Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1996, Qupperneq 13
13 MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1996 dv___________________________________________________________Fréttir Ráðstefna Skýrslutæknifélagsins um öryggi á Internetinu: ’ Stjórnvöld í Bandaríkjunum og víðar óttast þróun og útbreiðslu dulritunar - segir Philip Zimmermann, höfundur dulritunarhugbúnaöarins PGP Bandaríkjamaðurinn Philip Zimmermann varð heimsfrægur þegar bandarísk yfirvöld ákváðu að láta rannsaka dreiflngu hans á for- riti sínu, PGP, „Pretty- Good-Pri- vacy“, en það gerir tölvunotendum kleift að dulrita gögn á þann hátt að utanaðkomandi aðilar komast ekki í þau. Það sem þessi aðferð hefur fram yfir aðrar er að ekki þarf að fela lyklana sem notaðir eru viö dul- ritunina og styrkur hennar er slík- ur að með stærðfræðiþekkingu og tölvuafli dagsins í dag er útilokað að nokkur geti brotið upp það sem læst er. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og víða annars staðar óttast þróun og útbreiðslu þessarar dulritunar þar sem þau telja sig verða að hafa sama aðgang að tölvugögnum okkar og þeim gögnum sem við sendum í pósti og um símalínur. Af stjórn- völdum er dulritunarforrit á borð við PGP flokkað sem hergagn og sækja verður um sérstakt leyfi til að dreifa því og flytja út. Það olli því töluverðu ijaðrafoki þegar Zimmer- mann dreifði forriti sínu á Internet- inu. Á ráöstefnu sem Skýrslutæknifé- lag íslands hélt fyrir helgina um ör- yggi á Internetinu var Zímmer- mann boðið að flytja erindi um stöðu dulritunar í nútímasamfélagi. Einnig var reynt að varpa ljósi á og svara spurningum um öryggi í net- viðskiptum og kanna hvaða leiðir væru mögulegar til að festa það i sessi. „Það er ljóst að við lifum á tímum þegar tölvur, Internet og rafræn við- skipti eru að verða stór hluti af dag- Robert Zimmermann, höfundur PGP-dulritunarhugbúnaðarins, segir dulrit- un einu leiðina til að viðhalda einkalífi og öryggi á Internetinu. Hér er hann á ráðstefnu Skýrslutæknifélags íslands fyrir helgina. DV-mynd GS legu lífi okkar. Allt þetta opnar athafnir. Til að tryggja rétt okkar bæði stjómvöldum og öðrum beina sem þegna í lýðræðisþjóðfélagi þar leið að upplýsingum um líf okkar og sem fyrrgreindir þættir eru allsráð- Broddaneshreppur á Ströndum: Varamenn boðaðir á fundi eftir geðþótta oddvitans DV, ísafirði: Fundur í hreppsnefnd Broddanes- hrepps á Ströndum var haldinn 30. janúar sl. og athygli vakti að af 5 kjörnum fulltrúum mættu aðeins fjórir. Gunnar Sverrisson á Þóru- stöðum í Bitru, fyrrum oddviti, er í ársleyfi vegna veikinda og situr varamaður hans, Guðfinnur Finn- bogason, Miðhúsum í Kollafirði, sem aðalmaður í hreppsnefnd. Franklín Þórðarson í Litla-Fjarðar- homi í Kollafirði tók við oddvita- störfunum. Það sem mesta athygli vakti varö- andi síðasta hreppsnefndarfund var að varamaður Torfa Halldórssonar á Broddadalsá eða annar varamað- ur í hreppsnefnd var ekki boðaður í stað Torfa sem var í Reykjavík. Varamaðurinn, Sigurður Jónsson í Stóra- Fjarðarhorni, sat í 10 ár í hreppsnefnd í Fellshreppi fyrir sam- einingu hans og Óspakseyrarhrepps í eitt sveitarfélag - Broddaneshrepp 1992. Fljótlega eftir sameiningu komu upp illindi í nýrri hreppsnefnd um ráðningu skólabílstjóra og fleira í störfum hreppsnefndar. Fékk hreppsnefndin m.a. úrskurð frá fé- lagsmálaráðuneytinu þar sem henni var gert skylt að halda fundi sína í heyranda hljóði og auglýsa fundi fyrir íbúum sveitarfélagsins með hæfllegum fyrirvara. Samkvæmt upplýsingum DV hefur hrepps- nefndin haldið áfram að hafa óaug- lýsta leynifundi þrátt fyrir úrskurð- inn. Ekki hefur gróið um heilt inn- an hreppsnefndar síðan í þessum deilum. Haft var samband við Franklín oddvita og spurt hvers vegna Sig- urður var ekki boðaður á fundinn. „Það eru margar ástæður fyrir því. Þessi fundur fjallaði um fjár- hagsáætlun. Við þessir fimm í hreppsnefndinni vorum búnir að ræða málefnin okkar á milli í sam- tölum og einnig í síma. Svo þegar i við vorum búnir að ákveða fundar- stað og tíma kom snögglega upp að Torfi var fjarverandi. Sigurður var ekki inni í þeim málum sem við vorum að ræða svo að ég ákvað að boða hann ekki. Það er ástæðan," sagði Franklín. GHJ andi verðum við að finna leið til að halda einkalífi okkar og athöfnum út af fyrir okkur. Dulritun er lykill- inn að því og með henni er tryggt að enginn annar komist að því hvemig við lifum, hvað við gerum, hverju við tilheyrum og tökum þátt í,“ seg- ir Zimmermann. Hann segir að dulritun hafi í raun verið til í þúsundir ára - menn hafi ávallt fundið leiðir til að læsa aðgangi að mikilvægum upplýsing- um. Það sé þó ekki fyrr en nú á tím- um sívaxandi tölvutækni og raf- rænna samskipta sem þörf fyrir dul- ritunartækni sé orðin mikil. Zimmermann bendir t.d. á í því sambandi að tölvupóstur sem flutt geti persónulegar upplýsingar á borð við bankamál og kennitölur taki með tímanum við af hefð- bundnum pósti. Til að tryggja það að bæði yflrvöld og fyrirtæki gegn- umlýsi ekki póstinn og komist þannig að innihaldi hans og upplýs- ingum verður að hans mati að beita dulritunartækninni - það sé eina leiðin til að varðveita einkalíf ein- staklinga. „Internetið hefur fært okkur ýmis þægindi og við það eru margir kost- ir, t.d. þeir að það færir okkur öll nær hvert öðru, en því miður eru gallarnir líka margir. Sá stærsti er náttúrlega hættan á að glata einka- lífi okkar. Dulritun er því nauðsyn- leg - hún bætir engu við heldur við- heldur einhverju sem til staðar er.“ Zimmermann viðurkennir að dul- ritun ógni möguleikum yfirvalda til að halda uppi rafrænu eftirliti en segir margar aðrar aðferðir til stað- ar sem hægt sé að beita til að koma t.d. upp um glæpamenn og misferli. Nýlega kynntu VISA og MasterC- ard nýja gerð af kreditkortum sem hafa dulritunartæknina innbyggða. Á íslandi hafa viðskiptabankarnir og Reiknistofa bankanna annars vegar og EDI-félagið, ICEPRO, og Verslunarráð íslands hins vegar gert með sér Scunkomulag um að koma upp landsmiðstöð fyrir leynd- arkóða, tölvuútskrift og útgáfu leyndarkóðavottorða. -brh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.