnulífið að rétta úr kútnum. -DÓ Fra 3. jum 30. september 1996 verbum vib meb tvö flug í viku milli Keflavíkur og Amsterdam. Lægsta verb á markabnum, 24.870 kr. á mann. Pantib tímalega. ISTRAVEL Gnoöarvogi 44, Sími: 568 6255 FAX: 568 8518. Golden Tulip Hótel GOLDEN TULIP er hótelkeðja með aðalstöðvar í Hilversum í Hollandi sem starfa á grundvelli Horeca staðals um rekstur hótela. GOLDEN TULIP hótelin eru 225 um allan heim. Annað hvort í eigu þeirra sjálfra eða í samstarfi við önnur hótel. Á íslandi er Hótel Saga þeirra samstarfshótel. GOLDEN TULIPINNS em þriggja stjömu hótel víbs vegar um Holland og rekin í nánu samstarfi við GOLDEN TULIP hótelin. Hægt er að ferðast á sérstökum kjömm um Holland og gista á TULIPINN hótelum. Þú pantar fyrstu tvær næturnar fyrirfram, en næstu gistingu þarf einungis að panta með eins dags fyrirvara. Verð á mann frá 2.500 kr. - 4.200 kr.. Ferðaskrifstofan okkar hefur gert saminga um afnot af hótelum fyrir farþega okkar. Hægt er að fá hópafslátt af herbergjum og halda ráðstefnur á GOLDEN TULIP hótelum. Kynnið ykkur verið og gæðin. Bæklingar fyrirliggjandi. _______ VERD Á HBRBERGfc.. GOLDEN TULIP Barbizon Palace • 5 stjörnu 14.600 kr. GOLDEN TULIP Barbizon Center • 5 stjörnu 12.500 kr. GOLDEN TULIP Barbizon Shiphol • 4 stjörnu 10.800 kr. TULIP INN í Amsterdam • 3 stjörnu 7.100 - 8.500 kr. Innifalið í verði er skattar í Keflavík og Amsterdam. eins og þeir hafa veriö uppgefnir í dag og sömuleiðis er verð þetta miðað við gengi NLG i dag. Petta hvoru tveggja getur breyst verði gengisbreyting eða breytingar á sköttum. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.